text
stringlengths
0
993k
Hvaða fjárfestingarkostir eru í boði fyrir lífeyrissparnað hjá Almenna lífeyrissjóðnum vorið 2011 ? Hvernig eiga sjóðfélagar að ávaxta inneign sína og iðgjöld ? Vegna gjaldeyrishafta og efnahagshruns hafa lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar úr afar fáum fjárfestingarkostum að velja þegar þetta er skrifað í byrjun júní 2011 . Kostirnir eru aðallega ríkisskuldabréf og innlán sem bjóðast á sögulega lágum kjörum . Annað veifið býðst fjárfestum þó að kaupa skuldabréf með öðrum traustum útgefendum og að fjárfesta í arðvænlegum innlendum hlutabréfum . Dæmi um aðra útgefendur skuldabréfa eru Lánasjóður sveitarfélaga , stór sveitarfélög og fyrirtæki með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga ( Landsvirkjun , Orkuveitan , o.fl. ) . Dæmi um arðvænleg hlutabréf er HS Orka eða safn óskráðra félaga með milligöngu Framtakssjóðs Íslands . Almenni lífeyrissjóðurinn kaupir eingöngu skuldabréf og hlutabréf sem uppfylla skilyrði í fjárfestingarstefnu sjóðsins . Í nýlegri grein á fræðsluvefnum var fjallað um langtímaávöxtun og vitnað í nýútkomna bók með upplýsingum um ávöxtun skuldabréfa og hlutabréfa í 19 löndum á árunum 1900 - 2010 . Í bókinni kemur fram að sagan sýnir afdráttarlaust að hlutabréf skila hæstu ávöxtuninni til langs tíma . Þrátt fyrir það borgar sig að dreifa áhættunni og fjárfesta einnig í skuldabréfum því það geta komið tímabil með lágri og jafnvel neikvæðri ávöxtun hlutabréfa og þessi tímabil geta verið löng . Sagan sýnir að það er ráðlegt að velja eignaflokka eftir sparnaðartíma , fjárfesta í dreifðu hlutabréfasafni framan af ævinni en auka vægi skuldabréfa og innlána eftir því sem sparnaðartíminn styttist . Í áðurnefndri grein eru upplýsingar um langtímaávöxtun ríkisskuldabréfa í sömu löndum á tímabilinu . Ef sú ávöxtun er borin saman við ávöxtun innlendra ríkisskuldabréfa í júní 2011 má halda því fram að ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hér á landi sé enn mjög áhugaverð þrátt fyrir að ávöxtunin hafi lækkað á liðnum árum . Hér verður þó að hafa í huga að Ríkissjóður Íslands er tiltölulega mikið skuldsettur og horfur í efnahagsmálum eru óvissar . ( Smelltu á mynd til að stækka ) Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum að velja á milli sex ávöxtunarleiða fyrir séreignarsparnað . Sjóðfélagar geta greitt iðgjöldin í þrjú blönduð verðbréfasöfn með mismunandi vægi skuldabréfa og hlutabréfa , tveggja mislangra ríkisskuldabréfasafna og í Innlánasafn sem ávaxtar eignir sínar á innlánsreikningum í fimm bönkum . Frá því í október 2008 hefur öllum iðgjöldum í séreignarsjóð verið ráðstafað sjálfkrafa í Innlánasafnið nema ef sjóðfélagar óska eftir annarri ráðstöfun . Þessi ákvörðun var tekin á sínum tíma vegna óvissu á fjármálamörkuðum og óvissu um mat á ýmsum eignum lífeyris ¬ sjóðsins vegna efnahagsáfallsins . Margt bendir nú til þess að það geti verið skynsamlegt fyrir sjóðfélaga að breyta ráðstöfun iðgjalda . Ráðgjöf okkar er að taka mið af sparnaðartíma við val á ávöxtunarleið fyrir iðgjöld og eignir . Með sparnaðartíma er bæði átt við tímann sem eignir byggjast upp með sparnaði en einnig tímann þegar eigandi gengur á eignir með reglulegum úttektum . Sparnaðartími > 10 ár . Veldu blönduð verðbréfasöfn ef sparnaðartíminn er langur eða lengri en 10 ár . Ráðgjöf okkar er að vel dreifð verðbréfasöfn séu besti kosturinn fyrir lífeyrissparnað og skili bestu ávöxtuninni til lengri tíma og áhættudreifingu . Við mælum með Ævileiðinni , en samkvæmt henni flytjast eignir milli safna eftir aldri sjóðfélaga . Ævisöfn Almenna lífeyrissjóðsins standa styrkum fótum og eru eignir vel dreifðar á lönd , eignaflokka og útgefendur . Söfnin fjárfesta einnig í öðrum skuldabréfum sem gefa hærri ávöxtun en ríkisskuldabréf . Skuldabréfin eru flest með föstum vöxtum sem er góður kostur til að læsa inni núverandi vaxtastig . Sparnaðartími 3 til 10 ár . Ef sparnaðartíminn er 3 til 10 ár veldu þá Ríkissafn – langt . Í alþjóðlegum samanburði eru verðtryggðir vextir ríkisskuldabréfa ennþá nokkuð háir . Í safninu eru verðtryggð skuldabréf með föstum vöxtum sem þýðir að safnið mun hagnast ef markaðsvextir halda áfram að lækka . Ef vextirnir hækka mun ávöxtun safnsins lækka í skamman tíma og þess vegna ráðleggjum við að eigendur þurfi að reikna með a.m.k. þriggja ára sparnaðartíma . Ríkissafn – langt hentar einnig fyrir þá sem vilja ekki fjárfesta í hlutabréfum og erlendum verðbréfum og eru með sparnaðartíma lengri en 10 ár . Sparnaðartími 1 til 5 ár . Ef sparnaðartíminn er stuttur veldu þá Innlánasafnið . Þeir sem vilja ekki sveiflur í ávöxtun ættu líka að velja Innlánasafnið jafnvel þó að sparnaðartíminn sé lengri , t.d. lífeyrisþegar eða þeir sem eru byrjaðir að ganga á inneign sína og hyggjast gera það á lengri tíma en 5 árum . Vextir á innlánsreikningum hafa lækkað mikið á síðustu tveimur árum en kjör á verðtryggðum reikningum eru þó enn um og yfir 3% . Eignir Innlánasafnsins eru að langmestu leyti á verðtryggðum reikningum og því ætti safnið að geta gefið áfram góða ávöxtun . Ef markaðsvextir halda áfram að lækka mun ávöxtun safnsins lækka samsvarandi . Sparnaðartími 1 til 5 ár . Veldu Ríkissafn – stutt ef þú vilt ekki sveiflur í ávöxtun og vilt eingöngu fjárfesta í ríkisskuldabréfum . Safnið fjárfestir í stuttum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og innlánum . Efnahagshrunið á Íslandi á árunum 2008 og 2009 á sér varla hliðstæðu á fjármálamörkuðum í heiminum . Á skömmum tíma hrundi allt fjármálakerfi landsins og í kjölfarið lentu nær öll fyrirtæki , mörg sveitarfélög og margir einstaklingar í skuldavanda á sama tíma . Það er því afar eðlilegt að íslenskir fjárfestar séu varkárir og áhættufælnir . Það er gott því það er mikilvægt að draga lærdóm af hruninu og leggja áherslu á gæði eigna og áhættudreifingu . En við verðum að halda áfram og fylgja góðum ráðum og gildum . Kosturinn við lífeyrissparnað er að sparnaðartími er yfirleitt langur sem gerir kleift að fjárfesta í eignum sem sveiflast en gefa góða langtímaávöxtun . Mikilvægt er fyrir íslenska fjárfesta að nýta sér þessa staðreynd og tileinka sér aftur þann hugsanhátt að velja ávöxtunarleið eftir sparnaðartíma . Á næstu árum munu bjóðast fjárfestingatækifæri innanlands sem hafa jákvæð áhrif á langtímaávöxtun blandaðra verðbréfasafna . Miklu skiptir einnig að gjaldeyrishöft verði afnumin sem fyrst en við það aukast möguleikar til ávöxtunar og áhættudreifingar . Þú getur pantað stöðufund hér . Á sjóðfélagavef Almenna lífeyrissjóðsins getur þú séð hvaða áfallalífeyri sjóðurinn greiðir við starfsorkumissi eða fráfall . Í Lyklinum ( reiknivél með ráðgjöf ) sem er aðgengilegur á sjóðfélagavefnum finnur þú ráðleggingar um viðbótartryggingar og þar getur þú sótt um líf - og heilsutryggingar hjá Sjóvá .
Verðtrygging , bjarnargreiði eða hagstæð kjör ? Er verðtrygging óhagstæð fyrir lántakendur ? Hver er munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum ? Nokkur umræða hefur verið um verðtryggingu í þjóðfélaginu undanfarið m.a. vegna útgáfu skýrslu sérstakrar nefndar á vegum stjórnvalda vorið 2011 um leiðir til að afnema eða minnka vægi verðtryggingar . Umræðan er skiljanleg , ekki síst vegna þess að verðbólga hefur verið mjög mikil á undanförnum árum . Árin 2006 til 2010 hækkaði vísitala neysluverðs um 47% eða að meðaltali um 8% á ári . Lántakendur finna eðlilega fyrir þessum hækkunum , sérstaklega þeir sem hafa ekki fengið sambærilegar launahækkanir ( á tímabilinu hækkaði launavísitala um 35% ) eða lækkað í launum . Margir af þeim sem hafa tekið þátt í umræðunni halda því fram að verðtrygging sé óhagstæð fyrir lántaka og hvetja til þess að hún verði aflögð . Í mikilli verðbólgu er eðlilegt að menn dragi þessa ályktun . Það gleymist hins vegar oft að óverðtryggð lán eru yfirleitt með breytilegum vöxtum sem breytast í samræmi við verðbólgu . Í raun má segja að breytilegu vextirnir séu samsettir úr tveimur hlutum sem eru verðbólguálag og svo hin raunverulega renta af láninu . Verðbólga hefur því einnig áhrif á óverðtryggð lán og ef verðtryggðir vextir eru bornir saman við óverðtryggða yfir langt tímabil sést að verðtryggð lán hafa ekki verið óhagstæðari kostur fyrir lántaka . ( Smelltu á mynd til að stækka ) Samanburðurinn leiðir í ljós að munur á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum getur verið á báða vegu og það er alls ekki sjálfgefið að óverðtryggðir vextir séu betri kostur fyrir skuldara . Á árunum 1993 - 2010 voru óverðtryggðir vextir að jafnaði 0,34% hærri á ári en verðtryggðir og það munar um það fyrir skuldara . Sem dæmi má nefna að hafi verðtryggt og óverðtryggt lán verið með sama höfuðstól allt tímabilið hækkaði óverðtryggða lánið um rúm 6% umfram það verðtryggða vegna vaxtamunarins . Greiðslubyrði af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er hins vegar ólík en almennt má segja að greiðslubyrði verðtryggðra lána sé jafnari en af óverðtryggðum lánum . Verðtryggð lán hækka með breytingu á viðmiðunarvísitölu . Verðbætur bætast við höfuðstól og koma til greiðslu á lánstíma lánsins . Við útreikning á einstökum greiðslum hækkar hver afborgun í takt við verðbólgu en vextir reiknast af verðbættum höfuðstól . Við útreikning á greiðslum óverðtryggðra lána er öllum áföllnum vöxtum bætt við næstu afborgun og því er greiðslubyrðin hærri framan af lánstímanum . Þessi aðferð getur leitt til þess að einstakar greiðslur í verðbólgu geta orðið mjög háar , sem geta komið sér mjög illa fyrir lántakann , þar sem hann þarf hugsanlega að taka óhagstæð skammtímalán til að standa undir afborgunum fyrstu árin . Kosturinn við verðtryggð lán í samanburði við óverðtryggð er að greiðslubyrði er jafnari þar sem verðbótum er dreift yfir lánstímann . Ókosturinn er hins vegar sá að eftirstöðvar hækka með verðbólgu sem leiðir til þess að heildargreiðslur geta orðið hærri en af óverðtryggðum lánum . Annar ókostur er að lántaka finnst stundum að verðtryggð lán lækki ekki þrátt fyrir greiðslur . ( Smelltu á mynd til að stækka ) Sá sem getur valið hvort hann tekur verðtryggt eða óverðtryggt lán þarf að skoða málið vel og hafa eftirtalin atriði til hliðsjónar . Vertu viðbúin / n mismun á þróun launa og verðlags / breytilegra vaxta með því að gæta að því skuldsetja þig ekki of mikið . Ágæt viðmiðun er að greiðslubyrði lána verði aldrei hærri en 15% - 20% af heildartekjum fyrir skatta , sjá nánar í grein um verðbólgu og brostnar forsendur . Reiknaðu greiðslubyrði lánanna miðað við mismunandi forsendur um verðbólgu og breytilega vexti . Þú verður að ráða við að greiða af láninu ef aðstæður þróast á annan hátt en þú reiknar með . Kynntu þér skilmála um breytilega vexti af óverðtryggða láninu . Hversu oft breytast vextirnir ? Hvernig hafa þeir þróast í samanburði við verðbólgu í fortíð ? Hvernig eru þeir í samanburði við verðbólgu í dag ? Veldu verðtryggt lán ef þú vilt leggja áherslu á jafna greiðslubyrði . Veldur óverðtryggt lán ef þú vilt greiða lánið hratt niður og ræður við þyngri greiðslubyrði á fyrri hluta lánstímabilsins . Ráðstafaðu langtímalánum til að kaupa eignir á móti skuldum . Umræða um verðtryggða og óverðtryggða vexti á árunum 2010 og 2011 hefur markast mikið af þeirri staðreynd að árin 2008 og 2009 voru verðtryggðir vextir óhagstæðari en óverðtryggðir . Sagan segir hins vegar að yfir lengra tímabil eru raunvextir svipaðir . Það kemur ekki á óvart því eigendur fjármagnsins , sem eru aðallega sparifjáreigendur og lífeyrissjóðir , vilja fá jafnverðmætar krónur tilbaka með sanngjörnum vöxtum . Verðbólguálag breytilegra vaxta mun því á löngum tíma fylgja þróun verðlags . Það er æskilegt að lántakendur hafi val um verðtryggða og óverðtryggða vexti . Þeir sem vilja ekki dreifa verðbólguálagi á lánstíma og þola miklar breytingar á greiðslubyrði velja óverðtryggð lán . Þeir sem vilja leggja áherslu á jafna greiðslubyrði velja hins vegar verðtryggð lán . Það er verðbólgan en ekki verðtryggingin sem er hinn raunverulegi bölvaldur fyrir skuldara , bæði þá sem skulda verðtryggð lán og óverðtryggð . Verðbólga er vond og það á að vera forgangsverkefni stjórnvalda að halda henni í skefjum . Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél til að reikna greiðslubyrði lána miðað við mismunandi forsendur .
Hvaða lífeyri greiða lífeyrissjóðir við fráfall maka ? Er ráðlegt að kaupa líftryggingu til að tryggja hag maka og barna ef þú fellur óvænt frá ? Það er staðreynd að margir falla frá fyrir aldur fram og sumir missa vinnugetu vegna veikinda og slysa . Hluti af góðri fjármálastjórnun er að gera ráð fyrir slíkum áföllum og verja sig og sína nánustu vegna þeirra . Um örorkulífeyri og vörn gegn tekjumissi vegna starfsorkumissis er fjallað um í nýlegri grein á fræðsluvefnum en hér er hins vegar fjallað um fráfall sjóðfélaga og lífeyri til eftirlifandi maka og barna . Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka látinna sjóðfélaga . Makalífeyrir er alltaf greiddur að lágmarki í tvö ár en greiðslutími er mismunandi eftir reglum lífeyrissjóða og heimilisaðstæðum sjóðfélagans , sjá mynd . ( Smelltu á mynd til að stækka ) Fjárhæð makalífeyris er mismunandi milli sjóða en samkvæmt lögum á hann þó aldrei að vera minni en helmingur af örorkulífeyrisréttindum . Ef sjóðfélagi var hættur að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð miðast fjárhæð makalífeyris eingöngu við geymd áunnin réttindi . Ef sjóðfélagi hafði greitt lágmarksfjárhæð til lífeyrissjóðs í a.m.k. þrjú ár af síðustu fjórum og í sex mánuði af síðustu 12 fyrir andlátið , er auk þess tekið með í reikninginn hvaða réttindi hann hefði áunnið sér með áframhaldandi greiðslum til 65 ára aldurs . Makalífeyrir er einnig greiddur ef sjóðfélaginn naut elli - eða örorkulífeyris við andlátið . Makalífeyrir er að jafnaði á bilinu 25 – 30% af launum sjóðfélaga sem var virkur greiðandi við andlát . Til viðbótar greiða lífeyrissjóðir barnalífeyri með börnum virkra sjóðfélaga . Barnalífeyrir er oftast föst fjárhæð og óháð tekjum sjóðfélaga . Nokkrir lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til æviloka . Hjá þessum sjóðum eru yfirleitt ákvæði í samþykktum um að greiðsla makalífeyris falli niður gangi makinn í hjónaband á ný eða stofni til nýrrar sambúðar . Makalífeyrir var áður ævilangur hjá flestum lífeyrissjóðum en hefur verið breytt í tímabundinn lífeyri í takt við breytingar í þjóðfélaginu með aukinni atvinnuþátttöku . Áður fyrr , þegar annar aðili hjónabands var heimavinnandi , sá hinn aðilinn ( oftast karlinn ) um að afla tekna og að vinna fyrir fjölskyldunni . Við fráfall fékk svo eftirlifandi maki lífeyri sem féll niður ef makinn fann sér nýja ,, fyrirvinnu . “ Í dag vinna yfirleitt báðir aðilar hjónabands úti og safna sjálfstæðum lífeyrisréttindum . Tilgangur tímabundins makalífeyris er því fyrst og fremst að hjálpa eftirlifendum að aðlagast breyttum aðstæðum . Hann er mikilvægastur fyrir ungt fólk með börn á framfæri því makalífeyririnn er greiddur fram á fullorðinsár . Hjá Almenna lífeyrissjóðnum og nokkrum öðrum greiðist hluti af lágmarksiðgjaldi í séreignarsjóð sem erfist við fráfall sjóðfélaga . Við fráfall getur séreignarsparnaðurinn skipt miklu máli , sérstaklega á seinni hluta ævinnar þegar sjóðfélagi hefur greitt lengi og safnað sjóði sem skiptir máli . Séreignarsjóður erfist samkvæmt erfðalögum og því gilda ekki sömu reglur um hann og makalífeyri . Makalífeyrir er greiddur til maka sem eru skilgreindir í lífeyrissjóðalögunum og nær einnig til sambúðarmaka . Sú skilgreining er víðtækari en maki samkvæmt erfðalögum sem telst vera sá sem gengið hefur í hjúskap með sjóðfélaga . Sú staða getur því komið upp að sambúðarmaki erfi ekki séreignarsjóð . Þrátt fyrir að makalífeyrir og séreignarsparnaður hjálpi til við fráfall er ráðlegt að staldra við og meta stöðuna ef þú fellur óvænt frá . Líftrygging er góður kostur til að bæta stöðu eftirlifenda en líftryggingabætur eru greiddar í einu lagi við fráfall og eru skattlausar . Líftryggingarfjárhæð getur verið mismunandi eftir aðstæðum og óskum hvers og eins en við ákvörðun um hana þarf að taka tillit til framfærslukostnaðar , fjárskuldbindinga og kostnaðar við að aðlagast breyttum aðstæðum . Önnur leið til að verja sig fyrir áföllum er að auka greiðslur í lífeyrissjóð til að hækka lífeyrisréttindin . Það getur t.d. hentað þeim sem eiga erfitt með að fá líftryggingu vegna slæms heilsufars eða óhagstæðrar sjúkdómasögu . Þessi leið er eingöngu fær ef lífeyrissjóður heimilar sjóðfélögum að greiða viðbótariðgjald í samtryggingarsjóð en reglur sjóða um það eru mismunandi . Sem dæmi má nefna að hámarksiðgjald í samtryggingarsjóð Almenna lífeyrissjóðsins er 15% af launum . Hér koma nokkrar ábendingar um leiðir til að verja fjölskylduna fyrir fjárhagslegum áföllum vegna andláts . Kannaðu hvaða maka - og barnalífeyri aðstandendur þínir fá greitt frá þeim lífeyrissjóðum sem þú hefur greitt í ef þú fellur frá . Hjá Almenna lífeyrissjóðnum geta sjóðfélagar séð þessar upplýsingar á sjóðfélagavef en flestir lífeyrissjóðir birta þær ekki . Ef þig vantar þessar upplýsingar frá lífeyrissjóðnum þínum skaltu hafa samband og óska eftir þeim . Farðu yfir eignir og skuldir til að meta efnahag eftirlifenda við fráfall . Ef skuldir eru miklar kann að vera skynsamlegt að gera ráðstafanir til að líftrygging greiði niður hluta lánanna eða þann hluta sem tekjur þínar eða maka eiga að greiða . Skoðaðu líka hvernig eignir skiptast á milli erfingja við andlát . Kauptu líftryggingu ef þú telur að maka - og barnalífeyrir dugi ekki . Áætlaðu framfærslukostnað og taktu tillit til skulda þannig að eftirlifendur geti framfleytt sér og greitt af lánum . Ef þú átt ekki kost á líftryggingu kannaðu þá hvort þú getir aukið greiðslur í lífeyrissjóð til að auka lífeyrisréttindin . Sem fyrr segir er makalífeyrir greiddur a.m.k. á meðan yngsta barn er undir 18 ára aldri . Makalífeyririnn bætist þá við barnalífeyri og má segja að tilgangur þess að greiða makalífeyri umfram lágmarksgreiðslutíma sé að hjálpa eftirlifandi maka að framfleyta börnum látins sjóðfélaga . Ef sjóðfélagi lætur ekki eftir sig maka greiðist hins vegar eingöngu barnalífeyrir með eftirlifandi börnum . Að þessu leyti njóta börn einstæðra foreldra lakari tryggingarverndar hjá lífeyrissjóðum því yfirleitt breytist fjárhæð barnalífeyris ekki ef sjóðfélagi skilur ekki eftir sig maka . Á þessu eru þó undantekningar og má nefna að Almenni lífeyrissjóðurinn greiðir tvöfaldan barnalífeyri ef barn látins sjóðfélaga á ekki foreldra á lífi . Fjölskylda og vinir eru það dýrmætasta sem hver einstaklingur á . Makalífeyrir og líftryggingabætur geta aldrei bætt upp ástvinamissi en þau geta hjálpað eftirlifendum að aðlagast breyttum aðstæðum og hefja nýtt líf . Það getur skipt sköpum við að fóta sig í nýrri tilveru . Þú getur pantað stöðufund hér . Á sjóðfélagavef Almenna lífeyrissjóðsins getur þú séð hvaða maka - og barnalífeyri sjóðurinn greiðir við fráfall . Í Lyklinum ( reiknivél með ráðgjöf ) sem er aðgengilegur á sjóðfélagavefnum finnur þú ráðleggingar um viðbótartryggingar og þar getur þú sótt um líf - og heilsutryggingar hjá Sjóvá .
Hvað geta einstaklingar skuldsett sig mikið ? Hvað á langtímalán að vera til langs tíma ? Flestir ættu að stefna að því að skulda ekkert þegar þeir láta af störfum . Þeir sem skulda eftir að vinnu lýkur þurfa að greiða hluta af eftirlaunum í vexti og afborganir og hafa því minna til ráðstöfunar . Þar sem eftirlaun eru yfirleitt lægri en atvinnutekjur geta skuldir haft veruleg áhrif á lífsgæðin . Sumir þurfa á stórum eignum að halda á starfsævinni og eiga því e.t.v. eignir með áhvílandi skuldum þegar kemur að starfslokum . Þeir sem eru í þessari stöðu ættu að stefna að því að minnka við sig eignir áður eða þegar þeir hætta að vinna og greiða þannig upp skuldir . Þegar sótt er um langtímalán er góð viðmiðun að lánstími miðist við fjölda ára til áætlaðra starfsloka . Um leið og lánstíminn hefur verið ákveðinn er hægt að áætla hámarksskuldsetningu út frá greiðsluþoli eða launum eftir skatta , neyslu og nauðsynlegan sparnað . Taflan sýnir útreikninga fyrir hjón með heildarlaun á bilinu 700 til 1.300 þúsund krónur á mánuði ( samkvæmt Hagstofunni voru heildarlaun fullvinnandi karls árið 2010 að meðaltali 469 þúsund krónur og konu 376 þúsund krónur , samanlagt 845 þúsund krónur ) . ( Smelltu á mynd til að stækka ) Útreikningarnir sýna að hjónin geta varið 14% til 15% af heildarlaunum til að greiða af langtímalánum eða í húsaleigu . Hlutfallið er fundið með því að draga skatta , neyslu og sparnað frá launum . Forsendur um neyslu ráða mjög miklu um niðurstöðuna en hér er miðað við opinber neysluviðmið sem byggja m.a. á útgjaldakönnunum og rannsóknum á útgjöldum heimilanna í landinu . Hver og einn getur auðvitað áætlað sína eigin neyslu en ætti þá að bera áætlunina við opinberu viðmiðin . Miðað við ofangreinda greiðslubyrði er síðan reiknað hámarkslán miðað við lánstíma annars vegar til 25 ára og hins vegar til 40 ára . Útreiknað hámarkslán er fundið með því að gera ráð fyrir að tekjum eftir skatta , neyslu og nauðsynlegan sparnað sé ráðstafað að öllu leyti í að greiða af lánum . Standist forsendur um laun og neyslu gengur dæmið upp en sá sem tekur lán verður að gera ráð fyrir breytingum . Til dæmis þarf lántaki að vera undir það búinn að það komi tímabil þar sem verðlag hækkar meira en laun eða að laun lækki . Þess vegna er skynsamlegt að miða við að skuldsetning verði minni en reiknað hámarkslán . Til að setja skuldsetningu í eitthvert samhengi er gagnlegt að horfa á hámarkslán sem fjölda árslauna . Það fer eftir launum og lánstíma hvað hámarkslán getur verið hátt en samkvæmt töflunni ættu hjón sem eru samanlagt með 900 þúsund króna mánaðarlaun sem taka lán til 25 ára ekki að skuldsetja sig meira en sem nemur 1,9 árslaunum . Hjónin geta tekið hærra lán ef lánstíminn er 40 ár og geta þannig skuldsett sig sem nemur 2,4 árslaunum . Á myndinni er sýnt hámarkslán sem fjöldi árslauna fyrir hjón með heildarlaun á bilinu 700 þúsund krónur til 2.500 þúsund krónur . ( Smelltu á mynd til að stækka ) Hér koma nokkur góð ráð um langtímalán . Stefndu að því að vera skuldlaus þegar þú ferð á eftirlaun . Stilltu lánstímann þannig að lán verði í síðasta lagi uppgreitt þegar þú áætlar að hætta að vinna . Reiknaðu hámarkslán út frá launum , sköttum , neyslu og nauðsynlegum sparnaði . Berðu þína eigin neyslu saman við opinber neysluviðmið . Gerðu ráð fyrir áföllum og breyttum forsendum um laun , framfærslukostnað og vexti . Það getur þú t.d. gert með því að taka lægra lán en þú getur greitt af miðað við núverandi forsendur . Settu langtímalán í samhengi við laun . Svigrúm til lántöku hækkar með auknum launum svo lengi sem neysla aukist ekki í takt við hærri laun . Ágæt viðmiðun fyrir flesta er að miða við að lán til 25 ára verði ekki hærra en 1,5 til 2,5 árslaun og 40 ára lán 2 til 3 árslaun . Gættu þess að lán séu með uppgreiðsluheimild og kannaðu hvað það kostar að greiða upp lán eða inn á lán . Það er afar mikilvægt að geta greitt upp lán ef aðstæður breytast . Hjá lífeyrissjóðum er yfirleitt ekkert uppgreiðslugjald og hjá öðrum lánastofnunum er fyrirkomulagið breytilegt . Það er stór ákvörðun að taka lán . Skuldari þarf að greiða vexti og afborganir hvernig sem árar og hvort sem hann og / eða maki hans fá laun eða ekki . Þrátt fyrir að núverandi laun og framfærslukostnaður bendi til þess að hægt sé að taka lán yfir 3 árslaunum þá eru lán yfir þeim mörkum orðin mikil skuldbinding sem erfitt getur verið að vinda ofan af . Almennt ættu einstaklingar ekki að skuldbinda sig meira en sem nemur þremur árslaunum nema að þeir eigi eignir og varasjóð til að mæta áföllum ( atvinnumissir , launalækkun , o.fl. ) og eru með sérstakar tryggingar til að verja sig og fjölskyldu sína fyrir tekjumissi vegna veikinda , slysa eða fráfalls . Þeir sem telja sig geta keypt dýrar eignir með lántöku vegna hárra tekna ættu frekar að gera það í áföngum og forðast þannig áhættu vegna skuldbindinga sem felast í háum lánum . Hluti af eftirlaunasparnaði er að greiða niður lán . Fyrir þann sem er hættur að vinna er afar mikilvægt að vera laus við að greiða vexti og afborganir til að eftirlaunin nýtist betur . Eftirlaunaþegar verða líka fyrir óvæntum útgjöldum eins og aðrir . Í þeim tilvikum hafa þeir minna svigrúm en fólk á vinnumarkaði sem getur e.t.v. aukið vinnu tímabundið til að mæta óvæntum útgjöldum . Settu markið á að vera skuldlaus á eftirlaunum . Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél til að reikna greiðslubyrði lána miðað við mismunandi forsendur .
Hvað er svona merkilegt við yfirlitið frá lífeyrissjóðnum mínum ? Hvaða mikilvægu upplýsingar eru á yfirlitinu ? Yfirlitum frá lífeyrissjóðum má líkja við sendiboða sem flytja upplýsingar um lífeyrisréttindi til sjóðfélaga . Í gegnum söguna er þekkt að sendiboðar hafa fengið misjafnar móttökur og dæmi eru um að sendiboðar , sem fluttu slæmar fréttir í stríðum þjóða , voru skotnir . Á Íslandi til sveita var það hins vegar siður að taka á vel á móti öllum sendiboðum óháð því hvaða fréttir þeir fluttu og bjóða þeim veitingar , oft kaffi og kleinur . Yfirlit frá lífeyrissjóðum berast oftast á tímabilinu frá janúar til mars og svo aftur eftir mitt ár eða frá ágúst til september . Yfirlitin innihalda gagnlegar upplýsingar sem einstaklingar ættu að gefa sér tíma til að skoða . Seinna meir , og jafnvel fljótlega , geta lífeyrisréttindi skipt sköpum um afkomu og lífsgæði . Hvernig væri að fá sér kaffi og kleinur með sendiboðanum ? Lífeyrisréttindi eru verðmæt og einstaklingum ber að hugsa um þau í því samhengi . Ellilífeyrissgreiðslur frá lífeyrissjóðum eru yfirleitt uppistaðan í eftirlaunum einstaklinga . Hjá þeim sem missa starfsorku og verða óvinnufærir er örorkulífeyrir lífeyrissjóða oft einu tekjurnar sem einstaklingar fá umfram örorkubætur almannatrygginga . Við fráfall sjóðfélaga erfist inneign í séreignarsjóði og lífeyrissjóðir greiða maka - og barnalífeyri sem hjálpa eftirlifendum að venjast nýjum aðstæðum . Fyrir einstaklinga er nauðsynlegt að þekkja lífeyrisréttindi sín til þess að þeir geti metið hvort þeir þurfi að spara meira til að tryggja góð eftirlaun eða að bæta við persónutryggingum til að verja sig og sína fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts . Upplýsingar um réttindin koma fram á yfirlitum . ( Smelltu á mynd til að stækka ) Flestir lífeyrissjóðir bjóða sjóðfélögum aðgang að læstum sjóðfélagavef með upplýsingum um lífeyrisréttindi . Á þeim eru yfirleitt sambærilegar upplýsingar og á yfirlitum en einnig aðgangur að reiknivél til að framreikna réttindi miðað við mismunandi forsendur . Hjá Almenna lífeyrissjóðnum er fyrirkomulagið þannig að yfirlit til sjóðfélaga eru með lágmarksupplýsingum en á þeim er aðgangsorð að sjóðfélagavef . Á honum geta sjóðfélagar sótt ítarlegri yfirlit , valið greiðslutímabil og viðmiðunardagsetningu , séð upplýsingar um áfallalífeyri og reiknað dæmi um inneign og lífeyrisgreiðslur í starfslok . Hér er mælt með því að sjóðfélagar tileinki sér að fara a.m.k. inn á sjóðfélagavefinn þegar yfirlit berast . Taktu vel á móti sendiboðanum . Gefðu þér góðan tíma , t.d. yfir kaffibolla með kleinu , og farðu vel yfir yfirlitið þitt og / eða þínar upplýsingar á sjóðfélagavef . Berðu saman launaseðla og upplýsingar um iðgjaldagreiðslur á yfirlitum og kannaðu hvort launagreiðandi hefur greitt lögbundin iðgjöld til lífeyrissjóðsins . Vanti iðgjöld skaltu hafa samband við lífeyrissjóðinn þinn eða launagreiðanda . Skoðaðu upplýsingar um inneign í séreignarsjóði . Hvernig hefur inneignin þróast og hver var ávöxtunin á tímabilinu ? Skoðaðu eignasamsetningu þeirrar ávöxtunarleiðar sem þú hefur valið og athugaðu hvort ávöxtunin er í takt við þróun sambærilegra eigna og vísitalna . Leitaðu skýringa ef svo er ekki . Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert í réttri ávöxtunarleið er ráðlegt að hafa samband við lífeyrissjóðinn og fá meiri upplýsingar og ráðgjöf . Kannaðu hvaða lífeyri þú átt von á þegar þú hættir að vinna . Á yfirlitum eða sjóðfélagavef eru upplýsingar um áunnin réttindi og hver réttindin verða ef sjóðfélagi heldur áfram að greiða af sambærilegum launum til starfsloka . Skoðaðu þessar upplýsingar og spyrðu þig hvort þú teljir að áætluð eftirlaun dugi . Ef ekki þarftu að fara yfir þín mál og gera ráðstafanir til að spara meira til að tryggja ásættanleg eftirlaun . Athugaðu hvaða áfallalífeyrir verður greiddur ef þú missir starfsgetu eða ef þú fellur frá . Ef þessar upplýsingar koma ekki fram á yfirlitum eða sjóðfélagavef skaltu hafa samband við lífeyrissjóðinn þinn og biðja um þessar upplýsingar . Taktu tillit til allra lífeyrissjóða sem þú hefur greitt í . Margir lífeyrissjóðir senda eingöngu yfirlit til virkra sjóðfélaga og þess vegna getur verið að þú fáir ekki sendar upplýsingar um öll áunnin réttindi . Upplýsingar um lífeyrissjóði sem greitt hefur verið til koma fram á flest öllum sjóðfélagavefum . Geymdu yfirlitið / in eða lykilorðið þitt að sjóðfélagavefnum . Það er mikilvægt til þess að hægt sé að nálgast upplýsingarnar ef á þarf að halda og eins til að sjá hvernig réttindi þróast frá einum tímapunkti til annars . Skoðun yfirlita og stöðumat lífeyrisréttinda má að vissu leyti líkja við birgðatalningu verslunareiganda . Um hver áramót eða í tengslum við ársuppgjör lokar eigandi versluninni til að telja eignir og meta stöðuna . Einstaklingur sem fær yfirlit frá lífeyrissjóði / um ætti á sama hátt að gefa sér tíma til að meta stöðu sína í byrjun árs eða í tengslum við gerð árlegrar skattaskýrslu . Sá sem tileinkar sér þetta þarf þá ekki að eyða jafnmiklum tíma í að skoða yfirlit sem berst um mitt ár að öðru leyti en því að það er alltaf mikilvægt að fara yfir hvort iðgjöld hafi borist . Með yfirlitum fylgja oftast upplýsingar um rekstur og afkomu lífeyrissjóða og nánari upplýsingar eru á heimasíðum sjóðanna . Sjóðfélögum er ráðlagt að fylgjast einnig með þessum upplýsingum og mæta á ársfundi og aðra sjóðfélagafundi til að fá nánari upplýsingar og veita stjórnendum sjóðanna nauðsynlegt aðhald . Hver veit nema þú fáir kaffi og kleinur , ef forráðamenn sjóðanna viðhalda góðum siðum og taka vel á móti gestum og gangandi . Hvernig getur Almenni aðstoðað þig ? Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum að hitta ráðgjafa á stöðufundi um lífeyrisréttindi . Á sjóðfélagavefnum hefur þú aðgang að Lyklinum sem er lífeyrisreiknivél með ráðgjöf . Þar getur þú skráð lífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóðum og fylgst þannig með hvernig gengur að safna upp eftirlaunum og ná markmiðum um tekjur í starfslok . Þar finnur þú einnig ráðleggingar um viðbótartryggingar .
Hvaða ellilífeyri greiðir Tryggingastofun ríkisins ? Hvaða áhrif hafa lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum á ellilífeyri almannatrygginga ? Ellilífeyrir almannatrygginga tryggir að allir lífeyrisþegar hafi eitthvað til hnífs og skeiðar frá 67 ára aldri með því að tryggja lágmarksellilífeyri . Lífeyrisgreiðslurnar eru tekjutengdar og falla niður þegar aðrar tekjur fara yfir ákveðin mörk . Ellilífeyrir almannatrygginga skiptist í grunnlífeyri frá 67 ára aldri til æviloka og aðrar tekju-tengdar bætur ( tekjutrygging , heimilisuppbót , sérstök uppbót til framfærslu ) . Lífeyrissjóðs - , atvinnu - og fjármagnstekjur skerða ellilífeyrinn . Nánari upplýsingar um lífeyrisgreiðslur almannatrygginga má lesa í töflunni fyrir neðan og á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins , www.tr.is . Á heimasíðunni er m.a. reiknivél til að reikna fjárhæð lífeyris miðað við mismunandi forsendur . Heimild og nánari upplýsingar : Tryggingastofnun ríkisins , www.tr.is ( Smelltu á mynd til að stækka ) Vægi almannatryggingakerfisins hefur farið minnkandi í greiðslu ellilífeyris á síðustu árum vegna vaxandi lífeyrisgreiðslna lífeyrissjóðanna og aukinnar tekjutengingar við lífeyrisgreiðslur og aðrar tekjur . Áður var hluti af ellilífeyri almannatrygginga óháður tekjum og var sama fjárhæð greidd til allra . Þetta hefur hins vegar breyst og ef aðrar tekjur fara yfir ákveðin mörk falla ellilífeyrisgreiðslur almannatrygginga alveg niður . Breytt hlutverk almannatryggingakerfisins var undirstrikað með upptöku sérstakrar uppbótar til lágmarksframfærslu árið 2008 en tilgangur hennar er að tryggja lífeyrisþegum lágmarksframfærslu . Sérstök uppbót til framfærslu tryggir lífeyrisþegum mánaðarlega lágmarksfjárhæð . Fjárhæðin er mismunandi eftir því hvort fólk býr eitt eða er í sambúð . Allar tekjur hafa áhrif við útreikning á fjárhæð uppbótarinnar . ( Smelltu á mynd til að stækka ) Ellilífeyrir almannatrygginga er einn hluti af eftirlaunum einstaklinga . Þess vegna borgar sig að gefa sér tíma til að kynna sér mögulegan rétt á lífeyrisgreiðslum . Hér koma nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga . Kynntu þér réttindi til ellilífeyris almannatrygginga . Þeir sem eiga lítil lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum , og hafa lágar eða engar aðrar tekjur , eiga rétt á lífeyrisgreiðslum frá almannatryggingum . Þeir sem sjá fram á að hafa eftirlaun undir lágmarksellilífeyri almannatrygginga ættu að vera búnir að taka út inneign í séreignarsjóði fyrir 67 ára aldur því greiðslur úr séreignarsjóðum hafa áhrif á sérstaka uppbót til framfærslu . Ellilífeyrir almannatrygginga getur haft áhrif á ákvörðun um hvenær það borgar sig að hefja töku lífeyris úr samtryggingarsjóðum . Í sumum tilvikum getur borgað sig fyrir lífeyrisþega að sækja um ellilífeyri almannatrygginga frá 67 ára aldri og hefja ekki töku lífeyris úr samtryggingarsjóði fyrr en við 70 ára aldur . Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir breyttri aldursamsetningu þjóðarinnar á næstu áratugum . Samkvæmt spánni mun hlutfall eftirlaunaþega sem hlutfall af fjölda vinnandi fólks hækka úr 18% árið 2010 í 39% árið 2050 . Með hliðsjón af mannafjöldaspánni má gera ráð fyrir að geta hins opinbera til að greiða ellilífeyri minnki í framtíðinni . Þessi vegna ættu einstaklingar sem fara á eftirlaun eftir nokkurn tíma , t.d. 10 ár eða lengur , að gera ráð fyrir að ellilífeyrir almannatrygginga lækki ( eða sleppa því alveg að reikna með ellilífeyri almannatrygginga ) þegar þeir meta væntanleg eftirlaun og gera áætlun um sparnað til að byggja upp eftirlaunasjóð . Reynslan sýnir því miður að það er ekki á vísan að róa þegar kemur að lífeyrisgreiðslum frá almannatryggingum og því er best að reyna að koma sér í þá stöðu að byggja upp eigin eftirlaunasjóð sem tryggir ásættanleg eftirlaun . Það er hins vegar góð tilhugsun að vita að samfélagið tryggir að allir eftirlaunaþegar hafi eftirlaun sem tryggja lágmarksframfærslu . Hvernig getur Almenni aðstoðað þig ? Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum að hitta ráðgjafa á stöðufundi um lífeyrisréttindi . Á stöðufundinum er farið yfir réttindi sjóðfélaga og bent á leiðir til að bæta við .
