text
stringlengths 0
342
|
---|
vonina glæða, hugann hressa,
|
farsældum vefja lýð og láð.
|
Tífaldar þakkir því ber færa
|
eim, sem að guðdómseldinn skæra
|
akið og glætt og verndað fá
|
izkunnar helga fjalli á.
|
Þvílíkar færum þakkir vér
|
þér, sem úr fylgsnum náttúrunnar
|
gersemar, áður aldrei kunnar,
|
með óþrjótanda afli ber.
|
Heill sér þér, Páll, og heiður mestur!
|
Hjá oss sat aldrei kærri gestur.
|
Alvaldur greiði æ þinn stig!
|
Ísland skal lengi muna þig.
|
### HULDULJÓÐ
|
Skáld er ég ei, en huldukonan kallar
|
og kveða biður hyggjuþungan beim.
|
Mun ég því sitja, meðan degi hallar
|
og mæddur smali fénu kemur heim,
|
þar sem að háan hamar fossinn skekur
|
og hulduþjóð til næturiðju vekur.
|
Þrumi eg á bergi, þýtur yfir hjalla
|
þokan að hylja mig og kaldan foss.
|
Nú skal úr hlíðum hárra Tinnufjalla,
|
svo huldumeyjar þægan vinni koss,
|
óbrotinn söngur yfir dalinn líða
|
eins og úr holti spóaröddin þýða.
|
Þú, sem að byggir hamrabýlin háu,
|
hjartanu mínu alla daga kær,
|
sólfagra mey, djúpt undir bergi bláu,
|
bústu að sitja vini þínum nær.
|
Döggsvalur úði laugar lokkinn bleika,
|
ljós er af himni, næturmyndir reika.
|
Hvers er að dyljast? Harma sinna þungu.
|
Hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót.
|
Hvers er að minnast? Hins, er hverri tungu,
|
huganum í svo festa megi rót,
|
ætlanda væri eftir þeim að ræða,
|
sem orka mætti veikan lýð að fræða.
|
Að fræða! Hver mun hirða hér um fræði?
|
Heimskinginn gerir sig að vanaþræl.
|
Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði.
|
Leirburðarstagl og holtaþokuvæl
|
fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður.
|
Bragðdaufa rímu þylur vesall maður.
|
Háðungarorð, sem eyrun Huldu særa,
|
ei skulu spilla ljóði voru meir.
|
Sendið þér annan, sanninn heim að færa
|
söngvurum yðar, Njörður, Þór og Freyr!
|
Og hver sá ás, sem ata þeir í kvæði,
|
eirðinni gleymi og hefni sín í bræði.
|
Sólfagra mey! Ég sé - nú leit minn andi
|
þanns seglið vatt í byrnum undan Skor
|
og aldrei síðan aftur bar að landi.
|
Eggert, ó, hyggstu þá að leita vor?
|
Marblæju votri varpar sér af herðum
|
vandlætishetjan, sterkum búin gerðum.
|
Hvað er í heimi, Hulda, líf ag andi,
|
hugsanir drottins sálum fjær og nær,
|
þar sem að bárur brjóta hval á sandi,
|
í brekku, þar sem fjallaljósið grær,
|
þar sem að háleit hugmynd leið sér brýtur.
|
Hann vissi það, er andi vor nú lítur.
|
Ó, Eggert! Þú varst ættarblóminn mesti
|
og ættarjarðar þinnar heill og ljós.
|
Blessuð sú stund, er fót hann aftur festi
|
á frjórri grund við breiðan sævarós.
|
Sólfagra mey! Hann svipast um með tárum,
|
saltdrifin hetja, stigin upp af bárum.
|
Hví er inn sterki úr hafi bláu genginn
|
á hauður, sem í nætur faðmi þreyr?
|
Veit ég, að þegar værðin góða er fengin,
|
vinirnir gleyma að birtast framar meir.
|
Ó, hve hann hefur eftir þráð að líta
|
ástarland sitt með tignarfaldinn hvíta.
|
Tárperlur bjartar titra þér í augum,
|
tindra þær gegnum fagurt lokkasafn.
|
sólfagra mey, því sjónar þinnar baugum
|
séður er aldrei kappi þessum jafn.
|
Þú elskar, Hulda, Eggert, foldar blóma,
|
ættjarðar minnar stoð og frænda sóma.
|
Ó, Eggert, hversu er þinn gangur fagur!
|
Útivist þín er vorðin löng og hörð.
|
Kær er mér, faðir, komu þinnar dagur.
|
Hann kyssir, Hulda, þína fósturjörð.
|
Sólfagra mey! Hann svipast um með tárum.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.