text
stringlengths
0
342
undir skjóli miskunnar.
Það í heima horfir tvo,
huganum sveima leyfir svo,
það er gefið og þó sig á.
........
Rímnaerindi
Vona ég dúna dreka lín,
á Dáins fleyi náms um haf,
við gullhúna hengi fín
hýruþvegið náðartraf.
Nýhenda
Er hann að syngja enn sem fyrr,
arnarvélið sá hann - attan:
"Klingling" hringja kleprarnir
við karlinn hélugráan - skrattann.
### HÁRIÐ
Fagurljósa lokka safni,
litla Rósa!
þínu hrósa hafnanafni *
helzt nam kjósa.
Móinsbóla morgunsólu
mærð að góla,
tel ég ólag eftir jól
og utan tóla. **
* Hafnanafni er sjálfkenning, eins og séra Eiríkur heitinn í Vogshúsum myndi hafa búið hana til, og þýðir einhvern fjörð, svo sem Breiðfjörð, Hestfjörð, Skötufjörð, Fáskrúðsfjörð eða Arnarfjörð, o. s. frv. - Eins vel hefði mátt standa hrafnajafni = "kramsi" (samanber Tristransrímur) Svona má sjá, hvernig skáldin geta velt orðunum fyrir sér.
** Ég bið forláts! Þetta erindi er svo gott sem stolið allt úr eldri mansöngvum.
### VÍSUR OG KVIÐLINGAR
Um stúlku, sem reið með skugghatt
Æ, hvað níðir svanna sá
Satans hattur ljótur!
Undir honum er auðargná
eins og bullufótur.
Marsvínareksturinn
(Sem reyndar voru steinar)
"Missum ei það mikla happ,
maginn kann þess gjalda!"
Heldur var í körlum kapp,
þeir köstuðu grjóti, - ekkert slapp.
Samt mun Hallur hlutnum sínum valda.
Kveifar
Dönum verður hér allt að ís.
Undir eins og dálítið frýs
botnfrosinn belgur hver
kúrir, þar sem hann kominn er,
kútveltist og formælir sér.
Niðurlagorð úr bréfi frá Höfn
Efnið fór, og andann þraut,
ekki er hægt að tala.
Við erum allir orðnir naut,
einn hefur horn og hala.
Verzlunarólagið
Íslendingurinn ætla ég sé
illa fær til að "drífa handel",
þótt sumir heiti Xavier,
sumir Höjsgaard, Herman, Peer og Wandel.
Fingurbjörgin
Á ég mér kvæða efni mörg,
- þótt engum manni fríum. -
Ég réðist í að reisa hörg,
regin, yður og díum,
sem eilíflega eruð fjörg
og á það setið dæmaförg, -
en þessi fagra fingurbjörg
flytur mig ofar skýjum.
Málsvörn
Feikna þvaður fram hann bar, -
fallega þó hann vefur.