Mótframlag vinnuveitanda í viðbótarlífeyrissparnaði er 2% á móti a.m.k. 2% framlagi starfsmanns Með lífeyrisiðgjöldum er skilað inn félagsgjaldi og iðgjöldum í sjúkra - og endurmenntunarsjóð Viðbótarlífeyrissparnaður er hagstæðastur Vegna mótframlags launagreiðenda og hagstæðra skattareglna er viðbótarlífeyrissparnaður hagkvæmasta sparnaðarleið sem völ er á . Við ráðleggjum leiðsögumönnum eindregið að gera samning um lífeyrissparnað við Almenna lífeyrissjóðinn og greiða að minnsta kosti 2% viðbótariðgjald en þá fá þeir 2% mótframlag samkvæmt kjarasamningi . Leiðsögumenn greiddu áður í Lífeyrissjóð Félags leiðsögumanna sem var séreignarsjóður . Þeir sem greiða eingöngu í séreignarsjóð ávinna sér ekki örorkulífeyrisréttindi líkt og sjóðfélagar sem greiða í samtryggingarsjóð . Leiðsögumenn eiga því ekki áunnin örorkulífeyrisréttindi frá þessu tímabili og þess vegna getur verið ráðlegt að bæta við sig viðbótartryggingum til að verja sig og sína fyrir tekjumissi vegna örorku eða starfsorkumissi . Til að bæta tryggingavernd vegna starfsorkumissis er sjóðfélögum ráðlagt að kaupa afkomutryggingu sem greiðir örorkubætur til 65 ára aldurs eða aðra tryggingu sem greiðir bætur við starfsorkumissi . Það er skattalega hagkvæmt að kaupa afkomutryggingu með milligöngu lífeyrissjóðsins . Sjóðurinn hefur gert samkomulag við Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. um að sjóðfélagar geti keypt afkomutryggingu með milligöngu sjóðsins . Iðgjöld afkomutryggingarinnar eru skuldfærð mánaðarlega af viðbótariðgjaldi og eru því greidd af óskattlögðu fé . Hins vegar er greiddur tekjuskattur af tryggingabótum eins og öðrum launatekjum . Til viðbótar er skynsamlegt að bæta við sjúkra - og slysatryggingu og sjúkdómatryggingu og haga samsetningu viðbótarörorkutrygginga þannig að við orkutap komi eingreiðsla til að nota fyrstu mánuðina eða árin meðan verið er að aðlagast nýju lífi og nýjum aðstæðum . Fjárhæð eingreiðslubóta ætti að setja í samhengi við laun og miða við að bæturnar tryggi eins til tveggja ára laun . Með aldrinum minnkar þörfin á eingreiðslutryggingunum , eftir því sem eignir vaxa og skuldbindingar minnka . Ráðlagðar viðbótartryggingar : Afkomutrygging sem tryggir 70% af launum fyrstu 3 árin hjá þeim sem eru að hefja störf og 20 - 30% af launum eftir það Sjúkra - og slysatrygging sem greiðir ein árslaun við örorku Sjúkdómatrygging sem greiðir ein árslaun við greiningu alvarlegra sjúkdóma Líftrygging sem greiðir langtímaskuldir og a.m.k. tvenn árslaun
Skylda er að greiða að lágmarki 12% af launum eða reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð Framlag einstaklings til viðbótarlífeyrissparnaðar getur verið allt að 2% Ekkert þak er á mótframlagi en skattalegt hagræði fer eftir rekstrarformi Viðbótarlífeyrissparnaður er hagstæður Sjálfstæðum atvinnurekendum er heimilt að spara allt að 2% í viðbótarlífeyrissparnað og færa til frádráttar á persónulegu skattframtali . Hægt er að láta reksturinn greiða mótframlag og er það frádráttarbær kostnaður . Það fer hins eftir því í hvaða formi reksturinn er hvort það borgar sig fyrir þá að láta reksturinn greiða mótframlag til lífeyrissparnaðar eða ekki . Ef reksturinn er á eigin kennitölu getur verið skynsamlegt að greiða mótframlag og lækka þannig hagnað af rekstrinum . Með því móti er greiðslu tekjuskatts frestað þar til viðbótarlífeyrissparnaðurinn er greiddur út . Ef sjálfstæður rekstur er hins vegar í formi einkahlutafélags borgar sig ekki að einkahlutafélagið greiði mótframlag til lífeyrissparnaðar þar sem það er skattalega óhagkvæmt . Einstaklingar , sem eiga einkahlutafélög , greiða lægri skatta af hagnaði til eigenda ( 20% tekjuskattur og 20% fjármagnstekjuskattur af arðgreiðslum ) en einstaklingar greiða í tekjuskatt ( 37,34% - 46,24% ) af tekjum að frádregnum persónuafslætti árið 2012 ) . Munurinn er of mikill til að það borgi sig fyrir eigendur einkahlutafélaga að greitt sé mótframlag vinnuveitanda til lífeyrissparnaðar . Fyrir sjálfstæða atvinnurekendur er mjög mikilvægt að kynna sér þá tryggingavernd sem í boði er og kanna hvort sé þörf að bæta við sig auka tryggingum . Til að bæta tryggingavernd vegna starfsorkumissis er sjóðfélögum ráðlagt að kaupa afkomutryggingu sem greiðir örorkubætur til 65 ára aldurs eða aðra tryggingu sem greiðir bætur við starfsorkumissi . Hins vegar er greiddur tekjuskattur af tryggingarbótum eins og öðrum launatekjum . Til viðbótar getur verið skynsamlegt að bæta við sjúkra - og slysatryggingu og sjúkdómatryggingu og haga samsetningu viðbótarörorkutrygginga þannig að við starfsorkutap komi eingreiðsla til að nota fyrstu mánuðina eða árin meðan verið er að aðlagast nýju lífi og nýjum aðstæðum . Fjárhæð eingreiðslubóta ætti að setja í samhengi við laun og miða við að bæturnar tryggi eins til tveggja ára laun . Með aldrinum minnkar þörfin á eingreiðslutryggingunum , eftir því sem eignir vaxa og skuldbindingar minnka . Ráðlagðar viðbótartryggingar : Afkomutrygging sem tryggir 70% af launum fyrstu 3 árin hjá þeim sem eru að hefja störf og 20 - 30% af launum eftir það Sjúkra - og slysatrygging sem greiðir ein árslaun við örorku Sjúkdómatrygging sem greiðir ein árslaun við greiningu alvarlegra sjúkdóma Líftrygging sem greiðir langtímaskuldir og a.m.k. tvenn árslaun .
Makalífeyrir er greiddur úr samtryggingarsjóði við fráfall sjóðfélaga Makalífeyrir er helmingur af fjárhæð örorkulífeyris Fullur makalífeyrir er greiddur a.m.k. í tvö ár og helmingur í eitt ár til viðbótar Makalífeyrir er greiddur lengur ef yngsta barn sjóðfélaga er yngra en 20 ára eða ef maki er 50% öryrki og yngri en 67 ára Inneign í séreignarsjóði skiptist á milli hjúskaparmaka og barna skv. erfðalögum , þ.e. 2/3 til hjúskaparmaka ef erfðaskrá hefur ekki verið gerð Hlutur maka í séreignarsjóði er að fullu laus til útgreiðslu við fráfall Makalífeyrir er greiddur eftirlifandi maka sjóðfélaga . Ef sjóðfélagi var hættur að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð miðast fjárhæðin eingöngu við geymd áunnin réttindi . Ef sjóðfélagi hafði greitt árlega lágmarksfjárhæð til lífeyrissjóðs í að minnsta kosti 3 ár af síðustu 4 og 6 mánuði af síðustu 12 fyrir andlátið , er auk þess tekið með í reikninginn hvaða réttindi hann hefði áunnið sér með áframhaldandi greiðslum til 65 ára aldurs . Makalífeyrir er einnig greiddur ef sjóðfélaginn naut elli - eða örorkulífeyris við andlátið . Skilgreining á makaSamkvæmt lögum um lífeyrissjóði er maki skilgreindur sem sem aðili sem var í hjúskap eða óvígðri sambúð með sjóðfélaga , enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát sjóðfélaga . Með óvígðri sambúð er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem eiga sameiginlegt lögheimili , eru samvistum , eiga barn saman eða konan er þunguð eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. tvö ár . Við fráfall fær maki sem uppfyllir þessi skilyrði greiddan makalífeyri úr samtryggingarsjóði . Þessar reglur gilda hins vegar ekki við skiptingu inneignar í séreignarsjóði en þá er miðað við maka samkvæmt erfðalögum sem telst eingöngu vera sá sem var í hjúskap með sjóðfélaga við fráfall .
Ekki er heimilt að flytja lífeyrisréttindi á milli lífeyrissjóða fyrr en við töku lífeyris Sótt er um lífeyri í þeim sjóði sem síðast var greitt til og er umsóknin send áfram til annarra lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir viðhalda sameiginlegri skrá með upplýsingum til hvaða lífeyrissjóða greitt hefur verið Flestir greiða í fleiri en einn lífeyrissjóð yfir starfsævina . Ástæðan er sú að í kjara - og ráðningarsamningum er kveðið á um í hvaða lífeyrissjóð á að greiða . Réttindi tapast ekki þótt sjóðfélagi eigi réttindi í nokkrum lífeyrissjóðum . Langflestir lífeyrissjóðir á Íslandi hafa undirritað samkomulag um samskipti lífeyrissjóða . Samkvæmt samkomulaginu þurfa sjóðfélagar aðeins að sækja um lífeyri hjá einum sjóði og sér hann um að safna lífeyrisgreiðslum saman . Gert er ráð fyrir að sjóðfélagar sæki um lífeyri hjá þeim sjóði sem þeir greiddu síðast í eða hjá þeim sjóði þar sem þeir eiga mest réttindi . Stærsti lífeyrissjóðurinn sem er ekki í samkomulaginu er B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins ( LSR ) . Því þarf sérstaklega að sækja um greiðslur lífeyris hjá þeim sjóði . Lífeyrissjóðirnir viðhalda sameiginlegri skrá um greiðslur sjóðfélaga í lífeyrissjóði . Í skránni kemur fram í hvaða lífeyrissjóði sjóðfélagi hefur greitt og hvenær hann greiddi síðast til hvers sjóðs . Nafnaskrá lífeyrissjóðanna er að finna á yfirliti yfir inneign og réttindi í Almenna lífeyrissjóðnum í Netbanka Íslandsbanki .
Inneign er laus til útborgunar frá 60 ára aldri Inneign í séreignarsjóði erfist Tekjuskattur er greiddur af lífeyrisgreiðslum Hægt er að nýta persónuafslátt við útgreiðslu Í séreignarsjóði eru iðgjöld sjóðfélaga færð á sérreikning hans auk vaxta og verðbóta . Iðgjöld hvers sjóðfélaga eru algjörlega hans eign en eru ávöxtuð með iðgjöldum annarra sjóðfélaga . Inneign í séreignarsjóði erfist við fráfall sjóðfélaga og er greidd út samkvæmt erfðareglum . Hefja má töku lífeyris úr séreignarsjóðum við 60 ára aldur . Ef sjóðfélagi verður öryrki og verður sannanlega fyrir tekjumissi getur hann tekið inneign sína út . Kostirnir við séreignarsjóði eru nokkrir Það er skattalega hagkvæmt að greiða í séreignarsjóði og leggja með þeim hætti fyrir til eftirlaunaáranna . Mörgum finnst líka mikill kostur að inneignin skuli erfast við fráfall og gangi þannig öll til nánustu aðstandenda . Stærsti kosturinn er þó sennilega sá að séreignarsjóðir veita sjóðfélögum mikinn sveigjanleika varðandi töku lífeyris í starfslok . Þótt ákveðnar reglur gildi um útborgun úr séreignarsjóði eru þær tiltölulega rúmar þannig að sjóðfélagarnir hafa talsvert um það að segja hvernig og hvenær þeir vilja ganga á inneignina . Hún er laus frá 60 ára aldri og það gefur aukna möguleika á að hætta störfum áður en hefðbundnum eftirlaunaaldri er náð . Inneign í séreignarsjóði má taka út í einu lagi eða á lengri tíma . Þeir sem eiga vænan séreignarsjóð við starfslok eru því ekki bundnir við að fá fasta mánaðarlega ellilífeyrisgreiðslu frá lífeyrissjóðnum sínum , heldur geta þeir tekið út meira eða minna að eigin vali , innan settra reglna . Það er mikill kostur . Lífeyrisgreiðslur eru afgreiddar um hver mánaðarmót .
Örorkutrygging sem greiðir örorkubætur til allt að 65 ára aldurs við 50% starfsorkumissi . Tryggingin lækkar eftir því sem réttindi í lífeyrissjóðnuum hækka . Hægt að tryggja allt að 90% af launum . Af hverju ? Lágmarkar tekjumissi við skerðingu starfsgetu vegna sjúkdóms eða slyss . Það tekur ungt fólk sem er að hefja störf á vinnumarkaði 3 ár að öðlast full réttindi í lífeyrissjóðum . Örorkubætur lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar eru lægri en launin sem greitt er af . Tekjulækkun er óhjákvæmileg komi til örorku . Hagkvæmt er að kaupa trygginguna með þessum hætti . Iðgjald er greitt með óskattlögðu fé . Fyrir hverja ? Starfandi einstaklinga sem greiða í lífeyrissjóð og hafa ekki bætt við sig örorkutryggingu . Ungt fólk sem er að hefja störf á vinnumarkaði og er ekki búið að öðlast full réttindi í lífeyrissjóði . Almenni lífeyrissjóðurinn hefur samið við Sjóvá um að bjóða sjóðfélögum afkomutryggingu sem er sérsniðin að þörfum þeirra . Sjóðfélagi velur sér tryggingarfjárhæð sem breytist árlega eftir örorkulífeyrisréttindum í sjóðnum . Afkomutrygging stuðlar að fjárhagslegu öryggi á öllum æviskeiðum og tryggir þig fyrir tekjumissi ef þú missir starfsgetu vegna slyss eða sjúkdóms . Iðgjald fyrir trygginguna dregst frá viðbótariðgjaldi sem greitt er inn í Almenna lífeyrissjóðinn . Iðgjaldið er því greitt áður en tekjuskattur er reiknaður af launum . Þannig lækka iðgjöldin sem nemur tekjuskattinum og munar um minna . Komi til greiðslu bóta er greiddur tekjuskattur af þeim eins og öðrum tekjum , sama hvort iðgjöldin eru greidd af óskattlögðu fé eða ekki . Með fullu skatthlutfalli er hægt að njóta hátt í 36% afsláttar af iðgjaldinu . Vernd sem allir þurfa Afkomutrygging Sjóvá tryggir mánaðarlegar tekjur til 65 ára aldurs ef starfsorka skerðist um 50% eða meira af völdum sjúkdóms eða slyss og rétthafi verður fyrir launaskerðingu af þeim sökum . Fullar bætur greiðast við 100% örorku en hlutfallslega fyrir skerðingu starfsorku á bilinu 50 til 100% . Tryggingin er sérstaklega hentug til að bæta við örorkulífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum því tryggingin er langtímatrygging . Hvert sný ég mér ? Tryggingaráðgjafar Sjóvá veita allar nánari upplýsingar um þjónustuna . Þú getur haft samband í síma 440 2000 eða pantað að ráðgjafi Sjóvá hafi samband við þig . Einnig veitir Almenni lífeyrissjóðurinn nánari upplýsingar um þjónustuna í síma 510 2500 .
Ævisafn I hentar þeim sem eru að ávaxta lífeyrissparnað sinn til langs tíma . Þetta safn hentar best sjóðfélögum á aldrinum 20 - 44 ára . Ávöxtunartími lífeyrisinneignar er að jafnaði 20 - 25 ár . Markmið safnsins er langtímahækkun eigna með fjárfestingum í hlutabréfum að mestu leyti . Stefnt er að því að lítill hluti safnsins sé í skuldabréfum til að draga úr sveiflum . Fjárfestingarstefna Ævisafns I er 30% skuldabréf og 70% hlutabréf . Eignir í hlutabréfum eru vel dreifðar á lönd , atvinnugreinar og mikinn fjölda félaga , sem dregur mjög úr áhættunni . Safnið fjárfestir nær eingöngu í hlutabréfasjóðum með mikilli áhættudreifingu og því hefur afkoma og gengisþróun einstakra fyrirtækja ( og gjaldþrot ) lítil áhrif á heildarávöxtun . Hlutabréf gefa hæstu ávöxtunina til langs tíma og þar sem ávöxtunartími safnsins er mjög langur er stefnt að því að meiri hluti eigna verði hlutabréf . Vegna þessa má búast við miklum sveiflum í ávöxtun safnsins en á löngum tíma er reiknað með að sjóðfélögum verði umbunað fyrir sveiflurnar með hærri ávöxtun . Ævisafn I lækkaði í apríl um 1,7% en hefur hækkað um 0,2% á árinu 2013 . Á árinu hefur heimsvísitala hlutabréfa í USD ( MSCI World ) hækkað um 10,5% en hækkað um 0,6% í íslenskum krónum þar sem íslenska krónan hefur styrkst um 9,4% gagnvart USD . Hlutfall erlendra eigna í safninu er 50,2% . Innlendi skuldabréfahluti safnsins ( 37,7% ) hefur skilað ágætri ávöxtun á árinu vegna lækkunar á ávöxtunarkröfu innlendra ríkisskuldabréfa . Ávöxtunarkrafa langra verðtryggðra bréfa er nú um 2,5% . Markaðsvirði innlendra skuldabréfa hækkaði vegna áhrifa mikillar eftirspurnar og skorts á fjárfestingakostum , einkum vegna gjaldeyrishafta .
Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum að greiða iðgjöld í séreignarsjóð inn á Innlánasafn sem ávaxtar eignir á innlánsreikningum . Innlánasafnið hentar fyrir þá sem vilja litlar verðsveiflur á inneign sinni . Safnið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem byrjaðir að taka lífeyri og ganga á inneign sína . Innlánasafnið er ávaxtað að öllu leyti á innlánsreikningum . Ávöxtun verður sambærileg og ávöxtun á verðtryggðum bankareikningum með hæstu vöxtum á hverjum tíma og breytast vextirnir með almennu vaxtastigi í landinu . Eignum Innlánasafnsins er dreift á a.m.k. fjórar innlánsstofnanir . Innstæður í innlendum bönkum og sparisjóðum eru tryggðar samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands frá 3. febrúar 2009 . Í yfirlýsingunni kemur fram að hún verður ekki afnumin fyrr en hið nýja íslenska fjármálakerfi , með breyttri umgjörð , hefur sannað sig og þá verður gefinn aðlögunartími . Innlán eru forgangskrafa innlánsstofanana samkvæmt neyðarlögum vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði . Inneignir sjóðfélaga í Innlánasafninu falla undir ákvæði laga nr. 98 / 1999 um innstæðutryggingar . Innlánasafnið hækkað um 0,6% í apríl og hefur hækkað um 2,7% á árinu 2013 . Á árinu hefur safnið hækkað vegna umsaminna vaxtakjara á innlánsreikningum og vegna verðbólgu þar sem innlánsreikningar safnsins eru að mestu leyti verðtryggðir ( verðtryggingarhlutfallið er nú 95,9% ) . Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,4% frá áramótum .
Almenni lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum að ávaxta sparnað sinn í safni sem fjárfestir í löngum ríkisskuldabréfum . Safnið getur einnig fjárfest í innlánum banka . Safnið fjárfestir að stærstum hluta í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði og er áætlaður meðaltími bréfanna 8 – 12 ár . Skuldabréfin eru að mestu leyti verðtryggð . Skuldaraáhætta í safninu er í lágmarki þar sem fjárfest er í skuldabréfum með ábyrgð íslenska ríkisins . Sveiflur í ávöxtun safnsins geta verið töluverðar þar sem meðaltími skuldabréfaeignar safnsins er langur . Safnið hentar vel fyrir þá sem vilja lágmarks skuldaraáhættu , þola nokkrar sveiflur í ávöxtun og hyggjast ekki ganga á inneign sína á næstu 12 mánuðum .
Ríkissafn langt hækkaði um 2,4% á fyrsta ársfjórðungi 2012 . Verðbótaþáttur skýrir að stærstum hluta hækkunina á fyrsta fjórðungi . Ávöxtunarkröfur langra verðtryggðra íbúða - og ríkisskuldabréfa lækkaði á fjórðungnum Ávöxtunarkrafa á verðtryggðum ríkisskuldabréfum . Lækkunin var einkum drifin áfram af aukinni eftirspurn eftir ríkisskuldabréfum vegna framboðsskorts og mikillar fjárfestingarþarfar lífeyrissjóða í landinu en framboð fjárfestingakosta er enn með minnsta móti og umframeftirspurnin því mikil eins og verið hefur undanfarin misseri . Ávöxtunarkrafa á lengstu verðtryggðu íbúðabréfa ¬ flokkunum var í lok ársfjórðungsins 2,2 - 2,72% en á lengstu óverðtryggðu ríkisskuldabréfa ¬ flokkunum 7,5 - 7,7% .
Lífeyrissparnaður er sérstaklega góður sparnaðarkostur vegna mótframlags launagreiðanda sem bætist við framlag launþega . Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum sem viðbótariðgjöld í séreignarsjóð . Í mörgum kjarasamningum hefur verið samið um að launagreiðendur greiði allt að 2% mótframlag gegn 2% framlagi launþega . Upplýsingar um hvaða mótframlagi þú átt rétt á , færðu hjá stéttarfélagi þínu . Samningur um séreignarsjóð Lífeyrissparnaður byggist á því að einstaklingar gera samning við séreignarsjóð eða fjármálafyrirtæki um að launagreiðandi skuli mánaðarlega draga allt að 4% af launum og greiða sem viðbótariðgjöld í séreignarsjóð . Sparnaðurinn er laus til úttektar frá 60 ára aldri . Rétthafar geta einnig tekið inneignina út á lengri tíma að eigin vali . Sparnaðurinn erfist við fráfall rétthafa . Nýttu þér þennan frábæra sparnaðarkost Til að hefja lífeyrissparnað þarftu að fylla út samning um lífeyrissparnað . Hér til hliðar í næstu skrefum er hægt að nálgast samningseyðublað .
Viðbótarlífeyrissparnaður er hagstæðasti sparnaður sem völ er á Það getur munað milljónum á milli hefðbundis sparnaðar og viðbótarlífeyrissparnaðar , viðbótarlífeyrissparnaði í hag Sjáðu dæmið hér að neðan sem miðast við 4% framlag af 200.000 kr. mánaðarlaunum og 6,0% árlegri meðalávöxtun . Dæmið sýnir inneign eftir skatta . Þinn ávinningur Tímabil Hefðb . sparnaður Lífeyrissparnaður 5 ár 10 ár 20 ár 30 ár 40 ár Hægt er að reikna eigið dæmi út frá töflunni með því að setja laun í hlutfalli við 200.000 kr . Ef þú og maki þinn hafi til dæmis 400.000 kr. í mánaðarlaun deilir þú með 2 og margfaldar síðan með 4 . Reiknivél lífeyrissparnaðar Hér til hliðar getur þú sótt reiknivél til að reikna út hver lífeyrissparnaður verður í starfslok miðað við þínar forsendur . Dæmið sýnir inneign lífeyrissparnaðar fyrir og eftir skatta og mánaðarlega útborgun eftir skatta . Sýndur er samanburður við hefðbundinn sparnað . Nýttu þér þennan frábæra sparnaðarkost Til að hefja lífeyrissparnað þarftu að fylla út samning um lífeyrissparnað . Hægt er að nálgast samningseyðublað hér til hliðar í næstu skrefum .
Skattalegt hagræði lífeyrissparnaðar felst í því að ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum . Iðgjöld eru greidd óskattlögð í séreignarsjóð en útborganir eru hinsvegar skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur . Í raun er tekjuskattinum frestað þar til inneign er tekin út en í sumum tilvikum lækkar tekjuskattur einnig . Það gerist ef einstaklingur á ónýttan persónuafslátt þegar inneign er tekin út eða jaðarskattar eru lægri við útborgun en þegar skattinum var frestað . Nýttu þér þennan frábæra sparnaðarkost Til að hefja lífeyrissparnað þarftu að fylla út samning sem þú getur fyllt út á netinu eða sótt á pappír ( . pdf skjal ) . Skila þarf samningnum til Almenna lífeyrissjóðsins eða Íslandsbanka .
Einn af kostunum við viðbótarlífeyrissparnað er sú sjálfvirkni sem honum fylgir Launagreiðandi sér um að draga iðgjöld af launum sjóðfélaga og skila þeim inn Hægt er að fylgjast með iðgjöldum í Netbanka Íslandsbanki Yfirlit eru send tvisvar á ári og er þannig hægt að fylgjast með því hvort iðgjöld berist til sjóðsins Viðbótariðgjöld Launagreiðendur geta greitt viðbótariðgjöld með ýmsum hætti , ýmist rafrænt á vef Almenna eða í gegnum Netbanka Íslandsbanka . Launagreiðendur geta sent skilagreinar með tölvupósti til okkar á netfangið [email protected] . Þeir sem greiða fasta fjárhæð mánaðarlega geta óskað eftir sjálfvirkum millifærslum af reikningi í Íslandsbanka eða fengið sendan gíróseðil . Nánari upplýsingar er að finna í tenglum hér til hliðar .
Í dag er í boði að fá fyrirframgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði , að hámarki 6.250.000 kr. , heimildin miðast við inneign við gildistöku laganna 1. janúar 2013 . Mánaðarleg útborgun er 416.667 kr. og dreifist þar til að hámarksgreiðslu er náð . Viðbótarlífeyrissparnaður er þegar sparað er 2 til 4% og vinnuveitandi greiðir 2% mótframlag . Séreign sem hefur myndast vegna skyldusparnaðar er ekki laus fyrr en við 60 ára aldur . Fyrirframgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar lækkar útgreiðslu við töku lífeyris og getur haft veruleg áhrif á lífsgæðin á eftirlaunaaldri . Við hvetjum viðskiptavini okkar sem eru að spá í að sækja um fyrirframgreiðslu til að kynna sér þetta vel , ræða við ráðgjafa okkar og reikna dæmið til enda . Reiknaðu dæmið til enda ! Lífeyrissparnaður er mjög hagstæður sparnaðarkostur þar sem hann er undanþeginn fjármagnstekjuskatti , margfaldar virði sitt yfir lengri tíma þrátt fyrir tímabundar sveiflur og leggur góðan grunn að góðu lífi á eftirlaunaaldri . Ellilífeyrir er einungis 40 - 50 % af launum við starfslok og því er mikilvægt að sýna fyrirhyggju í sparnaði yfir starfsævina til þess að viðhalda sömu lífsgæðum eftir starfslok og eiga áhyggjulaust ævikvöld Bætir tímabundið tekjumissi Möguleiki að greiða inn á óhagstæð lán , t.d. yfirdráttarlán Minni tekjur á eftirlaunaárum Borgar fjármagnstekjuskatt ef þú ávaxtar peninginn annar staðar Séreignarsparnaður er lögvarin eign við gjaldþrot Til að sækja um þarf að fylla út umsóknareyðublað ( pdf ) og skila inn á skrifstofu sjóðsins að Borgartúni 25 , senda á fax 510-2550 eða á netfangið [email protected] . Umsóknarfrestur er 19. hvers mánaðar og er í síðasta lagi hægt að sækja um í desember 2013 . Óski sjóðfélagar eftir útborgun er greitt út í byrjun hvers mánaðar og miðast inneignin við 1. janúar 2013 skv. reglugerðinni um opnun séreignarsparnaðar .
Reiknivélar á vefsíðu Almenna lífeyrissjóðsins eru til að hjálpa sjóðfélögum og lesendum að meta stöðu sína í lífeyris - og lánamálum . Reiknivélarnar byggja á einföldum reikniforsendum og almennum forsendum sem notendur slá inn og er niðurstaða útreikninga aðeins til viðmiðunar . Almenni lífeyrissjóðurinn ber ekki ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru eða öðrum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli útreikninga í reiknivélunum . Almenni lífeyrissjóðurinn ráðleggur lesendum að kynna sér málin eins vel og hægt er og fá ráðgjöf og upplýsingar frá fleiri en einum aðila áður en ákvarðanir eru teknar . Almenni lífeyrissjóðurinn bendir á að fjárfestingum og lántökum fylgir alltaf fjárhagsleg áhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna breytilegs efnahagsumhverfis , alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla .
Af því að lífeyrissjóðir veita sjóðfélögum sínum verðmæt réttindi . Með greiðslum í lífeyrissjóð ávinna sjóðfélagar sér rétt á lífeyrisgreiðslum til æviloka auk þess að tryggja sér og fjölskyldum sínum örorkulífeyri við starfsorkumissi og maka - og barnalífeyri við fráfall . Ef aðild að lífeyrissjóði er tilgreind í kjara - eða ráðningarsamningi launamanns skal hann greiða í viðkomandi lífeyrissjóð . Ef hins vegar ekkert er tekið fram um aðild að lífeyrissjóði í kjara - eða ráðningarsamningi þá velur viðkomandi sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra lífeyrissjóða leyfa . Til þess að mega taka við iðgjöldum verða lífeyrissjóðir að tryggja sjóðfélögum sínum tiltekinn lágmarkslífeyri sem samanstendur af lágmarksellilífeyri frá 70 ára aldri til æviloka og lágmarkstryggingavernd vegna örorku eða fráfalls sjóðfélaga . Lágmarkslífeyrir skal tryggja ( miðað við 40 ára inngreiðslutíma í lífeyrissjóð á aldrinum 25 - 64 ára ) að sjóðfélagi fái 56% af þeim launum sem hann hefur greitt af í lífeyrissjóð í mánaðarlegan lífeyri frá 70 ára aldri til æviloka og sambærilegan örorkulífeyri til æviloka ef starfsorka hans skerðist . Jafnframt skal lífeyrissjóður greiða maka - og barnalífeyri til maka og barna látins sjóðfélaga við fráfall hans . Lífeyrissjóðir skulu í samþykktum sínum tilgreina það iðgjald sem þarf til að tryggja sjóðfélögum sínum lágmarkslífeyri en það er kallað iðgjald til lágmarkstryggingaverndar . Samkvæmt lífeyrissjóðalögunum skal iðgjald í lífeyrissjóð vera a.m.k. 12% af heildarlaunum . Það er kallað lágmarksiðgjald og er lögbundið lágmark sem skal greiða í lífeyrissjóð . Í sumum kjarasamningum er kveðið á um hærra iðgjald í lífeyrissjóð . Sjóðfélagar geta greitt meira í lífeyrissjóð og er iðgjald umfram lágmarksiðgjald kallað viðbótariðgjald . Sjóðfélagar geta ráðstafað viðbótariðgjaldinu í séreignarsjóð ( séreignardeild ) eða inn á lífeyrissparnaðarreikning fjármálafyrirtækis . Hins vegar er rétt að hafa í huga að það borgar sig ekki að greiða viðbótariðgjald í lífeyrissjóð nema að iðgjaldið sé greitt óskattlagt í lífeyrissjóð og er ástæðan sú að útborganir úr lífeyrissjóðum eru skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur . Ef iðgjald í lífeyrissjóð er greitt af skattlögðu fé leiðir það til tvísköttunar sem borgar sig ekki . Reglan um 56% lágmarksellilífeyri þýðir ekki að allir verði héðan í frá að ávinna sér svona mikinn rétt , sama hvað þeir eiga eftir af starfsævinni . Hún miðast við að fólk greiði í lífeyrissjóð í a.m.k. 40 ár og er notuð til viðmiðunar við útreikning fyrir aðra . Þeir sem t.d. eiga bara eftir að greiða í lífeyrissjóð í 10 ár þyrftu e.t.v. að greiða mjög stóran hluta af launum sínum í lífeyrissjóð til að ná 56% markinu . Því eru þeir aðeins skyldugir til að vinna sér inn hlutfallslega minni réttindi eða u.þ.b. 14% af þeim launum sem þeir greiða af ( 10 / 40 * 56 ) . Nei , samkvæmt lífeyrissjóðalögunum er bannað að flytja réttindi milli lífeyrissjóða á meðan einstaklingar eru á vinnumarkaði og greiða í lífeyrissjóð . Hins vegar má flytja réttindin og sameina þau eftir að einstaklingur er hættur að vinna og hefur hafið töku lífeyris .
Íbúaþing eru ein þeirra aðferða sem sveitarstjórnir hafa nýtt til þess að leita eftir sjónarmiðum íbúa varðandi ýmis úrlausnarmál í störfum sínum og þá ekki síst í þeim sem oft verða hvað umdeildust en það eru skipulagsmálin . Björg Ágústsdóttir , lögfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta og fyrrum bæjarstjóri í Grundarfirði flutti erindi á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands fyrir skömmu um lýðræðið í sveitarfélögunum . Erindi sitt nefndi hún " Samráð eftir föngum " og hefur titillinn skírskotun til orðalags skipulags - og byggingarlaga . Í erindinu rakti Björg fræðilega umfjöllun um og reynslu Alta af samráði við hagsmunaaðila í verkefnum , m.a. íbúaþingum . Sveitarstjórnarmál fengu Björgu til þess að ræða þessi mál ásamt Halldóru Hreggviðsdóttur , framkvæmdastjóra Alta . Sjá hér grein í Sveitarstjórnarmálum . Samfélagsleg ábyrgð verður sífellt mikilvægari þáttur í starfsemi fyrirtækja . Samfélagsábyrgð fyrirtækja tekur til umhverfis - , efnahags - og samfélagsþátta og felst í því að starfshættir og auðlindir fyrirtækisins séu einnig nýttar til hagsældar fyrir samfélagið sem það starfar í . GRI leiðbeiningar eru alþjóðlegur staðall sjálfbærnivísa á vegum Global Reporting Initiative sem auðveldar fyrirtækjum að miðla upplýsingum um starf sitt á sviði samfélagslegrar ábyrgðar með trúverðugum hætti , þar sem skilgreint er hvaða atriði og áherslur skipta mestu máli í slíku starfi og æskilegt er að miðla . Auk þess eru GRI viðmiðin góður leiðarvísir til hliðsjónar við uppbyggingu sjálfbærnistarfs fyrirtækja . Lykiláherslur GRI eru gagnsæi , áreiðanleiki , kynning og sjálfbærni . Yfir 1000 fyrirtæki nota GRI-viðmiðin í dag , algengust eru stór og meðalstór fyrirtæki . Hægt er vinna með GRI viðmiðin í áföngum og ganga smám saman lengra varðandi miðlun upplýsinga . Hægt er að velja um nokkur stig varðandi umfang upplýsinga og mismunandi stig vottunar . Mikilvægt er að líta á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem langferð sem smám saman skilar sér í bættri frammistöðu , trúverðugleika , ímynd og þar af leiðandi bættri samkeppnisstöðu . Mestum árangri er náð ef gefinn er góður tími , þá verður starfið vel skipulagt og árangursríkt . Greina má ákveðna þróun í samfélaglegri ábyrgð fyrirtækja undanfarin misseri . Sé horft út fyrir landsteinana kemur í ljós að : Fjárfestar gera auknar kröfur um frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum Fyrirtækjum fjölgar sem nýta sér GRI-viðmiðin Tengsl og samræður við hagsmunaaðila hafa aukist Umræðan um loftslagsbreytingar hefur haft áhrif á starf fyrirtækja . Til dæmis hafa 7 af hverjum 10 fyrirtækjum í Svíþjóð aukið umhverfisstarf sitt síðasta árið , sem rekja má til aukins þunga í umræðum um loftslagsmál . Fleiri fyrirtæki gera grein fyrir sjálfbærnistarfi sínu sem hluta af ársskýrslum , til dæmis hefur sænska ríkisstjórnin skyldað allar ríkisstofnanir til að fylgja GRI-viðmiðum við ársuppgjör . Gerð er krafa um að upplýsingar um samfélagsábyrgð sé á tungumáli viðskiptafræðinnar Hér á Íslandi hefur umræða aukist um samfélagsábyrgð fyrirtækja . Á vordögum var stofnuð miðstöð Íslands um samfélagsábyrgð fyrirtækja sem hýst er hjá HR . Mjög fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa málaflokks á Íslandi á næstunni . Sjá nánar um GRI á www.globalreporting.org og um nýstofnaða miðstöð samfélagsábyrgðar fyrirtækja Eþíkos . Alta veitir alhliða aðstoð við að greina tækifærin og innleiða samfélagslega ábyrgð í rekstur , sjá m.a. um þjónustu Alta hér . Innleiðing samgöngustefnu er góð leið fyrir fyrirtæki og stofnanir til að stuðla að minni kostnaði og umhverfisáhrifum vegna ferða starfsmanna sinna , hvort sem er vegna ferða til og frá vinnu eða á vinnutíma . Slíkt starf getur haft í för með sér margskonar ávinning fyrir bæði fyrirtækið og starfsmenn þess , ekki síst nú þegar verð á eldsneyti fer hækkandi dag frá degi . Auk þess fellur slík vinna vel að umhverfisstarfi fyrirtækisins og sýnir samfélagslega ábyrgð í verki , þar sem stuðlað er að vistvænni og heilnæmari samgönguháttum . Gerð og innleiðing samgöngustefnu felur m.a. í sér kortlagningu á stöðu mála m.t.t. umfangs og kostnaðar við ferðir hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess . Byggt á þeirri vinnu eru mótaðir valkostir varðandi fyrirkomulag samgöngumála , sett markmið og gerð áætlun um framfylgd . Dæmi um ávinning af innleiðingu samgöngustefnu : Minni kostnaður við vinnutengdar ferðir starfsmanna . Möguleiki á að nýta betur lóðir fyrir byggingar auk minni kostnaðar við rekstur bílastæða . Stuðlað að umhverfisvænni samgöngumátum , minni bílaumferð , hljóð - og loftmengun og losun á CO2 . Aukin hreyfing og bætt heilsa starfsmanna . Minni ,, bílastæðavandi " . Greiðari aðgangur viðskiptavina að bílastæðum . Aukin samkennd starfsmanna og bættur mórall á vinnustað . Aukin samfélagsábyrgð fyrirtækisins og stuðlað að jákvæðri ímynd meðal almennings og viðskiptavina . Alta aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að koma á árangursríkri samgöngustefnu , s.s. við : Að byggja upp þekkingu og áhuga stjórnenda og starfsmanna , s.s. með fræðslu um mögulegar aðgerðir og dæmum af ávinningi . Undirbúning og gerð stefnu , þ.m.t. gerð starfsmannakönnunar Skilgreina valkosti varðandi ferðir starfsmanna og koma í farveg sem hvetur til breytinga , s.s. varðandi samkeyrslu starfsmanna , bílastæðafyrirkomulag , almenningssamgöngur , göngu - og hjólreiðar , sveigjanlegan vinnutíma og vinnu að heiman , o.fl . Yfirvinna hindranir , s.s. varðandi fyrirkomulag ferða - / bílastyrkja og aðstoð við mótun valkosta . Samvinnu við hagsmunaaðila , fyrirtæki og opinberar stofnanir . Fyrsta mannvirkið – Táknatréð – er risið í nýju hverfi Urriðaholts . Táknatréð er fimm metra hár skúlptúr úr bronsi og dæmi um fjölbreytni þeirra verkefna sem eru á borðum Alta ; þar sem góðar hugmyndir verða að veruleika . Táknatréð er hugmynd Gabríelu Friðriksdóttur og listamannanna / hönnuðanna M / M ; Mathias Augustyniak og Michael Amzalag . Tréð segir Gabríela vera minnisvarða um mögleika , innblásið af gjafmildi og góðu samstarfi ólíkra aðila og endurspegli þannig undirstöður þeirrar byggðar sem rísa mun í Urriðaholti . Það var hátíðarbragur á Urriðaholti hinn 19. maí síðastliðinn , þegar Táknatréð var afhjúpað að viðstöddum listamönnunum þremur , aðstandendum verksins og öðrum góðum gestum . Hlutverk Alta í ferlinu var verkstjórn á undirbúningsstigi listaverksins . Mótasmíðin fór fram í Frakklandi hjá MakingArtProd en steypuvinna í Þýskalandi hjá Strassacker . Fjölmargir komu að gerð verksins og þakkar Alta þeim öllum gott samstarf . Sjá hér sérstaka umfjöllun um tréð á vef Bjarkar . Myndband þar sem Gabríela Friðriksdóttir og M / M eru að störfum . Björg Ágústsdóttir , lögfræðingur og ráðgjafi hjá Alta , var meðal frummælenda á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands föstudaginn 16. maí s.l. Ráðstefnan bar yfirskriftina Hvernig virkar lýðræðið í sveitarfélögunum ? Fulltrúalýðræði – stjórnmálaflokkar – hagsmunaaðilar – íbúar og markar upphaf þriggja ára þróunar - og rannsóknaverkefnis Sambandsins og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um íbúalýðræði . Erindi Bjargar , Samráð ,, eftir föngum ” – Hver er reynslan af íbúaþingum ? fjallaði m.a. um reynslu af samráði við íbúa á vettvangi skipulagsmála , en titill erindisins vísar til 9. gr. skipulags - og byggingarlaga nr. 73 / 1997 . Sjá hér glærur með erindi Bjargar
Alta lætur sitt ekki eftir liggja í hinni geysivinsælu keppni Hjólað í vinnuna sem haldin er núna í maí . Starfsmenn Alta , allir sem einn taka þátt hvort heldur sem þeir hjóla , ganga eða taka strætó . Og áhuginn og metnaðurinn skilar sér , Alta vermir efstu sætin í sínum flokki 10 - 29 starfsmenn . Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en 20. maí . Þar sem að Alta veitir ráðgjöf á sviði umhverfismála og skipulagsmála vita starfsmenn Alta sem er að ekki einasta er þetta gott fyrir heilsuna og kryddar tilveruna , heldur líka er þetta gott fyrir pyngjuna og umhverfið . Þann 23. apríl 2007 var haldið málþing undir yfirskriftinni ,, Skil stjórnsýslu og stjórnmála á sveitarstjórnarstigi " á vegum Félags stjórnsýslufræðinga , í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga . Frummælendur voru fimm einstaklingar með fjölbreytta þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum og fjölluðu þeir um viðfangsefnið hver út frá sínu sjónarhorni , þar á meðal Björg Ágústsdóttir ráðgjafi hjá Alta . Út er komin skýrsla hjá Nordregio , norrænu rannsóknarstofnuninni í skipulags - og byggðamálum , með niðurstöðum rannsóknarverkefnis norrænna skipulagsyfirvalda og Nordregio , “ Urban Governance , between the Gothenburg and Lisbon Strategy ” . Rammaskipulag Urriðaholts var framlag Íslands í verkefninu . Markmið verkefnisins var að skilgreina þær aðstæður sem geta haft ráðandi áhrif á samkeppnishæfni og sjálfbærni borgarsvæða á Norðurlöndum . Í verkefninu voru skoðuð dæmi um árangursrík skipulagsverkefni á Norðurlöndum í þessu tilliti þar sem unnið hefur verið markvisst með landnotkun , samgöngur , byggðamynstur , staðaranda , menningarmál , umhverfismál o.fl. í því skyni að byggja upp samkeppnishæf og sjálfbær samfélög . Skýrsluna má nálgast hér . Þann 2. apríl 2007 var skrifað undir samninga við Alta um gerð aðalskipulags fyrir Fljótsdalshérað . Hér er um að ræða fyrsta aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags og er gert ráð fyrir því að verkinu ljúki í árslok 2008 . Jafnframt var samið við Alta um tvö önnur verkefni sem munu fléttast inn í aðalskipulagið . Annars vegar er um að ræða umhverfisstefnu og endurskoðun á stefnu Fljótsdalshéraðs og er það verkefni unnið af starfshópi á vegum umhverfis - og náttúruverndarnefndar . Hins vegar mun Alta aðstoða atvinnumálanefnd við mótun atvinnustefnu . Með því að vinna að þessum stefnum á sama tíma og aðalskipulagið er að mótast gefst áhugavert tækifæri til þess að nýta aðalskipulag enn markvissar en alla jafna er gert . Þannig má nýta aðalskipulagið til að fylgja eftir þeim markmiðum sem sett eru í umhverfisstefnu og atvinnustefnu . Eins og endranær leggur Alta áherslu á þátttöku íbúa , hagsmunaaðila og forsvarsmanna í sveitarfélaginu til þess að tryggja að stefnumótunin og skipulagið standi á sem traustustum grunni . Fyrirtæki taka umhverfismál misalvarlega . Skipta má fyrirtækjum í þrjá flokka samkæmt nýútkominni grein í Dagens Miljö . Fyrirtæki sem eru áhugalítil um umhverfismál , þetta eru fyrirtæki sem gera eins lítið og þau komast upp með bæði hvað varðar ábyrgð á umhverfi og samfélagi . Þetta eru fyrirtæki sem eru án skipulegs umhverfisstarfs og umhverfisvottunar , slík fyrirtæki hafa aðra forgangsröðun . Í öðrum flokknum eru fyrirtæki sem vinna kerfisbundið með umhverfismál og hafa metnað og markmið . Þau vilja vera á undan lagabókstafnum en líta á umhverfismál sem sérstaka deild , jafnvel að umhverfismál feli í sér aukinn kostnað . Oft eru teknar ákvarðanir í fyrirtækinu sem eru á skjön við umhverfisstarfið . En áhugaverðu fyrirtækin eru þriðja kynslóðin sem í auknum mæli eru orðin áberandi – fyrirtæki með sjálfbæra þróun sem drifkraft ! Þetta eru fyrirtæki sem hafa samofið siðferði og umhverfi kjarnagildum fyrirtækisins . En gott siðferði og ábyrgð í umhverfismálum getur aldrei staðið eitt og sér í fyrirtækjarekstri . Þetta þarf að setja í stærra samhengi við til dæmis gæði , nýsköpun og markaðinn . Fyrirtæki sem hafa náð að skapa sér þessa sérstöðu eru gott dæmi um samfélagslega ábyrg fyrirtæki og munu eflaust verða þess valdandi að auknar kröfur verða gerðar til fyrirtækja . En samfélagslega ábyrg fyrirtæki taka ábyrgð á starfsemi sinni bæði hvað varðar umhverfi og samfélag . En hver eru einkenni þessara fyrirtækja ? Þetta eru meðalstór fyrirtæki á alþjóðlegum markaði ( en stór í íslensku samhengi ) og þau hafa alla tíð byggt á samfélagslegri ábyrgð . Fjölmörg góð dæmi eru um slík fyrirtæki , Whole Foods , Stonyfield Farm , Ben & Jerry´s , Patagonia , Natura , American Apparel og Marks & Spencer . Í skýrslu Sameinuðu Þjóðanna “ Talk the walk ” er gerð tilraun til að greina hvað einkennir þessi fyrirtæki . Í fyrsta lagi er það skuldbinding til langs tíma og starf þeirra er trúverðugt í alla staði . Oftast gagna þau miklu lengra en lög segja til um og öll þeirra verk segja sína sögu . Sem dæmi eru eingöngu til sölu lífrænt ræktaðar matvörur hjá Whole Foods – í öllum 184 verslununum . Whole Foods notar sólarrafhlöður á þök sín og jafnvel vindmyllur til að knýja búðir sínar umhverfisvænni orku . Markaðsstaða þeirra er sjálfsprottin , þ.e. þau eru ekki að svara eftirspurn heldur búa hana til . Þessi fyrirtæki setja sér kröfur í stað þess að láta markaðinn ráða hversu ábyrgt fyrirtækið ætti að vera . Því næst skoða þau hvernig þau geta vaxið sem fyrirtæki . Umhverfi og samfélag er hluti viðskiptahugmyndarinnar . Sem dæmi eru þrír hornsteinar Patagonia , gæði , nýsköpun og umhverfið . Þetta er fyrirtæki sem hefur sýnt meiri hagnað en meðaltalið í sínum bransa . Á árunum 2000 til 2004 óx Patagonia um 19% og American Apparel um 900% en meðaltalið hjá samskonar fyrirtækjum var 12 % . Samkvæmt skýslu SÞ hafa vörumerki þessara þriðju kynslóðar fyrirtækja sterkari stöðu og ánægðari viðskiptavini . Annað sem einkennir þessi fyrirtæki eru að þau mennta ekki eingöngu starfsfólk sitt um umhverfislega og samfélaglega ábyrgð heldur líka viðskiptavini sína . Þannig er markaðssetning þessara fyrirtækja oft blanda af fræðslu og almennri markaðssetningu vöru . American Apparell notar til dæmis slagorðið ; “ Fuck the brands that are fucking people ” í auglýsingum sínum til að vekja athygli á starfsumhverfi og mannréttindum hjá framleiðendum í þriðja heiminum . Þessi fyrirtæki nota minna fjármagn í markaðssetningu heldur en fyrirtæki sem keppa á sama markaði . Í staðinn nýtist þeim sú jákvæð umræða og umtal sem þau fá vegna starfsemi sinnar . Patagonia notar t.d. tíu sinnum minna í auglýsingar en önnur sambærileg fyrirtæki en fá í staðinn tíu sinnum meira pláss í umfjöllun um sitt góða starf . Nú þegar umræðan um umhverfismál , sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð er ekki lengur bundin við lítinn skrýtinn og skrautlegan hóp heldur virðist hópurinn vera farinn að stækka , verður spennandi að fylgjast með hvernig eftirspurn verður hjá neytendum en einnig er rétt að benda á þá staðreynd að fyrirtæki skapa eftirspurn . Byggt á grein í Dagens Miljö 23-02-2007 , Tredje generationens miljöstrategier , e. Victoria Olausson .
