text
stringlengths 0
342
|
---|
fram af þagnarranni,
|
sem að smugu úr sálardaus,
|
sona er gagn í manni.
|
Virtu hróður vel um sinn
|
í vænu ljóða smíði.
|
Þú ert, bróðir, meistari minn
|
og mikil óðarprýði. -
|
Hlaupa fer um Hafnarslóð
|
Hallgrímsarfa kundur
|
eins og mjólk og meyjarblóð. -
|
Mikil heimsins undur!
|
Einatt hef ég átt við skarn,
|
ekið á völl og legið á slóða,
|
rekið á fjöll og búið til barn,
|
blessaður, góða hringatróða!
|
### AFMÆLISVÍSUR TIL BRYNJÓLFS PÉTURSSONAR
|
Við, sem annars lesum lögin
|
og lítil höfum vængjaslögin,
|
opna gerum hróðrarhauginn, -
|
Herjansuglan sat þar hjá.
|
Fagurt galaði fuglinn sá.
|
Síðan kvæða sendum drauginn
|
séra Péturs kundi.
|
Listamaðurinn lengi sér þar undi.
|
Sá hann eitt sinn sitja á ljóra,
|
svo sem gerði bólan stóra,
|
ofurlítinn nöldursnóra,
|
sem naktar voru klærnar á.
|
Fagurt galaði fuglinn sá.
|
Hann hugðist gera gys að Móra,
|
en greip í skott á hundi.
|
Listamaðurinn lengi sér þar undi.
|
Fýsi þig að frétta meira,
|
freilich kann ég segja fleira:
|
Uppi í háum hamrageira
|
honum skruppu tærnar frá.
|
Fagurt galaði fuglinn sá.
|
Hann hékk þar sona á hægra cyra,
|
hvergi frá eg hann stundi.
|
Listamaðurinn lengi sér þar undi.
|
### TIL KONRÁÐS GÍSLASONAR
|
Niðurlag á bréfi
|
Veit ég það fyrir vissu nú,
|
veður færðu eða gamalkú
|
hjá henni Höllu minni
|
út úr þessari orlofsferð,
|
sem upp á hennar náð er gerð,
|
gikkur í gömlu skinni!
|
Þegar þú kemur kotið á,
|
sem Kreischu liggur út í frá,
|
neðan við háa hólinn,
|
viltu þá ekki vita, hvurt
|
Vigga mín hefur að mér spurt,
|
sem að ég sá um jólin.
|
Andlitin þýzku eru mér
|
engu síður en brauð og smér
|
í fardögum fyrir norðan,
|
- gott eiga sumir gæfumenn,
|
guð veit, hvort að þú manst það enn -
|
þegar að þrýtur forðann.
|
Eins bið ég þess, ef áin Rín
|
upp er stigin á fætur þín,
|
fljúgðu þá fjöllum hærra,
|
komandi hingað heim um sinn.
|
Hérna, rétt strax við kaupstaðinn,
|
er vatnið víni tærra.
|
Froskarnir vaxa fjögur ár -
|
fárlega ertu í slíku dár,
|
bið ég þér bóta þriggja,
|
og lifa nærri eins lengi og þú.
|
- Lagleg hefur hún verið sú!"-
|
Engin vill undir liggja.
|
Hvort sem að ég líð bót eða böl,
|
bláa loft eða vítis kvöl,
|
vaðandi á vonarhausti,
|
samt er ég alltaf eins fyrir því,
|
aumingja, svarta dírrindí!
|
samur,
|
þinn
|
séra Trausti.
|
### BORÐSÁLMUR
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.