text
stringlengths 0
342
|
---|
Lagamaður víst hann var,
|
varði tófu refur.
|
Um Mosfellinga
|
Bóndinn situr á bæjarstétt,
|
bindur hann reipi, hnýtir hann hnúta.
|
Heyið er upp í sæti sett,
|
konan ætlar að kaupa sér fyrir það klúta.
|
Skáldið mitt
|
Skáldið mitt var skjótt í leik,
|
skauzt úr eldhúss brælu
|
líkt sem flygi langt frá reyk
|
ljóss í veldis sælu.
|
Úr bréfi til Konráðs
|
Þetta blað er strax í stað
|
stílað til þess og sett á vess,
|
að beri það í bæjarhlað
|
bragnar Ness til Jóhanness.
|
Nóta: Nes á að vera sama og Kaupmannahöfn, en Jóhannes sama og Konráð. Skáldaleyfið er tekið sér vegna rímsins.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.