Gæði og umhverfi ganga svo sannarlega hönd í hönd hjá Sólarræstingu . Sólarræsting ehf. er þjónustufyrirtæki sem býður fyrirtækjum , stofnunum og sveitarfélögum upp á þjónustu við reglulegar ræstingar og ýmis hreingerningaverkefni . Alta hefur unnið með Sólarræstingu síðan í haust við að byggja upp gæða - og umhverfisstjórnunarkerfi í starfseminni í samræmi við viðmiðunarreglur umhverfismerkisins Svansins . Umsókn um Svansleyfi hefur nú verið skilað inn til Umhverfisstofnunar sem er að yfirfara öll gögn . Það er forvitnilegt að skoða þau áhrif og þann árangur sem gæða - og umhverfisstarfið hefur nú þegar kallað fram , fyrir utan ánægju starfsfólksins með starfið . Hér eru nokkur atriði : Fækkun ræstingarefna úr tólf í fjögur umhverfismerkt efni án þess að gæði ræstinga sé fórnað nema síður sé . Minnkuð notkun glærra plastpoka um 70% , úr u.þ.b. þremur tonnum í eitt tonn . Tilkoma þjálfunarmyndbands fyrir nýliða tryggir einsleitni og einföldun grunnþjálfunar , auk þess sem það er hagræðandi fyrir þjónustustjóra . Öflugra eftirlitskerfi tryggir aukið öryggi og veldur því að auðveldara er að grípa fyrr inn í þar sem eitthvað má betur fara . Tilkoma Sögubókarinnar , hugbúnaðar þar sem öll samskipti og eftirlit við sérhvern viðskiptavin eru skráð daglega . Sögubókin er , eins og nafnið ber með sér , kjölfestan í samskiptum Sólarræstingar við viðskiptavini fyrirtækisins , þ.e. hún geymir sögu þessara aðila . Áhersla á metnaðarfullt skólastarf og víðtæk samvinna í skólamálum , töldu þátttakendur sem sóttu skólaþing Rangárþings ytra og Ásahrepps laugardaginn 3. mars sl. , vera farsælustu skrefin sem hægt væri að stíga núna til að eiga áfram góða skóla til framtíðar . Nær 90 manns tóku þátt í þinginu og eru þá meðtaldir nemendur á öllum aldri , sem áttu sinn þátt í að skapa góðan anda á þinginu . 80% þátttakenda voru úr Rangárþingi ytra og 20% frá Ásahreppi . Þingið var haldið að frumkvæði fræðslunefndar og stýrt af Alta . Þátttakendur kölluðu eftir mótun heildstæðrar skólastefnu þar sem m.a. væri mörkuð stefna um sjálfstæði skólanna , húsnæðismál og faglegan metnað . Skilaboð þátttakenda frá Áshreppi voru þau að standa beri vörð um skólastarf á Laugalandi . Þeir telja að samvinna milli skólastiga annars vegar og milli heimila og skóla hins vegar sé mikilvægur þáttur í góðu fræðslustarfi og menntun barnanna eigi alltaf að hafa forgang . Þátttakendum frá Rangárþingi ytra var efst í huga þörf fyrir endurbætur á húsnæði Grunnskólans á Hellu og kallað var eftir framtíðarlausn varðandi húsnæði leikskólans . Samvinna var þar einnig ofarlega á blaði , bæði innan skólasamfélagsins á Hellu og milli Hellu og Laugalands . Nokkuð skiptar skoðanir voru um sjálfstæði skólanna . Almennt voru skilaboð þingsins þau að sameining skólanna á Hellu og Laugalandi væri ekki tímabær og að bjóða ætti nemendum upp á val um skóla . Þó komu fram þau sjónarmið að sameiginleg yfirstjórn gæti skapað tækifæri til að samnýta kennara og fjölga valgreinum . Þá voru viðraðar hugmyndir um að nýta skólahúsnæði í Þykkvabæ með einhverjum hætti . Þinggestir töldu að tímabært sé að koma á fót framhaldsskóla fyrir sýsluna – og jafnvel stærra svæði . Gera má betur í því að kynna það sem vel er gert í skólamálum í sveitarfélögunum , að mati þeirra sem sóttu skólaþingið . Einnig vildu þeir að samræða um skólamálin haldi áfram og að skólastefna verði mótuð með aðkomu sveitarstjórna og fræðslunefndar , fagfólks innan skólanna , íbúa , nemenda og atvinnulífs . Í Evrópu eru opinber innkaup talin nema um 16% af vergri þjóðarframleiðslu . Innkaupaafl opinberra aðila er því mikið . Vistvæn innkaup er eitt besta tækið sem opinberir aðilar geta notað til auka framboð á vistvænum vörum á markaðnum og um leið draga verulega úr umhverfisáhrifum opinberrar starfsemi . Auk þess hafa vistvæn innkaup leitt til aukinn gæða og minni kostnaðar þar litið er til alls líftímakostnaðar vörunnar . Á Íslandi er nú unnið því að auka vistvæn opinber innkaup í samstarfi lykilstofnana á þessu sviði . Alta vinnur með stýrihópi verkefnisins sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á þessu sviði og auðvelda opinberum aðilum að kaupa inn með vistvænni hætti . Á íbúaþinginu í Bolungarvík sem haldið var laugardaginn 10. febrúar var þeim 130 íbúum sem þar mættu , efst í huga að virkja auðlindir sínar , þ.e. fallega náttúru , fólkið og keppnisskapið - en án stóriðju . Fjölmargar hugmyndir voru viðraðar , allt frá jarðbundnum hugmyndum um hvar mætti leggja göngustíga til villtari drauma um Vestfjarðahraðlest og geimstöð á Bolafjalli . Unga fólkið sem mætti vel til þings , telur kostina við að búa í Bolungarvík felast í því að allir þekkja alla , umhverfið er friðsælt , fólk treystir hvert öðru og getur labbað allar vegalengdir . Þau vörpuðu fram ýmsum hugmyndum , eins og þeirri að í framtíðinni mætti byggja eitthvað í Bolungarvík sem allir myndu vilja koma að sjá , eins og Eiffel turninn í París , hafa ævintýraferðir og miðbær og góð íþróttaaðstaða var þeim ofarlega í huga . Smelltu hér til að sækja greinargerð um þingið og úrvinnslu Alta . Alta stýrði í janúar íbúaþingum í Fjarðabyggð , en þau eru liður undirbúningi fyrir mótun aðalskipulags Fjarðabyggðar , sem Alta hefur umsjón með . Nú eru tímamót í nýju sameinuðu sveitarfélagi og óskar bæjarstjórn eftir samstarfi við íbúa við mótun framtíðarsýnar fyrir Fjarðabyggð . Afrakstur íbúaþinganna er nýttur með tvennum hætti . Annars vegar munu skilaboð frá íbúum móta þá valkosti sem teknir verða til skoðunar í aðalskipulagi Fjarðabyggðar . Hins vegar verða skilaboð íbúa um brýn verkefni á hverjum stað tekin til skoðunar hjá bæjarstjórn og metin í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar . Margvíslegt og mikilvægt efni safnaðist á íbúaþingunum en þau voru haldin á Norðfirði , Stöðvarfirði , Fáskrúðsfirði , Mjóafirði , Reyðarfirði og Eskifirði , 16. til 24. janúar s.l. Smelltu hér til að sjá samantekt um helstu skilaboð þinganna .
Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt nýtt aðalskipulag , Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 . Alta vann tillögu að aðalskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar , sem er hluti hins nýja aðalskipulags . Tillagan byggði á verðlaunum úr hugmyndasamkeppni Akureyri í Öndvegi og er unnin í samráði við Graeme Massie , sem hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppninni . Sjá nánar tillöguna á www.akureyri.is og niðurstöður hugmyndasamkeppni á www.vision-akureyri.is . Rammaskipulag Urriðaholts hefur verið valið sem íslenskt framlag í yfirstandandi rannsóknarverkefni norrænna skipulagsyfirvalda og Nordregio , norrænu rannsóknarstofnunarinnar í skipulags - og byggðamálum , sem ber yfirskriftina " Urban Governance , between the Gothenburg and Lisbon Strategy " . Markmið verkefnisins er að skilgreina þær aðstæður sem geta haft ráðandi áhrif á samkeppnishæfni og sjálfbærni borgarsvæða á Norðurlöndum . Í verkefninu eru skoðuð dæmi um árangursrík skipulagsverkefni á Norðurlöndum í þessu tilliti þar sem unnið hefur verið markvisst með landnotkun , samgöngur , byggðamynstur , staðaranda , menningarmál , umhverfismál o.fl. í því skyni að byggja upp samkeppnishæf og sjálfbær samfélög . Fulltrúi Alta kynnti rammaskipulag Urriðaholts á fundi verkefnisstjórnar í Kaupmannahöfn 20. september . Niðurstöður verkefnisins verða settar fram í skýrslu sem koma mun út á næsta ári . Vegagerðin kynnir nú tillögu að breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein í svokallaðan „ 2 + 1 veg “ , frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg og Hveragerði að gatnamótum við Hafravatnsveg . Þá lýkur lagningu 2 + 1 vegar allan leiðina frá Hveragerði að Hafravatnsvegi . Vegurinn verður breikkaður í núverandi vegstæði og lagður þannig að síðar verði einfalt að breyta honum í 2 + 2 veg með víravegriði . Markmið með framkvæmdinni er fyrst og fremst að fækka slysum , auka þannig umferðaröryggi og tryggja um leið greiðari umferð á þessari leið . Samanburður á 2 + 1 vegi og 2 + 2 vegi á þessari leið sýnir að 2 + 1 vegur er hagkvæmasta leiðin til að stórauka öryggi og flutningsgetu Suðurlandsvegar fram til 2025 til 2030 . Forhönnun ogt verkhönnun fyrsta áfanga vegarins lýkur nú um áramótin 2006 og er stefnt að því að bjóða út framkvæmdir við fyrsta áfanga í framhaldi af því . Á samgönguáætlun 2005 til 2008 er gert ráð fyrir að verja 311 milljónum króna í þessa framkvæmd , en rætt hefur verið um að leggja enn meira fé í þessa framkvæmd strax á næsta ári . Hafist verður handa um fyrsta hluta framkvæmdar yfir Hellisheiðina í upphafi árs 2007 og samhliða því er líklegt að vegarkaflinn frá enda klifurreinar fyrir ofan Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni verði einnig lagður . Framkvæmdinni er nánar lýst í skýrslu sem sækja má hér . Lokið hefur verið við frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals , Mosfellsbæ . Framkvæmdaraðili er Strókur ehf . Skipulagsstofnun hefur tekið skýrsluna til athugunar og liggur tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar frammi til kynningar frá 16. ágúst til 27. september 2006 á eftirtöldum stöðum : Á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar og á bóksafni Mosfellsbæjar , í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun . Frummatsskýrslan er aðgengileg hér á pdf formi ( 3 MB ) . Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir . Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. september 2006 til Skipulagsstofnunar , Laugavegi 166 , 150 Reykjavík . Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum . Opið hús verður haldið miðvikudaginn 30. ágúst á milli kl. 17 og 21 , þar sem almenningi og öðrum áhugasömum gefst kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og mat á umhverfisáhrifum . Staðsetning verður í bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar , Þverholti 2 , 4 hæð . Akureyrarbær hefur auglýst til kynningar tillögur að staðsetningu umhverfislistaverka eftir ástralska listamanninn Andrew Rogers , ofan byggðar á Akureyri . Tillögurnar eru til kynningar til 4. ágúst 2006 og liggja frammi í Ráðhúsi Akureyrar og á vef Akureyrarbæjar , www.akureyri.is og er unnt að koma á framfæri athugasemdum við þær á meðan á kynningu stendur og skal þeim skilað til Akureyrarbæjar . Alta annaðist gerð kynningargagna fyrir Andrew Rogers . Sjá hér kynningargögnin . Myndin sýnir svipað listaverk eftir Andrew Rogers .
Umhverfisskýrsla Alta fyrir 2011 hefur verið sent til UN Global Compact . " Í samantekt Alta fyrir árið 2011 má sjá yfirlit yfir það helsta á árinu , lykiltölur og markmið næsta árs . Nýjungar sem við höfum verið að þróa , t.d. myndbönd um þau verkefni sem við erum að vinna og verkefni önnur sem eru hluti af því að bæta okkur stöðugt . Eftir kreppuna haust 2008 var samdráttur í verkefnum en þó áhugi fyrirtækja á að sinna umhverfismálum og nú hin síðari ár samfélagsábyrgð . Þetta höfum við merkt í okkar starfi og finnum að verkefni á þessu sviði fara vaxandi og er það vel . Við erum hér til að hjálpa til . " segir Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri . Við hjá Alta fengum samgönguviðurkenningu Reykjavíkur 2012 , sem veitt var við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær . Dómnefnd byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem draga úr umferð bíla og einfalda fólki að nýta sér virka ferðamáta m.a. hjóla og ganga . Í rökstuðningi dómnefndar segir að Alta fái viðurkenninguna þar sem þau séu langt komin með verkefni í samgönguviðmiðum Grænna skrefa í starfsemi sinni . " Í samgöngustefnu sinni leggur Alta áherslu á minni mengun , minni losun gróðurhúsalofttegunda , bætt borgarumhverfi og heilsu starfsmanna . Hjá Alta er fylgst með losun gróðurhúsalofttegunda og vistvænum og óvistvænum kílómetrum . Dregið er úr þörf fyrir samgöngur með fjarfundum og úr umhverfisáhrifum samgangna með því að sleppa nagladekkjum , nýta almenningssamgöngur og hjóla á milli staða . " Alta hefur haft samgöngustefnu síðan 2006 . Alta fékk viðurkenninguna í flokki smærri fyrirtækja , Mannvit í flokki stórra fyrirtækja og Landsamtök hjólreiðamanna í flokki félagasamtaka . Í dómnefndinni sátu Kristín Soffía Jónsdóttir , varformaður umhverfis - og samgönguráðs , Héðinn Svarfdal Björnsson , Embætti landlæknis , Jóna Hildur Bjarnadóttir , ÍSÍ og Hrönn Hrafnsdóttir , verkefnisstjóri grænna skrefa í starfsemi Reykjavíkurborgar . Það voru Gísli Marteinn Baldursson , borgarfulltrúi og Kristín Soffía Jónsdóttir , varaformaður umhverfis - og samgönguráðs sem afhentu viðurkenninguna , en Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta tók við þeim fyrir okkar hönd . Þetta í kemur fram í skýrslunni ˵ Reviewing the Adoption of Ecolabels by Firms " sem unnin var af IMD Business School . Þegar stjórnendur alþjóðlegra fyrirtækja sem sótt hafa námskeið í stjórnun við skólann voru spurðir , kom í ljós að Svanurinn og Blómið voru meðal tíu bestu . Þá var Svanurinn ásamt Bláa englinum ( Þýskaland ) tiltekinn sem fordæmisgefandi fyrir aðrar umhverfismerkingar . Svanurinn er í sókn , bæði fjölgar vöruflokkum og fjölda leyfa . Ísland er engin undantekning með rúmlega tuttugu leyfi og á annan tug sem eru að undirbúa umsókn um leyfi . Fleira um rannsóknina og mögulega útrás Svansins til Suður-Ameríku má lesa hér . Þessi grein birtist í Sveitarstjórnarmálum . Höfundar eru Hulda Steingrímsdóttir , umhverfisfræðingur hjá Alta og starfsmaður stýrihóps um vistvæn innkaup og Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg og fulltrúi Samband íslenskra sveitarfélaga í stýrihóp um vistvæn innkaup . Í Evrópu eru opinber innkaup talin nema um 18% af vergri þjóðarframleiðslu . Á Íslandi má því áætla að opinber innkaup á Íslandi séu um 300 milljarðar á ári , þar af eru innkaup sveitarfélaga um 150 milljarða á ári . Áhrifamáttur opinberra innkaupa er mikill . Með því að setja skýrar umhverfiskröfur í innkaupum gefst tækifæri til virkrar samkeppni og hvatning til nýsköpunar um vistvænar vörur og þjónustu á markaðinum . Um leið er dregið úr umhverfisáhrifum innkaupa og neyslu í opinberri starfsemi og samfélaginu öllu . En hvað eru vistvæn innkaup ? Vistvæn innkaup er að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf . Árangur Reykjavíkurborgar Árið 2009 voru tvö ræstingarútboð á vegum Reykjavíkurborgar , hvar sett voru skýr umhverfisskilyrði m.a. um efnanotkun og gefin stig ef þjónustan uppfyllti kröfur um umhverfisvottun . Útboðin byggðu á ítarlegri þarfagreiningu í samráði við notendur . Árangur útboðanna var eftirfarandi : Kostnaður vegna ræstinganna minnkaði um 50% , þ.e. um 90 milljónir á ári . Efnanotkun minnkaði um 65% í öðru útboðinu og 33% í hinu . Meira en 95% af efnum í ræstingunum eru umhverfisvottuð . Plastpokanotkun í skrifstofuhúsnæði minnkaði um 200 kg ári . Aukin ánægja hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar með ræstingarnar . Mikil fjölgun Svansvottana á Íslandi . Markaðshlutdeild Svansvottaðrar ræstingarþjónustu jókst úr því að vera minna en 10% árið 2009 í meira en 50% árið 2011 . Stóraukið framboð af vistvænum ræstingarefnum og ræstingarvörum hjá söluaðilum á Íslandi . Ljóst er að með vistvænum innkaupum hafa sveitarfélög tækifæri til að hagræða og bæta umhverfi og heilsu . Til að styrkja vistvænar samgöngur býður Strætó fyrirtækjum sem hafa markað sér samgöngustefnu að skrifa undir samgöngusamning . Þar sem Alta hefur fylgt samgöngustefnu síðustu árin , þá skrifuðu Ásmundur K. Ólafsson , söluráðgjafi hjá Strætó og Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta undir samgöngusamning nú á dögunum .
Undanfarin fimm ár hafa Landbúnaðarháskólinn og Alta átt ánægjulegt samstarf í framhaldi af samkomulagi sem gert var þar um árið 2004 . Starfsfólk Alta hefur tekið þátt í kennslu og nemendur hafa fengið tækifæri til að taka þátt í samráðsviðburðum sem Alta hefur annast . Það dróst hins vegar að ljúka einum þætti samkomulagsins sem kvað á um að Alta myndi gefa skólanum bækur . Alta heimsótti landbúnaðarháskólann nýlega til þess að bæta úr þessu og þar veittu Ágúst Sigurðsson rektor , Ólafur Arnalds deildarforseti og Auður Sveinsdóttir dósent bókunum viðtöku . Náttúrleg leiksvæði njóta nú vaxandi vinsælda víða um heim og risið hafa upp hreyfingar sem beyta sér fyrir fjölgun slíkra leiksvæða á kostnað hinna hefbundnu . Náttúruleg leiksvæði falla mun betur að landi en hefðbundin og hvetja börn til uppgötvana í sjálfu umhverfinu , flóru og fánu . Náttúruleg leiksvæði auka þannig á reynsluheim barna sem í auknum mæli dvelja í tilbúnu umhverfi . Í Hlíðarbæ í Hvalfjarðarsveit er búið að útbúa náttúrulegt leiksvæði . Alta hafði umsjón með skipulagi og verkeftirliti en Stokkar og steinar sáu um smíði og uppsetngu leiktækjanna . Öll leiktækin , kofi , sandkassi , jafnvægisslá og þrautabraut , eru gerð úr Íslenskum viði úr Skógræktinni í Skorradal og falla vel í kjarrivaxið umhverfið . Í námunda við leiktækin eru bláber og hrútaber og kjarrið sjálft býður uppá spennandi uppgötvanir fyrir þau börn sem bregða þar á leik . Sjávarútvegsfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði hefur sett sér skýra gæðastefnu og einn af meginþáttum hennar er að engum aukefnum er bætt í vörur fyrirtækisins . Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu koma skýrri yfirlýsingu um þetta til skila til viðskiptavina og fengu því Alta í lið með sér til að leggja á ráðin um hvernig það yrði best gert . Þróað var sérstakt merki sem fyrirtækið setur á vörur sínar ásamt upplýsingum um fyrirtækið og starfsemi þess , nýtt útlit var hannað og útbúinn nýr vefur þar sem upplýsingar um fyrirtækið koma fram á nokkrum tungumálum . Alta átti gott samstarf við H2 hönnun um útlitið og Islingua varðandi þýðingar . Öll dýrðin var síðan kynnt á sjómannadaginn , m.a. með áberandi auglýsingum í fjölmiðlum og mæltist vel fyrir . Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur nú gerst aðili að UN Global Compact sem og undirritað yfirlýsingu um að fylgja 10 meginreglum sameinuðu þjóðanna um mannréttindi , vinnumál , umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu . Með undirrituninni skuldbindur Alta sig til að fylgja reglunum og að stefna og starfshættir fyrirtækisins taki mið af þeim . Árlega mun Alta gera grein fyrir árangri og / eða verkefnum sem styrkja meginreglurnar 10 , eins og fyrirtækjum er gert að gera . Global Compact er ákall til fyrirtækja um allan heim um að taka þátt í að búa til ramma um samfélag og umhverfi sem tryggir opna og frjálsa markaði sem allir hafi jafna möguleika á að njóta . Þann 30. september 2008 undirrituðu Geir H. Haarde forsætisráðherra , Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra , Kristján L. Möller samgönguráðherra og fulltrúar sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum , Grindavíkurbæjar , Reykjanesbæjar , Sandgerðisbæjar , Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga , í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík , viljayfirlýsingu um samstarf um atvinnuþróun í nágrenni Keflavíkurflugvallar . Samstarfið byggir á þeirri sérstöðu sem felst í nálægð alþjóðaflugvallarins , en umhverfis Keflavíkurflugvöll er eitt stærsta ónýtta landsvæði í nágrenni alþjóðaflugvallar í Evrópu og skilyrði til vaxtar og þróunar því einstök . Lykilatriði er að ríki og félög og stofnanir í þess eigu annars vegar og sveitarfélög hins vegar vinni saman að því að laða nýja fjárfesta að svæðinu . Reynsla erlendis frá sýnir að þannig geta alþjóðlegir flugvellir orðið mikilvægur aflvaki hagvaxtar . Í yfirlýsingunni kemur fram að stefnt skuli að gerð samstarfssáttmála þar sem þróunarsvæði verði skilgreint , afmörkuð verði sú atvinnustarfsemi sem laða eigi að svæðinu , ákveðið hvernig kostnaði og tekjum verður skipt og skipulagsmál samhæfð . Stefnt er að því að ljúka samningaviðræðum fyrir 1. janúar 2009 . Til að halda utan um samningaferli næstu mánaða hefur verið ráðinn verkefnisstjóri , Björg Ágústsdóttir lögfræðingur og ráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta . Sjá hér texta viljayfirlýsingar og sérstaks yfirlits um meginatriði og forsendur .
Kristín Rós Jóhannesdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til ráðgjafarfyrirtækisins Alta . Kristín Rós er ein af þremur nýjum starfsmönnum sem ráðnir eru til Alta og hefja störf nú í byrjun árs 2013 . Hún býr í Stykkishólmi og mun starfa á Snæfellsnesi , í útibúi Alta í Grundarfirði . Kristín Rós er uppalin að Hraunhálsi í Helgafellssveit þar sem foreldrar hennar eru bændur . Hún lauk BSc-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 2008 og í lokaritgerð sinni þar skoðaði Kristín Rós áhrif kynbóta á afkomu íslenskra kúabúa . Haustin 2007 og 2009 var Kristín aðstoðarkennari í hagfræðikúrsum við HÍ . Hún starfaði sem hagfræðingur á fjármálasviði Seðlabanka Íslands 2008 - 2010 , með viðkomu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis 2009 - 2010 . Þá fór hún til Bretlands og lauk MSc-prófi í hagfræði frá University of Warwick vorið 2012 . Í lokaritgerð sinni fjallaði Kristín Rós um húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu . Kristín Rós hefur starfað hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands síðan hún lauk námi . Samhliða störfum hjá Alta verður Kristín áfram í verkefnum hjá Hagfræðistofnun fram í maí nk. , en kemur þá alfarið til starfa hjá Alta . Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur frá árinu 2001 aðstoðað bæði opinbera aðila og einkaaðila við stefnumótun og breytingastjórnun , verkefnisstjórnun , samráð og upplýsingamiðlun , einkum á sviði skipulags og byggðaþróunar , umhverfismála , samfélagsábyrgðar og fleira . Alta hefur frá 2004 haft starfsemi á Snæfellsnesi og sinnt þaðan verkefnum um allt land auk ráðgjafar á Vesturlandi . Sjá nánar á á þessum vef . Hjá Alta starfa nú 11 manns og með ráðningu Kristínar Rósar verður hægt að bjóða enn öflugri og fjölbreyttari þjónustu . Við hjá Alta bjóðum Kristínu Rós velkomna til starfa og hlökkum til að fá hana til liðs við okkur . Vinna við svæðisskipulag , sem myndar kjarnann í svæðisgarði Snæfellinga , þess fyrsta á Íslandi , er vel á veg komin . Næstu vikur er áformað að kynna svæðisgarðinn enn betur og ræða við fjölmarga aðila sem tengjast viðfangsefninu með einum eða öðrum hætti . Mikilvæg tengsl hafa myndast við forsvarsmenn erlendra svæðisgarða , ekki síst í Noregi . Nýlega var Snæfellingum boðið annað árið í röð að taka þátt í aðalfundi samtakanna Norske parker og var Ragnhildur Sigurðardóttir þeirra fulltrúi . Ragnhildur er varaformaður svæðisskipulagsnefndar en Alta verkstýrir svæðisskipulagsgerðinni og leggur nefndinni til ýmsa sérfræðiþekkingu . Þann 7. mars var skrifað undir samstarfssamning sem leggur drög að stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi . Svæðisgarðurinn er eign allra Snæfellinga , en þeir aðilar sem hafa tekið að sér að leiða verkefnið og undirbúning eru sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi ; Snæfellsbær , Stykkishólmsbær , Grundarfjarðarbær , Eyja - og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit , og félög sem eru samnefnarar í atvinnulífi á svæðinu ; Ferðamálasamtök Snæfellsness , Snæfell - félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi , Búnaðarfélag Staðarsveitar , Búnaðarfélag Eyja - og Miklaholtshrepps og Búnaðarfélag Eyrarsveitar , ásamt SDS , Starfsmannafélagi Dala - og Snæfellsnessýslu . Áhugasamir aðilar um velferð Snæfellsness eru velkomnir í hópinn . Svæðisgarður er samstarfsvettvangur þar sem byggt er á sérstöðu svæðis og hún nýtt á markvissan hátt til verðmætasköpunar . Svæðisgarður verður einungis til fyrir samstillt átak heimamanna og starf hans er á forsendum þeirra , með hagsmuni íbúa í nútíð og framtíð að leiðarljósi . Markmiðið er að íbúarnir greini og þekki betur þau tækifæri sem felast í nærtækum gæðum svæðisins og stilli saman strengi um nýtingu þeirra . Þá verður einnig auðveldara að miðla tækifærunum til íbúa , viðskiptavina og gesta . Félagsgarður í Kjós , sem tekinn var í notkun árið 1946 , stendur á lóð Ungmennafélagsins Drengs sem einnig stóð að uppbyggingu hans . Félagsheimilið hefur verið vinsælt samkomuhús , t.d. til brúðkaupa , afmæla og annarra atburða enda vel í sveit sett og státar af fallegu útsýni yfir Hvalfjörðinn . Kjósarhreppur fékk Alta til liðs við sig til að bæta aðkomu og umgjörð félagsheimilisins til að mæta hlutverki þess betur . Tillaga Alta miðaði að því að draga fram glæsileika hússins og umgjörð þess en jafnframt að halda í karakter þess sem félagsheimilis í sveit . Þá var leitast við að endurnýta það efni sem hægt var , svo sem hellur og gróður og að skapa betri tengingar milli hæða á byggingunni . Loks var lagt til að tengja hönnunina við fólkið í sveitinni og fá unga íbúa til teikna mynd af uppáhalds dýri sínu til að greypa í hellulögn við inngang byggingarinnar . Framkvæmdir eru óðum að hefjast og verður gaman að fylgjast með breytingunum .
Framtíðarsýn fyrir Garðaholt á Álftanesi Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur um nokkurt skeið unnið að deiliskipulagi fyrir Garðahverfi á Álftanesi . Meginmarkmið deiliskipulagsvinnunnar er að stuðla að varðveislu menningar - og náttúruminja á svæðinu og að Garðahverfi verði aðgengilegt til íhugunar , útivistar og náttúruskoðunar . Það verði skipulagt að öðru leyti í samræmi við sögulega sérstakt búsetulandslag og aldagamalt hlutverk svæðisins sem kirkju - og menningarstaðar . Garðaholt verði friðsæll staður sem ber vitni um tímans rás . Myndir af Garðahverfi Ef smellt er hér á " myndir " þá sjást myndir sem teknar voru af Garðahverfi sumarið 2009 í fallegu veðri og gefa athyglisvert sjónarhorn á byggðina .
Hvernig skrái ég mig í þjónustu hjá Alterna ? Þú skráir þig hér á heimasíðunni okkar eða hringir í okkur í 415-3000 . Get ég haldið núverandi símanúmerinu mínu þegar ég flyt mig yfir til Alterna ? Já , þú getur haldið númerinu þínu þótt þú skiptir um símafyrirtæki . Við sendum þér nýtt SIM-kort innan 3ja daga frá skráningu á netinu en samdægurs ef þú kemur í verslun okkar . Þú færð SMS í símann þinn þegar tími er kominn til að skipta um SIM-kort og ert færð / ur yfir til Alterna . Já , Alterna er um allt land . Við erum með aðgang að stærsta dreifikerfi landsins . Alterna rekur sína eigin símstöð og dreifikerfi en er þar að auki með reikisamning við Símann og Vodafone um not á samnýtingu á fjarskiptamöstrum út um land allt . Þetta þýðir að þjónustusvæðið er að minnsta kosti jafn stórt og þjónustusvæði Símans og Vodafone . Hvernig greiði ég fyrir símtöl í útlöndum ? Ef þú ert í áskrift bætist notkunin við reikninginn þinn næstu mánaðarmót . Ef þú ert í frelsi þá þarftu að skrá þig í áskrift hjá okkur til þess að geta hringt í útlöndum . Þú getur nálgast eyðublað í verslun okkar . Þarf ég nýtt símkort og hvernig nálgast ég það ? Það er ekki hægt að nota SIM-kort frá öðru fyrirtæki eftir að númeraflutningur hefur átt sér stað . Þess vegna færðu nýtt SIM-kort hjá Alterna . Þú færð kort í pósti eða kemur til okkar og sækir það í verslun okkar á annari hæð Borgartúni 28 . Hvað tekur langan tíma að flytja númer til Alterna ? Þú ræður því . Þú velur tímasetninguna og færð sent SMS í símann þinn þegar komið er að því að skipta um SIM-kort . Get ég fengið Gullnúmer hjá Alterna ? Gullnúmer eru sérstök símanúmer sem eru sérvalin af okkur . Þau hafa endingu eins og t.d. 650-1000 og eru sérstaklega merkt sem Gullnúmer . Það kostar kr 3.000 . - að fá slíkt símanúmer hjá Alterna . Ef þú velur slíkt númer í skráningarferlinu bætist sú upphæð við fyrsta reikninginn þinn . Hvernig get ég greitt reikninginn minn ? Með því að skrá þig í áskrift hjá Alterna er mögulegt að fá sendan mánaðarlegan reikning eða láta gjaldfæra af kreditkortinu þínu fyrir notkuninni í lok hvers mánaðar . Hvar get ég fyllt á Frelsið mitt ? Þú getur fyllt á Frelsið á heimasíðunni okkar , hringt í okkur í 415-3000 og við fyllum á símann fyrir þig . Einnig er hægt að koma í verslun okkar og kaupa inneign . Hvaða inneignaupphæðir eru í boði ? Er hægt að fá símtalslæsingu ? Já , allar símtalslæsingar eru í boði . Eru þið með 3G ? Já við erum með 3G sem gerir fólki kleift að fara á netið í símanum - sækja tölvupóst og á almennt vefráp . Eru þið með MMS ? Það er ekki í boði eins og er en verður komið innan skamms . 18 ára aldurstakmark ? Einungis lögráða einstaklingar geta komið í áskrift hjá Alterna . Fyrir þá sem eru undir 18 ára bjóðum við m.a. upp á Alterna Frelsi en við bendum á að notandi þjónustunnar þarf ekki að vera orðinn 18 ára heldur einungis sá sem er skráður greiðandi Get ég notað gamla GSM símann minn hjá Alterna ? Já , símkort frá Alterna virka í alla GSM síma . Hvað kostar að skipta yfir til Alterna ? Þú getur flutt gamla símanúmerið þitt yfir til Alterna þér að kostnaðarlausu . Einnig getur þú fengið nýtt Alterna númer þér að kostnaðarlausu nema ef um Gullnúmer er að ræða en þau kosta 3000 kr . Getur beiðni um númeraflutning verið hafnað ? Almennt gerist það ekki . Hins vegar getur símafyrirtækið sem þú vilt flytja þig frá synjað þér um flutning hafirðu gert bindandi samning við fráfarandi símafyrirtæki . Bjóðið þið upp á heimasíma og Internet ? Alterna bíður aðeins upp á GSM þjónustu . Get ég hringt 0 kr innan kerfis ef ég er búinn með inneignina ? þú getur hringt 0 kr innan kerfis þrátt fyrir að inneignin sé búin . Gildir 0 kr innan kerfis í útlöndum ? Nei , það gildir ekki erlendis þar sem erlendu símafélögin rukka ákveðið gjald fyrir þjónustuna . Já , það er alltaf 0 kr innan kerfis en takmarkast þó við 1000 mínútur og 500 SMS . Af hverju er ekki ótakmörkuð notkun í 0 kr innan kerfis ? Alterna setur hámark á notkun í 0 kr innan kerfis eingöngu til að koma í veg fyrir misnotkun á þjónustunni . 1000 mín og 500 SMS samsvarar verulegri notkun og dugar langflestum notendum . Hvar get ég fylgst með notkun ? Innan skamms munum við opna þjónustusíðu fyrir viðskiptavini Alterna , þar verður hægt að fylgjast með notkun , skoða reikninga o.f.l. Þangað til er hægt að hringja í þjónustuver Alterna 415-3000 og fá upplýsingar um notkun . Einnig geta frelsis notendur hringt í númerið * 120 # til að fá upplýsingar um stöðu inneignar Get ég sett upp talhólf ? Nei , ekki sem stendur . Sú þjónusta verður í boði innan skamms . Hvað er PIN ? PIN stendur fyrir Personal Identification Number . Þegar þú kveikir á símanum biður hann um PIN-númer . Þetta er leyninúmer símkortsins og kemur í veg fyrir að hver sem er geti notað símkortið þitt . Þú færð þrjár tilraunir til að slá PIN-númerið rétt inn . Ef það mistekst læsist símkortið og þú verður að slá inn PUK-númerið til að opna fyrir það aftur . Hvað er PUK ? PUK stendur fyrir Personal Unblocking Key og er notað ef að rangt PIN-númer hefur verið slegið inn oftar en þrisvar sinnum . Þá læsist SIM-kortið og þá þarf nota-PUK númerið til að opna það aftur . Hvað ef ég gleymi PIN og PUK-númerinu ? Þú getur alltaf hringt í þjónustuver Alterna og fengið uppgefið PUK og PIN-númerið þitt . Athugaðu þó að ef þú hefur breytt PIN-númerinu þínu þá höfum við ekki upplýsingar um nýja PIN-númerið þitt .
Við hvetjum viðskiptavini Alterna að kynna sér neðangreinda skilmála . Slíkt kemur í veg fyrir misskilning og stuðlar að greiðum og góðum samskiptum í framtíðinni . Eftirfarandi skilmálar gilda um GSM áskrift hjá Alterna Tel ehf . Og er bæði áskrifendum og öðrum notendum hennar skylt að hlíta þessum skilmálum . Skilmálar þessir gilda um farsímaþjónustu Alterna . Skilmálar þessir geta tekið breytingum . Allar breytingar verða kynntar með minnst 30 daga fyrirvara á www.alterna.is . Sá sem óskar eftir fjarskiptaþjónustu Alterna skuldbindur sig við undirritun eða staðfestingu samnings um fjarskiptaþjónstu til að hlíta þeim skilmálum sem Alterna setur um notkun þjónustunnar . Almennir skilmálar Símkort frá Alterna eru eingöngu ætluð til notkunar í farsíma . Alterna ber ekki ábyrgð á tjóni , hvorki beinu né óbeinu , sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna niðritíma þjónustunnar . Alterna hefur ekki eftirlit með eða ber ábyrgð á innihaldi efnis sem sótt er á Internetið . Öll notkun , framleiðsla og vinnsla með efni sem fengið er af Internetinu er á ábyrgð viðskiptavinar . Ef í ljós kemur að notkun felur í sér misnotkun á búnaði eða þjónustu Alterna áskilur Alterna sér rétt til að synja viðskiptavini um þjónustu , ýmist um stundarsakir eða til frambúðar . Brot á skilmálum Alterna getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu . Við undirritun samnings um símaþjónustu fær áskrifandi úthlutað símanúmeri nema ef um númeraflutning er að ræða og þá heldur áskrifandi áður úthlutuð númeri . Áskrifandi þarf að óska sérstaklega eftir númeraleynd , læsingum , og annarri aukaþjónustu sem í boði er . Viðskiptavinir sem velja að flytja símanúmerið sitt frá öðru símafyrirtæki til Alterna verða að vera rétthafar þess símanúmers sem flutt er . Viðskiptavinir sem velja að flytja símanúmer sitt frá Alterna til annars farsímafyrirtækis verða að gæta þess að ekki sé skuld á símanúmerinu . Fyrirtæki eða einstaklingur sem gert hefur þjónustusamning við Alterna til ákveðins tíma getur ekki flutt símanúmer frá Alterna á samningstímanum . Áskrifandi veitir Alterna með undirsskrift eða staðfestingu á samningum um fjarskiptaþjónustu umboð til að segja upp fjarskiptaþjónustu hjá öðrum þjónustuveitum . Númeraflutningur fer að öllu leyti eftir reglum Póst - og fjarskiptastofnunar nr. 949 / 2008 um númera - og þjónustuflutning . Venjulegur afgreiðslutími á þjónustubeiðnum , þ.m.t. beiðnum um nýjar tengingar , rétthafabreytingar , viðtökur númera og aðra þjónustuþætti er ekki lengri en 14 dagar frá því að beiðni kom fram , nema óviðráðanleg atvik hamli framkvæmd . 0 kr . Innan kerfis felur í sér 1000 mín og 500 sms Viðskiptavinur Alterna er sá sem skráður er greiðandi þjónustunnar . Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir greiðslum og allri notkun símanúmersins . Hjá Alterna er greiðandi símanúmersins jafnframt rétthafi númersins . Viðskiptavinur getur valið að skrá annan aðila sem notanda þjónustunnar . Slík skráning felur ekki í sér framsal á réttindum og skyldum samkvæmt samningnum . Alterna ber ekki ábyrgð á því þótt fjarskiptasamband rofni um stund . Alterna mun þó ávallt leitast við að koma á fjarskiptasambandi að nýju og viðhalda gæðum þjónustunnar . Verði verulegur dráttur af hálfu Alterna á viðgerð getur áskrifandi krafist endurgreiðslu á mánaðargjaldi í hlutfalli við þann tíma sem samband er rofið . Alterna ábyrgist ekki tjón sem rekja má til sambandsleysis , rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna verða á rekstri fjarskiptanetsins , hvort sem slíkt má rekja til línubilana , bilana í stöðvum eða annarra ástæðna . Ef viðskiptavinur glatar símkorti er mikilvægt að hann tilkynni slíkt tafarlaust til Alterna . Hægt er að tilkynna um týnt / glatað símkort hjá þjónustuveri Alterna í síma 415-3000 . Tilkynningar frá Alterna til viðskiptavinar eru sendar með tölvupósti á það netfang sem viðskiptavinur hefur tilgreint eða með sms skeyti á skráð númer . Óski viðskiptavinur eftir því að gera breytingar á þjónustunni ber honum að tilkynna Alterna um þær skriflega með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða með því að tilkynna breytingar í verslun Alterna . Alterna áskilur sér rétt til að senda viðskiptavini markpóst og fréttabréf með tölvupósti . Viðskiptavinur getur þó afþakkað þjónustuna . Alterna hefur ekki eftirlit með og ber ekki ábyrgð á innihaldi skilaboða sem viðskiptavinur móttekur eða sendir . Númerabirting og númeraleynd / leyninúmer . Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á því að símtækið sé rétt stillt fyrir númerabirtingu og númeraleynd . Ekki er um númeraleynd að ræða þegar hringt er í Neyðarlínuna , 112 . Greiðsluskilmálar Gjald fyrir fjarskiptaþjónustu , sem og aðra þjónustu Alterna , er samkvæmt verðskrá sem Alterna gefur út og er aðgengileg á vefsíðu Alterna , www.alterna.is . Gildandi verðskrá Alterna má nálgast á heimasíðu félagsins , www.Alterna.is . Upplýsingar um verðskrá má einnig fá hjá þjónustuveri Alterna í síma 415 3000 . Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslum til Alterna vegna notkunar sem á sér stað á fjarskiptaþjónustu eða búnaði , óháð því hvort viðskiptavinur hefur heimilað notkun eða ekki . Glati viðskiptavinur símkorti er mikilvægt að Alterna sé tilkynnt um slíkt tafarlaust , enda ber viðskiptavinur ábyrgð á allri notkun símkortsins þar til tilkynning á sér stað . Ef áskrifandi óskar eftir að fá sendann greiðsluseðil bætist við 250 kr seðilgjald , en ef krafan er aðeins sen í birtingakerfi bankana bætist við 129 kr kröfugjald . Enginn auka kostnaður bætist við ef greitt er með kreditkorti . Alterna getur ákveðið að gjaldfella reikning viðskiptavinar , sem ekki er kominn á eindaga , sé um notkun að ræða sem er yfir viðmiðunarmörkum , 50.000 kr . Einungis er hægt að greiðsludreifa tæki ef greitt er með kreditkorti . Allir greiðslusamningar eru framseldir til Borgunar hf . Notkun viðskiptavinar er jafnframt gjaldfærð á kreditkort . Viðskiptavini ber að fylgjast með reikningi sínum og skal hann láta Alterna vita tafarlaust ef hann telur um rangfærslur að ræða . Tilkynni viðskiptavinur ekki um rangar upplýsingar eða hugsanlegar rangfærslur fyrir eindaga hvers reiknings telst reikningur samþykktur . Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur og gjalddagi 21. hvers mánaðar og eindagi er 3. næsta mánaðar eftir gjalddaga . Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal áskrifandi greiða dráttarvexti , eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 / 2001 , frá og með gjalddaga til greiðsludags , auk þess sem gjald vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu 2 dögum eftir eindaga . Alterna lokar fyrir úthringingar hafi reikningur ekki verið greiddur 30 dögum eftir útgáfu reiknings . Alterna áskilur sér rétt til að senda reikninga til þriðja aðila til frekari innheimtu . Ekki er innheimt fyrir símtöl í 112 , Neyðarlínuna , þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir úthringingar . Alterna er heimilt að innheimta gjald fyrir lokun fjarskiptaþjónustu , auk þess sem Alterna er heimilt að innheimta gjald fyrir útskrift innheimtuseðla og afhendingu kröfunnar til innheimtufyrirtækis . Þegar krafa hefur verið send frá Alterna til innheimtufyrirtækis ber viðskiptavini að greiða kröfu hjá viðkomandi innheimtufyrirtæki . Alterna getur synjað viðskiptavini um frekari þjónustu vegna vanskila . Alterna áskilur sér rétt til að breyta þeim fjárhæðum sem tilgreindar eru í skilmálum í samræmi við þróun vísitölu . Verðskrá fyrir farsímanotkun erlendis og símtöl til útlanda er birt í íslenskum krónum . Alterna áskilur sér einnig rétt til að eyða gögnum viðskiptavinar ef vanskil hans hafa varað samfellt í 3 mánuði . Óski viðskiptavinur eftir því að framselja samning sinn við Alterna til þriðja aðila ber honum að senda skriflega beiðni þess efnis til Alterna . Nýr greiðandi skuldbindur sig til að greiða fyrir alla notkun sem hefur átt sér stað á númerinu og enn er ógreidd , þegar greiðandabreyting er gerð . Alterna getur við frágang þjónustusamnings eða síðar gert mat á lánshæfi viðskiptavinar . Er Alterna heimilt í þeim tilgangi að afla upplýsinga hjá óháðum aðilum á sviði lánshæfismats eða úr gagnagrunnum um vanskil . Alterna áskilur sér rétt til að synja aðila um fjarskiptaþjónustu sé hann á vanskilaskrá . Netnotkun gjaldfærist ekki samstundis , 5 - 10 mínútur geta liðið frá því að notkun á sér stað þar til hún er gjaldfærð . Lokað er fyrir netnotkun þegar inneign fer niður fyrir 50 kr , og opnað þegar inneign nær 50 kr eða hærra . Samkvæmt verðskrá er lágmarksgjald fyrir netnotkun á dag , 10 kr ( í því er innifalið 2 MB ) , en vegna tafar á gjaldfærslu netnotkunar getur netnotkun rétt fyrir miðnætti gjaldfærst næsta dag - - þá mun daggjald næsta dags gjaldfærast . Daggjald er aldrei gjaldfært tvisvar sama daginn . Báðir aðilar geta sagt upp þjónustusamningi , svo fremi að ekki séu í gildi sérákvæði um uppsögn í samningi aðila . Uppsögn skal vera skrifleg og á þar til gerðu formi sem hægt er að fá hjá Alterna og skal hún gerð með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og miðast uppsögn við mánaðamót , nema kveðið sé á um annað í samningi aðila . Ef viðskiptavinur hefur greiðsludreift símtæki getur hann ýmist greitt eftirstöðvar eða haldið óbreyttum afborgunum ef til uppsagnar þjónustusamnings kemur . Möguleikar til að halda óbreyttum afborgunum miðast þó við að viðskiptavinur hafi verið með virkt númer hjá Alterna í að minnsta kosti 30 daga . Viðskiptavinur fær ekki frelsisinneign endurgreidda við uppsögn . Viðskiptavinur hefur eins mánaða uppsagnarfrest áður en breytingar á skilmálum taka gildi nema samið hafi verið um annað ( fyrirtæki ) . Sé um samning að ræða sem kveður á um binditíma , þarf viðskiptavinur að greiða upp það sem eftir er af samningstímanum , óski hann að segja samningi upp áður en þjónustusamningi er lokið og greiða riftunargjald skv. samningi . Vanskil viðskiptavinar geta leitt til gjaldfellingar samnings hans við Alterna . Lokunarréttur Ef upp koma verulegar vanefndir viðskiptavinar á skuldbindingum samkvæmt samningi er Alterna heimilt að rjúfa símasamband viðskiptavinar eða takmarka möguleika viðskiptavinarins til að notfæra sér þjónustuna . Gæða - og þjónustustig Viðskiptavinur getur ekki krafið Alterna um bætur vegna tjóns , beins eða óbeins , vegna sambandsleysis , rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins hvort sem slíkt má rekja til línubilana , bilana í stöðvum eða annarra ástæðna , sbr. 40. gr. laga nr. 81 / 2003 um fjarskipti . Meðhöndlun persónuupplýsinga Ítrasta öryggis er gætt í meðferð persónuupplýsinga . Með samningi aðila veitir viðskiptavinur Alterna heimild til að safna saman og vinna úr persónuupplýsingum í samræmi við lög nr. 77 / 2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga . Viðskiptaskilmálar Hið selda er eign seljanda þar til tækið hefur verið greitt að fullu . Raðgreiðslusamningar , reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist . Hægt er að skila vörunni innan 14 daga frá því hún var keypt , velja nýja eða fá vöruna endurgreidda , sé hún í upprunalegum umbúðum og upprunalegu ástandi . Eftir þann tíma getur viðskiptavinur komið og skipt vöru eða fengið inneignarnótu að sömu upphæð og greitt var fyrir vöruna . Sé kaupsamningi rift verður sá afsláttur / inneign sem viðskiptavinur hefur fengið , dreginn frá kaupverði tækisins . Ábyrgðarskilmálar Tækjum fylgir tveggja ára ábyrgð gegn framvísun sölunótu . Ábyrgð fellur niður ef rekja má bilun til rangrar eða slæmrar meðferðar tækisins . Ágreiningur og lögsaga Um samning aðila gilda íslensk lög . Ágreiningsmál vegna samningsaðila skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur . Með undirskrift sinni á áskriftarsamning eða með því að hefja notkun á SIM korti frá Alterna skuldbindur áskrifandi sig til að hlíta þeim skilmálum sem Alterna setur . Við gerðs nýs áskriftarsamnings fellur úr gildi eldri samningur sé hann til staðar . Virk inneign - 0 - 6 mánuðir Eftir að Frelsið hefur verið hlaðið er innstæðan virk í 6 mánuði . Frelsisnotandi getur á því tímabili mótekið símtöl þó engin inneign sé eftir . Óvirk inneign - 6 - 9 mánuðir Ef ekki hefur verið fyllt a.m.k. 500 kr. á Frelsið í 6 mánuði er lokað fyrir hringingar frá númerinu . Frelsisnotandi getur þó móttekið símtöl í allt að 3 mánuði . Ef fyllt er á Frelsið innan 3ja mánaða frá því lokað var fyrir úthringingar er hægt að endurheimta inneignina sem eftir var og opna fyrir úthringingar . Töpuð inneign - 9 - 12 mánuðir Ef ekki er fyllt á Frelsið innan 3ja mánaða frá því lokað var fyrir úthringingar tapast inneignin sem eftir var á Frelsinu og lokað er fyrir alla notkun . Hægt er að virkja Frelsið með því að fylla á það innan 3ja mánaða frá því lokað var fyrir alla notkun en eldri inneign er fyrnd . Ef ekki er fyllt á Frelsið innan 3ja mánaða frá því lokað var fyrir alla notkun áskilur Alterna sér þann rétt að endurheimta símanúmerið og endurúthluta því . Verði til skuld hjá viðskiptavini í frelsisþjónustu vegna notkunar erlendis er Alterna heimilt að krefjast greiðslu eftir á með því að skuldajafna frelsisinneign viðskiptavinar á móti skuldinni . Ef inneignin dugar ekki , er sendur greiðsluseðill fyrir því sem upp á vantar þar til skuldin er að fullu greidd . Frelsisáfyllingar eru eingöngu ætlaðar til notkunar á fjarskiptaþjónustu . Áskriftarskilmálar þessir gilda frá 1. apríl 2012
( Forseti ( ÁÞS ) : Enn er örlítið ólag á klukkunni í ræðupúltinu en það verður gefið til kynna þegar 30 sekúndur eru eftir . ) Ég þakka herra forseta fyrir og ég er þess fullviss að þetta sé nú ekki skipulagt af hálfu yfirstjórnar þingsins til þess að gera okkur umræðuna erfiðari og er þess fullviss og þakka herra forseta fyrir . Varðandi skuldaþol þjóðarinnar og það sem hv. þm. Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson reifuðu í áliti sínu þá vekur það mikla athygli mína við þessa efnismiklu umræðu að hv. þingmenn skuli ekki hafa komið til umræðunnar til að reifa sjónarmið sín . Það var með ólíkindum og mér var í raun og veru brugðið þegar hv. þingmenn meiri hlutans , að meðtöldum hv. þm. Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur , skyldu hafa staðið að því að taka málið út úr nefnd í ljósi þessa vafaatriða . Við óskuðum ítrekað eftir því að fá fleiri sviðsmyndir frá Seðlabanka Íslands um þjóðhagslegar forsendur og hvernig skuldaþol þjóðarinnar gæti þróast á næstu árum . Mig minnir að hv. þm. Þór Saari hafi getið þess í nefndaráliti sínu að gert er ráð fyrir árlegum afgangi á vöruskiptajöfnuði upp á 163 milljarða . Á þessu ári þegar krónan er í sögulegu lágmarki er vöruskiptajöfnuðurinn einungis nokkrir tugir milljarða , þegar allar aðstæður ættu að vera hagstæðar í þeim efnum að ná slíku fram . Ég held því að þær forsendur sem Seðlabankinn hefur gefið sér er varða þessar þjóðhagsstærðir séu einfaldlega rangar . En því miður fengum við ekki tímarúm til þess að fara betur yfir það með sérfræðingum Seðlabankans , enda er allt málið þannig búið að það á greinilega að keyra það í gegnum þingið , sama hvað tautar og raular , sama hvað efnahagslegir ( Forseti hringir . ) ráðgjafar úti í bæ ráðleggja okkur og hvað þá ( Forseti hringir . ) lögfræðingar og háskólaprófessorar sem tala um stjórnarskrána í þessu samhengi .
Virðulegi forseti . Að þessu kragaverkefni er aðdragandi og búinn að vera í rúmlega ár . Ef ég skil hv. þingmann rétt er hann eftir allan þennan undirbúning ekki tilbúinn til þess að fara í þessa nauðsynlegu hluti og þar af leiðandi halda uppi þjónustustiginu , því allt snýst þetta um þjónustuna . Þetta snýst um sjúklingana . Nei , þess í stað skal fara í flatan niðurskurð , því ég heyri á hv. þingmanni að það á ekkert að gera í þessum fjárlögum . Það er þá sem þarf að gera það . Á móti kemur að hv. þingmaður er tilbúinn til þess að henda heilbrigðisþjónustunni yfir í félags - og tryggingamálaráðuneytið á einni nóttu . Ekki er búið að ræða eitt einasta orð við forustumenn eldri borgara . Ég veit að þegar við hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sátum með forustu þeirra samtaka var allt í lagi en þegar kemur að því að bjarga þjónustunni , að bjarga sjúklingunum — hægt er að færa rök fyrir að sá undirbúningur hafi staðið yfir í mörg ár og í það minnsta verið mjög mikill undanfarið ár — á ekkert að gera í því .
Virðulegur forseti . Mig langar að nefna það , af því það er í tillögum okkar sjálfstæðismanna að skattleggja séreignarsparnaðinn , að þá þyrftum við ekki að fara í neinar af þeim skattahækkunum sem fyrirhugaðar eru og þær mundu skila okkur um 19 milljörðum meira í tekjur en áætlaðar eru í öllum þessum skattahækkunum . Hv. þingmaður kom inn á það að hún hefði miklar áhyggjur af þessum niðurskurði og það gefur þá augaleið að við hefðum getað hlíft hugsanlega meira þessum niðurskurði en verið er að gera . Hver er skoðun hv. þingmanns á því ? Hefðum við átt að ræða tillöguna frekar og reyna að vinna meira saman að því að leita leiða til að reyna að styrkja skattstofnana ? Og ef það hefði ekki dugað til að ári að fara þá frekar í skattahækkanir til að leiðrétta hallann á ríkissjóði sem er að sjálfsögðu alveg bráðnauðsynlegt að gera . Hver er skoðun hv. þingmanns á því ? Hefðum við ekki átt að vinna frekar saman , stjórn og stjórnarandstaða , að því hvernig við ættum að standa að þessum málum ?
Virðulegi forseti . Ég hef í mörg ár verið mikill baráttumaður fyrir því að hér yrði reistur nýr Landspítali . Það þarf að endurnýja úreltan húsakost og sameina starfsemina á einn stað . Þarna eru gerðar um 15.000 skurðaðgerðir á ári . Þetta er stærsti vinnustaður landsins . Þarna fer fram alveg gríðarlega mikilvæg starfsemi . Það er búið að ákveða að áfangaskipta þessu verkefni og 1. áfangi mun líklega spara um 6% í rekstri . Það eru 2 milljarðar kr. á ári . Fyrsti áfangi mun skapa 600 störf . Nú er rétti tíminn til að fara í þessa framkvæmd , virðulegi forseti . Ég mun gera allt sem ég get til að liðka fyrir að það verði þannig og mér er mikil ánægja að því að segja já við þessari tillögu . Ég vil sjá nýjan Landspítala rísa sem fyrst af því að það er virkilega þörf á því . Ég segi já .
Virðulegi forseti . Það hlaut að koma að því að við yrðum sammála um meginatriði mála , við hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir . Ég tek undir skoðun hennar hvaða þætti byggðastefna á að innihalda . Þá fylgi ég þessu eftir með annarri spurningu : Eru það einhverjar sérstakar tillögur um aðgerðir í byggðamálum sem styðja þessa sameiginlegu sýn okkar að hennar mati ? Verða einhverjar sérstakar tillögur sem eru settar fram í því plaggi sem þarna telur eina og hálfa síðu sem eru að mati hv. þingmanns til þess fallnar að ná þessu sameiginlega markmiði ?
Virðulegi forseti . Fyrst vil ég segja að hugur minn er staddur hjá fólkinu sem á um sárt að binda á gosstöðvunum eins og hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson kom inn á . En mig langar til að koma upp til að bera blak af aðila sem starfar í samfélagi okkar og eftir því sem ég þekki til má ekki vamm sitt vita . Hér er verið að bera á Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmann sakir úr þessum ræðustól , það er verið að vega að æru hennar og það er verið að saka hana um að hún segi ósatt . Nú er orðið ljóst að þetta mál þarf að upplýsa . Vísað hefur verið í blaðaviðtal við þessa persónu sem birtist í morgun . Nú verður sú manneskja að koma fram og hreinsa mannorð sitt og skýra frá því hvernig samskiptum hennar við hæstv. forsætisráðherra var háttað . Það er alvarlegt mál að þingmenn þurfi að standa hér og verja aðila úti í samfélaginu gagnvart rógburði sem þingmenn bera á borð . Þetta lítur hreinlega þannig út fyrir mér að verið sé að fórna drottningu fyrir peð . Þetta er hæstaréttarlögmaður sem hefur alltaf sýnt það í verkum sínum að hún beri virðingu fyrir starfi sínu . Þetta er alvarlegt mál en við skulum fagna því í dag að þessum aðila er greinilega ekki sætt lengur undir þeim ásökunum sem eru bornar á hana . Ég reikna með því að þessi mál skýrist í dag og það verði upplýst að þetta loforð sem stóð til að efna er komið beint úr forsætisráðuneytinu .
Frú forseti . Það er rétt hjá hæstv. ráðherra að við þurfum að gera það sem við getum til að tryggja að fólk komist sem fyrst aftur á fæturna . Hins vegar er það svo að fyrningarreglurnar hvíla á ákveðinni hugsun um tiltekið jafnvægi á milli stöðu skuldara og kröfuhafa . Það sem við höfum í höndunum er frumvarp sem gerir mikla grundvallarbreytingu á þessari stöðu . Það sem ég er að gera athugasemdir við er að því skuli ekki vera fylgt eftir með nánari útlistun á t.d. stöðunni annars staðar . Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að gefa okkur aðeins innsýn inn í það en ef við horfum t.d. til Bandaríkjanna þá er það mjög alvarlegur hlutur fyrir fólk að lenda þar í gjaldþroti vegna þess að það tapar stöðu sinni sem lántakendur . Þar eru menn með tiltekið kerfi og gefa mönnum einkunn eftir því hversu góðir skuldarar þeir eru . Ef þeir hafa lent í þroti þá tapa þeir stöðu sinni og þurfa að greiða mun hærri vexti í framtíðinni . Það er sem sagt kerfi , fyrirkomulag sem fælir fólk frá því að lenda í þroti . Við þurfum að gæta okkar á því — og þrátt fyrir þá erfiðu stöðu sem uppi er í samfélaginu þá verðum við að geta tekið þá umræðu — að búa ekki til hvata fyrir fólk til að fara gjaldþrotaleiðina í stað þess að standa við skuldbindingar sínar . Það er þetta viðkvæma jafnvægi á milli þess að menn standi við skuldbindingar sínar en geti á sama tíma komist með fullri reisn í gegnum fjárhagslega erfiðleika og jafnvel gjaldþrot sem við þurfum að geta rætt hér . Ég vonast til þess að í þeirri umræðu sem mun eiga sér stað um frumvarpið fari menn ekki ofan í pólitískar skotgrafir og sjái sér einhver sóknarfæri vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu . Við erum sannarlega að fjalla um mál sem kemur við mjög marga og við verðum að gæta að grundvelli löggjafarinnar og fara ekki fram úr okkur .
Hæstv. forseti . Varðandi kostnaðinn sérstaklega held ég að bæði ég og hv. þm. Róbert Marshall gerum okkur grein fyrir því á þessari stundu að kostnaðurinn við stjórnlagaþingið getur orðið allt að helmingi hærri en gert var ráð fyrir miðað við þær tölur fjárlaganefndar sem kynntar voru fyrir allsherjarnefnd í fyrrasumar . Eitthvað af þeim kostnaði fellur til út af þjóðfundinum sem við vorum að ræða en það er hins vegar aðeins brot af kostnaðinum . Við skulum samt ræða kostnaðinn seinna . Í mínum huga snýst málið nú um það , eftir að hafa hlustað á ræðu hv. þm. Róberts Marshalls , hvort einhver rökhugsun sé yfir höfuð í því að við sjálfstæðismenn , sem vissulega lögðumst gegn þessu verkefni öllu frá A til Ö , eigum núna að taka á okkur skömmina fyrir það að ríkisstjórnin hafi komið þessu sérstaka áhugamáli sínu hér í gegn .
Virðulegi forseti . Hér er sagt að þetta séu ekki hótanir í þessu máli . Svo kemur hv. þingmaður í stólinn og heldur áfram með hótunarræðuna . Við höfum ekki aðgang að lánsfé , það er brot á EES-samningnum , þjóð sem veit ekki hvað hún skuldar hefur ekki aðgang að lánsfé . Frú forseti . Það kom fram í svari í síðustu viku að t.d. ríkisábyrgð íslenska ríkisins sem hæstv. fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon hefur nú þegar sett á þjóðina er 1.300 milljarðar . Jú , víst vitum við á að giska hvað við skuldum en að bæta þessari skuld við allar hinar skuldirnar er glapræði . Ég segi það aftur : Meðvirknin sem hefur einkennt íslenskt samfélag síðustu fjögur til fimm árin og leiddi okkur inn í hrunið er að leiða okkur inn í þennan nýja Icesave-samning á ný . Þetta er óásættanlegt . Mikil er ábyrgð þessarar ríkisstjórnar . Það er forkastanlegt að þetta skuli vera komið inn á borð aftur . ( Forseti hringir . )
Virðulegur forseti . Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hafa lagt fram þetta frumvarp og tek undir mikilvægi þess sem hann flutti í ræðu sinni , það er mjög mikilvægt að við fáum upplýsingar um stöðu heimilanna núna til þess að geta brugðist við vandanum . Það er ekki nóg að safna þeim eftir eitt , tvö , þrjú ár . Ég hjó sérstaklega eftir því að hv. þingmaður sem á sæti í efnahags - og skattanefnd upplýsti hér að frumvarp ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram um miðjan nóvember er enn þá fast þar inni , án umfjöllunar ef ég hef tekið rétt eftir . Það hefur ekki verið fjallað um það á undanförnum fundum og nú eru liðnir fjórir mánuðir . Ég er mjög hugsi yfir því ef ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð , eins og hv. þingmaður sagði , og vill leggja sig fram um að greina vanda heimilanna til að geta brugðist við honum — öðruvísi getur hún ekki brugðist við honum , það eru alveg hreinar línur með það — lætur frumvarpið liggja bara fast í efnahags - og skattanefnd . Ég spyr hv. þingmann : Hvernig stendur á því að þetta er svona ? Er mönnum þá engin alvara með því að ætla að greina vanda heimilanna ? Eða hvers vegna eru þessi vinnubrögð ? Ég skil þau ekki alveg vegna þess að umsagnarferlið ætti að vera löngu liðið og menn gætu þá tekið málið til umfjöllunar . Ég tók líka eftir því sem hv. þingmaður fór yfir í ræðu sinni þar sem hann lýsti því hvernig menn gætu safnað saman upplýsingum . Hann færði mjög sterk rök fyrir því hvernig mætti hafa upplýsingaöflunina þannig að upplýsingarnar færu ekki fyrir augu almennings , þ.e. yrðu dulkóðaðar og þrjá lykla þyrfti til að rjúfa dulkóðunina . Ég hef hitt margt fólk sem er að fara í skuldaaðlögun og greiðsluaðlögun og það kvartar mjög mikið yfir því að þetta sé tímafrekt ferli , m.a. vegna þess að kallað er eftir margvíslegum upplýsingum sem , ef ég skil hv. þingmann rétt , væru bara klárar ef þetta frumvarp yrði að lögum . Þá væri ekkert flókið að bregðast við vanda einstakra heimila ef það væri rétt . Hver er skoðun hans á því ?
Forseti . Ég mæli ekki með því að þingrof verði samþykkt því að það er einfaldlega sett til höfuðs stjórnarskrárbreytingum og almennum lýðræðisumbótum sem og umbótum á kvótakerfinu . Ég legg því til að við lítum á þingrof sem möguleika og í eðlilegra samhengi við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrárbreytingar . Mér finnst ekki tímabært að kalla eftir þingrofi í dag .
Virðulegi forseti . Ég þakka hv. þingmanni fyrir um margt ágæta ræðu . Hann fór yfir og rakti ýmsar hugmyndir sem tengjast þessum málum og eru í marga staði fínar hugmyndir . Mig langar hins vegar að nefna við hv. þingmann að við höfum ákveðna handbók sem heitir Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa , og er gefin út af forsætisráðuneytinu , dóms - og kirkjumálaráðuneytinu og skrifstofu Alþingis í nóvember 2007 , þar sem fjallað er um ýmislegt sem snýr að því hvernig frumvörp skulu unnin , almenn lagafrumvörp og önnur . Meðal þess sem þar kemur fram er undirbúningur og gerð frumvarpa og pólitískt samráð . Mig langar að velta því upp hvort hv. þingmaður telji ekki eðlilegt , og í ljósi þess líka að hann og fleiri hafa viðrað ýmsar ágætar hugmyndir , að þetta mál hefði verið unnið þverpólitískt . Fyrr á þessu þingi voru uppi deilur um að leggja niður sjávarútvegs - og landbúnaðarráðuneytið . Er ekki eðlilegt að slík mál séu unnin þvert á flokka ? Er ekki eðlilegt að hv. þingmaður , sem er með ágætar hugmyndir , hefði komið að vinnunni og að málið hefði komið fram með öðrum hætti ? Telur hann heppilegt að mál séu lögð fram eins og stjórnarráðsbreytingarnar nú ?
Frú forseti . Menn tala mikið um það að hér hafi engin tilraun verið gerð til þess að meta efnahagsleg áhrif af strandveiðum og byggðakvótum . Mér finnst menn gera fulllítið úr þeirri ágætu úttekt sem gerð var af Háskólasetri Vestfjarða veturinn 2009 – 2010 um samfélagsleg áhrif strandveiðanna á byggðirnar og sjávarplássin og flokksbróðir hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur , bæjarstjórnarmaður á Ísafirði , sem stýrði því verki . Sú úttekt sem var vel unnin og vandvirknislega gerð byggði reyndar bara á þeim 3.400 eða 4.000 tonnum sem voru í strandveiðipottinum það árið , en sýndi engu að síður umtalsverð jákvæð áhrif sem sú tilraun sem þá var gerð og við erum að tala um að bæta og auka við núna , hafði einmitt á sjávarbyggðirnar , sérstaklega þær byggðir sem höfðu farið verst út úr núverandi kvótakerfi . Þingmaðurinn bendir á að sjálfstæðismenn hafi tekið þátt í því að koma á byggðakvótum og spyr hvers vegna við séum að því . Við erum jú að reyna að bæta mönnum upp ýmislegt sem hefur orðið fyrir skerðingu . Það er nefnilega málið . Allar þessar plástraaðgerðir sem hefur verið gripið til á síðustu árum eru til þess að bæta fyrir skaðleg áhrif núverandi kvótakerfis . Þau skaðlegu áhrif sem hafa valdið þeirri gríðarlegu byggðaröskun sem við erum að verða vitni að , sem við sjáum m.a. í þorpum eins og Flateyri þar sem núna er 46% atvinnuleysi , bein afleiðing af kvótakerfinu ágæta sem sjálfstæðismenn standa svo dyggan vörð um og vilja að því er virðist ekki sjá neinar breytingar á . Auðvitað verðum við að horfa á þetta mál af einhverju raunsæi . ( Forseti hringir . ) Það verða fleiri að fá þrifist í þessu landi en stórútgerðarmenn .
Forseti . Það vekur athygli mína við þetta þingmál að það er sama þingmálið og var flutt í fyrra . Ég man ekki hvenær það var en ég man eftir þeirri umræðu . Í henni tóku þátt einmitt hv. flutningsmaður nú , Oddný G. Harðardóttir , og Mörður Árnason sem hér stendur , og þar að auki hv. þingmenn Ragnheiður E. Árnadóttir og Birgir Ármannsson . Það voru þessir fjórir sem töluðu um málið nokkra stund að kvöldi eða a.m.k. seint um dag . Það sem vekur athygli mína er að málið er nú alveg eins og það var á fyrra þingi . Ég hef að vísu ekki borið greinargerðina saman orð fyrir orð en efnislega er það nákvæmlega eins og mætti þá ætla að ekkert hefði gerst í málinu síðan . Og vegna þess að ég tel að það hafi verið vil ég spyrja hv. þingmann hvort flutningsmennirnir tíu , þingmenn Suðurkjördæmis allir , hafi ekki kynnt sér minnisblað frá 14. apríl 2011 sem er á vef innanríkisráðuneytisins og heitir „ Hagkvæmniathugun vegna flutnings starfsemi Landhelgisgæslu Íslands til Suðurnesja “ , þar sem niðurstaðan er sú að flutningskostnaður sé um 450 milljónir og rekstrarkostnaður , ef ég les þetta rétt , aukist við flutninginn á ári um 690 milljónir , eða 26% . Ef flutningsmenn hafa kynnt sér þetta hvers vegna minnast þeir ekki á það í greinargerðinni og þeirri framsöguræðu sem hér var vissulega ágætlega flutt ?
Virðulegi forseti . Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessar fyrirspurnir . Mér finnst þær góðar , virkilega góðar , og lykilatriði í þessu máli . Staða stjórnlagaráðsins byggist á því hvernig Alþingi ákveður hverju sinni að fela ákveðnum aðila verkefni . Alþingi kaus til stjórnlagaráðs eftir að Hæstiréttur hafði ógilt atkvæðagreiðslu sem fór fram meðal þjóðarinnar út af tæknilegum atriðum . Niðurstöður eða álit stjórnlagaráðsins eru ekkert ómerkari fyrir það . Halda menn að tillögurnar hefðu litið öðruvísi út ef skýr niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefði verið látin standa í stað þess að Alþingi kæmi að málinu ? Þingið kom stjórnlagaráði til starfa . Eina breytingin er sú að stjórnlagaráð starfaði þá í umboði þingsins en ekki þjóðarinnar . Það þýðir að þingið hefur enn umboð og stöðu gagnvart stjórnlagaráði og með þessari tillögu er það að fela stjórnlagaráði að vinna áfram úr þeim tillögum sem voru lagðar fyrir í haust nákvæmlega eins og stjórnlagaráð hafði boðist til að gera . Það liggur fyrir að við eigum aðgang að þessum fulltrúum . Þeir eru reiðubúnir til að koma frekar að málinu og munu gera það , verði þessi tillaga samþykkt . Í öðru lagi varðandi íbúakosningar : Nákvæmlega með þeim hætti sem þá var , að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði lögðu málið fyrir íbúana , þá taldi ég og samstarfsmenn mínir ekki rétt að við værum að veita íbúum bæjarins einhverja leiðsögn í því hvernig menn ættu að kjósa . Á sama hátt mun ég líta á hlutverk mitt hér . Þær spurningar og þau álitaefni sem munu þá væntanlega fara fyrir landsmenn í þjóðaratkvæðagreiðslu verða ekki túlkaðar eða metnar af mér sem þingmanni gagnvart þjóðinni heldur munu aðrir væntanlega sjá um það . Ég reikna með að stjórnlagaráð , sem lagði fram þessar tillögur í upphafi , verði sá aðili sem tali fyrir þeim .
Hæstv. forseti . Þau láta ekki alltaf öll mikið yfir sér málin sem við fjöllum um hérna en þegar við förum að rýna í þau og umsagnaraðilar senda inn umsagnir sínar kemur oft meira í ljós . Ég held að hér sé eitt slíkt mál á ferðinni . Sá sem hér stendur er ekki í umhverfis - og samgöngunefnd en hefur stundum komið þar við til að sinna einstökum málum og málaflokkum . Ég hef mikinn áhuga á þessum málaflokki , bæði hvað varðar umhverfisvernd og nýtingu lands . Það voru áhugaverðar umræður áðan og ég tók eftir því að hv. formaður umhverfis - og samgöngunefndar , hv. þm. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir , spurði : Hvað erum við að tala um hér ? Ég held að menn séu almennt alveg sammála um að stöðva eigi utanvegaakstur á hálendi Íslands . Í fyrirsögn frumvarpsins er talað um náttúruvernd , utanvegaakstur og að herða tök stjórnsýslunnar á þeim sem sannarlega eru sekir um utanvegaakstur svo hægt sé að taka á þeim málum . Það held ég að allir séu meira og minna sammála um og getur þá farið , eins og við ræddum hér í dag varðandi eflingu græna hagkerfisins , að allir þingmenn í salnum séu sammála um að fara í þá vegferð . Hvernig eigum við að gera það ? Hvernig stöndum við að því að herða ákvæði um utanvegaakstur og hvaða atriði önnur eru í frumvarpinu sem ekki eru í fyrirsögn þess og maður kynnir sér betur þegar maður les frumvarpið og allar umsagnirnar ? Þá kemur ýmislegt annað í ljós . Ég prentaði út umsagnalistann og listann yfir þá sem talið var upp að komið hefðu sem gestir . Þetta er langur listi og þarna eru talsvert margar umsagnir . Langflestir fengu tækifæri til að gefa umsögn og var kallað eftir þeim á fund nefndarinnar . En þeir sem ekki komu voru , samkvæmt nefndarálitinu : Landssamband veiðifélaga , Landssamtök landeigenda , sem hv. þm. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir upplýsti reyndar um að hefðu komið vegna einhvers annars og hefðu þá fengið tækifæri til að fjalla um þetta mál , Landsvirkjun , Skipulagsstofnun og Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt . Allir aðrir sem sendu inn umsagnir komu fyrir nefndina og auk þess fulltrúar frá umhverfisráðuneyti . Það er ekkert óeðlilegt við að umhverfisráðuneytið hafi komið þarna að málum eða fulltrúi frá nefnd um endurskoðun náttúru . Þeir voru kallaðir fyrir nefndina án þess að hafa sent inn umsagnir . Jafnframt komu fulltrúar frá Ferðaklúbburinn 4 x 4 , Útivist og Ferðafélagi Íslands sem gestir á fund nefndarinnar án þess að hafa sent inn umsagnir . Þá fer maður að velta fyrir sér : Af hverju var ekki haft meira samráð við landeigendur ef ekki var einungis verið að tala um utanvegaakstur á hálendi heldur var líka blandað þarna inn utanvegaakstri á landareignum ? Af hverju er verið að sá þeim tortryggnisfræjum hjá til dæmis Bændasamtökum Íslands , sauðfjárbændum og Landssamtökum landeigenda eða Landssamtökum veiðifélaga , að hér þurfi sérstaka reglugerð og heimild frá ráðherra eftir tillögu Umhverfisstofnunar til að mega fara um sitt eigið land ? Er það vegna þess að meiri hluta nefndarinnar finnst það vera vandamál ? Er það hið pólitíska mat að utanvegaakstur á landareignum bænda sé stórkostlegt vandamál ? Er sú raunin , og þess vegna þurfi að setja það vald til ráðherra ? Af hverju var ekki hægt að hafa samráð við þessa aðila ? Samband íslenskra sveitarfélaga tekur það sérstaklega fram í umsögn sinni að samráð það sem haft var um málið hafi verið lofsvert . Af hverju gátu Bændasamtök Íslands og Landssamtök landeigenda ekki lokið slíku lofsorði á samráðið ? ( Gripið fram í . ) Af hverju var þessi þáttur ekki tekinn þarna inn til þess að eyða tortryggni um að verið sé að herða tökin og gera það sérstaklega leyfisskylt fyrir landeigendur og að þeir þurfi að sækja um leyfi hjá ráðherra til að fara út á tún að snúa ? Svona geta menn snúið út úr tillögunni . Á að setja inn GPS-mæli á túnveginn ? Vill landeigandinn það ? Vilja menn að Landmælingar Íslands skilgreini túnveginn sem slóða , án samráðs við skipulagsvald sveitarfélaga , sem hver og einn sem skoðar kort geti síðan keyrt þar um og sagt : Það er almannaréttur minn að keyra eftir þessu korti ? Allir eru sammála um að skynsamlegt sé , og það hefur verið gert núna um alllangt skeið í samráði sveitarfélaga og ríkis og frjálsra félagasamtaka , að reyna að kortleggja slóða á hálendi Íslands setja þá slóða á kort sem menn eru sammála um að eigi að vera merktir sem slíkir og fækka slóðum á hálendinu . Það er gert í samráði við skipulagsvald sveitarfélaganna . Einkaaðilar hafa gefið út kort og síðan hafa ýmsir aðilar nýtt sér þau og sagt : Hér er kort , hér er slóði , það stendur á þessu korti að ég megi fara þennan slóða , og svo aka menn eftir honum á fjórhjólum og vélhjólum og alls kyns tækjum og tólum . Það er búið að vera vandamál , það þarf að stoppa . Það er eitt af því góða sem er í frumvarpinu . Af hverju þurfti að víkka út reglurnar og láta þær ná til landeigenda ? Af hverju þurfa mál sem snúa að landeigandanum að heyra undir Umhverfisstofnun ? Náttúrufræðistofnun á að veita umsagnir um slíka hluti og annað í þeim dúr , af hverju ? Var einhver tilgangur með því ? Er einhver forsenda í áliti meiri hlutans sem leiðir til þess að landeigendum er ekki treyst til að fara um sitt eigið land til smalamennsku ? Þarf reglugerðarheimild ráðherra til þess að smala kindum eða til uppgræðslu lands ? Ég þekki fjölmarga bændur sem hafa lagt mikið á sig bæði í eigin landi og á hálendi Íslands til að græða upp land og fara um á stórvirkum tækjum . Landið hefur gjörbreyst , það er komin græn slikja og fjölbreyttur gróður á það sem áður var örfoka land . Eiga þessir aðilar nú á hættu að í hvert sinn sem boðað er til slíkrar ferðar inn á hálendið eða í hvert sinn sem þeir ætla að græða upp land á sinni eigin jörð , að þurfa að fara í sérstakt leyfisferli til umhverfisráðherra ? Eru þeir háðir mati einhverra embættismanna hjá Umhverfisstofnun sem leggja það til við ráðherra að reglugerðin verði hert og henni breytt á morgun eða eftir tvö eða tíu ár ? Á hvaða slóðum erum við ? Hvers vegna var verið að sá þessum tortryggnisfræjum í frumvarpið þegar við erum öll sammála um það hér inni að stöðva þarf utanvegaaksturinn á hálendi Íslands þar sem ferðaþjónustan og ýmsir aðilar hafa farið um nokkuð frjálslega og keyrt um á alls kyns tækjum og tólum ? Við þekkjum öll dæmi þess . Lögregla hefur átt í erfiðleikum að ná til þessa fólks og jafnvel þó að það náist er erfitt að sekta það eða koma fram refsiábyrgð . Þarna er þó einhver þáttur sem við erum öll sammála um , hitt vekur bara tortryggni . Til hvers er verið að þessu ? Hægt er að vísa í fjölmargar umsagnir sem fjalla einmitt um þetta atriði . Hægt er að hártoga þetta fram og til baka . Er það virkilega þannig að bóndi sem ætlar út á tún að snúa þurfi til þess sérstaka reglugerðarheimild ráðherra og þarf virkilega að GPS-mæla hringinn á túninu sem bóndinn ekur við bústörfin ? Það veldur fólki hugarangri en það hlær líka að þessu . Hvaða vitleysa er þetta ? Því spyr ég nefndina og eins hæstv. ráðherra , sem er viðstaddur umræðuna : Af hverju var ekki farin sú leið sem Landssamtök landeigenda lögðu til , að gerður yrði greinarmunur á umferðarrétti landeigenda og síðan óviðkomandi aðila ? Þá gæti það gilt bæði um eignarlönd og þjóðlendur og um akstur óviðkomandi . Ef það var niðurstaða löggjafans , meiri hluta nefndarinnar , að breyta 17. gr. laganna um náttúruvernd , af hverju var það ekki lagt til í sjálfum lagatextanum með afdráttarlausu ákvæði í þá veru að lögin tækju ekki til hefðbundins landbúnaðar og aksturs utan vega vegna nýtingar landeigenda á landsréttindum ? Er það vegna þess að það er mat og vilji meiri hluta umhverfis - og samgöngunefndar að taka þann rétt af landeigendunum ? Erum við komin út fyrir meðalhófið , eins hv. þm. Einar K. Guðfinnsson spurði í andsvörum við hv. þm. Guðfríði Lilju Grétarsdóttur ? Er farið að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti fólks ? Fer stjórnsýslan hér offari ? Af hverju var ekki hlustað á þessi rök ? Af hverju var ekki farið að þessum tillögum til þess að skapa víðtæka sátt um þennan einstaka þátt frumvarpsins , sem ég held að sé víðtæk sátt um í þingsalnum ? Síðan eru nokkur önnur atriði í frumvarpinu og nefndarálitinu sem ég rek augun í og velti fyrir mér af hverju séu þar og hvernig túlka eigi það sem þar kemur fram . Til að mynda spyr Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi skilgreiningarkafla frumvarpsins um vegina , af hverju verið sé að blanda Náttúrufræðistofnun inn í ýmislegt sem þar er , af hverju Náttúrufræðistofnun sé gerð að meiri stjórnsýslustofnun þegar samkomulag hafi verið um það fyrir einhverjum árum að hún yrði meiri rannsóknarstofnun og Umhverfisstofnun færi með stjórnsýsluhlutverkið , af hverju farið væri í hina áttina . Á köflum er verið að gera skipulagsvald sveitarfélaganna tortryggilegra og erfiðara en ástæða er til . Er ekki eðlilegt við skilgreiningu á þessum vegum og vegslóðum að það sé á verksviði sveitarfélagsins og hluti af aðalskipulagi þess að merkja inn slóða í stað þess að fela það Landmælingum Íslands og ýmsum ríkisstofnunum ? Viljum við til dæmis setja inn alla veiðislóða , þegar búið verður að gefa út slíkt kort , þannig að hver og einn túristi , innlendur sem erlendur , geti ekið eftir þeim slóðum ? Þeir eru oft hluti af túnvegum einstakra jarða og stundum frá einhverju veiðifélagi sem heimilar mjög takmarkaða umferð . Oft er ekið í gegnum skepnuhópa og það þarf að opna og loka hliðum . Viljum við að slíkir slóðar séu settir inn á kort hjá Landmælingum Íslands og að hver og einn geti sagt : Það er almannaréttur minn að keyra þennan veg , það stendur á kortinu ? Það hefur gerst , eins og ég nefndi í upphafi , að menn hafa farið eftir meingölluðum kortum sem gefin hafa verið út af einkaaðilum og veifað síðan kortinu þegar þeir voru stöðvaðir . Það eru slóðar sem enginn opinber aðili hefur sett inn , heldur einhverjir einkaaðilar . Viljum við ganga svo langt að þessir slóðar verði settir þarna inn ? Ég efast um það og ég held að það sé ekki skynsamlegt . Varðandi 3. gr. eru ýmis náttúrufyrirbæri sem eiga að njóta sérstakrar verndar tilnefnd í 37. gr. laganna , votlendi er þar til að mynda minnkað úr þremur hekturum niður í einn . Gegn því mæla fjölmargir , meðal annars Samband íslenskra sveitarfélaga , Landssamtök landeigenda sem og Bændasamtök Íslands . Hjá Bændasamtökum Íslands er til að mynda bent á í umsögninni að nýræktun á Íslandi sé mjög lítil og eigi sér fyrst og fremst stað á landi sem þegar hefur verið afmarkað til ræktunar með framræslu af einhverri gerð , það eru kannski einn eða tveir hektarar eftir af mýri sem var eitt sinn mun stærri . Bændur hafa verið hvattir til að draga úr beitarálagi á úthaga og afrétti snemma vors og seint á hausti , sem er skynsamlegt til að leyfa náttúrunni að eflast í þeirri góðu tíð sem verið hefur núna á síðustu árum , og jafnframt þarf fleiri leiðir til að afla aukins fóðurs af ræktarlandi . Í umsögn þeirra segir : „ Landbúnaður er mikilvæg atvinnugrein sem skapar fjölþætta atvinnu og tryggir fæðuöryggi þjóðarinnar . “ Frjósamasta og besta ræktarlandið er einmitt á vel framræstu mýrarlandi . Bent er á að framræsla þessi geti í sumum tilvikum verið til þess fallin að tryggja velferð dýra sem ganga á landinu , þ.e. að koma í veg fyrir hættur sem þeim eru búnar á ofangreindum svæðum . Allir sem til þekkja vita um dæmi þar sem skepnur hafa farið í pytti í mýrum . Það getur því verið skynsamlegt að ræsa þær fram til að tryggja að dýr drepist þar ekki . Ég tek alveg undir hugmyndafræðina á bak við það að draga úr framræslu votlendis , sumar litlar mýrar og mýrarflákar eru mjög mikilvæg , en af hverju má það vald ekki vera áfram hjá sveitarfélögunum ? Þá yrði sett hverfisvernd á þau svæði , þeim lýst og valdar úr þær mýrar sem ekki á að ræsa fram . Af hverju ætlar löggjafinn að koma að málinu og segja : Nú ætlum við að minnka svæðin úr þremur hekturum niður í einn , og takmarka þar með möguleika mjög margra jarða til að stækka ræktarland um akkúrat þennan eina og hálfa hektara sem til þurfti ? Er skynsamlegt að taka allar mýrar til hliðar bara eftir stærð , alveg óháð öðru mati á þeim ? Síðan er það a-liður , um eldvörp , eldhraun , gervigíga og hraunhella , fossa og 200 metrar radíus að fossbrún , hveri og birkiskóga . Nú spyr ég : Á þetta við um alla fossa , alla hveri , alla birkiskóga , alla hraunhella óháð stærð , óháð mati á mikilvægi þeirra o.s.frv. ? Er skynsamlegt að setja inn í lagatexta að það sé allt þarna inni ? Votlendið er þó skilgreint og við getum þá tekist á um hversu stórt votlendið á að vera — en allir hraunhellar , allir fossar ? Hvað er foss ? Það kemur líka fram í umsögnum ýmissa umsagnaraðila að þarna vanti skilgreiningu . Hvað er foss ? Fer það eftir því hversu mikið vatn rennur úr vatnsfallinu , hvað það er hátt ? Er foss með 200 metra radíus , foss sem kemur bara í vorleysingum ? Á að vernda það svæði ? Það vantar algjörlega skilgreiningu á því . Ég tel að þetta sé allt of víðtækt , það þurfi mun nánari skýringu á því sem fjallað er um . Í nefndarálitinu fjallar meiri hlutinn um að sú staðreynd sé alþekkt , svo ég vitni til nefndarálitsins , með leyfi forseta : „ … að löggjafarþróun síðustu áratuga hefur einkennst í ríkari mæli af því að öll nánari útfærsla lagasetningarvalds hefur í stórum stíl verið flutt í hendur framkvæmdarvaldsins í formi reglugerðarheimilda eða leyfisveitinga . “ Þetta er sem sagt rammalöggjöf . Nú spyr ég : Er það góð þróun ? Er þetta skynsamlegt ? Fyrir einum eða tveimur áratugum átti að setja rammafjárlög , ég held að það megi kenna það við fyrrverandi fjármálaráðherra Friðrik Sophusson sem kom inn með nýsköpun í ríkisfjármálum . Ég held að það hafi verið skynsamlegt og við tölum um að setja rammafjárlög á vorþinginu vegna næsta árs . En er skynsamlegt að taka hugmyndafræði frá fjárveitingavaldinu og úr fjárlögum og yfirfæra hana á öll önnur lög og segja : Við ætlum að setja rammalöggjöf um allt og svo færum við bara reglugerðarvaldið og allt vald til ráðherranna eða afhendum jafnvel löggjafarvaldið í lögum til einhverra annarra stofnana , undirstofnana ráðherranna . Er það skynsamlegt ? Er það góð þróun ? Ég efast um að svo sé , þó að meiri hlutinn segi að sú staðreynd sé alþekkt að þróunin sé þessi er hún ekki endilega skynsamleg . Nú sé ég að tími minn er að verða búinn , frú forseti , þannig að ég enda ræðu mína nú þótt ég hafi ekki lokið við að fara yfir málið , ég tel að hér séu margir þættir sem ræða þarf mun betur og fá frekari svör við áður en við getum afgreitt málið . Ég ítreka beiðni mína til nefndarinnar og hæstv. ráðherra , sem er í salnum , um að taka málið til sín aftur , taka þá þætti sem við erum meira og minna sammála um að laga og ná samstöðu um þá og vera ekki að hreyfa og hræra í öðrum hlutum sem valda hreinlega ( Forseti hringir . ) ótta um að löggjafarvaldið sé að taka sér óþarfavald .
Virðulegi forseti . Vegna þeirrar umræðu sem hér hefur verið hafin um lánveitingar Seðlabanka Íslands til Kaupþings banka þá er það rétt sem kom fram hjá hv. þm. Helga Hjörvar að á sameiginlegum fundi þeirra tveggja nefnda sem nefndar voru áðan var lagt fram svar frá seðlabankastjóra vegna þessa máls . Ég spurði sérstaklega eftir því á þeim fundi hvort eitthvað nýtt hefði komið fram í því svari , eitthvað sem ekki hefði áður komið fram , annars vegar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og / eða í almennri opinberri umræðu um þessi mál . Þau svör sem ég fékk voru á þá leið að ekkert nýtt hefði komið fram í þessu máli . Staðan er auðvitað sú að Seðlabanki Íslands tók þá ákvörðun að sinna skyldu sinni sem lánveitandi til þrautavara og reyna með þessari lánveitingu að koma þessum banka til hjálpar . En vegna þeirrar óvissu sem augljós var var tekið allsherjarveð í FIH-bankanum sem átti að tryggja að ef bankinn stæðist ekki þá hefði Seðlabankinn fullnægjandi veð . Síðan er það annað mál , herra forseti , hvernig staðið var að sölu þess banka , þ.e. FIH-bankans , og ég get tekið undir það með hv. þm. Helga Hjörvar að ástæða er til að skoða vel hvernig staðið var að þeirri sölu og hvernig hagsmunir Seðlabankans , og þar með íslenska ríkisins , voru tryggðir . En ég tel , herra forseti , að öll meginatriði þessa máls liggi mjög ljós fyrir . Þau gerðu það eftir skoðun og rannsókn sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem farið er yfir þetta mál með býsna nákvæmum hætti . Herra forseti . Að sjálfsögðu eigum við að læra af reynslunni af þessu máli og reyndar mörgum öðrum . Vonandi koma slíkar aðstæður ekki upp aftur en gerist það þá skiptir að sjálfsögðu máli að við höfum aflað okkur allra upplýsinga og lært af þeim . Það er ekki nóg að afla upplýsinganna , það þarf líka að læra af þeim .
Virðulegi forseti . Ég tek undir með formanni efnahags - og viðskiptanefndar um mikilvægi þess að öll gögn um svokallað kaupþingslán verði kölluð fram á vettvangi nefndarinnar . Það er hið ágætasta mál enda mikilvægt fyrir þingmenn sem og almenning að við fáum öll um það upplýsingar hvaða gögn lágu til grundvallar þessari stóru ákvörðun . Á hvaða grundvelli var ákvörðunin tekin ? Hér er um að ræða um 20% af gjaldeyrisforða þjóðarinnar , 80 milljarðar kr. undir og tugir milljarða tapast væntanlega . Eru einhverjar ástæður fyrir því að einhverjir þingmenn eða stjórnmálaflokkar standi í vegi fyrir því að öll gögn verði kölluð fram ? Ég vona ekki . Ég vona að við þingmenn getum allir sammælst um að skoða þetta mál til hlítar . Hér hefur talið einnig beinst að verðbólgu og vaxtastigi í landinu . Af hverju er verðbólga á Íslandi ? Jú , hún á uppruna sinn að miklu leyti í því að íslenska krónan gefur eftir gagnvart erlendum myntum . Hér verður innflutningur dýrari , öll innkaup heimilanna á erlendum vörum eru dýrari frá mánuði til mánaðar . Enn og aftur er það skýrt í hugum allra að helsti skaðvaldur fyrir íslensk heimili og fyrirtæki er hin íslenska króna [ Háreysti í þingsal . ] og þar á verður að verða breyting ef þingmönnum er alvara , ef þeir vilja i raun og veru stuðla að kjarabótum fyrir íslensk heimili og skapa hér alvöruumhverfi fyrir fyrirtæki til að blómstra og dafna . ( Gripið fram í . ) Það er verkefni okkar sem í þessum sal störfum að ná sátt um þá vegferð að leiða aðildarviðræður við ESB til lykta svo þjóðin geti tekið afstöðu til þess hvort hún vill taka upp nýja mynt í þessu landi og skapa framtíðaríbúum þess betri framtíð með lægri verðbólgu og lægri vöxtum .
Virðulegi forseti . Ég vænti þess að hv. atvinnuveganefnd fari yfir gjaldtökuna eins og önnur atriði í þessu frumvarpi . Ferðamál landsins eru ört vaxandi málaflokkur og með þessu frumvarpi og auk þess með allri umgjörð í kringum ferðamálin er verið að auka aðhald og gera frekari og ríkari kröfur til þeirra sem selja þjónustu á þessu sviði . Þess er líka krafist að þar sé aukin fagmennska á ferðinni og að þeir sem kaupa þjónustuna geti verið vissir um að sá sem veitir hana hafi uppfyllt ákveðin skilyrði og að öryggis sé gætt eins og hægt er . Ég ítreka að þessi gjöld hafa ekki hækkað frá árinu 2005 og það er augljóst , ef við lítum bara á verðlagsþróun á þessu sjö ára tímabili , að til þess að þau geti staðið undir kostnaðinum við þjónustuna sem ætlast er til þarf að hækka þau . Auðvitað mun hv. atvinnuveganefnd fara yfir öll þessi atriði en vitaskuld skoða í hvaða ljósi gjaldtakan er hækkuð .
Virðulegur forseti . Ég vil hefja mál mitt á því að vekja athygli á því að í þessu mikilvæga máli hæstv. innanríkisráðherra er hann ekki viðstaddur umræðuna í salnum . Það tel ég til hins verra því að í þessu frumvarpi er þó verið að stíga mjög hófsamt skref . Það var greinilegt á ræðuhöldum annarra þingmanna og í umræðu meðal þingmanna að áhugi er á því að taka þetta mál miklu , miklu lengra og það er mjög mikilvægt að ráðherrann heyri þau orðaskipti . — Þarna kemur hæstv. ráðherra í gættina og það er gott að vita af því . Mig langar að byrja á að nefna það sem ég sagði áðan að hér er um hófsamt frumvarp að ræða miðað við það sem sumir bjuggust við og margir hafa talað fyrir því að fara miklu lengra með þetta mál . Með þessari breytingu er verið að stíga ákveðið skref og heimila að fara megi af stað með rannsóknir þegar grunur leikur á að verið sé að undirbúa brot þó svo að refsirammi þess sé fjögur ár en ekki átta ár , og lækka þannig þröskuldinn . Ég hef skoðað þetta mál í hörgul og lýst eftir því hvað menn hafa fyrir sér í því að svona heimild muni duga . Með því að ræða á þeim nótum um samtök vélhjólamanna almennt eins og gert er , er verið að draga alla vélhjólamenn á landinu í sama dilk og í rauninni brennimerkja þá sem einhvers konar glæpamenn . Það er ekki við hæfi því að langstærstur hluti allra áhugamanna um vélhjól er gagnmerkt og heiðarlegt fólk sem hefur einfaldlega ánægju af sínum hjólatúrum . Það að tala í þessu máli eins og gert hefur verið um vélhjólasamtök , að þau séu af hinu illa , er vond nálgun . Mig langar að vísa til þeirrar leiðar sem ég nefndi áðan í andsvari við hæstv. ráðherra og kemur fram með pósitífum hætti í 74. gr. stjórnarskrár okkar , en þar segir í 1. mgr. : „ […] Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang , en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi . “ Slík aðferð mundi gera það að verkum að starfsemi félaga með ólöglegan tilgang , það kemur skýrt fram , ólöglegan tilgang , yrðu bönnuð . Þar með yrði sú brennimerking sem flust hefur yfir á alla vélhjólamenn landsins afmáð og eingöngu þau félög sem menn teldu að hefðu vafasaman tilgang yrðu bönnuð . Þannig er líka hægt að uppræta málið í fæðingu og koma í veg fyrir að þessi samtök festi rætur og það er markmiðið því ekki viljum við hafa slík glæpagengi hér á landi . Í nágrannalöndum okkar þar sem menn hafa farið þá leið að útvíkka mjög heimildir lögreglu til rannsókna , til dæmis með hlerunum án dómsúrskurða og öðrum leiðum sem sumir þingmenn hafa talað fyrir að verði farnar hér , hefur algjörlega mistekist að stemma stigu við þessum samtökum . Það hefur ekki tekist að uppræta þau og ekki hefur tekist að stöðva vöxt þeirra . Við vitum kannski ekki allt um þessi mál en við vitum þó að þær aðferðir sem hafa verið reyndar í nágrannalöndunum sem hafa verið aðrar en blátt bann við starfsemi félaganna hafa ekki virkað . Allsherjar - og menntamálanefnd hlýtur samt að kalla eftir ítarlegri upplýsingum um þetta mál þegar sú nefnd fer yfir það . Herra forseti . Eins og ég hef heyrt suma þingmenn tala undanfarna daga um glæpasamtök á Íslandi virðist mér að ýmsir þeirra séu að kalla eftir mjög víðtækum heimildum til lögreglu til rannsókna á meintum brotum án dómsúrskurða og er mjög varasamt að fara þá leið . Lögregluríki eru með ýmsu móti og sagan sýnir okkur að þau hegða sér misjafnlega og ná fram markmiðum sínum með misjöfnum hætti . Það sem við verðum hins vegar að gera er að láta söguna vísa okkur veginn í þessu máli og sú leið sem farin hefur verið víða að auka mjög víðtækar heimildir lögreglu hefur einfaldlega oft á tíðum leitt til hörmungaraðstæðna . Ef einstök samtök eru bönnuð en ekki er farið út í almennar lagabreytingar sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir að samtök tengd vélhjólum séu undir grun , kemur náttúrlega í ljós fyrr eða síðar um hvaða samtök er að ræða og hvernig þau haga sér og hvers vegna þau eru bönnuð , og það gerir mönnum kleift að skilja þar á milli . Það er mjög mikilvægt . Mig langar líka að vekja athygli á því að ástæðan fyrir því að farið er af stað með þetta frumvarp og ástæðan fyrir því að fjölmargir þingmenn kalla eftir miklu , miklu harðari og betur útfærðari heimildum til lögreglunnar er meðal annars sú að skipulögð glæpasamtök hafa lifibrauð sitt af dreifingu og sölu ólöglegra fíkniefna og jafnvel framleiðslu þeirra . Eftir því sem mér skilst eru ólögleg fíkniefni framleidd á Íslandi í síauknum mæli og aðrir glæpir tengjast þeim líka . En það er eitt sem við vitum líka um ólöglegu fíkniefnin og það er að þrátt fyrir hvað við höfum mikinn ímugust á þeim og hvað þau valda miklu samfélagslegu tjóni hefur baráttan gegn ólöglegum fíkniefnum undanfarin 40 ár algjörlega mistekist . Hún hefur mistekist hjá öllum þeim sem hafa tekið þátt í henni . Í því sambandi langar mig að vísa til skýrslu sem nýlega er komin út . Hún hefur enn ekki verið þýdd á íslensku en er eitt mikilvægasta innleggið í umræðuna um ólögleg fíkniefni og glæpi af völdum þeirra . Skýrsla þessi kom út í júní í fyrrasumar á vegum nefndar Sameinuðu þjóðanna og heitir einfaldlega á ensku , með leyfi forseti , War on Drugs . Það eru engar smákanónur sem skrifa þessa skýrslu . Nafnaskráin , með leyfi forseta , er sem hér segir en þó eingöngu að hluta : Carlos Fuentes , rithöfundur og fræðimaður frá Mexíkó , César Gaviria , fyrrum forseti Kólumbíu , stærsta kókaínframleiðslulands heims , Georg P. Shultz , fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna , Javier Solana , fyrrum aðalfulltrúi Evrópusambandsins , Kofi Annan , fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna , Mario Vargas Llosa , rithöfundur og fræðimaður frá Perú , Paul Volcker , fyrrverandi aðalbankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna , Richard Branson , viðskiptajöfur og félagsmálatröll í Bretlandi , og Thorvald Stoltenberg , fyrrum utanríkisráðherra Noregs , svo að eingöngu nokkrir séu nefndir . Niðurstaða skýrslu þessara manna er eftirfarandi , en með leyfi forseti , þar sem skýrslan hefur ekki enn þá verið þýdd á íslensku sem er þingmálið , leyfi ég mér að lesa hér tvær málsgreinar úr niðurstöðu skýrslunnar . Þar segir orðrétt : Herra forseti . Þetta eru mjög hörð orð sem menn hafa hér uppi eftir 40 ára baráttu gegn eiturlyfjum . Þessi skýrsla sýnir mjög skýrt fram á að þessi mál þarf að hugsa upp á nýtt . Ólögleg fíkniefni eru undirstaðan undir starfsemi ólöglegra glæpasamtaka sem frumvarpi hæstv. innanríkisráðherra er meðal annars ætlað að taka á . Það hlýtur að vera einboðið að Alþingi eða innanríkisráðuneytið láti þýða þessa skýrslu yfir á íslensku , hún er ekki nema 24 blaðsíður en er uppfull af upplýsingum um stöðu þessara mála eftir áratuga baráttu , meðal annars Bandaríkjamanna sem hafa notað til þess allt sitt lögreglulið , alríkislögregluna , leyniþjónustur sínar og her sinn í baráttu gegn ólöglegum fíkniefnum . Hér kemur einfaldlega skýrt fram að sú barátta hefur engu skilað . Ég legg líka til , virðulegi forseti , að við ræðum þessi mál í stærra samhengi , við látum ekki stjórnast af tíðaranda sem mér heyrist og sýnist vera frekar hysterískur og afstaða manna virðist , að mér sýnist , ekki síður taka mið af þeirri íslensku hollywoodmynd sem heitir Svartur á leik og hefur verið notuð til rökstuðnings meðal annars um þetta mál . Þannig megum við ekki afgreiða svona mikilvæg skref hvað varðar útvíkkanir heimilda til íslenskrar lögreglu . Það þarf að gera með yfirveguðum hætti og vandlega og það þarf að krefjast þess að sýnt verði fram á að allar auknar heimildir til lögreglu í nágrannalöndunum hafi skilað árangri . Ég er ansi hræddur um að tölfræðin þaðan sýni að svo sé ekki og þess vegna legg ég enn og aftur áherslu á að frekar verði skoðað eða jafnframt skoðað hvaða árangur það hefur borið fyrir sambandsríki Þýskalands og Kanada sem hafa farið þá leið að banna einstaka félagasamtök , og hvort það sé hugsanlega vænlegri leið fyrir okkur Íslendingar að fara .
Hæstv. forseti . Jú , við munum reyna að sjá til þess að allar fjárhagslegar upplýsingar liggi fyrir . Eins og hér hefur komið fram gerum við ráð fyrir að þessar kerfisbreytingar verði að veruleika í upphafi árs 2015 , þannig að við höfum góðan tíma til að skoða þau mál . Ég er reyndar þeirrar skoðunar að fjárhagslegur ávinningur af skipulagsbreytingum sé iðulega heldur minni en menn stundum vilja gefa sér . Ég held að ávinningurinn sé fyrst og fremst í því að skapa öflugri stjórnsýslueiningar , í því liggi ávinningurinn . Ég ítreka að það er mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram og þá einnig tilkostnaður sem kann að tengjast breytingum á lífeyrisréttindum sem ég hef litið svo á að væri óaðskiljanlegur hluti þessa pakka . Það er atriði sem er enn í umræðu og við eigum eftir að leiða til lykta til með Landssambandi lögreglumanna og öðrum hlutaðeigandi aðilum . Hér er sem sagt komin löggjöfin sem ég tel mjög mikilvægt að fá núna inn í allsherjarnefnd og hún gangi til umsagna . Ég sé það fyrir mér að við reynum síðan að ljúka málinu í haust . Mér finnst ekki ráð að hlaupa í þessar lagabreytingar á mjög skömmum tíma , við skulum gefa okkur góðan tíma og reyna að ljúka málinu í haust .
Frú forseti . Hv. þingmaður kom inn á íslenskan landbúnað í ræðu sinni þegar hann fjallaði um aðild að Evrópusambandinu . Mig langar aðeins til að rökræða það við hv. þingmann . Hann fór yfir það að þrenns konar vernd væri á íslenskum landbúnaði , það væri fjarlægðarvernd , tollvernd og svo styrkir íslenska ríkisins . Allt er þetta nú satt og rétt en mig langaði aðeins til að rökræða þetta við hann . Hann talaði um grænmeti . Þegar leyfður var innflutningur á grænmeti þá þurrkaðist paprikurækt til dæmis algjörlega út á Íslandi . Menn fóru meira í þessa lýsingu , þetta varð til ákveðinnar hagræðingar og varð heilmikil strúktúrbreyting í þeirri grein — væri ánægjulegt ef íslenskir garðyrkjubændur fengju nú rafmagnið á sama verði og álverin í alla þessa lýsingu . En varðandi þessa tollvernd og þessa ríkisstyrki velti ég fyrir mér : Hefur hv. þingmaður velt því fyrir sér að á Íslandi fara á milli 1,5 og 2% af ríkisútgjöldum í styrki til landbúnaðar ? Um 40% af heildarútgjöldum Evrópusambandsins fara í landbúnað og við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að borga eitthvað með okkur þangað inn . Megum við ekki líta á það sem svo að það fari jafnvel bara meiri peningur í landbúnað með þessum hætti en annars ? Það má kannski líka velta því fyrir sér af hverju ekki má styrkja landbúnað á Íslandi eins og gert er í öðrum ríkjum . Hefur hv. þingmaður velt því fyrir sér að kannski sé þjóðhagslega hagkvæmt að styrkja landbúnað til að hafa matvörurnar ódýrari og gera fólki kleift að kaupa þær , fólki sem er kannski ekkert með mjög há laun , að þetta sé kannski hagstjórnartæki í sumum tilfellum ?
Frú forseti . Ég held þvert á móti að Evrópusambandið sé í vaxandi mæli að komast undir stjórn manna sem hafa þokkalega jafnaðarstefnu í hjarta sér . Aðeins aftur að forsendum fyrir afstöðubreytingu Samstöðu . Það er ekki rétt hjá hv. þingmanni að nýjar upplýsingar hafi komið fram eftir að Samstaða var stofnuð opinberlega í febrúar um að aðildarviðræðum yrði ekki lokið fyrir kosningar . Ég sagði það strax undir lok sumars . Ég hef reyndar aldrei sagt að þeim yrði lokið fyrir kosningar og hef heldur aldrei sagt að við værum á hraðferð í Evrópusambandið . Einhverjir aðrir hafa sagt það við hv. þingmann . Ég veit að hún gat lesið það í Morgunblaðinu á sínum tíma . ( JBjarn : Hjá forsætisráðherra . ) Það orkar samt dálítið skrýtið að hv. þingmaður leggi lykkju á leið sína til að segja að hún sé ekkert á móti því að við förum í Evrópusambandið ef fólkið vill það því að það var skýrt skrifað í stofnsáttmála Samstöðu , sem birtur var opinberlega í febrúar , að ljúka ætti aðildarviðræðum . Það var stefnan þá . Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram síðan , en hv. þingmaður og hennar flokkur hafa samt skipt um skoðun . Þá geta menn kannski velt því fyrir sér hver hin málefnalega undirstaða Samstöðu er ef menn bara breyta stefnu í meginmálum eftir því hvernig vindurinn kann að blása í ból þeirra dag hvern . Svo vil ég líka segja við hv. þingmann að ég kannast ekki við það í þeirri skýrslu sem ég að vísu skrifaði ekki sjálfur heldur sérfræðingar mínir en las og leiðrétti , fann að og bætti inn í , að þar sé talað um yfirdráttarlán frá ESB . Ég held að hv. þingmaður ætti að spara sér slíkar yfirlýsingar . Raunar tel ég að ýmislegt af því sem Samfylkingin vill gera væri jafnvel enn betra í framkvæmd með einhvers konar samþættingu við sumar hugmyndir hv. ( Forseti hringir . ) þingmanns í efnahagsmálum . ( Gripið fram í . )
Frú forseti . Hv. þingmaður er nú yfirleitt með allra gleggstu hlustendum á þinginu . Ég svaraði þessum spurningum hans í ræðu minni í morgun og áréttaði í andsvörum . Varðandi landbúnaðarkaflann sagði ég að unnið væri af fullum krafti að því núna að mæta opnunarviðmiði sem tengist landbúnaðarkafla . Um leið og sú tímasetta áætlun sem þar er óskað eftir liggur fyrir verður hún kynnt utanríkismálanefnd . Hún verður jafnframt með vissum hætti undirstaða samningsafstöðu sem þá verður tekið til við að vinna að . Um það hvenær verður hægt að opna kaflann til samningaviðræðna sagði ég í dag að ég vænti þess að það yrði í haust . Það er stutt yfirlýsingu stækkunarstjórans í síðustu viku sem sagðist meta stöðuna þannig að hægt yrði að opna alla kafla fyrir lok ársins . Varðandi fisk hef ég skýrt utanríkismálanefnd frá því hvernig vinnan við samningsafstöðuna er . Hún er í tveimur hlutum . Hún er gildur kafli þar sem lögð er áhersla á sérstöðu Íslands , sem síðan er notuð til að rökstyðja sjálfa samningsafstöðuna . Hún byggir líka að verulegu leyti á þeim grófu línum sem lagðar eru í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar . Þess er sömuleiðis vænst að hægt verði að opna þann kafla fyrir lok ársins . Þá styðst ég aftur við yfirlýsingu Stefans Füles stækkunarstjóra . Ég verð þó að segja — ég hef sagt það á opnum fundi í utanríkismálanefnd og get sagt það hér — að ég tel að það gæti allt eins verið að það mundi dragast fram yfir áramót . Í öllu falli mun þjóðin sjá samningsafstöðu Íslands í tíma til þess að geta tekið afstöðu til þeirra sem þar fara höndum um fyrir kosningar .
Frú forseti . Í upphafi máls míns vil ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir þá skýrslu sem er til umræðu . Hún veitir ágæta yfirsýn yfir starfsemi utanríkisþjónustunnar og er ágæt áminning um mikilvægi þess að við Íslendingar höldum vel utan um okkar utanríkismál , sinnum þeim af kostgæfni . Það má vel halda því fram með gildum rökum , sögulegum og öðrum , að þjóð vorri farnist best ef samstarf okkar og samvinna við önnur ríki er hvað nánust hvað varðar viðskipti og menningu , vísindi , rannsóknir og menntun og alla þá þætti sem til framfara geta horft fyrir íslenska þjóð . Ég vil í upphafi máls míns nefna nokkur atriði er snúa að samstarfi Íslands við ríkin innan Norðurlandaráðsins . Það samstarf hvílir á gömlum og traustum merg . Það má segja að Norðurlöndin hafi með sér samstarf sem um margt er einstakt í veröldinni og það er hægt , frú forseti , vegna þess að þessi ríki deila sameiginlegri sögu en fyrst og síðast sameiginlegum gildum , sameiginlegum skilningi á mannréttindum , mikilvægi frelsis einstaklingsins , lýðræðis og þeim þáttum sem skipta hvað mestu máli í því að byggja upp þau samfélög sem við þekkjum á Norðurlöndunum og eru um margra hluta sakir til fyrirmyndar í samfélagi þjóðanna . Ég staðnæmist , frú forseti , í skýrslu utanríkisráðherra við fund utanríkisráðherranna í apríl 2011 í Helsinki þar sem skrifað var undir svokallaða samstöðuyfirlýsingu sem var í anda þeirra tillagna sem Thorvald Stoltenberg hafði lagt fram nokkru áður . Ég tel að þetta samstarf , sem snýr að öryggismálum og utanríkismálum , skipti miklu máli og að norrænu þjóðirnar hafi með sér sem nánasta samvinnu hvað varðar viðbrögð við til dæmis náttúruhamförum , hamförum af völdum athafnamanna , netógn o.s.frv . Ég vil líka , frú forseti , nefna að fundur utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í Helsinki í ágúst 2011 markar m.a. þau 20 ár sem liðin eru frá því að Eystrasaltsríkin komust undan hæl kommúnismans . Þar tel ég skipta máli að vekja athygli á mikilvægi norrænnar samvinnu á sviði utanríkismála , sem sést einna best á því mikla starfi sem unnið hefur verið af hálfu Norðurlandanna í Eystrasaltinu , og styðja við þá þróun sem þar hefur verið á undanförnum áratugum í átt til markaðsbúskapar og lýðræðis því að það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Norðurlönd að þróun mála þar verði sem best þannig að Norðurlöndin eignist þar góða bandamenn , en fyrst og síðast verði mannlíf þar með þeim hætti að við getum átt góð samskipti og örugg á sviði utanríkismála en líka á sviði verslunar og viðskipta og stuðlað þannig um leið að öryggi og farsæld okkar landa . Þessu tengt vil ég líka vekja athygli á því að samstarf Norðurlandanna opnar heilmikla möguleika fyrir okkur Íslendinga til að leggja gott af mörkum . Þá kemur upp hugann það starf sem Norðurlöndin hafa meðal annars unnið í Hvíta-Rússlandi með því að reyna að koma á sameiginlegum grunni fyrir stjórn og stjórnarandstöðu þar til að eiga samtal . Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi fyrir nokkru síðan að fá að taka þátt í starfi á vegum Norðurlandanna til að leiða saman hin ólíku sjónarmið í Hvíta-Rússlandi þar sem stjórnarandstaðan á undir högg að sækja og gefa þeim í stjórnarandstöðunni tækifæri til að viðra sjónarmið sín á hlutlausum vettvangi , þ.e. undir forustu Norðurlandaráðs . Eins fagna ég því að Ísland skuli taka þátt í því að fordæma þau mannréttindabrot sem framin eru í Hvíta-Rússlandi . Í skýrslu utanríkisráðherra er sérstaklega sagt frá því að Íslandi hafi tekið þátt í því á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að fordæma þau mannréttindabrot sem þar hafa verið framin . Þetta vildi ég segja , frú forseti , varðandi samstarf Íslendinga í Norðurlandasamstarfinu en vil leggja áherslu á að við Íslendingar eigum að sinna því af enn meiri kostgæfni en gert hefur verið því að á Norðurlöndunum eru stórkostleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og fyrir íslenska menningu . Það má segja að ef við höldum vel á málum þá eru Norðurlöndin okkar heimamarkaður . Á Norðurlöndum eru tæplega 25 milljónir manna og fyrir okkur Íslendinga sem lifum í svo fámennu landi er mikið tækifæri að eiga möguleika á markaðssvæði sem byggir á sömu grunngildum og við leggjum til grundvallar okkar samfélagi því að sögu okkar og menningu eigum við sameiginlega með þessum þjóðum . Frú forseti . Vík ég þá að Evrópumálunum . Ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið affarasælast fyrir þá umsókn sem hefur verið lögð fram og samþykkt á Alþingi að fara þá leið sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til sumarið 2009 og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við Íslendingar ættum að sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki . Það var ljóst strax frá upphafi þessa máls að gríðarlega deildar meiningar væru á Alþingi og það sem meira væri að innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar væri fullkominn klofningur í málinu . Annar ríkisstjórnarflokkurinn , Vinstri grænir , hefur opinberlega og í orði kveðnu sagst vera alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandinu en taldi einhverra hluta vegna nauðsynlegt að gefa frá sér þá afstöðu og sækja um aðild . Eins og sumir forustumenn þess flokks hafa sagt ætla þeir að sjá til hvað kemur út úr þeim samningum en um leið muni þeir alltaf og ætíð verða á móti slíkum samningum . Augljóst er , frú forseti , að þetta fyrirkomulag gat aldrei verið gæfulegt og hefur skapað ýmis vandamál á Íslandi í samskiptum okkar við Evrópusambandið . Það er ekki eðlilegt hversu langan tíma umsóknarferlið hefur tekið og má meðal annars færa að því rök að það eigi sér að hluta til þá skýringu hvernig komið er fyrir þessum málum innan ríkisstjórnarinnar . Ég vek athygli á því , frú forseti , að hæstv. þáverandi fjármálaráðherra , Steingrímur J. Sigfússon , sagði í þessum ræðustól sumarið 2009 að hann áskildi sér þann rétt að ef ekki næðust nægjanlega góðir samningar í sjávarútvegs - og landbúnaðarmálum og það lægi fyrir væri sjálfgefið að þeim samningaviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt . Þá hljóta spurningar að rísa . Mun mat þess einstaka hæstv. ráðherra nægja ? Verður það háð mati hæstv. fyrrverandi fjármálaráðherra , Steingríms J. Sigfússonar , hvort haldið verði áfram með þessa samninga eða er hugsunin sú að þá þegar komið er að því að loka köflunum um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál verði þeir kaflar færðir sérstaklega inn í þingið til að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort þeir séu boðlegir eða ekki og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun , þ.e. á vettvangi Alþingis , hvort haldið verði áfram eða ekki ? Það má ljóst vera , frú forseti , að það er uppi heilmikill vafi um þennan þátt málsins , þ.e. hvernig þetta ferli á að klárast . Ef sumarið 2009 hefði verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild eða ekki hefði það þýtt að ef þjóðin hefði sagt já við því þá hefði verið skýrt pólitískt umboð um að klára samningaviðræðurnar og færa samning heim til atkvæðagreiðslu . En vegna þess að ekki var hlustað á það eru menn núna í þessari stöðu . Þess vegna held ég að eðlilegt væri að fram færi atkvæðagreiðsla um það hvort þjóðin vilji klára þessar samningaviðræður eða ekki . Það er sérkennilegt , frú forseti , að hlýða á þá sem oftast tala um það í þessum þingsal að sá flokkur sem ég tilheyri sé einhverra hluta vegna hræddur við þjóðina og vilji ekki færa mál til þjóðarinnar . Ég tel að í máli eins og þessu þar sem um er að ræða spurningu um fullveldi þjóðarinnar og samskipti hennar við önnur ríki til langs tíma sé eðlilegt að spyrja þjóðina oftar en einu sinni í þeirri vegferð . Það hafa , frú forseti , aldrei komið nein skýr svör við því hvað það þýddi þegar hæstv. fyrrverandi fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann ætlaði sér að hafa að því er virðist sjálfdæmi um það hvort samningaviðræðunum yrði haldið áfram . En eitt er víst að það hefur ekki gengið eftir sem sagt var sumarið 2009 , að fyrst ætti að fara í þá kafla sem mestur styr gæti staðið um og mestu skipti fyrir okkur Íslendinga sem væru sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál . Frú forseti . Við Íslendingar búum að EES-samstarfinu og það hefur reynst þjóðinni vel . Það er ekki gallalaust fyrirkomulag en það hefur gert að verkum að við Íslendingar höfum haft aðgang að innri markaði Evrópusambandsins allt að því eins og við værum fullgildir meðlimir . Auðvitað hafa menn velt því fyrir sér , og ég var einn af þeim , af hverju ekki væri eðlilegt að þessu samstarfi , þessu djúpa efnahagslega samstarfi , fylgdi möguleiki fyrir Íslendinga og aðrar EFTA-þjóðir , sem eru í þessu samstarfi , að taka upp hina sameiginlegu mynt . Það má vel halda því fram að með upptöku myntarinnar hafi orðið til ákveðnar viðskiptahindranir úr því að Íslendingum og þessum þjóðum er gert að taka upp allt regluverk Evrópusambandsins hafi þeir í það minnsta velt fyrir sér þeim möguleika . Ég er í hópi þeirra sem hafa verið tilbúnir að ræða það hvort nauðsynlegt sé fyrir okkur Íslendinga að skipta um mynt eða ekki . Ég verð þó að segja að eftir því sem fram vindur í Evrópu tel ég að eftir minnu og minnu sé að slægjast með því að ganga í sambandið upp á það að gera að taka upp aðra mynt . Ég tel hægt að færa fyrir því veigamikil rök að Evrópusambandið verði að taka ákveðnum grundvallarbreytingum og samstarfið þar innan ef evran á að lifa af sem hin sameiginlega mynt . Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þeir sem um véluðu , þeir sem stóðu fremstir í flokki fyrir því að Evrópusambandið tæki upp þessa sameiginlegu mynt , gerðu það fyrst og síðast af pólitískum ástæðum til að þrýsta á aukinn samruna innan Evrópusambandsins . Ég er þeirrar skoðunar að það sé affarasælla fyrir okkur Íslendinga að búa áfram við hina íslensku krónu . Við því sem ég hef heyrt í umræðunni í dag um ágæti þess að taka upp evru , hvernig öll efnahagsleg vandamál okkar Íslendinga leysast eiginlega við upptöku evru , verð ég að segja að þegar ég hlýði á slíkar ræður er það næstum því eins og þeir sem þær halda séu enn staddir á árinu 2007 þegar talað var um alla þá miklu kosti sem fylgdu upptöku evru . Vitanlega geta kostir fylgt upptöku sameiginlegrar myntar en það er svo augljóst þegar menn horfa til stöðu mála í Evrópusambandinu og stöðu einstakra ríkja að það að tala eins og hér er stundum gert , að hin sameiginlega mynt verði tekin upp að kostnaðarlausu fyrir ríkið , að eitthvert eitt sameiginlegt vaxtastig verði miklu lægra en hefur áður verið í Evrópu o.s.frv. , ber merki þess að menn hafa ekki skipt um efni í ræðubók sinni frá árinu 2007 . Vandinn fyrir okkur Íslendinga , sem ég vil nefna undir lok ræðu minnar , er sá að við stöndum frammi fyrir gríðarlegu vandamáli sem felst í gjaldeyrishöftunum . Það leysum við ekki nema breytt verði um stjórnarstefnu og tekið verði af miklu meiri festu á því máli . Í þinginu og á borði ríkisstjórnarinnar ætti þetta að vera fyrsta mál og aðalmál alla daga . Það er ekkert eitt hagsmunamál jafnmikilvægt fyrir okkur Íslendinga og að gera allt sem við getum til að leysa þennan vanda og það eru leiðir til að gera það . Vandinn er svolítið sá eftir því sem hv. þingmenn Samfylkingarinnar segja að þeir eru búnir að gefa sér það að eina lausnin sé sú taka upp evruna . Það verður líka að segjast eins og er að hv. þingmenn Vinstri grænna hafa með tillöguflutningi sínum og áherslum staðið í vegi fyrir flestöllu ef ekki ( Forseti hringir . ) öllu sem þarf að gera innan lands til að tryggja að atvinnulífið geti skilað þeim árangri sem þarf til að hægt sé að leysa þennan vanda .
Ljóðabók Þorsteins frá Hamri sem kom út nú fyrir jólin geymir 37 ljóð og skiptist í tvo hluta , „ Vera manns – “ og „ Litvörp logans ... “ Samkvæmt ritmálaskrá er fyrsta dæmið um orðið ‚ litvarp ‘ að finna í ferðaþáttum Thors Vilhjálmssonar , Undir gervitungli ( 1958 ) , sem er viðeigandi því í bók Þorsteins er ákaflega fínt minningarljóð um Thor sem nefnist „ ... Og stormar blésu “ , þar sem í örfáum orðum er dregin upp dramatísk mynd af manni , skáldskap og söknuði allt í senn . Veruna , tilveruna sem mörg ljóðanna hverfast um , er ekki auðvelt að festa niður , því hún er ekki í núinu , heldur einhvern veginn ávallt í vændum . Í ljóðinu „ Fræ “ er þar að auki gefið í skyn að það sem áður var í vændum , ef svo má segja , þ.e. það sem ekki varð , sé líka partur af minningunni og þá tilverunni . Verðandin er sem sagt ekki stöðug , heldur háð árstíðum og sveiflast á milli fortíðar og framtíðar . En það sem vænst var virðist þó hafa nálgast , eins og má lesa út úr ljóðinu „ Hvörf , sjónmál , hafsaugu “ , en þar segir , einmitt í titilorðum bókarinnar sem koma úr því ljóði , „ allt kom það nær “ . En þessi óvissa sem þetta flakk á verunni hefur í för með sér , gerir það að verkum að erfitt er að vita hvernig hlutirnir verði í reynd , eins og fjallað er um í ljóðunum „ Skúraskin “ og „ Gatan , kvöldið , birtan “ . Vera okkar markast í þessari bók líka af hruninu , það má sjá vísanir hér og þar í einhvers konar ‚ fyrir og eftir ‘ hugsun , til dæmis í ljóðinu „ Ljósin inni “ , það sem talað er um hið „ átfreka oflætishóf “ sem áður ríkti . Og hin raunverulega auðlegð hafði rykfallið á meðan , óskoðuð , eins og segir í samnefndu ljóði : „ Bæru þeir kennsl / / á svo eldfornt , aflóga glingur ? “ Líkingar eru margar fengnar úr náttúru og veðri , en náttúrumyndum , sem lesandi heldur að séu einfaldar í fegurð sinni , er einatt grafið undan , eins og má sjá í ljóðinu „ Snjór “ þar sem fegurð drifhvítrar veraldar hylur jörðina þar sem „ mangarinn býður mannslíf og hryggð til sölu “ . Skáldið er ávarpað í síðasta ljóði fyrri hlutans , skáldið sem hefur glætt eld og komið honum fyrir „ í kvæðum “ sem „ einhverjir / / þreyja við skin hans “ og „ skrafa sín í milli / / um litvörp logans ... “ sem er einmitt titillinn á seinni hlutanum . Einnig er fjallað um bernskuminningu skáldsins í ljóðinu „ Veraldarsaga , bernskumynd “ , en þar eru rætur skáldsins fundnar í „ gráleitum bókarheftum “ sem gestur á heimilinu dreifði um gólfið og ljóðmælandi segir að skáldið „ beri þess nokkrar , næsta kynlegar menjar “ . Margoft er vitnað til upphafa , nýrrar byrjunar eða vors í ljóðunum . Vor sem birtist til dæmis þar sem þess er síst að vænta , í „ gegnum síma ... “ í ljóðinu „ Árstíðirnar “ eða um miðjan vetur í ljóðinu „ Sólskinsdagur “ . En vor er ekki einungis hér tákn um nýtt upphaf , heldur getur það einnig borið með sér minningar úr fortíð eins og fram kemur í ljóðinu „ Vísur á vordögum “ . Framtíðin er spurð um hvað sé í vændum : mun vora ? má vona ? eins og í kvæðinu „ Í verunni “ : Það vorar um síðir , vonandi . Moldin bíður græðslu og góðsemi ; tuddarníddu svörðinn í svað ! Mun jörðinniduga sú björg sem berst með fuglum , sólaryl , regni , samhug manna , ljóðum og söng , vinarþeli og vindum ? Og síðasta ljóð bókarinnar „ Eftir eld “ geymir hvatningarorð til lesenda að nota „ langminnug orð “ til að skyggnast um : „ Ráðumst nú með þeim / / í rannsókn / / á brunarústum og brennugjám , “ . Í öskunni leynast nefnilega fjársjóðirnir , hin „ margræðu jartein “ sem einmitt koma „ úr sögum , sígilda jartein ! “ og svo líka „ undrið sjálft : / / hið óbrunna , kvika hjarta . “ Í ljóðunum má því lesa bjartsýni , hugboð um upphaf , um vor – það er ekki allt glatað , heldur leynist með okkur líf , sérstaklega ef við hyggjum að fjársjóði fortíðar : orðum og sögum . Í bókinni má sjá sterkan heildarsvip , þræði sem teknir eru upp aftur og aftur og ljóðin kallast á við hvert annað og magna þannig upp áhrif sín . Ljóðin gætu að sjálfsögðu einnig staðið hvert eitt og sér : orðfar , tónn , hrynjandi , líkingar gera hvert og eitt að sjálfstæðu listaverki , en engu að síður er gaman að sjá merkingu þeirra víkka og andblæinn breytast í samhengi þessarar fínu bókar . Hvað gerir maður ef maður finnur mjög sorglegt ljóð í blaðarusli eftir verkefnavinnu með bekkjarfélögunum ? Ef tilfinningarnar sem er lýst í ljóðinu eru áberandi vonleysislegar og birta mikla vanlíðan hlýtur manni að bera skylda til að finna þann sem skrifaði ljóðið og hjálpa honum , eða hvað ? Og hvernig kemur maður einhverjum til hjálpar þegar maður veit ekki einu sinni hver það er ? Í Upp á líf og dauða er tekið á þunglyndi og sjálfsvígshugsunum og því hvernig ekki er alltaf hægt að sjá utan á fólki hvernig því líður , alvarlegum málefnum sem snerta líf og hugsanir margra unglinga . ... Náttúrugripasafnið er nýjasta bók Sigrúnar Eldjárn og er sjálfstætt framhald af Forngripasafninu sem kom út í fyrra . Nokkrir söguþræðir fléttast saman en söguhetjan Rúnar er í upphafi bókar staddur í heimsókn hjá mömmu sinni í New York . Þar rambar hann inn í mjög skrítna verslun með náttúrugripi þar sem hann finnur hinar fullkomnu gjafir fyrir vini sína , Möggu og Lilla . Hjónin sem reka búðina afhenda honum afskaplega furðulegan pakka sem hann ákveður þrátt fyrir efasemdir að taka með sér til Íslands . Fljótlega tekur hann eftir skuggalegum manni með sólgleraugu sem virðist vera alls staðar þar sem Rúnar er . ... Dagbók Ólafíu Arndísar er önnur bókin um hina ungu , bráðsnjöllu og skemmtilegu Ólafíu Arndísi . Fyrri bókin , Flateyjarbréfin , kom út á síðasta ári en þar skrifar Ólafía Arndís bréf til kennarans síns á meðan hún er í sumarfríi . Núna er aftur komið sumarfrí og henni hefur áskotnast dagbók sem kemur sér einstaklega vel þegar maður þarf mikið að tjá sig en hefur ákveðið að tala hvorki við fjölskylduna eða nokkurn annan mann , alla vega tímabundið . Ólafía Arndís skrifar í staðinn af miklum móð um allt sem á daga hennar drífur þetta sumarið . ... Í Sálumessu tekur Ari Trausti fyrir fimm tímabil í sögu landsins og skrifar út frá þeim langar smásögur eða eiginlega fimm nóvellur . Þættirnir gerast á söguöld , um Siðaskiptin , á fyrri hluta 19. aldar , snemma á síðustu öld og sá síðasti í nútímanum . ... Frásagnir af lífinu í smábæjum og þorpum eru nokkuð áberandi minni í íslenskum bókmenntum . Kannski er það ekki að furða því þótt stór hluti þjóðarinnar búi núorðið í borginni eða stærri samfélögum hafa langflest okkar einhver tengsl við þorpin og smábæina , hvort sem það er í okkar eigin nútíð eða í gegnum eldri kynslóðir . Hvernig sem því er farið er þó ljóst að smábærinn í bókmenntum hefur yfir sér eitthvað heillandi og forvitnilegt , andrúmsloft sem er fjarlægt en á sama tíma svo nálægt . Í Valeyrarvalsi Guðmundar Andra Thorssonar er sagt frá lífinu í einu af þessum þorpum þar sem allt virðist fara fram fyrir opnum tjöldum en ýmislegt er samt sem áður dulið , jafnvel þaggað niður og bælt eða einfaldlega grafið djúpt í fortíðinni . Undir yfirborðinu bærast flóknar tilfinningar og minningar fullar af trega . ... Síðasta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur hét Skaparinn . Nýja bókin hennar , Allt með kossi vekur , fjallar um sköpunarkraft , og hefst á sköpunarsögu Biblíunnar , eða einskonar útgáfu sögunnar af Adam og Evu í aldingarðinum og fallinu fræga . Sú saga birtist okkur í myndasöguformi og bókin innheldur að auki aðra myndasögu og eina myndskreytta sögu , en þær eru allar teiknaðar af Sunnu Sigurðardóttur . Það er einmitt myndasöguhöfundur sem er ástæða þess að sögumaðurinn , Davíð , segir söguna sem birtist okkur í Allt með kossi vekur , en hann fær sendar eigur stjúpföður síns , Þorláks eða Láka , sem dáinn er fyrir nokkru . Meðal pappíranna eru nokkrar myndasögur , en Láki var þekktur myndasöguhöfundur , bæði á Íslandi og erlendis . ... Emma Kennedy , breskur grínisti , leikkona og öflugur twittari , lét byggja fyrir sig skúr um daginn – við enda bakgarðsins , þar sem hún hefði ró og næði til sköpunar og skrifta . Hún lýsti fjálglega gleðinni , frelsinu , næðinu sem þessu fylgdi ( og ánægjunni með smiðinn sem batt um skúrinn svona fínan borða ) . ... Hvernig er að vera bara venjuleg stelpa en eiga pabba sem vinnur hættulegt starf , pabba sem maður þarf stöðugt að vera að hafa áhyggjur af ? Hvernig á venjuleg stelpa að skilja hvað vakir fyrir manni sem vill vinna á hættulegum stöðum og hvernig tekst maður á við það þegar eitthvað kemur fyrir ? Marjolijn Hof er þekktur hollenskur barnabókahöfundur en fyrir bókina Minni líkur meiri von hefur hún hlotið virt barnabókaverðlaun í Hollandi . Bókin hefur verið kvikmynduð þar í landi og hefur myndin líkt og bókin vakið mikla lukku . Nú er hún komin út í íslenskri þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur . ... Listin er viðfangsefni þriggja nýrra skáldsagna eftir konur : Bónusstelpunnar eftir Rögnu Sigurðardóttur , Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Trúir þú á töfra ? eftir Vigdísi Grímsdóttur . Það er athyglisvert að sjá hvernig þessar ólíku skáldkonur fjalla á ólíkan hátt um listina , en eiga það samt sameiginlegt að líta til listarinnar sem afls skilnings og vakningar . Bókmenntirnar eru hvað fyrirferðarmestar í sögu Vigdísar Grímsdóttur , Trúir þú á töfra ? en þar er mikið fjallað um ljóð og skáld og sagan inniheldur fjölmargar tilvitnanir í íslensk skáldverk , auk þess sem Vilhjálmur Shakespeare fær að fljóta með . ... Unglingabækur eru sívinsælt bókmenntaform , yfirleitt koma nokkrar slíkar út á hverju ári og verður að segjast eins og er að þær eru æði misjafnar . Það vill loða við þessa tegund bóka að bæði persónusköpun og söguþráður séu klisjukennd og boðskapnum ausið yfir lesandann eins og enginn sé morgundagurinn . Sem betur fer eru ekki allar unglingabækur þannig og auðvitað leynast margar mjög góðar bækur í flórunni því unglingabókmenntir bjóða upp á fjölbreytt umfjöllunarefni og geta hæglega speglað allt litróf lífsins , frá því neikvæða til þess jákvæða , ástir , dramatík , spennu og gamansemi og ef bók af þessu tagi á að ganga upp er ekki verra að hún hafi sitt lítið af hverju . Mikilvægast af öllu er kannski að í henni sé jafnvægi milli þessara þátta og að ljós sé að finna við enda ganganna . Játningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi Þórarinsdóttur er unglingabók sem fellur í síðarnefndan flokkinn . Þetta er fyrsta skáldsaga Arndísar og það er sko enginn byrjendabragur á henni . ...
Sigurjón Pálsson kynnir sig á bókarkápu Klækja sem hönnuð og “ óskrifað blað í íslenskri bókmenntasögu ” . Það má bæta því við að bók á borð við þessa hefur heldur ekki áður tilheyrt íslenskri bókmenntasögu . Bókin er 350 þéttprentaðar síður og tekur dágóðan tíma að krafla sig í gegnum hana . Undirtitillinn er „ Spennusaga “ og það er orð að sönnu . Hún sver sig í ætt við margar systur sínar erlendar þar sem atburðarás verður oft flókin og mikið er lagt undir og við sögu koma menn í háum embættum , forsetar og ráðherrar , enda oft örlög sjálfrar heimsbyggðarinnar að veði og koma slíku mektarfólki við . Þetta tekst misvel , og þess jafnvel dæmi að ágætustu höfundum skjótist þótt skýrir séu . Mig rekur minni til þess að hafa lesið ágætis spennutrylli eftir einn þessara höfunda , Christopher Reich , og teygt mig strax eftir þeirri næstu eftir hann en sú reyndist hrútleiðinleg . Bretarnir Colin Forbes og Frederick Forsyth eru ágætir höfundar af þessum toga og marga fleiri mætti telja en þekktastur mun þó vera Robert Ludlum sálugi sem reit m.a. bækurnar um týnda njósnarann Bourne . Klækir er sem sagt viðamikil saga sem berst víða um lönd og segir frá þremur kynslóðum . Hin eiginlega saga hefst 1964 og lýkur um haustið 2009 . Söguþráðurinn er nokkuð flókinn og erfitt að gera grein fyrir honum í stuttu máli . Það má þó segja að tvær fjölskyldur eigi hér hlut að máli , önnur íslensk og hin afgönsk . Sú íslenska fær meira vægi í frásögninni sem eðlilegt er og einn afganinn , Assad Reza . Ung íslensk kona , Hrafna Huld , verður til þess að bjarga bandarískum öldungadeildarþingmanni frá því að verða myrtur af hryðjuverkamönnum í Afganistan . Með því fer röð atvika í gang . Þetta er sem sé meginþráður sögunnar en hún er þó allt að því hálfnuð áður en að þessum atburðum kemur . Það er því augljóst að margt annað hangir á spýtunni og ekki síst saga þessarar íslensku fjölskyldu , foreldra Hröfnu og jafnvel afa og ömmu . Forseti Bandaríkjanna kemur við sögu og einn fyrrverandi forseti lýðveldisins Íslands . Það er ekkert verið að skafa af því þegar kemur að ráðamönnum , alveg í stíl við erlendar spennusagnabókmenntir . Íslenska sérstæðan er þjóðsaga eða munnmælasaga sem er í upphafi bókar og afleiða hennar , alíslensk fylgja Hröfnu . Höfundur lýsir hver hugmynd hans er að baki margra , að því er virðast , tilviljankenndra funda ýmissa og ólíkra persóna bókarinnar . Hann hefur þar að viðmiði hin svonefndu sex stig aðskilnaðar , að það það þurfi að hámarki að telja sex manneskjur frá þér ( maður þekkir mann sem þekkir mann sem þekkir mann sem ... ) þar til að þú getir tengt þig við nánast hvern sem er , hvar sem er . Gott og blessað , og bara gaman að þeim spekúlasjónum . Í því sambandi má minnast á leikritið Six Degrees of Separation eftir John Guare , einnig Six Degrees : The Science of a Connected Age eftir Duncan Watts og A Mere Six Degrees of Separation : Social Networks , Kevin Bacon , and the Small World Experiment . Það verður að segjast að Sigurjóni tekst bara nokkuð vel upp . Það hlýtur að hafa tekið tímann sinn að rita þessa löngu sögu . Bókin er þrælspennandi og það var tilhlökkunarefni að snúa til hennar að kveldi dags . Manni fannst kannski nóg um alla útúrdúrana , þeir voru kannski ekki allir nauðsynlegir . Það hefði mátt skera eitt og annað niður . En það var samt aldrei leiðinlegt , aðeins of miklar útskýringar stundum eins og höfundur treysti ekki lesendum sínum til að ná boðskapnum fullkomlega . Stíll sögunnar er kannski engin snilld en góðir sprettir á köflum og Sigurjóni lætur vel að lýsa umhverfi ; til að mynda íslenskri ( og afganskri ) náttúru . Stundum getur orkað tvímælis að skipt er úr þriðju persónu í fyrstu persónu í einni og sömu málsgrein . Slíkt ásamt ýmsum innsláttarvillum segir manni að yfirlestri hafi verið áfátt og kannski enginn verið . Innsláttar - og inndráttarvillur , og ýmislegt annað smálegt þess háttar sem úði og grúði af náði þó ekki að pirra þann sem þetta ritar svo mikið að hann lokaði bókinni . Sagan sem sögð er hefur vinninginn yfir fagurfræði uppsetningarinnar á textanum . Á síðasta ári kom út skáldverk sem fjallar um þekktar persónur , nafngreinir þær og lætur þær gera eitt og annað sem ekki samræmist heimildum um líf þeirra . Sumt af því þætti mögulega vafasamt , allavega ef fólk er ekki alveg laust við fordóma og tepruskap . Bókin sem ég er að tala um er auðvitað smásagnasafn Kristínar Ómarsdóttur , Við tilheyrum sama myrkrinu . Af vináttu : Marilyn Monroe og Greta Garbo , en auk sagnanna inniheldur safnið eitt ljóð og fjölmargar teikningar . Sögurnar lýsa allar samskiptum þessara tveggja íkonísku leikkvenna og kvikmyndastjarna , en í þessum söguheimi eru þær miklar vinkonur og bralla hitt og annað saman . ... Ljóðabókin Daloon dagar eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er afrakstur nýtilkominnar námsbrautar í ritlist við Háskóla Íslands , en henni stýrir rithöfundurinn og þýðandinn Rúnar Helgi Vignisson . Áður hefur komið út bókin Með mínum grænu augum eftir Sverri Norland ( og mögulega fleiri sem ég hef ekki frétt af ) og af þessum tveimur bókum má auðveldlega álykta að þarna eru góðir hlutir að gerast . ... Sigurjón Pálsson kynnir sig á bókarkápu Klækja sem hönnuð og “ óskrifað blað í íslenskri bókmenntasögu ” . Það má bæta því við að bók á borð við þessa hefur heldur ekki áður tilheyrt íslenskri bókmenntasögu . Bókin er 350 þéttprentaðar síður og tekur dágóðan tíma að krafla sig í gegnum hana . Undirtitillinn er “ Spennusaga ” og það er orð að sönnu . ... Í sögunni Götumálaranum segir Þórarinn Leifsson frá ævintýrum sínum á Spáni og í Marokkó þar sem hann bráðungur þvældist um og hafði í sig og á með betli og með því að mála myndir á gangstéttar og torg . Bókin skiptist í stutta , nokkuð hnitmiðaða kafla og í upphafi hvers kafla eru skemmtilegar myndir eftir höfundinn sem gefa tóninn fyrir það sem á eftir fylgir . Sagan er í nokkurs konar dagbókarformi og Þórarinn skrifar því sig hér inn í ýmsar hefðir , ferðabókina , vegabókina , og ‚ líf-mitt-á-jaðri-samfélagsins-bókina ‘ , svona eins og þær sem hafa fylgt í kjölfar Down and Out in Paris and London eftir George Orwell . ... Ljóðabók Þorsteins frá Hamri sem kom út nú fyrir jólin geymir 37 ljóð og skiptist í tvo hluta , „ Vera manns – “ og „ Litvörp logans ... “ Samkvæmt ritmálaskrá er fyrsta dæmið um orðið ‚ litvarp ‘ að finna í ferðaþáttum Thors Vilhjálmssonar , Undir gervitungli ( 1958 ) , sem er viðeigandi því í bók Þorsteins er ákaflega fínt minningarljóð um Thor sem nefnist „ ... Og stormar blésu “ , þar sem í örfáum orðum er dregin upp dramatísk mynd af manni , skáldskap og söknuði allt í senn . ... Söngur Guðsfuglsins fjallar , eins og undirtitillinn segir , um þrastarunga sem „ vissi ekki til hvers fuglar voru “ . Þetta er saga um leitina að tilgangi lífsins , ætluð börnum og er fagurlega myndskreytt af Helga Þorgils Friðjónssyni . Sögð er saga þriggja kynslóða þrasta í Hljómskálagarðinum og það er gaman hvernig styttur úr þessum sama garði eru notaðar við myndskreytingarnar en myndirnar eru á hægri síðu og ná allar yfir heila síðu , alla jafna með þykkan ramma utan um sjálft myndefnið sem sýnir fuglana við leik og störf . Ýmsum aðferðum er beitt við myndlýsingarnar , myndir eru málaðar og teiknaðar , klipptar inn og ljósmyndir eru einnig notaðar . ... Lygarinn eftir Óttar M. Norðfjörð er þrælspennandi glæpasaga en í henni er að finna fjölda tilvísana í samtíma okkar og hrunið auk þess sem spennandi gátur , skákeinvígi aldarinnar og dágóður skammtur af morðum skreyta síðurnar . Fjölskylduerjur , heimilisofbeldi , framhjáhald ( raunverulegt og ímyndað , í raunheimi og netheimi ) og dass af lesbískum ástum koma líka við sögu og gott ef ekki mannsmorð og mansal . Það er nóg um að vera í Lygara Óttars og lygararnir reynast fleiri en einn . ... Ómynd er þriðja glæpasaga Eyrúnar Ýrar Tryggvadóttur fyrir fullorðna og fjallar , líkt og hinar fyrri , um blaðakonuna Andreu . Hinar fyrri eru Hvar er systir mín ? ( 2008 ) og Fimmta barnið ( 2009 ) sem báðar voru tilnefndar til Blóðdropans , verðlauna Hins íslenska glæpafélags og eru fínustu glæpasögur . ... Margrét Örnólfsdóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í skáldsögunni Með heiminn í vasanum því þar fjallar hún um tvo „ raunveruleika “ – annars vegar líf , raunir og áskoranir íslensks pilts sem við fyrstu sýn virðist ekkert skorta og hins vegar streð og sorgir kínverskrar stúlku sem þrælar við að setja saman leikföng í leikfangaverksmiðju . Líf Ara og Jinghua fléttast saman í baráttunni fyrir frelsi og betra lífi og bæði þrá þau að vera elskuð og vera með þeim sem þau elska . Inn í þetta fléttast svo rafheimur – netið , tölvuleikir og rafræn samskipti – og tengsl raunheims og rafheims sem í nútímasamfélagi virðist ómögulegt að slíta . ...
Póstkort og landakort , eða er dauðinn eins og hundur ? Ljóðasafnið Flautuleikur álengdar markar aldarfjórðungs rithöfundarafmæli þýðandans Gyrðis Elíassonar , en árið 1983 sendi hann frá sér sína fyrstu bók , ljóðabókina Svarthvít axlabönd . Á þessum árum hefur Gyrðir markað varanleg spor í íslenskt bókmenntalandslag og sent frá sér tugi bóka , eigin verk og þýðingar , en þýðingastarf er mikilvægur hluti af höfundarverki Gyrðis . Þær bækur sem hann þýðir eru oft eftir áhrifavalda hans og höfunda sem standa honum nærri á einhvern hátt , og svo er einnig um Flautuleikinn , það er greinilegt að þessir flautuhljómar eiga ýmislegt skylt með tónum Gyrðis sjálfs . Þrátt fyrir að ljóðin og ljóðskáldin séu ólík má finna í bókinni ýmsa þræði , dauðann , forgengileikann , sorgina og svo hið guðlega . Þetta eru stór viðfangsefni , en líkt og í ljóðum Gyrðist birta mörg þessara ljóða hið stórfenglega í hinu hversdagslega . Dæmi um þetta er í öðru ljóði bókarinnar , “ Rúðan kalda ” eftir bandaríska skáldið Wendell Berry . Þar segir að “ gagnsæ , köld rúða ” standi á “ milli heims hinna lifandi / og veraldar dauðans ” : sá sem rýnir of mikið gegnum hana kemst ekki hjá því að setja á hana móðu með andardrætti sínum , nema hann haldi of lengi niðri í sér andanum . Skáldin eru tuttugu og átta talsins , tuttugu og sex karlar og tvær konur , flest frá Bandaríkjunum , en nokkur frá Kanada , Írlandi , Skotlandi og Wales , þrjú eru utan enskumælandi landa , frá Tyrklandi , Ítalíu og ( fyrrum ) Tékkóslóvakíu . Það kemur ekki fram úr hvaða máli ljóð þeirra eru þýdd , sem mér finnst alltaf bagalegt . Flestir höfunda eru fæddir á fyrri hluta síðustu aldar , en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að ljóðin virki gamaldags , með einstaka undantekningum . Þvert á móti virka þau flest næstum tímalaus , en þar kemur líka til fyrrnefnt yfirbragð sem minnir á verk þýðandans og býr til ákveðinn ‘ viðtökuhjúp ’ utanum þau . Sérlega skemmtilegt dæmi um þetta tímaleysi er ljóð Skotans Norman MacCraig ( 1910 - 1996 ) , “ Landakort ” . Þar segir ljóðmælandi það “ dálítið skelfilegt ” að skipuleggja ferðalag : allar þessar hæðarlínur : þessar bláu bugður sem tákna árnar , lítill depill sem reynist vera borg . Ef maður gæti bara gleypt landakortið - að meðtöldum verum sem sjást ekki á því og fjarveru morgundagsins og skúrirnar í grennd - og allan tímann setið , virtur landfræðingur , í sínum vanalega stól kveikt sér í enn einni sígarettu og áætlað slíkar máltíðir , slíka leiðangra . Hinn mikli fjöldi höfunda og ljóða gerir það að verkum að bókin verður óhjákvæmilega nokkuð ójöfn og þrátt fyrir að finna megi stef og þræði þá er ekki nein ákveðin heildarmynd yfir Flautuleiknum . Kannski hefði að ósekju mátt skera aðeins niður , en á móti kemur að það er gaman að fá að líta inn um svona marga glugga skálda sem gera má ráð fyrir að fæstir lesendur þekki að ráði - eða yfirleitt , og í því felst gildi ljóðasafnsins . Helsti ókosturinn liggur hinsvegar í hinu ójafna kynjahlutfalli , en það er hálf hjákátlegt að í ljóðasafni tuttugu og átta skálda sé aðeins að finna tvær skáldkonur . Þær heita báðar Anna , Annie Dillard er bandarísk og Anne Carson er kanadísk , ljóð beggja skera sig nokkuð úr hinum ljóðunum . Anne Carson fjallar um guð á kómískan hátt eins og í ljóðinu “ Í Guðs nafni ” , en þar hugsar ljóðmælandi um forsetningar og veltir fyrir sér setningunni “ ” Því með manninum kom Dauðinn . ” ” Hún undrast að “ maðurinn sé : boðberi Dauðans . Kannski það þýði að maðurinn hafi staðið við vegbrún og Dauðinn hafi átt leið hjá . Einu sinni átti ég hund sem vildi elta hvern sem var . Kannski náðu þeir saman í upphafi , smátt og smátt , með því að hlusta hvor á annan . Eins og sjá má af þeim þremur dæmum sem hér eru tekin einkennast mörg ljóðin af hárfínu jafnvægi milli kímni og dauðans alvöru , sem ( án þess að ég geti dæmt um frumtextann ) þýðandi fangar fullkomlega . Því get ég ekki annað en undrast það að innanum sé að finna ljóð eins og “ Söng kúrekans ” eftir Bandaríkjamanninn Ted Berrigan ( 1934 - 1983 ) en þar er konuást líkt við morgundöggina , “ hún getur allt eins / fallið á / glampandi hrossatað / og rós ” . Í bók sem er svo fátæk af kvenskáldum verður svona gamaldags yfirlýsing um ástir kvenna sérlega áberandi , en ljóðið minnir mig mest á ýmis ummæli sem Virginia Woolf leitaði uppi í bókinni Sérherbergi ( 1929 ) og dró sundur og saman í háði , en þar tjáðu miklar mannvitsbrekkur sig einmitt um konur . Ljóðaþýðingar eru orðnar að sjaldséðum fuglum og hljóta iðulega litla athygli . Þær eru þó ákaflega mikilvægt fyrirbæri fyrir bókmenntaflóruna , eins og bókmenntasaga okkar hefur klárlega sýnt framá ( þrátt fyrir að í hinni rituðu Bókmenntasögu hafi því ekki verið gerð skil ) . Af þessum sökum er fjarvera kvenskálda enn bagalegri , í því annars stórgóða framtaki sem Flautuleikur álengdar er . Safn af þessu tagi býður lesanda í ferðalag - álíkt því og að gleypa landakort - um erlenda heima ljóðsins og gefur honum tækifæri til að skoða íslensk ljóð í nýju samhengi , eða bara njóta þess að lesa eitthvað sem er svolítið framandi . Þannig má jafnvel líkja bókinni við safn póstkorta utan úr heimi , eins og þeirra sem lýst er í ljóði Kanadamannsins ( og ‘ Íslandsvinarins ’ ) Michael Ondaatje , “ Útleggingar á póstkortum mínum ” : páfuglinn þýðir reglusemi kengúrurnar sem kljást þýða geðbilun vinin þýðir að ég hafi dottið í lukkupottinn staðsetning frímerkisins - höfuð einræðisherrans lárétt , eða “ lögreglumenn á hestbaki ” , þýðir pólitíska hættu röng dagsetning þýðir að ég sé ekki þar sem ég ætti að vera þegar ég tala um veðrið á ég við verkefnin autt póstkort segir að ég sé úti í auðninni Ljóðasafnið Flautuleikur álengdar markar aldarfjórðungs rithöfundarafmæli þýðandans Gyrðis Elíassonar , en árið 1983 sendi hann frá sér sína fyrstu bók , ljóðabókina Svarthvít axlabönd . Á þessum árum hefur Gyrðir markað varanleg spor í íslenskt bókmenntalandslag og sent frá sér tugi bóka , eigin verk og þýðingar , en þýðingastarf er mikilvægur hluti af höfundarverki Gyrðis . Þær bækur sem hann þýðir eru oft eftir áhrifavalda hans og höfunda sem standa honum nærri á einhvern hátt , og svo er einnig um Flautuleikinn , það er greinilegt að þessir flautuhljómar eiga ýmislegt skylt með tónum Gyrðis sjálfs . ... Það hefur löngum verið hlutverk bókmennta að fjalla um samtímann eða endurspegla hann á einhvern hátt . Þannig hafa íslenskar bókmenntir undanfarinna ára komið inn á hið svokallaða góðæri ( sem reyndar aðeins fáir upplifðu að einhverju ráði ) , efling íslensku glæpasögunnar hefur verið tengdur auknum glæpum og umfjöllun um umhverfisvernd hefur sömuleiðis verið áberandi . ... Sólkross Óttars M. Norðfjörð kemur fast á hæla Hnífs Abrahams , og hefur verið kölluð sjálfstætt framhald hennar . Böndin milli bókanna eru þó lítil sem engin , nema að báðar eru spennusögur sem byggðar eru á einhverjum fræðilegum grunni sem lesendur eru hvattir til að íhuga . Skyldleiki Hnífs Abrahams við sögur Dan Browns var ljós og nokkuð tíundaður , Sólkross er á sömu línu en að þessu sinni eru leyndarmál fortíðarinnar grafin á Íslandi , nánar tiltekið á Suðurlandsundirlendinu . ... Tíu ár eru nú liðin frá því að fyrsta skáldsaga Árna Þórarinssonar , Nóttin hefur þúsund augu , kom út . Á þessum tíma hefur hann sent frá sér átta bækur . Tvær eru skrifaðar í samvinnu við Pál Pálsson en hinar sex , sem Árni skrifar einn og óstuddur , eru í seríu þar sem Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu flækist í hin aðskiljanlegustu glæpamál og tekst að leysa þau á sinn hátt . Það er alltaf spurning hvernig til tekst með trúverðugleika þegar íslenskar glæpasögur eru annars vegar . Lesendur verða að geta trúað því að þeir atburðir sem bera uppi sögurnar geti í raun gerst í íslensku samfélagi . Árna hefur til þessa gengið bærilega að skrifa sögur sem reyna ekki á þolrif lesenda hvað þetta atriði varðar . Einhverjum kann þó að finnast eilítið undarlegt að einmitt þegar Einar er mættur á staðinn , í þetta sinn til Ísafjarðar , fari óhugnanleg atburðarás af stað . En um leið og maður er búinn að sætta sig við þá einkennilegu tilviljun og fyrirgefa höfundinum er sagan kominn á fulla ferð og óþarfi að velta meira vöngum yfir svona smáatriði sem flestallir glæpahöfundar verða reyndar að glíma við að einhverju leyti . ... Titillinn hér að ofan hefði getað verið undirtitill Ódáðahrauns , nýjustu skáldsögu Stefáns Mána . Skúrkurinn Óðinn R. Elsuson er reyndar bisnessmaður að upplagi en alltaf röngu megin við lögin . Þegar hann svo fær tækifæri til að taka þátt í nokkurn veginn lögmætum viðskiptum grípur hann það þótt ófús sé í fyrstu . Hann hefur nefnilega verið nokkuð ánægður með sig og sitt fram að þessu . Hann gengur til starfa í viðskiptageiranum af sama miskunnarleysinu ( en kannski ekki sama ákafanum ) og tíðkast hinum megin við línuna og er að lokum orðinn stórefnamaður . Það er svo spurning hvort hann er hamingjusamur í hinu nýja hlutverki sem góðborgari og styrktaraðili Óperunnar . ... Skrýmslið hefur löngum verið ákaflega vinsælt viðfangsefni skáldskapar . Það er eitthvað ómótstæðilegt við það hvernig óvættin ræðst á öll viðtekin gildi og leggur samfélagið í rúst - um stund allavega . Þannig er skrýmsið fulltrúi óreiðunnar , upplausnar sem er bæði nauðsynleg og holl . Almennt séð þykir afstyrmið þó ekki sérlega fagurt og iðulega er djúpt á hinni eðlislægu hrifningu sem þó hlýtur að vakna þegar dýrið gengur laust . Því hefur vampýran tekið að sér það hlutverk að vera helsti fulltrúi þessa ógnar-afls skrýmslisins ; vampýran er bæði falleg og fín , fáguð og ( kyn ) þokkafull , auk þess að búa yfir þeim ákaflega vinsæla og eftirsótta eiginleika að vera ódauðleg , jafnvel handhafi eilífrar æsku . ... Það kemur ekki á óvart að saga Philippe Claudel , Í þokunni , hafi verið kvikmynduð , því bókin er sérlega myndræn og knöpp . Claudel teiknar upp lítið þorp við víglínuna í fyrri heimsstyrjöld , umhverfi þess og íbúa og leggur áherslu á stéttaskiptingu , en mörkin milli stéttanna endurspeglast að einhverju leyti í þeim mörkum lífs og dauða sem eru við víglínuna . Flestir karlmenn þorpsins eru horfnir í stríð og konurnar verða að bjarga sér eftir mætti , meðal annars með því að selja líkama sinn þeim fjölda hermanna sem ferðast gegnum þorpið í átt til víglínunnar , á leið í stríðið , og þeim sem koma til baka , mis-illa laskaðir . Víglínan spilar líka veigamikið hlutverk fyrir ungu kennslukonuna sem kemur til bæjarins eftir að fyrri kennari tapaði geðheilsunni og ungi lögreglumaðurinn , sögumaður Í þokunni , hrífst af . ... Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt við það bessaleyfi sem barnabækur taka sér í bulli . Hugmyndafluginu er gefinn algerlega laus taumur og fyrstu skotmörkin eru raunsæi ( sem er leiðindapúki ) og trúverðugleiki ( sem er fúll ) . Hláturtaugarnar eru kitlaðar hressilega í tveimur þýddum barnabókum sem einkennast af líflegu taumleysi , Ottólína og gula kisan ( Æskan , 2008 ) eftir Chris Riddell , breskan barnabókahöfund og myndasöguhöfund og Doktor Proktor og prumpuduftið ( Mál og menning , 2008 ) eftir norska glæpasöguhöfundinn Jo Nesbø . ... Martröð segir frá Hrefnu sem er 13 ára íslenskt tökubarn frá Mexíkó , tökubarn er einmitt rétta orðið því hún er ekki löglega ættleidd heldur fann móðirin hana uppi í tré þegar hún var um þriggja ára og var henni síðan smyglað úr landi til Íslands . ...
Betri er krókur en kelda segir í ekki sérlega nýlegu ljóði , en þetta gætu vel verið einkunnarorð skáldskapar Braga Ólafssonar , sérstaklega nú undanfarið . Í grein í Tímariti Máls og menningar ( 2.2011 ) fjallaði ég um skáldsögurnar Sendiherrann ( 2006 ) og Handritið að kvikmynd ... ( 2010 ) ( nenni ekki að skrifa allan titilinn ) , og kannaði þar meðal annars hvernig Bragi forðast markvisst alla hefðbundna frásagnarframvindu með því að meðal annars láta ekkert gerast , oft . Vissulega eru ekki gerðar samskonar kröfu á atburðarás í ljóðum , en þó er það sláandi hversu auðveldlega skáldinu tekst að afvegaleiða lesandann , jafnvel í einföldustu myndum . Hér mætti vel tilfæra eldra ljóð Braga úr bókinni Klink ( 1995 ) sem nefnist „ Vegfarendur “ : „ Hvað þér skynjið umhverfið á skringilegan hátt , “ segir eistneski ferðalangurinn , sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjórðung að lýsa fyrir leiðinni frá Ingólfsstræti að Nönnugötu . „ Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið , “ segir hann , „ hafið þér gert yðar besta til að liðsinna mér , á því er enginn vafi . “ Þó þetta ljóð sé um margt lýsandi fyrir ljóðin í Rómantísku andrúmslofti verður að slá varnagla við því að höfundurinn ætli sér að gera sitt besta til að liðsinna lesandanum – sem kemur ekki í veg fyrir að ferðalagið verði ánægjulegt og við getum vel gert eins og sá eistneski sem launar „ hjálpsemina og spjallið með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallin niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn . “ Bragi Ólafsson hóf rithöfundaferil sinn sem ljóðskáld og einhvern veginn finnst mér ljóðið alltaf fara honum sérlega vel . Hann er ákaflega fundvís á þau augnablik lífsins sem eru í senn bæði ómerkileg og gagnslaus og gerir sér mat úr þeim – veisluborð þegar best lætur . Dæmi um þetta er mýmörg en hér langar mig að nefna ljóðið „ Nýting tímans “ en það hefst á því að ljóðmælandi tilkynnir að nágranni sinn sé dáinn . Í ljós kemur svo að þeir hafa hist reglulega í götunni , væntanlega þar sem þeir búa , og tekið saman tal , sem báðum hefur leiðst ákaflega . „ En nú þarf hvorugur okkar / að hugsa um þetta meir ; / / og ég get nýtt betur / þann tíma sem ég á eftir . “ Með þessum lokaorðum opnast ljóðið skyndilega og ‚ nýting tímans ‘ tekur á sig nýja mynd , það rifjast líka upp að í upphafsorðunum kom fram að nágranninn er „ nokkrum árum eldri en ég “ og því ljóst að ljóðmælandi er þarna hugsi um eigin hag , sér að dauðinn er nær er hann hélt og því verður ‚ nýting tímans ‘ skyndilega knýjandi . Annað álíka – en þó gerólíkt – dæmi er ljóðið „ Undirdjúpin “ : Skip siglir frá landi . Það fjarlægist eins og maður fjarlægist mann : það verður minna en það var þegar það lá við höfnina , og alltaf minna og minna eftir því sem höfnin stækkar og himinninn þrengir að því . Svo lítið er það orðið þegar hafsröndin mætir því að hafi það haft einhverja von er sú orusta töpuð – og það sekkur . Sjónarhornið virðist vera maður á göngu sem nálgast höfnina jafnhliða því að skipið siglir á brott . Höfnin stækkar og skipið minnkar , myndflöturinn er tvívíður og allri tilfinningu fyrir fjarlægðum hefur verið eytt . Himinninn þrengir að vesalings skipinu sem skreppur saman og er að lokum gleypt . En þar með er ekki allt sagt : hugmyndin um fjarlægð er nefnilega þarna til staðar , bara ekki hjá hinu dæmda skipi . „ Það fjarlægist eins og maður fjarlægist / mann “ , í upphafi er dregin fram samlíking sem hlýtur að gera lesanda hugsi ; eru þetta örlög hinna fjölmörgu samskipta fólks sem eiga það til að minnka og hverfa , eða má jafnvel lesa þetta sem tilvistarlega sýn á manninn sjálfan , sem mun á endanum hverfa yst við sjónarrönd ? En í þessu getur líka falist undarlegt frelsi , eins og í prósaljóðinu „ Kæra eiginkona “ , en þar biður eiginmaðurinn eiginkonuna fyrir skilaboð til barnanna . Hann er á ferðalagi , staddur á hóteli , nema hann hefur í raun bókað sig inn annars staðar . „ Og jafnvel þótt sá nýi dvalarstaður sé mun rúmbetri en hótelherbergið er ekki pláss fyrir neinn annan þar inni . Reyndar er ekki rétt að tala um „ inni “ í því sambandi “ , né heldur er hægt að ná sambandi þar : „ þar er ekkert anddyri . Engin móttaka . “ Enn hljótum við að álykta að þessi nýi dvalarstaður sé dauðinn og að hvarfið inn í tómið , sem er bæði rúmbetra og móttökulaust – þó við gætum litið svo á að anddyrið sé hafsröndin – sé óumflýjanlegt . Að öðru leyti hafði prósinn lýst því vandamáli að á hótelherberginu sé útvarp sem ekki er hægt að slökkva á – en slíkt útvarp kemur reyndar við sögu í öðru ljóði , þarnæsta ljóði á eftir sem nefnist „ Æskuminning “ . Bíðum aðeins með það og skoðum annað prósaljóð , „ Koffort “ , en það tengist líka skipi og hefst á tilvitnun : „ „ Ég má engan tíma missa / Ég yrki . “ “ Ljóðlínurnar á svissneskur Frakki , Blaise Cendrars , og eru úr bók með frönskum ljóðaþýðingum , en „ síðan þá hafa þessar tvær ljóðlínur gert það að verkum að ég hef ekki mátt vera að neinu öðru en að yrkja . “ Í ljóði Cendrars segir ennfremur „ „ Seglskip kemur í kýrauga mitt . “ “ : Og þetta er nákvæmlega það sem hefur gerst : seglskip hefur siglt í kýrauga mitt . Þegar ég fylgist með því – úr mínu eigin auga – heyri ég stöðugt fyrir mér brakið í köðlunum sem strekkjast utan um rárnar , og þytinn í seglunum , og dynkinn þegar koffort sem gleymdist ofan á áhaldaskápnum fellur á þilfarið og rennur síðan með fremur óþægilegu og þurru hljóði utan í lunninguna : Ég má engan tíma missa , ég yrki . Enn á ný erum við minnt á mikilvægi þessa nýta tímann vel og sóa honum ekki á leiðinlega nágranna – sem eru í ofanálag boðberar dauðans , líkt og skipið sem eins og svo oft áður í ljóðum Braga siglir beinustu leið inn í eilífðina . En hér sjáum við einnig dæmi um þá útúrdúra sem einkenna Rómantíska andrúmsloftið . Myndmálið gerir það að verkum að við leggjum stöðugt lykkjur á leið okkar og erum iðulega skyndilega stödd einhversstaðar allt annarsstaðar en þar sem við lögðum upp í ferðina . „ Æskuminning “ er einmitt eitt af þannig ljóðum , en það hefst með orðunum : „ Við að keyra inn á tvöfalda stæðið / norðanmegin við húsið , / eftir tveggja klukkustunda fjarveru frá heimilinu , / kemur minningin upp í hugann . “ Þetta er nokkuð nákvæm lýsing , við erum stödd á tvöföldu stæði , norðanmegin og höfum verið tvo tíma í burtu . Minningin fer með okkur inn í annan bíl , að morgunlagi í janúar , en ljóðmælandi er greinilega unglingur á leið í skólann , foreldrar hans keyra hann en þau eru á leið í það „ sem þau kalla vinnu “ . Móðirin kveikir á útvarpinu en seinna um daginn kemur svo í ljós að ekki er hægt að slökkva á því . Ljóðmælanda er kalt , hann er ekki „ klæddur fyrir þann vetur / sem geisar í minningu um gamlan tíma . “ En svo skipast veður skjótt í lofti : En nú er sumar . Nú er sumarið liðið . Það er komið haust . Og það er hlýtt . Og laufin sem hafa fallið á bílastæðið verða undir dekkjunum þegar ég keyri yfir þau . Ég hef snúið aftur heim , eftir tveggja og hálfs tíma fjarveru . Þetta er undarlegt . Árstíðirnar líða hratt framhjá en samt erum við enn stödd á bílastæðinu ( norðanmegin ? ) og nú eru tveir og hálfur tími liðinn . Enda kemur í ljós að ljóðmælandi „ man ekki neitt , enda búnn að vera / í heimsókn hjá hálfníræðri konu / tvær síðustu klukkustundirnar – konu / sem allt man . “ Og með það erum við aftur komin í æskuminninguna um „ þennan löngu liðna vetrardag “ og ljóðmælandi er klæddur í flauelsjakka af frænda sínum , „ þeim sem ég veit að var aldrei til , / / sem var aðeins hugarburður foreldra minna . “ Minningin hefur breyst í hugarburð sem , eftir viðkomu á bílastæðinu á ný , verður enn meira knýjandi , því : Ég er hugarburður foreldra minna . Ég sit iacute ; aftursæti appelsínugula fjölskyldubílsins , þessa bíls sem einnig er ímyndun pabba og mömmu ; þau eru á leiðinni í einhverja vinnu sem þau vita – jafn vel og ég , sem veit að ekki ber að hafa orð á því - að hefur enga merkingu í raunveruleikanum . Nei , ég næ heldur ekki áttum hér . Eða jú , það var reyndar búið að gefa áður til kynna að eitthvað væri vafasamt við þessa minningu og foreldrana , en línan „ sem þau kalla vinnu “ gæti verið vísun til þess að ekki er allt eins og það á að vera . Nema nú erum við aftur komin á bílastæðið , en inn á milli hugarburða er ljóðmælandi kominn inn í húsið , horfir út um glugga og sér að „ tréð yfir bílastæðinu hefur fengið lögun manns / í djúpum efnahagsþrengingum . “ Það er ennþá haust , bara svona svo það sé á hreinu . Og nú kemur í ljós að „ Maðurinn í trénu er ekki aðeins þjakaður / af áhyggjum vegna afborgana af hlutunum sínum , / / heldur hafa hlutirnir enga merkingu fyrir honum lengur , og hann sjálfur / ekki heldur / þegar hann stillir sér upp innan um hlutina . “ Svo virðist sem hér hafi pólitísk ádeila á efnahagshrunið og gróðærið stungið niður rótum , en þá gerist þetta : Það líða fjörutíu til fimmtíu ár . Kínverska sendiráðið flytur í stærra húsnæði , og það er í minningunni , hinum eina áþreifanlega raunveruleika raunverulegs manns , sem foreldrar mínir sitja í framsætinu , og ég fyrir aftan þau : í aftursætinu . Kínamennirnir ekki enn búnir að fylla upp í það pláss sem er ónýtt . Hvað eigum við að halda hér ? Önnur ádeila , að þessu sinni á landvinninga athafnaskáldsins Huang Nubo ? Og hvað með þessa yfirlýsingu um að minningin sé eini áþreifanlegi raunveruleikinn , við erum þegar búin að sjá að allt er þetta hugarburður og að auki er allsendis óljóst hvernig þetta allt hófst , þar sem tímasetningum , að ekki sé talað um árstíðunum , ber ekki saman . Á þennan hátt byggir Bragi upp fjölmörg lög andstæðra merkinga sem takast á og hlaðast upp án röklegs samhengis annars en þess sem myndmálið kallar fram , og þá ekki alltaf einu sinni með skipulegum hætti . Lesandi missir hvað eftir annað fótanna , og þó hann hafi augun hjá sér er ekkert endilega víst að það gagnist , því svo skjótt skipast veðrin . Það er því ekki um annað að ræða en að leggja í lykkjurnar og treysta því að hvort sem komist verði á leiðarenda eða ekki þá muni lesturinn sanna fyrir okkur hið fornkveðna . Og skáldið Bragi mun ekki bregðast . Samskiptaleysi er lykilatriði í Ariasman , því bókin lýsir því hvernig skortur á samskiptum , og slæm samskipti sem komin eru til af ýmsum ástæðum , verða þess valdandi að fjöldamorð eru framin : en eins og Koivukari bendir á eru Spánverjavígin ( árið 1615 ) , viðfangsefni skáldsögunnar Ariasman , ekkert annað en fjöldamorð . Baskneskum hvalföngurum , skipsbrotsmönnum við strandir Íslands , var einfaldlega slátrað , og hvort sem lýsingarnar ( teknar úr samtímaskrifum ) eru orðum ýktar eða ekki er ljóst að hér er um að ræða andstyggilegt illvirki . ... Það fór ekki mikið fyrir Teiknum í jólabókaumræðu síðasta árs . Þó hefði verið full ástæða til að gera smá hávaða : bæði var ekki mikið um ljóðabækur það árið og svo er bókin einfaldlega góð . Sem út af fyrir sig er mikilvæg ástæða til að vekja á henni athygli , koma ljóðum hennar ekki bara til sinna , heldur allra hinna , svo ég leyfi mér að skella fram asnalegum frasa – en slíkt bull myndi Guðrún aldrei láta um lyklaborð sitt fara . ... Ljósmóðirin er söguleg skáldsaga sem kom út fyrir síðustu jól og segir sögu Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka á árunum í kringum aldamótin 1900 . Ljóst er að mikil heimildavinna og rannsóknir liggja að baki söguefninu sem Eyrún fléttar svo inn í skáldskaparlegt samhengi . Sagan rekur því ekki aðeins sögu Þórdísar ljósmóður heldur gefur hún sannfærandi mynd af því hvernig íslenskt sveitasamfélag gæti hugsanlega hafa verið fyrir um hundrað árum . ... Jenna Hvítfeld er aðalpersóna nýrrar skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur . Sem unglingur er Jenna afburða persóna , hún er fimleikastjarna og henni gengur vel í skólanum . Á fullorðinsárum hefur hún alið manninn í Texas í Bandaríkjunum og í gegnum íslenska slúðurpressu berast fréttir af afrekum hennar ; hún er ekki einungis afburða falleg heldur einnig afburða klár , úrvalsnemandi í eðlisfræði sem stundar geimþjálfun til að undirbúa sig fyrir geimferðir , og þekkir allt fræga og fína fólkið í Hollywood . Þegar systir hennar deyr neyðist hún til að fara aftur til Íslands , ásamt dóttur sinni Jackie , og mæta fjölskyldu sinni og vandamálum hennar . Það fær Jennu til að horfast í augu við sjálfa sig og að afhjúpa fjölskylduleyndarmálin sem hafa haft meiri áhrif á persónu hennar en hún gerði sér grein fyrir . ... Auður Jónsdóttir hefur getið sér gott orð í íslenskum bókmenntaheimi fyrir skáldsögur sínar sem hafa skýran raunsæislegan undirtón , eru skrifaðar af kaldhæðni og húmor og veita fyrir vikið sannfærandi og næmt sjónarhorn á mannlegt líf . Sögur Auðar hafa verið vinsælar meðal lesenda og hafa þrisvar sinnum verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna . Árið 2004 hlaut hún svo verðlaunin fyrir Fólkið í kjallaranum . Leikgerð sögunnar sló einnig í gegn á fjölum Borgarleikhússins nokkrum árum síðar og undirrituð man eftir einstaklega eftirminnilegri og vel leikinni sýningu . ... Rithöfundurinn í Suðurglugganum , nýjustu skáldsögu Gyrðis Elíassonar , reynir að skrifa bók á olivetti ritvélina sína sem er með bilað b . Hann drekkur þó nokkuð af kaffi , en líka bjór , einu sinni danskan bjór með 1944 - réttinum sem honum finnst hálf ómóralskt . Hann á í basli með fólkið sem er að skrifa um , sem er fúllynt í sumarfríi í Tyrklandi . Hann fær of mörg símtöl frá móður sinni , of fá frá konunni sem hann skrifar bréf en sendir ekki . ... Það var með mikilli eftirvæntingu að ég hóf lesturinn á Undantekningunni , fjórðu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur . Fyrri bækur höfundar , og þá sérstaklega skáldsagan Afleggjarinn frá 2007 , eru mér einfaldlega að skapi ; efnistökin eru lágstemmd , stíllinn vandaður og textinn myndrænn og skrifaður af næmni . Þá drógu fréttir af tilnefningu Undantekningarinnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna ekki úr áhuganum en þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Auði Övu kemur þar við sögu . Áður en lengra er haldið er vert að taka það fram að sagan stóðst allar mínar væntingar og gott betur . ... Ég hef öruggar heimildir fyrir því að skáldsagan sé dauð . Sem og ljóðið . Hvort dauðsföllin tengjast á einhvern hátt veit ég ekki , fréttin lét þess ekki getið og nú bíð ég bara eftir því að heyra af andláti hennar sömuleiðis . Við sem viljum lesa sögur af pappír þurfum þó ekki að líða skort vegna þess að atorkusamir höfundar og listamenn halda áfram að skaffa okkur myndasögur . ... Ármann Valur , söguhetja skáldsögu Braga Ólafssonar , Fjarveran , þolir ekki fyrirsagnir í eignarfalli . Hann er prófarkalesari og alkahólisti sem vaknar upp í byrjun bókar og veit ekki vel hvar hann er . En mikið rétt , það rifjast upp fyrir honum að hann hafði endað í einskonar partýi kvöldið áður , eftir að hafa komið heim frá London , en þar hafði hann hitt ungan mann sem af einhverjum ástæðum tók gleraugu Ármanns heim með sér . Sá hafði svo ekki verið heima þegar Ármann Val bar að garði , en í staðinn var þar fyrir annað fólk sem hélt uppi stuði . ... Daginn eftir að ég lauk við Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl heyrði ég lag í alls óskyldu hlaðvarpi ( er það ekki örugglega íslensk þýðing á „ podcast “ ? ) . Lagið er frá árinu 2005 , það er samið af grínistanum og tónlistarmanninum Stephen Lynch og heitir Tiny Little Moustache . Í texta lagsins ávarpar maður að nafni Stephen Lynchburgstein kærustuna sína , hann segist hafa uppgötvað að hún sé nasisti og að þess vegna þurfi þau að hætta saman . ...
Hver á að gæta barnsins míns ? Þegar ég las Drengen i kufferten í fyrra var ég á ferð í Kaupmannahöfn . Ég bjó til skiptis hjá þremur frænkum mínum og stundaði því að skilja farangur eftir í geymsluhólfum aðal járnbrautarstöðvarinnar . Ein frænkan býr þar rétt hjá , við Stampesgade sem liggur fyrir neðan Istedgade og önnur býr aðeins lengra inni á Vesturbrú . Ég var því stöðugt á ferð um sömu slóðir og Nína , söguhetja bókarinnar , þegar hún fyrst finnur barnið í tösku í geymsluhólfinu og leitar síðar uppi vændiskonur til að gefa sér upplýsingar um drenginn í ferðatöskunni . Það er alltaf dálítið sérstakt að lesa bók á sama tíma og söguslóðir hennar eru mældar og því er sagan mér sérlega minnisstæð . Þar er fjallað um sölu á börnum , þó ekki í kynferðislegum tilgangi heldur til ættleiðingar , en hin ógnin er þó alltaf undirliggjandi . Í þessu tilfelli bætist enn við að barninu er stolið til að bjarga keyptum bróður þess , en sá þjáist af nýrnasjúkdómi . Hér blandast því einnig inn siðferðilegar spurningar sem varða líftækni , en í krafti læknavísinda er nú hægt að bjarga börnum með ólæknandi sjúkdóma ef til er nægilega skyldur líffæragjafi . Læknavísindin hafa hinsvegar ekki svarað þeim fjölmörgu spurningum sem slík krafa á systkini og aðstandendur þeirra vekur upp , en um þetta er einmitt fjallað í skáldsögu Jodi Picault , Á ég að gæta systur minnar ? ( 2006 , kvikmynduð 2009 ) . Hér er glímt við svipuð siðferðileg málefni , sem eru að auki sett í samhengi stéttaskiptingar og ólíkra lífskjara íbúa Norðurlanda og fyrrum Austur-Evrópulanda . Börnunum er semsagt stolið frá ungri móður sem býr í Litháen og seld vel stæðum dönskum foreldrum sem ekki geta átt börn sjálf . Þannig er dregin upp nokkuð margslungin mynd , því ljóslega býðst börnunum betra líf í allgnægtum Danmerkur , en það ríkidæmi er svo speglað í örvæntingu móðurinnar og örlögum fyrra selda barnsins . Söguþræðirnir eru í raun fjórir , en aðalsöguhetjan er Nína sem er ákaflega taugaveikluð og yfirvaldsfælin og þjáist af stöðugum áhyggjum vegna hörmunga heimsins , sérstaklega gagnvart innflytjendum , konum og börnum , en á erfitt með að takast á við að sinna eigin fjölskyldu . Það er hún sem finnur barnið og leggur á einskonar flótta með það , jafnframt því að leita uppruna þess . Hin aðalpersónan er svo móðir barnsins , Sigita , sem leggur í örvæntingarfulla leit að því , en henni svíður enn missir hins . Báðar konurnar eru á barmi taugaáfalls allan tímann , Nína er áhugavert dæmi um vænisjúka persónu sem lesendur elska að hata , en Sigita fær öllu blíðlegri umfjöllun . Og svo er sagt frá glæpamanninum sem á að sjá um barnssöluna og er líka fullur örvæntingar og loks frá ríka danska parinu , aðallega föðurnum , sem kaupir börn eins og ferðatöskur . Lene Kaaberbøl er þekktust fyrir fantasíur sínar kenndar við Ávítara en virðist ekki síður eiga heima í glæpasöguforminu . Þar skiptir persónusköpunin miklu máli , en sterkar persónur eru einkennismerki Ávítara-bókanna , líkt og þessarar sögu hér . Meðhöfundur hennar er einnig þekkt fyrir barnabækur . Barnið í ferðatöskunni var framlag Dana til skandínavísku glæpasagnaverðlaunanna og keppti þar við Harðskafa Arnaldar Indriðasonar , Hvarfið ( sem vann ) eftir Johan Theorin og Land draumanna eftir Vidar Sundstøl sem einnig komu út í íslenskum þýðingum á þessu ári ( sjá umfjöllun hér annarsstaðar á síðunni ) . Ólöf Eldjárn þýðir með ágætum , þó ég geti ekki beint séð tilganginn í því að hafa barn í titlinum frekar en dreng . Höfundarnir halda vel utanum þá ólíku þræði sem spinna söguna og bókin er bæði spennandi sem glæpasaga og athyglisverð fyrir þau samfélagslegu málefni sem hún tekur til , auk þess sem persóna Nínu er sláandi sterk ímynd fyrir þá togstreitu sem margir vesturlandabúar upplifa í dag .
Þegar ég byrjaði að skipuleggja Stokkhólmsför í haust ákvað ég strax að lesa sænskar bækur í ferðinni , það er jú alltaf skynsamlegt að lesa á því máli sem maður þarf að tjá sig á þegar farið er til útlanda . Þegar bókin Fyrirgefningin kom upp í hendurnar á mér gleymdi ég hins vegar allri skynsemi , skildi Håkan Nesser eftir á náttborðinu heima og flaug út með glænýjan íslenskan krimma í höndunum . Í Fyrirgefningunni hittum við aftur fyrir aðalsöghetjur fyrstu bókar Lilju , Spor ( 2009 ) , þýðandann Magna og fyrrum eiginkonu hans , rannsóknarlögreglukonuna Iðunni . Þegar hér er komið sögu eiga þau von á barni og Iðunn er flutt heim til Magna , hins vegar stendur ekki til að endurnýja hjónabandið þó að Magni voni að þegar barnið fæðist muni Iðunn endurskoða þá afstöðu sína . Sem fyrr berst Magni við drauga alkóhólismans og setur sú barátta svip sinn á söguna . Hann er þjakaður af raunum þeim sem frá er sagt í fyrri bókinni , en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott . Útgefandi einn hefur sett sig í samband við hann og beðið hann að skrifa viðtalsbók þar sem rætt er við fólk sem upplifað hefur eitthvað svipað , misst einhvern nákominn fyrir hendi ofbeldismanns eða sjálft komist í tæri við slíka misyndismenn . Ritstörfin verða til þess að hann hittir á ný nokkuð af því fólki sem hann kynntist þegar hann lenti í klóm raðmorðingja í fyrri bókinni . Á sama tíma og Magni hittir persónur væntanlegrar bókar sinnar og ræðir við þær rannsakar Iðunn dularfull dauðsföll . Magna fer að gruna að samband sé milli fólksins sem hann talar við og þessara dauðsfalla og þær grunsemdir leiða hann á fund sorgarhóps sem hittist í Hallgrímskirkju til að vinna úr sínum málum með aðstoð prests og sálfræðings . Magni og Iðunn eru að mörgu leyti klassískt glæpasagnapar , en Lilja víxlar kynhlutverkunum frá því sem algengara er , til að mynda hjá Ericu og Patrik í sögum Camillu Läckberg og Þóru og Matthew í sögum Yrsu Sigurðardóttur , þar sem karlmennirnir eru löggur eða eins og hjá Yrsu , fyrrverandi lögga . Magna svipar á hinn bóginn til sænskra kvenkollega , til dæmis söguhetja þeirra Lisu Marklund og fyrrnefndar Läckberg , þær eru blaðamenn , hann er þýðandi og verðandi rithöfundur , taugaveiklaður og sveiflurnar á tilfinningaskalanum miklar . Hæfileikana í eldhúsinu sækir hann hins vegar frekar til ofursvala spæjarans Spencers sem Robert heitinn Parker skapaði og íslenska rannsóknarlögreglumannsins Árna í sögum Ævars Arnar . En þrátt fyrir breyskleikann , eða kannski vegna hans , þykir lesendum vænt um Magna og eins og áður segir tekst höfundi vel að skapa samkennd með honum og eiginkonunni fyrrverandi sem berst fyrir frama sínum innan karlaheims lögreglunnar , kasólétt og síþreytt . Sögusvið Fyrirgefningarinnar einskorðast að mestu við lítinn hluta Reykjavíkur en innri heimur sögunnar er mjög afmarkaður , hann miðast eingöngu við Magna og hans þrönga veruleika , allir sem hann hittir og talar við tengjast bókinni og glæpamálunum á einhvern hátt . Sagan er líka algjörlega tímalaust , það eru litlar skírskotanir til þjóðfélagsins sem persónurnar lifa í og engir sögulegir viðburðir nefndir . Þetta skilur eftir ákveðið tómarúm en undirstrikar um leið sjálfhverfan heim alkóhólistans sem sífellt á í baráttu við eigin veikleika . Helsti galli sögunnar er þó , eins og þeirrar fyrri , hvað glæpurinn er fyrirsjáanlegur , reyndar svo mjög að ég átti erfitt með að trúa því að þetta gæti verið lausnin , að því leyti er sagan spennandi fram til þess síðasta , eins mótsagnakennt og það hljómar . Fyrirgefningin er eins og áður sagði beint framhald af bókinni Spor sem út kom fyrir síðustu jól og lesendum sem ekki hafa lesið hana er eindregið ráðið frá því að lesa þessa á undan , þó ekki væri nema vegna þess að Magni talar mikið um þá reynslu sem hann varð fyrir og þar er lýst og nefnir morðingja fyrri sögunnar margoft á nafn . Í heildina litið er sagan vel heppnuð og skemmtilega skrifuð . Það verður forvitnilegt að fylgjast með Lilju og hvert persónur hennar stefna , því að allt bendir til þess að hún ætli að halda áfram á sömu braut . Ingibjörg Rögnvaldsdóttir , nóvember 2010 .
Þetta tekst misvel , og þess jafnvel dæmi að ágætustu höfundum skjótist þótt skýrir séu . Hin eiginlega saga hefst 1964 og lýkur um haustið 2009 . Þetta er sem sé meginþráður sögunnar en hún er þó allt að því hálfnuð áður en að þessum atburðum kemur . Höfundur lýsir hver hugmynd hans er að baki margra , að því er virðast , tilviljankenndra funda ýmissa og ólíkra persóna bókarinnar . Það verður að segjast að Sigurjóni tekst bara nokkuð vel upp . Stíll sögunnar er kannski engin snilld en góðir sprettir á köflum og Sigurjóni lætur vel að lýsa umhverfi ; til að mynda íslenskri ( og afganskri ) náttúru . Stundum getur orkað tvímælis að skipt er úr þriðju persónu í fyrstu persónu í einni og sömu málsgrein . Slíkt ásamt ýmsum innsláttarvillum segir manni að yfirlestri hafi verið áfátt og kannski enginn verið . Innsláttar - og inndráttarvillur , og ýmislegt annað smálegt þess háttar sem úði og grúði af náði þó ekki að pirra þann sem þetta ritar svo mikið að hann lokaði bókinni . Sagan sem sögð er hefur vinninginn yfir fagurfræði uppsetningarinnar á textanum .
„ Kjötætublómin hafa flutt í annað póstnúmer “ Ljóðabókin Daloon dagar eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er afrakstur nýtilkominnar námsbrautar í ritlist við Háskóla Íslands , en henni stýrir rithöfundurinn og þýðandinn Rúnar Helgi Vignisson . Áður hefur komið út bókin Með mínum grænu augum eftir Sverri Norland ( og mögulega fleiri sem ég hef ekki frétt af ) og af þessum tveimur bókum má auðveldlega álykta að þarna eru góðir hlutir að gerast . Bók Bergþóru er tilraunakenndari en bók Sverris , en þar eru alfarið ljóð í því nútímaformi sem gengur illa að skilgreina , laus við hefðbundna hætti og hrynjanda , en að öðru leyti afar fjölbreytt í laginu . Meirihlutinn er í einhverskonar prósastíl , ýmist sem örstuttar fáeinar línur , eða þéttari ‚ frásögn ‘ , öðrum er raðað upp í því sem fyrir flesta er dæmigert nútímaljóð þó útfærslur Bergþóru falli ekkert endilega að slíkum . Það má greina ákveðinn framúrstefnutón í bókinni , súrrealískt myndmál stingur víða niður kollinum og ljóðin einkennast mörg hver af hraða og ákafa , einskonar ofhlæði og ágangi sem getur komið afar vel út – en ekki alltaf , eins og gengur . Bókin skiptist í fjóra hluta sem eru nokkuð þematengdir . Þremur síðari hlutunum fylgir mynd eftir Rakel McMahon sem einnig gerir forsíðumyndina og er hér um sérlega vel heppnaða myndræna útfærslu að ræða . Forsíðumyndin er nokkuð súrrealísk enda eru súrrealískustu ljóðin í fyrsta hlutanum , sem hefst á ljóðinu „ Fyrsti kafli ( ÓKEI ) “ : Svo þú vaknaðir með kónguló í rúminu og munninn fullan af hnífapörum ? já já járnseyðingurinn í maganum er andstyggilegur ég vei ég veit ég veit ! en byrjaðu á því að taka út úr þér gafflana svo ég skilji hvað þú ert að mplrhreyhhnaadswhejah . Ó-KEi ? Þetta fannst mér skemmtilegt og gaf strax góð fyrirheit . Eitt þema er ítrekað , en það er „ Póstkort til herra Li “ , þau eru alls þrjú , eitt í fyrsta hluta og tvö í þeim síðasta . Fyrsta kortið gefur til kynna andblæ úr öðrum heimi og reyndar má segja það sama um mörg ljóðanna , þau eru ánægjulega framandleg í íslenskri ljóðlist og vekja forvitni og eftirvæntingu hjá lesanda . Á stundum verður æsingurinn dálítið mikill og tilgerðin vomar yfir , en það kemur ekki að neinni alvarlegri sök : ég hef oft sagt og segi enn og aftur að ljóðabækur kalla einfaldlega á annarskonar lestur , og ef ljóðabók inniheldur þó ekki væri nema örfá fín ljóð þá er ferðalagið þess virði . Vissulega er þetta erfiðara þegar í hlut eiga þematengdar ljóðabækur eins og bók Bergþóru , en við fyrsta lestur fannst mér hlutar tvö og þrjú , „ Þriðjudagur og smokkfiskar hanga á spýtunni “ og „ Það er eitthvað að fara að gerast “ allslakir . En við annan lestur sá ég að ég var að láta stök ljóð trufla mig um of og að þarna er ýmislegt skemmtilegt um að vera . Í „ Það er eitthvað að fara að gerast “ er til dæmis dálítið fyndin romsa af einskonar vinkvennaslúðri sem síðan endar á dásamlega súrrealískri mynd . Fyrst fregnum við af Guðnýju sem fékk ástarbréf frá manni sem „ er víst áhugaverður en þarf að laga sig / þurfa þeir þess ekki allir “ , svo poppar æskuvinur Freyju „ upp á spjallinu á þriðjudegi og bauð henni að koma að ríða hún afþakkaði að sjálfsögðu svo óforskammað boð ( og það á þriðjudegi ) “ . Fleiri álíka sögur fylgja en svo erum við alltíeinu komin út í heim og heyrum um einræðisherra sem stela gulli og þá fara skrýtnir hlutir að gerast því „ Sveinbjörg á ekkert gull hún býr ein í búri í stofunni sátt með sand og stöku flugu hún hefur það örugglega best af okkur öllum hahaha ... “ Sveinbjörgu er gefin hálfétin Berlínarbolla „ en passaðu þig á sultunni sem lekur úr henni miðri við viljum ekki að sultan leki á stofuborðið hún gæti skilið eftir blett “ . Hér má náttúrulega bara finna hversdagslega skýringu og álykta að Sveinbjörg sé fugl ( eða eitthvað annað gæludýr ) , en það er eitthvað sláandi skemmtilegt við þetta hversdagslega kvenmannsnafn sem fylgir í kjölfar allra hinna kvenmannsnafnanna , og tilheyrir samt ekki þeirra hversdagslega veruleika skyndikynna og ástarsambanda . Lokaljóðið er ljóðabálkur sem nefnist „ Þau voru hér bæði “ og virðist gerast á einhversskonar stofnun , mögulega fyrir geðsjúka , en síðasta ljóðið lýsir sólblómum sem vaxa ekki villt heldur „ eru vafin á bláan bakgrunn “ sem gæti vísað til málverks Van Goghs . Þetta ljóð er sett fram í einskonar dagbókarformi og er dæmi um þau ‚ hefðbundnari ‘ nútímaljóð sem finna má í bókinni . Dagbókaformið er ekki óalgengt bragð og þjónar því hlutverki að skapa nálægð milli ljóðmælanda og lesanda , opna einskonar glugga inn í hugleiðingar annarar manneskju á annan hátt en ‚ venjulegt ‘ ljóð gerir . Þetta er svo ítrekað með því að láta einhverskonar gæslukonu í fyrsta ljóðinu afbaka nafn skáldkonunnar : „ Bergbora Snípursdóttir “ . Slík innsetning höfundar í skáldskap á sér fjölbreytta hefð og hér er þessu nokkuð fimlega fyrir komið og spilar á athyglisverðan hátt saman við ýmis persónulega ágeng ljóð sem finna má hér og þar í bókinni , meðal annars póstkortin til Herra Li . Pólitíkin er líka til staðar , en svo virðist sem nú verði ungt listafólk að sýna pólitíska meðvitund . Eitt ljóðanna heitir „ Heimsóttablús “ og er meðal þeirra ljóða sem rambar ítrekað á mörkum þess að verða tilgerðarlegt en inniheldur jafnframt öflugar og fallegar myndir : „ eggjarauðurnar springa á öskugráum himni “ er ein , meðan pólitíkin nýtur sín vel í línunni „ hlustaðu og þú heyrir skjalatöskusvartnættið éta sig að kjarna jarðarinnar “ , svo tekur súrrealisminn yfir með nokkuð elegant pólitískum snúningi : Náttúrunni verður ekki lengur haldið í öruggri fjarlægð frá áhorfandanum . Kjötætublómin hafa flutt í annað póstnúmer og brátt munu lemúrar gæða sér á tarantúlum bakvið Habitat sófann þinn á meðan tvöþúsund tonna kettir háma í sig Balkanskaga þjóðarbrotin brenna upp í magasýrunum Öllu þessu er beint til Dívu le Monde sem situr „ á kaffihúsi í Hyde Park “ , „ með mjólkina freyðandi á vörunum “ .
Við tilheyrum sama myrkrinu . Af vináttu : Marilyn Monroe og Greta Garbo Skáldkonan og leikkonurnar Á síðasta ári kom út skáldverk sem fjallar um þekktar persónur , nafngreinir þær og lætur þær gera eitt og annað sem ekki samræmist heimildum um líf þeirra . Kristín Ómarsdóttir er einn sérstæðasti rithöfundur Íslendinga og verk hennar hafa aldrei hlotið þá viðurkenningu sem þau verðskulda . Eftir því sem ég kemst næst hafa tvær skáldsagna hennar verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna , þó ekki það verk sem er líklegast ein besta íslenska skáldsaga síðari ára , Hjá brúnni ( 2009 ) . Verk Kristínar eru vissulega ekki alltaf árennileg , en hún vinnur markvisst með form og tungumál og gengur oft afar langt í því að reyna á þolrif lesandans með furðulegum fléttum og margslungnum fantasíum sem leysa upp allar veruleikatengingar og kippa grundvellinum undan hugmyndum og heimsmynd hans . Ekkert af þessu er þó góð ástæða til að gefast upp , því þetta eru einmitt helstu einkenni góðra bókmennta , bókmennta sem bjóða lesanda upp á þann möguleika að uppgötva heiminn upp á nýtt og krefja hann í raun um að endurskoða viðtekin gildi og gluggatjöld . Þó sögurnar af Marilyn og Gretu gætu virst dálítið skrítnar við fyrstu sýn , eða réttara sagt , þó hugmyndin um sögur sem lýsa vináttu þessara tveggja frægu kvenna gæti virst undarleg , þá er Við tilheyrum sama myrkrinu líklega ein aðgengilegasta bók Kristínar í lengri tíma . Sögurnar eru sex talsins , afar mislangar og ákaflega fallegar , en þrátt fyrir myrka undirtóna einmanaleika og sjálfsmorðs einkennast þær af hlýju og næmni , auk gleðinnar sem býr í góðri vináttu . Í fyrstu sögunni , „ Síðdegi við Kyrrahafið “ er tónninn sleginn , en eitt af því sem sameinar þessar konur er ást þeirra á bókmenntum og sögum . Þær lesa saman og hvor fyrir aðra , eða segja hvor annarri sögur . Og Marilyn bakar fyrir Gretu : „ Bókmenntir og brauðsnúðar sameinuðu þær “ ( 5 ) . Með þessu drekka þær „ champagne “ : „ Fátt var laugardagslegra en kampavín eftir alla laugardagsbrönsana á millistríðsárunum . Og nú ríkti heimsfriður þó hún hefði engu gleymt og margir fallið í valinn . Aldrei myndi hún hætta að syrgja en freyðandi vökvi styrkir lamandi geð “ ( 5 ) . Á þennan hátt teiknar Kristín upp hið sögulega samhengi , en í sögunum eru ýmsar tilvísanir til atburða veraldarsögunnar , frægar persónur hafa sent Gretu Garbo bréf og þær velta fyrir sér lúxuslífi Maós í menningarbyltingunni . Þó er ekki hægt að vita neitt um nákvæmar tímasetningar , en í heimi skáldskaparins skiptir slíkt ekki máli . Eða eins og segir fremst í bókinni : „ Við tilheyrum sama myrkrinu fjallar ekki um raunverulega atburði ; sögurnar og ljóðið sem hér birtast eru skáldskapur þar sem leikkonurnar Marilyn Monroe ( 1926 - 1962 ) og Greta Garbo ( 1905 - 1990 ) leika aðalhlutverkin . Allar persónur sem við sögu koma , jafnvel þær Marilyn og Greta , eru skáldaðar . “ Það er nú svosem ekki um margar aðrar persónur að ræða , því sögurnar takmarkast að mestu leyti við konurnar tvær . Í einni sögunni koma þó tveir karlar við sögu , en af þeim stafar ógn og þeir telja sig eiga erindi við konurnar , telja sig greinilega eiga rétt á því að taka þær konur sem þeir vilja . Tvímenningarnir eru einskonar táknmynd fyrir alla þá karlmenn sem troða sér inn í líf og tilveru þessara kvenna , vilja eigna sér þær , taka myndir af þeim , krefja þær um nekt og fegurð , kossa , kynlíf , aðdáun og bros . Líkt og með hinar handahófskenndu tilvísanir til heimsatburða er vísað til þessara karla hér og þar . Áherslan er þó ekki á að fjalla um áhrif þeirra á konurnar , heldur þvert á móti ganga sögurnar út á að þær skapa sér sitt eigið rými í krafti vináttu sinnar , sem sameinar þær og verndar gegn ágangi . Einmanaleikanum sem fylgir frægðinni er haldið utandyra þau augnablik sem þær eiga saman , eða eins og Marilyn segir : „ Ég vil síður drepa mig í kompaníi með þér “ ( 29 ) . Lesendum Kristínar kemur varla á óvart að textarnir eru hreinlega ilmandi af hinsegin erótík , og reyndar bara allskonar erótík , en leikkonurnar ræða kynlíf og líkama hvorrar annarar – og sína eigin ; Marilyn lýsir brjóstum sínum sem tveimur hvolpum , en Greta lýsir þeim svona : „ Brjóst hennar gætu verið full af víni , þau eru full af heitu víni . Geirvörturnar bera svipmót barns sem vaknar upp við hávaða ; svona syfjaður augnsvipur “ ( 61 ) . Þetta er í sögunni „ Hótelherbergi “ en þar liggja vinkonurnar saman uppi í rúmi og lýsa hvorri annarri á þann einstaka hátt sem Kristínu einni er lagið – skyndilega er lýsingin komin eitthvað allt annað , í stríð þar sem særður herforingi er kysstur af liðsforingja sínum : „ Þegar vangar hermannanna mætast hugsa þeir báðir um pönnukökur í heitu eldhúsi . Bráðum deyja þeir . “ Í lok sögunnar ráðast tveir menn inn í hótelherbergi og segjast leita tveggja kvenna , en þeir koma svo aftur við sögu í næstu smásögu , „ Morgunsjónvarpið “ . Teikningar Kristínar mynda fullkomna samfellu við textana , en Kristín hefur áður unnið með samþáttun mynda og orða í ljóðabókum sínum . Reyndar eru verk hennar öll sérlega myndræn , en ítarlegar lýsingar á smáatriðum fleyga reglulega framrás frásagnarinnar og skapa sérstæð augnablik innan hennar , rjúfa flæðið og afvegaleiða hugann . Staða nafnkunnra persóna í skáldskap og meðferð rithöfunda á sögulegu efni hefur lengi verið afar umdeilt fyrirbæri og sér ekki fyrir endann á því . Í þessu tilfelli held ég þó að þær leikkonurnar geti vel við unað , og jafnvel óskað sér þess að hafa átt þessar sameiginlegu stundir sem Kristín Ómarsdóttir lýsir : allvega gætu þær tekið undir það að tilheyra sama myrkrinu .
Það er ekki mikil rómantík í skáldsögu Svíans Kristians Lundbergs , Allt er ást , þó nóg sé af ástinni , eins og titillinn gefur til kynna . Bókin er þó ástarsaga , en í stað rómantískrar sögufléttu sem gengur út á kynni elskendanna og það hvernig þau ná að lokum saman byggir höfundur upp heim algerra andstæðna , heim eyðileggingar og niðurlægingar sem hann speglar í ástinni sem skyndilega kemur inn í líf hans . Þessar andstæður koma ágætlega fram í lýsingu aftarlega í bókinni en þar er sögumaður á göngu og hugsar um þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi hans og lífi : „ Staðurinn er að umbreytast . Á göngustígnum meðfram ströndinni sé ég rotturnar koma – en bara ef ég hef staðið kyrr í langa stund . Já , ég elska hana . Allt annað er óhugsandi . Þetta er eins konar endurfæðing til lífsins ef svo má segja “ ( 150 ) . Þetta er athyglisverð mynd – ást og rottum slær þarna saman eins og ekkert sé sjálfsagðara – en um leið lýsandi fyrir söguna í heild , en fyrir utan ástina og niðurlæginguna er mikið fjallað um sögusvið hennar , bæinn Málmey í Svíþjóð . Annað athyglisvert er að sögumaður heitir Kristian eins og höfundurinn og þegar upplýsingar um höfundinn eru skoðaðar er ljóst að sögumaður á ýmislegt sameiginlegt með höfundi . Meðal annars það að vera rithöfundur , en missa vinnuna og neyðast til að taka að sér verkamannastörf , og á endanum skrifa skáldsögu um það tímabil ( ekki þó þessa sögu , heldur aðra ) . Sömuleiðis að hafa átt geðsjúka móður og verið ódælt ungmenni og fíkill , alkahólisti og eiturlyfjaneytandi . Sagan virðist því að nokkru leyti sjálfsævisöguleg , þó ekki sé um hefðbundna sjálfsævisögu að ræða . Frásögnin er sett saman úr brotum sem lýsa minningum úr bernsku og ungdómsárum sögumanns , verkamannavinnunni og aðbúnaði þeirra sem eru háðir mönnunarfyrirtæki sem misnotar þá miskunnarlaust , ástinni sjálfri og loks því að skrifa bókina , en skrifin eru mikilvægt þema verksins . Annað mikilvægt viðfangsefni er stéttamismunur og aðbúnaður verkafólks , en sögumaður lýsir því hvernig hann flakkar milli stétta þegar hann neyðist skyndilega til að taka að sér illa launuð störf og verða háður duttlungum mönnunarfyrirtækisins . Einnig er komið inn á stöðu ólöglegra innflytjenda og þar með tengist sagan að nokkru inn í undirheima Málmeyjar , undirheima sem sögumaður hefur auðvitað áður kynnst á tímum fíknarinnar . Það sem knýr söguna er þó ástin , eða kannski frekar óttinn við ástina , efinn um að hún sé raunveruleg , að sögumaður eigi skilið þessa miklu hamingju . Sú elskaða er nefnilega gömul kærasta , frá tímabili fíknarinnar , sem sögumaður fældi frá sér en hefur alltaf elskað í raun . Nú er hún komin aftur og þetta krefur sögumann um sjálfsskoðun og sjálfsrýni sem meðal annars kemur fram í upprifjunum á æskunni og vangaveltum um niðurlæginguna á verkamannaplaninu . Í sjálfu sér er þetta kannski ekki brjálæðislega spennandi viðfangsefni en það sem gerir söguna athyglisverða og ánægjulegra aflestrar er hversu vel hún er smíðuð . Brotaformið , sem felur í sér stöðugt flakk milli sviða , er tilgerðarlaust og teiknar upp mynd af manni sem stendur , kannski á göngustíg við ströndina , og lætur hugann flögra um minningar meðan augun flökta um umhverfið og þannig myndast einskonar mósaík mynda , minninga og hugleiðinga sem allar hverfast um einn punkt : ástina . Á margan hátt virðist þetta undarleg leið til að nálgast þetta uppáhaldsviðfangsefni heimsbókmenntanna jafnt sem sjoppusagna , en þó hlýtur að læðast að lesanda sú hugmynd að kannski einmitt svona sé best að ná taki á því ljúfsára fyrirbæri sem ástin er ; með varúð , aðgát og augun opin fyrir rottum . Þýðing Þórdísar Gísladóttur er afbragðsgóð og fangar vel þau margvíslegu blæbrigði trega , reiði og gleði sem skiptast á í verkinu .
Þó þetta ljóð sé um margt lýsandi fyrir ljóðin í Rómantísku andrúmslofti verður að slá varnagla við því að höfundurinn ætli sér að gera sitt besta til að liðsinna lesandanum – sem kemur ekki í veg fyrir að ferðalagið verði ánægjulegt og við getum vel gert eins og sá eistneski sem launar „ hjálpsemina og spjallið með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallin niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn . “ Í ljós kemur svo að þeir hafa hist reglulega í götunni , væntanlega þar sem þeir búa , og tekið saman tal , sem báðum hefur leiðst ákaflega . „ Sjónarhornið virðist vera maður á göngu sem nálgast höfnina jafnhliða því að skipið siglir á brott . En í þessu getur líka falist undarlegt frelsi , eins og í prósaljóðinu „ Kæra eiginkona “ , en þar biður eiginmaðurinn eiginkonuna fyrir skilaboð til barnanna . Engin móttaka . “ : Og þetta er nákvæmlega það sem hefur gerst : seglskip hefur siglt í kýrauga mitt . Þegar ég fylgist með því – úr mínu eigin auga – heyri ég stöðugt fyrir mér brakið í köðlunum sem strekkjast utan um rárnar , og þytinn í seglunum , og dynkinn þegar koffort sem gleymdist ofan á áhaldaskápnum fellur á þilfarið og rennur síðan með fremur óþægilegu og þurru hljóði utan í lunninguna : Ég má engan tíma missa , ég yrki . Þetta er nokkuð nákvæm lýsing , við erum stödd á tvöföldu stæði , norðanmegin og höfum verið tvo tíma í burtu . Minningin fer með okkur inn í annan bíl , að morgunlagi í janúar , en ljóðmælandi er greinilega unglingur á leið í skólann , foreldrar hans keyra hann en þau eru á leið í það „ sem þau kalla vinnu “ . Móðirin kveikir á útvarpinu en seinna um daginn kemur svo í ljós að ekki er hægt að slökkva á því . Það er komið haust . Og það er hlýtt . og nú eru tveir og hálfur tími liðinn . Enda kemur í ljós að ljóðmælandi „ man ekki neitt , enda búnn að vera / í heimsókn hjá hálfníræðri konu / tvær síðustu klukkustundirnar – konu / sem allt man . “ Nema nú erum við aftur komin á bílastæðið , en inn á milli hugarburða er ljóðmælandi kominn inn í húsið , horfir út um glugga og sér að „ tréð yfir bílastæðinu hefur fengið lögun manns / í djúpum efnahagsþrengingum . “ Kínamennirnir ekki enn búnir að fylla upp í það pláss sem er ónýtt . Hvað eigum við að halda hér ? Önnur ádeila , að þessu sinni á landvinninga athafnaskáldsins Huang Nubo ? Það er því ekki um annað að ræða en að leggja í lykkjurnar og treysta því að hvort sem komist verði á leiðarenda eða ekki þá muni lesturinn sanna fyrir okkur hið fornkveðna . Og skáldið Bragi mun ekki bregðast .
Húfulaus her jólasveina barst mér í umslagi um daginn . Umslagið er partur af „ ritröð um menningu og mannlíf með ritgerðum , greinum , sögum , ljóðum og myndverkum ” , segir aftan á umslaginu . Fyrsta umslagið var ljóðaumslagið Sjöund , með ljóðum eftir Gunnar Hersvein , hannað af Sóleyju Stefánsdóttur , sem hafði veg og vanda af þessari einstöku og fersku útgáfu á bókarformið . Umslagið er nefnilega ekki aðeins umbúðir heldur hluti af ritverkinu sem heftað er inn í það . Allt er þetta ákaflega skemmtilegt og sniðugt og býður höfundum upp á ýmsa leiki í máli og myndum , auk þess að gleðja lesandann voðalega því það er svo spennandi að sjá hvað kemur upp úr umslaginu hverju sinni . ... Morð fyrir luktum dyrum barst mér í umslagi um daginn . Umslagið er partur af „ ritröð um menningu og mannlíf með ritgerðum , greinum , sögum , ljóðum og myndverkum ” , segir aftan á umslaginu . Fyrsta verkið var ljóðaumslagið Sjöund , með ljóðum eftir Gunnar Hersvein , hannað af Sóleyju Stefánsdóttur , sem hafði veg og vanda að þessari einstöku og fersku útgáfu á bókarformið . Umslagið er nefnilega ekki aðeins umbúðir heldur hluti af ritverkinu sem heftað er inn í það . Allt er þetta ákaflega skemmtilegt og sniðugt og býður höfundum upp á ýmsa leiki í máli og myndum , auk þess að gleðja lesandann , því það er svo spennandi að sjá hvað kemur upp úr umslaginu hverju sinni . ... Síðan íslenskar glæpasögur fóru að ryðja sér til rúms hér á landi á hafa reglulega komið upp raddir sem fordæma þessa tegund bókmennta og harma ágang hennar á góðan smekk og gengi fagurbókmennta . Í slíkri umræðu er sjaldnast gerður greinarmunur á glæpasögum , þeim er skipað saman í einn flokk , án nokkurrar meðvitundar um að reyfarar eru fjölskrúðug skepna sem gefur stundum vel af sér , stundum ekki . ... Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að drekka í mig íslenskar þjóðsögur og ævintýri ( er það reyndar ekki enn ) , en þetta menningaruppeldi æskunnar er án vafa mitt mikilvægasta . Þjóðsagnaarfurinn er óþrjótandi uppspretta þekkingar og hugleiðinga og hefur nýst rithöfundum sem innblástur , nú síðast má sjá ummerki draugasagnahefðarinnar í skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur , Ég man þig . Sú bók hefur einmitt notið mikilla vinsælda , sem segir sitt um þorsta lesenda eftir almennilegum útgáfum á þessum oft afskipta menningararfi ( sem að mínu mati er margfalt merkilegri en þetta Íslendingasagnadót sem allir eru alltaf að mæra ) . Nokkrar myndabækur sem byggja á þjóðsagnagnægtinni hafa komið út á undanförnum árum . Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gaf árið 2007 út sagnasafnið Vel trúi ég þessu ... Eva er kona á sextugsaldri sem lifir friðsælu lífi í gömlu sumarhúsi á vesturströnd Svíþjóðar ásamt sambýlismanni sínum . Hún heldur lauslegu sambandi við vini sína til margra áratuga og reynir að rækta sambandið við börnin sín og barnabörn . Allt er því í föstum skorðum . Svo virðist alla vega vera , séð utan frá . Þegar hún fær fallega dagbók í afmælisgjöf frá barnabarni sínu byrjar hún nefnilega að ljúka upp Pandóruboxi fortíðarinnar ... „ Hver erum við ? / Hvar erum við ? / Erum við / við ? ” Svona hefst eitt ljóðanna í Ljóð af ættarmóti eftir Anton Helga Jónsson . Þetta er afskaplega kunnugleg tilvistarleg spurning sem öðlast nýtt líf í þessu samhengi , því þótt ættarmótið sjálft komi aldrei til tals utan titlisins , þá er óhjákvæmilegt að lesa ljóðin í ljósi þess . Þannig verða spurningarnar áhugaverðar á nýjan hátt , því ættarmótið sem vísað er til má skoða í stærra samhengi - nei ekki mennskunnar allrar heldur örsamfélagsins Íslands : „ Ég get ekkert sagt . / Ég er sonur mömmu . / Ég er frændi . Ég er mágur . Ég er vanhæf . ” Bókin endar svo á því að elsti Íslendingurinn deyr , aftur : „ Elsti Íslendingurinn er látinn . Lifi elsti Íslendingurinn . ” ... Stolnar raddir er fyrsta skáldsaga Hugrúnar Kristjánsdóttur og samkvæmt Gegni , samskrá bókasafna , hefur ekkert annað komið út eftir hana . Ég vissi því ekkert á hverju ég átti von þegar ég hóf lesturinn . Eins og nær allar aðrar nýjar bækur sem ég hef lesið fyrir þessi jól hefst sagan á dagsetningu sem er þægileg leið til að ramma inn sögutímann . Söguhetjan , Sóllilja , fylgist með ömmu sinni koma heim og fer í framhaldi af því að rifja upp atburði sem áttu sér stað nokkrum mánuðum áður . ... Að mörgu leyti virkar ljóðabók Þórarins Eldjárns , Vísnafýsn , eins og barnabók fyrir fullorðna . Þetta segi ég ekki ljóðunum til minnkunnar , enda hafa barnaljóð Þórarins notið fádæma vinsælda auk þess sem verk hann fyrir fullorðna njóta mikillar virðingar . Það sem ég á við er að þeir sem hafa alist upp við barnakvæði Þórarins ættu að finna ákveðin samhljóm í vísum Vísnafýsnar , en þar ríkir sami léttleikinn og einkennir barnakvæðin , þrátt fyrir að viðfangsefnin séu nokkuð önnur . Vísnafýsn inniheldur ferskeytlur og aðrar stuttar vísur ortar undir hefðbundnum háttum , í þeim afslappaða tón sem einkennir slíkan skáldskap Þórarins allt frá því að hann sló í gegn með Disneyrímum ( 1978 ) . ... Setningin , „ Vatnið suðar í katlinum ” , segir ansi mikið um söguna Missi eftir Guðberg Bergsson . Setningin birtist á fyrstu síðu þessarar stuttu skáldsögu sem ber undirtitilinn „ Stuttsaga ” og fjallar um aldraðan mann sem hefur nýlega misst konu sína . Hann saknar hennar , og þó ekki , því hjónabandið hefur greinilega verið nokkuð stormasamt og veikindi konunnar erfið og langvarandi . Því er söknuður kannski ekki rétta orðið , missinum fylgir ekki endilega - eða einungis - söknuður heldur skilur hann eftir sig tómarúm , gat í lífið sem gamla manninum reynist erfitt að fylla upp í . ... Ég efast um að ég hafi lesið meiri texta eftir nokkurn mann annan en Þorgrím Þráinsson í barnæsku minni . Ekki bara var ég sammála flestum jafnöldrum mínum um það að Tár , bros og takkaskór væri líklega besta bók í heimi , Þorgrímur ritstýrði nefnilega líka og skrifaði mestallt efni í Íþróttablaðið , uppáhaldsblað okkar bræðranna sem foreldrar okkar voru svo góðir að leyfa okkur að vera áskrifendur að . Þau blöð lúslas maður samviskusamlega frá upphafi til enda , síendurtekið þangað til að þau voru við það að detta í sundur . Maður kunni því næstum því vel við Þorgrím Þráinsson , ekki meira en það þó . Allir hans kostir náðu nefnilega ekki alveg að vega upp á móti hans stóru synd í augum ungra Vesturbæinga . Hann var jú auðvitað bölvaður Valsari . ...
Góða nótt , sofðu rótt eftir David Melling , í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur ; Hundurinn , kötturinn og músin eftir Bárð Oskarsson , í þýðingu Sigþrúðar Gunnarsdóttur ; Sjóræningjar skipta ekki um bleiur eftir Melindu Long , með myndum eftir David Shannon , í þýðingu Guðna Kolbeinssonar ; Sylvía og drekinn eftir Lawrence Schimel , með myndum eftir Söru Rojo Pérez , í þýðingu Kristínar Birgisdóttir ...
Ljóðabálkur Pablo Neruda , Hæðir Machu Picchu , birtist fyrst árið 1950 og er löngu orðinn klassískur . Ljóðin hafa verið útgefin á ýmsum málum í fallegum myndskreyttum útgáfum og varla er sú vefsíða um Inka-borgina Machu Picchu sem ekki státar af ljóðlínum Neruda . ... Dexter í dimmum draumi eftir Jeff Lindsay , í þýðingu Karls Emils Gunnarssonar ; Kjallarinn eftir Fred Vargas , í þýðingu Guðlaugs Bergmundssonar ; Næturvaktin eftir Kirino Natsuo , í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar ; Zorró eftir Isabel Allende , í þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur . ...
Nafn norsku blaðakonunnar Åsne Seierstad ætti að vera íslenskum lesendum í fersku minni eftir að þýðing á bók hennar um Bóksalann í Kabúl kom út hér á landi fyrir síðustu jól . Þar sagði frá dvöl höfundar meðal afganskrar fjölskyldu eftir fall talíbanastjórnarinnar þar í landi . ... Það er einhver skemmtilega ævintýraleg stemning yfir sögu Nicolu Barker , Fimm mílur frá Ytri-Von . Reyndar minnir andrúmsloftið dálítið á aðrar Neon bækur bókaútgáfunnar Bjarts , eins og söguna af kínversku saumastúlkunni og belgíska ritaranum í Japan ... Ofurhetjur myndasagnanna hafa löngum verið vinsælar og eru ofurhetjusögurnar sú tegund formsins sem er hvað sýnilegust og almennust . Ofurhetjan er al-amerísk framleiðsla , sprottin upp úr amerísku samfélagi og hugsunarhætti og er erfitt að ímynda sér að hún hefði fæðst annarsstaðar . ...
Það sem er kannski mestur vandi við að semja sögulegar skáldsögur er að finna sjónarhorn á þá atburði sem lýst er . Hefðbundin mikilmenni sögunnar eru oft svo yfirþyrmandi í stærð sinni og sögurnar sem til eru af þeim svo margar að það kaffærir sögur að hafa þær í miðpunkti , það verður ekkert rými til að skálda . ... Bjarni Bjarnason er kynlegur kvistur í íslenskum bókmenntum . Hann hóf feril sinn á því að gefa sjálfur út ljóðabækur , skáldsögu og prósa og virtist una sér ágætlega á jaðrinum . Verk hans voru sum mikil að vöxtum og ekki alltaf árennileg , enda náðu þau athygli fárra . ... Nú þegar allskyns ævintýralegar bækur njóta mikilla vinsælda er alveg kjörið að rifja upp þá klassísku höfunda sem lögðu línurnar fyrir einhverjum öldum síðan . Einn slíkur er bandaríski höfundurinn Edgar Allan Poe , sem var á sínum tíma ( 1809 - 1849 ) – og er jafnvel enn – gífurlega áhrifamikill rithöfundur og hugmyndasmiður . ... Það er einkennilegt ástand í norrænum bókmenntum þessi árin . Á meðan Danir eiga í stöðugum hjaðningavígum um hvort sé dauðara , mínímalískur naflaskoðunarskáldskapur þar sem skáldsögurnar fara allt niður í 48 síður eða hinar stóru frásagnir raunsæisins ... ...
Bókmenntavefur Borgarbókasafns Reykjavíkur Bókmenntavefur Borgarbókasafns , bokmenntir.is , var opnaður árið 2000 þegar Reykjavík var ein af Menningarborgum Evrópu . Hann var settur á laggirnar sem hluti af samstarfsverkefni sex Menningarborga ársins og hlaut verkefnið styrk frá Evrópusambandinu . Borgarbókasafn ákvað síðan að halda uppbyggingu síns hluta vefjarins áfram og geymir hann nú upplýsingar um yfir eitt hundrað íslenska samtímahöfunda . Fyrsti ritstjóri vefjarins var Kristín Viðarsdóttir . Á vefnum má finna upplýsingar um íslenska samtímahöfunda sem skrifa skáldskap af öllum toga , skáldsagna - og smásagnahöfunda , ljóðskáld , barnabókahöfunda og leikskáld . Hér má lesa æviágrip höfunda , yfirlitsgreinar bókmenntafræðinga um höfundarverkið sem eru sérstaklega skrifaðar fyrir vefinn , persónulega pistla frá höfundunum sjálfum , ítarlegar ritaskrár og brot úr verkum , ásamt listum yfir greinar og umfjallanir um verkin . Vefurinn er á íslensku og ensku . Vefurinn er gagnvirkur og eru lesendur hvattir til að senda inn athugasemdir og álit á bókum á síðum viðkomandi verka . Bókmenntavefnum er ætlað að kynna og auka áhuga á íslenskum samtímahöfundum innan lands og utan og gera upplýsingar um þá aðgengilegar á einum stað . Við val höfunda á vefinn er það haft að leiðarljósi að þeir hafi gefið út að minnsta kosti þrjú skáldverk og hafi það nýjasta komið út á síðustu fimm árum . Bókmenntavefurinn hefur hlotið auk áðurnefnds styrks frá Evrópusambandinu , styrki frá Menningarborgarsjóði , Bókmenntakynningarsjóði og Nýsköpunarsjóði námsmanna . Ritstjóri vefjarins er Björn Unnar Valsson . Bókmenntavefur Borgarbókasafns Tryggvagötu 15 , 101 Reykjavík Sími : 411 6100 Björn Unnar Valsson : bjorn.unnar.valsson[hjá]reykjavik.is
Andri Snær Magnason fæddist í Reykjavík þann 14. júlí 1973 . Hann er Árbæingur í fjórða lið en rekur einnig ættir norður á Melrakkasléttu . Hann lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans við Sund árið 1993 og B.A. prófi frá Íslenskudeild Háskóla Íslands árið 1997 . Lokaritgerð hans , Maður undir himni , fjallaði um ljóðskáldið Ísak Harðarson og var hún gefin út í ritröð Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands , Ung fræði , 1999 . Andri Snær vann að verkefni fyrir Árnastofnun sem var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og í framhaldi af því kom út geisladiskurinn Raddir í samvinnu Smekkleysu og Árnastofnunar . Hann inniheldur upptökur íslenskra þjóðlaga sem safnað var umhverfis landið frá 1903 - 1973 . Andri Snær hafði forgöngu um útgáfu bókarinnar Bók í mannhafið sem var fyrsta útgefna bók ársins 2000 . Þetta er ljóðasafn nokkurra ungra höfunda , meðal annars Andra Snæs , sem ritstýrði verkinu . Bókin er ekki til sölu heldur er ætlast til að hún veltist um sem almenningseign . Andri hefur sent frá sér bækur af ýmsum toga , meðal annars ljóðabækur , smásögur , skáldsögu og barnabókina Sagan af bláa hnettinum sem hefur verið þýdd á fjölmörg mál . Leikrit byggt á bókinni var sett upp í Þjóðleikhúsinu 2001 og í Lorraine Kimsa Theatre for Young People í Toronto í Kanada 2005 . Leikrit Andra , Náttúruóperan , var sett upp af leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1999 og hann samdi leiktextann í Úlfhamssögu sem Hafnarfjarðarleikhúsið setti á svið 2004 . Leikrit hans og Þorleifs Arnarssonar , Eilíf hamingja , var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í janúar 2007 . Andri Snær hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín , m.a. hlaut Sagan af bláa hnettinum Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999 í flokki fagurbókmennta , fyrst barnabóka . Skáldsagan LoveStar fékk Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2003 og Draumalandið : Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana í flokki hand - og fræðibóka 2006 og Íslensku bókmenntaverðlaunin sama ár . Þar með varð Andri Snær fyrstur höfunda sem hlotið hafa verðlaunin í báðum flokkum . Óhætt er að segja að bókin hafi slegið í gegn og hélt Andri fjölda erinda víðs vegar um landið í kjölfar útgáfu hennar . Bókin og samnefnd kvikmynd hafa einnig hlotið athygli víða um lönd og hlýtur Andri hin evrópsku Kairos verðlaun 2010 , meðal annars fyrir Draumalandið . Andri Snær býr í Reykjavík . Hann er kvæntur og á þrjú börn .
stendur í 141. erindi Hávamála . Þessar hendingar þykja mér lýsa vel eiginleikum orðsins og reynslu minni af þeim . Upphafsorðið kærir sig ekki um að vera stakt og einrátt heldur hefur umsvifalaust leit að öðru orði um leið og það verður til og er þó sjálft orðið til af orði án þess að við séum nokkru nær um upprunalega orðið .... Hver á að gefa þessum orðum sem kvikna hvert af öðru merkingu eða hafa þau ekki merkingu ? Stundum höfum við að orðtaki að eitthvað sé orðin tóm . Orðið tóm er þá orðið tómið þar sem orðin ryðja sér til rúms . Þá mætir Saga til leiks . Hún er sífellt að burðast við að fylla tómið og breyta rýminu í tíma . Upprunalega orðið hlýtur þá að vera líf ! Ætti ég að lýsa viðhorfi mínu til skáldskaparins gætu líf og leit verið lykilorð . Sú sem leitar er haldin forvitni ... síspyrjandi hvert orð , hvert atvik : hvaðan ertu , hvert er förinni heitið og hvers leitarðu ? Ég hef tilhneigingu til að vinna mig upp frá rótum . Gunnlaðar saga sem gerist bæði í nútíma og á eiröld er formlega óskrifuð . Hún er þögul upprifjun endurminninga sem sumar hverjar eru munnleg frásögn annarra . Sagan endar á því að aðalpersónan í bókinni , móðirin , er sett í fangelsi og þar ætlar hún að skrifa bókina . Ein síðasta yrðingin í munni hennar er : " Í eldi úr brjósti fangans rís land . " Ég hef grun um að þetta land megi finna í " raunsæju " samhengi í samnefndri smásögu í bók minni Undir eldfjalli .
- Gerast menn ekki rithöfundar af því að þeir eru það eða með öðrum orðum : þetta er í genunum ? Sumum er þetta alveg ljóst frá unga aldri , endaþótt þeir viti ekkert í genafræði og aldrei heyrt Mendel nefndan : vita að þeir eru rithöfundar og ekkert annað ( sbr. HKL ) . Hitt er þó algengara að þeir komast að þessu eftir ýmsum leiðum ( jafnvel " útilokunaraðferðinni " ) og stundum á löngum tíma , jafnvel eftir að hafa eytt hálfri ævinni við gerólík störf , svosem verkamannavinnu til sjós og lands , kontórista - eða jafnvel júristastörf , stundað kennslu og ýmiskonar fræðistörf , lækningar og prestsskap . Sumir voru bændur eða jafnvel prófessional fyllibyttur . Stundum störfuðu menn við allt þetta í senn meðan starfsorkan dugði þeim , en samt var rithöfundurinn í genunum og ekki hjá því komist að sinna þeirri staðreynd – fyrr eða síðar . Og ekki aftur snúið ! Auðvitað gildir þetta um aðrar listir , en í gamla daga var auðveldara að verða sér úti um blýant og fjöður en olíuliti og pensla , svo ekki sé talað um hljóðfæri . Og svo er þetta með rithöfunda , hæfileikinn nýtist oftast best á sérsviði : flestir eru í prósanum , aðrir í lyrikinni – og sumir í leikritun . Sumir ná tökum ( misjöfnum ) á þessu öllu ( Strindberg var einnig frábær í " prósa " ) . – Hvað sjálfan mig varðar hefði ég kannski orðið sellisti eða jafnvel " dirigent " – a la Toscanini , hefði ég haft efni á að kaupa selló . Hitt er annað mál að tónlistin á ást mína . Til að koma manni í gang við skriftir , efla jafnvægi hugans og heilsunnar jafnframt , er ekkert betra en Bach að morgni dags , ég tala nú ekki um sellósvíturnar ! – En nú verð ég að bakka og reyna að útskýra hversvegna í ósköpunum ég gerðist leikritahöfundur en ekki eitthvað allt annað , td . málari eða tónlistarmaður ( sem var reyndar útilokað af fleiri ástæðum en blankheitum , því að þó að ég kunni að hlusta á músik vantaði herslumuninn á afgerandi hæfileika , sem verða að vera ótvíræðir – einnig í málverkinu ; á þessum vígstöðvum var ég dæmdur til að vera þyggjandi ) . Sem drengur og unglingur þótti ég drátthagur og sendur í Handíðaskólann , þar sem sjálfur Kurt Zier keypti af mér vatnslitamynd . Endaþótt allir væru sammála um að þarna væri hinn rétti vettvangur minna hæfileika var einn sem ekki var sammála : ég sjálfur . Og sellóið átti ekkert erindi í hendurnar á mér vegna þess að ég var í menntaskóla en ekki tónlistarskóla , og átti kannski ekkert erindi í tónlistarskóla þegar öllu var á botninn hvolft . Á menntaskólaárunum var ég að föndra við olíuliti , krítarmyndir og kol . En einnig var ég farinn að gera einhverjar skáldlegar stílæfingar , svona í lýrískum prósa . Fornar ástir komu mér af stað . Þarna held ég að sáð hafi verið fræjum grillunnar að gerast rithöfundur . Halldór og Þórbergur gerðu hvorttveggja í senn að ýta undir þessar grillur og dæma þær vonlausar . Að loknu stúdentsprófi fer ég til Vínarborgar , ákveðinn að innritast í sálarfræði við háskólann þar . Sem ég er staddur í þeirri virðulegu stofnun til innritunar rek ég augun í eitthvað sem heitir Theater Wissenschaft , og þarna voru örlögin ráðin . Ég hafði reyndar verið ástfanginn af leikhúsinu frá barnsaldri , enda faðir minn duglegur að drífa fjölskylduna í leikhús . Í Vínarborg voru sjálf leikhúsin minn háskóli í " teater " . Og þar áttaði ég mig á því að minn rithöfundaferill yrði helgaður leikritun , enda hvorki Halldór né Þórbergur að þvælast fyrir mér á þeim vettvangi . Það var raunar " absurd-leikhúsið " sem losaði um allar hömlur með sínum heillandi fáránleika , ótrúlega fyndið og ótrúlega djúpt þegar best lét , fullt af músik og undarlegri myndlist og enn undarlegri framsetningu á mannlegri hegðun . Að öðru leyti höfðaði " plastík " hins agaða leiks ( reyndar ekki síður í sígildum verkum , jafnvel hefðbundnum ) til myndlistarmannsins og rytmi orðræðunnar til tónlistarmannsins ( og jafnvel " ljóðskáldsins " sem blundaði einhversstaðar í manni ) , ég tala nú ekki um ef textinn var eftir Shakespeare . Ég tel ég mig semsé vera á heimavígstöðvum í leikritun . Í ljóðum og prósa líður mér meira einsog " útlendingi " , endaþótt ég hafi gert mig sekan um að dufla við hvorttvegga . Leikritun fullnægir rannsóknareðli mínu , bæði hvað varðar persónur og " mannlega hegðun " og framsetningu hugmyndanna , og listrænum þörfum yfirleitt , sem snúast um að skapa , fyrst og síðast . Frjóustu stundir mínar í leikhúsi eru að sitja einn í salnum með autt sviðið fyrir framan mig . Þá kvikna hugmyndir og undarlegt líf , og maður fer að " kompónera " í tómarúminu , " virkja " rýmið með meðölum sem aðeins eiga heima í leikhúsi og snúast um sköpun og " framsetningu hugmynda " , sem áður er vikið að . Tónlistar og myndlistar nýt ég sem þyggjandi , tel reyndar líka að hvorttveggja nýtist í leikritun – sjálfri aðferðinni , þó ekki væri nema til að ljá henni þann þokka sem hún getur ekki verið án , hvernig sem dæminu er snúið á haus . Textinn ekki undanskilinn . Með öðrum orðum : Ég skrifa leikrit af því ég get ekki annað . ( Því eitthvað verður maður að gera ! Ekki satt ? )
Það listaverk mun vandfundið sem ekki er í snertingu við málefni eða að minnsta kosti í einhverju málefnalegu samfloti . Framan af ritferli mínum hneigðist ég nokkuð til félagslegrar gagnrýni öðrum þræði , en hef yfirleitt hvorki litið á mig sem boðbera eins eða neins , hvað þá vegvísi , né tileinkað mér vísvitandi neitt hlutverk annað en þess manns sem er að setja saman þennan skáldskap hverju sinni . Ég reyni að vanda verk mitt eins og ég hef getu til , og væntanlega fara ljóð mín ekki varhluta af viðhorfum mínum til eins og annars ; öll mannleg reynsla , ytra sem innra , er málefni í sjálfu sér . Ég hef stundum vitnað til orða suður-afríska skáldsins Breytenbach sem eitt sinn sagði í viðtali : " Öll sköpun er í sjálfu sér pólitísk . Með því að víkka vitund samborgara sinna leggur rithöfundurinn sitt af mörkum til betra mannlífs " . Menn semja einfaldlega verk í samræmi við það hvernig þeim líður og hvert hugurinn stefnir , og verkið velur sér form við hæfi . Með vissu má fullyrða að hvers konar hughrif orki á sköpunarþörf manna , og í ljósi þess leyfi ég mér í þessu efni að álykta fremur almennt – út frá því sem ég þykist hafa sannreynt sjálfur . Önnur staðhæfing kann hinsvegar að þykja einkalegri , og á þó vafalaust sammerkt við flesta sem fást við skáldskap : að öll sköpun sé eins konar brúarsmíð – milli hugtaka , milli tímaskeiða , milli manna , þar sem merkingar eru jafnframt útvíkkaðar ýmislega . Ljóð um tré fjallar ef til vill ekki fyrst og fremst um tré ef betur er að gáð , heldur þá spegilmynd sem það öðlast í hug þess sem virðir það fyrir sér og yrkir um það . Lækurinn sem við lékum okkur hjá forðum tíð kann að vera horfinn fyrir löngu , en hann streymir um hugann og minnið , og ummyndast , ef svo ber undir , í óvænt tákn nýrrar merkingar – nýjan læk sem enginn veit eftir hvaða farvegum kann að kvíslast síðar meir í mennskum hugum . Þorsteinn frá Hamri , 2002 Menn semja einfaldlega verk í samræmi við það hvernig þeim líður og hvert hugurinn stefnir , og verkið velur sér form við hæfi . Með vissu má fullyrða að hvers konar hughrif orki á sköpunarþörf manna , og í ljósi þess leyfi ég mér í þessu efni að álykta fremur almennt – út frá því sem ég þykist hafa sannreynt sjálfur . Önnur staðhæfing kann hinsvegar að þykja einkalegri , og á þó vafalaust sammerkt við flesta sem fást við skáldskap : að öll sköpun sé eins konar brúarsmíð – milli hugtaka , milli tímaskeiða , milli manna , þar sem merkingar eru jafnframt útvíkkaðar ýmislega . Ljóð um tré fjallar ef til vill ekki fyrst og fremst um tré ef betur er að gáð , heldur þá spegilmynd sem það öðlast í hug þess sem virðir það fyrir sér og yrkir um það . Lækurinn sem við lékum okkur hjá forðum tíð kann að vera horfinn fyrir löngu , en hann streymir um hugann og minnið , og ummyndast , ef svo ber undir , í óvænt tákn nýrrar merkingar – nýjan læk sem enginn veit eftir hvaða farvegum kann að kvíslast síðar meir í mennskum hugum .
Þegar ég var tíu ára var mér tilkynnt að birta ætti eftir mig frásögn í Jólasveininum , en í því merka blaði sem kom út fyrir hver jól í Barnaskóla Akureyrar , var að finna nokkrar úrvalsritgerðir eftir nemendur skólans . Stoltur afhenti ég kennara mínum rigerðina , sem hét að mig minnir FERÐALAGIÐ Í SVEITINA og gat varla hamið eftirvæntinguna þær vikur sem bíða þurfti þar til hún birtist . Loks rann útgáfudagurinn upp og með skjálfandi fingrum opnaði ég brakandi nýtt blaðið í leit að mínu fyrsta ritverki á prenti . En það var sama hvað ég fletti oft í gegnum síðurnar sextán - ritgerðina mína var hvergi að finna . Sært stoltið varð allri heilbrigðri réttlætiskennd sterkari . Ég kaus því að láta sem ekkert væri og krafði kennara minn aldrei skýringa . Ég þóttist nefnilega vita hvar skóinn kreppti : Það hlaut að vera einhver villa í ritgerðinni , svo alvarleg að ekki þætti forsvaranlegt að birta hana í jafn virtu riti og Jólasveininum . Líklega hafði ég beygt KÝR vitlaust eða haft eitt enn í SÆUNNI . Það hvarflaði semsagt ekki að mér að ritgerðin , sem lýsti viðburðasnauðri flugferð milli Akureyrar og Egilsstaða , hefði einfaldlega verið leiðinleg . Innihaldslaus . Ég vissi sjálfsagt sem var að það skiptir meira máli á Íslandi hvort það sem maður segir sé " rétt " eða hljómi vel , en það hvort maður hafi yfirleitt eitthvað að segja . Mér tókst um sinn að koma í veg fyrir að svona uppákomur endurtækju sig með því að gefa út prívat málgögn þar sem mín skrif fengu ávallt inni . Það leyndi sér ekki að þessi ungi maður gekk með rithöfundinn í maganum þó augljóst væri að vegur hans yrði enn um sinn takmarkaður við eigin útgáfu . Sérstaklega ef miðað var við mælskumennina í MA og síðar HÍ sem aldrei þreyttust á að vitna í höfuðskáldin máli sínu til stuðnings og minna mig á , með sinni leiftrandi orðsnilld , að sá dagur væri langt undan að mín skrif yrðu birt í Jólasveinum bókmenntaheimsins . Það endaði með því að ég meðtók skilaboðin , lagði rithöfundadrauma á hilluna , hætti í íslenskunámi í Háskólanum og færði mig yfir í Nýlistadeild MHÍ . Og fór að skrifa . Ekki sem " penninn " sem mig langaði að vera heldur sem sá skissublýantur sem ég var . Og til að gera langa sögu stutta , þá var það í gervi myndlistarskussans sem engar reglur kann og ekkert hefur lesið sér til gagns , sem ég laumaði mér einhvern veginn bakdyramegin inn í rithöfundadrauminn aftur . Og svei mér þá ef hann er ekki farinn að rætast örlítið . Bara í allt annarri mynd en mig hafði dreymt um . Sem betur fer .
Vinur minn Jón Thoroddsen er sonur málarans og rithöfundarins Drífu Viðar og Skúla Thoroddsens sem var vinsæll læknir á þeirri tíð þegar sjúklingar höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að læknum . Stundum þegar Jón svaraði í símann sem barn og pabbi hans var ekki heima fóru sjúklingarnir að rekja raunir sínar fyrir barninu sem svaraði greiðlega og gaf jafnvel góð ráð og leiðbeiningar . Þegar Jón var sjö ára var hann spurður hvað hann ætlaði að gera þegar hann yrði stór . Sagan segir að barnið hafi ekki hugsað sig um heldur sagt með rödd sem bar keim af reynslu og jafnvel vissri lífsþreytu : Ætli maður verði ekki bara læknir . Maður kann hvort sem er ekkert annað ... Hann starfar nú sem myndlistarkennari . Sjálfur hefði ég ekki sagst ætla að verða rithöfundur á þessum árum , frekar en neitt annað , enda áttu þeir sem hringdu í föður minn fátt vantalað við mig . Samt fór ekki hjá því að ég fengi innsýn í starf rithöfundar . Ég tengi það kaffilyktinni sem barst úr herberginu hans pabba þegar hann var að skrifa og taktföstu og dugnaðarlegu ritvélarhljóðinu þegar mamma pikkaði niður eftir honum skáldskapinn . Ég ætlaði aldrei að feta í fótspor föður míns . Maður kann bara ekkert annað . En ég kann þetta ekki heldur . Vinnubrögð mín við skriftir eru fálmkennd . Mér veitist erfitt að skipuleggja efnið , ég fikra mig áfram með söguna án þess að vita hvað bíður mín , ana út í ófærur og þarf að snúa við , rekst á veggi , ráfa um einhver skuggasund sem ekkert leiða , teymdur af grun um lykt eða minningu um skrjáf . Ég er sæll . Ég hef skynjað hvernig sagan hefur sín lögmál sem ég er að kynnast , sinn tíma sem ég ætti að tileinka mér , sitt líf sem verður að fá að hafa sína hreyfingu . Ég hef fundið hvernig persónur í sögu verða til og þróast samkvæmt innri rökum þessarar tilteknu skáldsögu þótt þær séu ef til vill ekki réttar samkvæmt félagslegum lögmálum – ekki dæmigerðar og jafnvel fráleitar . Ég leita skekkjunnar í hverjum einstaklingi vegna þess að ég held að í skekkjunni búi mennska . Ég vil vissulega leggja mitt af mörkum gegn strangri skömmtun tískulögreglunnar á persónueinkennum samkvæmt haftastefnu sálarlífsins í neyslunauðungarsamfélagi síðkapítalismans en í rauninni held ég samt að ég sé knúinn áfram af djúprættri sérvisku . Mig langar að finna hið stórbrotna í því lítilsiglda , það skringilega í því hversdagslega , dýrðina í því dauflega . En mig langar líka að segja satt : ná einhverju „ eins og það er “ . Þessar hneigðir ganga ekki alltaf upp saman og fyrir kemur við skriftir að mér verður hugsað til viðlagsins hjá Megasi : Fata morgana á flæðiskerinu / ég finn hvergi húfu sem hæfir derinu ... Við skriftir líður mér stundum eins og svikamiðli . Næstum því daglega vitja mín persónur sem ég veit ekkert hvaðan koma . Kannski er þetta hugljómun , ég veit það ekki . Langflestar deyja á meðan þær eru enn í hausnum á mér , þær leysast upp , ég missi af þeim og horfi á eftir þeim hverfa aftur ofan í sitt svarthol . Fyrir kemur að ég næ að bregðast nógu skjótt við til að ná að lýsa einhverju sem þó er aðeins ávæningur af þeim . Þessu fólki fylgja setningar sem sigla inn í hausinn á mér eftir háttbundinni hrynjandi . Í hausnum á mér ríkir rödd sem er ekki mín heldur rödd milligöngumanns handanheimanna og bókstafanna sem streyma fram úr puttum mínum . Ég er hér með fornfálegan ljósabúnað og mölétnar slæður . Svo koma orðin og raða sér upp í raddir svo úr verður tónlist ... Þetta hljómar svolítið draugalega . Kannski út af þessu : Sem barn var ég flest sumur á Akureyri , einhvern part . Mér er ljóst að mér hættir til að gera of mikið úr áhrifum þessara heimsókna á viðburðasnautt líf mitt og ég geri mér fulla grein fyrir því að ég gæti sagt aðrar sögur úr uppvexti mínum og mótunarárum sem kynnu að varpa allt öðru ljósi á mig ... en á Akureyri bjó ég sem sagt við Ráðhústorgið hjá afa mínum og ömmu , borðaði mjúkar og volgar kleinur sem amma steikti jafnóðum ofan í mig - og las . Þarna var fátt um börn á mínu reki og tilraunir til að láta mig aðlagast akureyrskri æsku gengu hörmulega . Ég undi mér æ betur í skrýtna dívaninum í bókaherberginu þar sem var lykt af gömlum bókum og munntóbakinu hans afa . Þarna hafði ég aðgang að öllum hugsanlegum íslenskum bókmenntum öðrum en nútímaskáldsögum . Þetta voru allt aflagðar bókmenntir . Þarna voru þjóðleg fræði af ýmsu tagi , héraðsblöndur og sögur og sagnir , Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar og Jóns Árnasonar og fornaldarsögur Norðurlanda , gömul eintök af Speglinum sem mér fannst fyndið blað , Ófeigur , málgagn Jónasar frá Hriflu og Sögur Ísafoldar sem var safn þýddra afþreyingarsagna frá því fyrir og um aldamótin 1900 ; inni í skáp voru staflar af Hjemmet og Familie Journal og gulnuðum framhaldssögum úr Morgunblaðinu sem amma mín hafði klippt út og fjölluðu oft um vansælar kynbombur , sumar þeirra las ég og skoðaði auglýsingar um dansleiki með Tíglum , Ásum , Gosum og öðrum spilamönnum og fylgdist með nokkuð hátíðlegri teiknimyndaseríu um tinnalegan ævintýramann sem hét Markús . Innan um og saman við voru bækur um draumspaka , skyggna , ófreska og framliðna Íslendinga . Þetta voru allt dauðar bækur sem lifnuðu fyrir augum mínum – í vissum skilningi átti þessi lestur minn skylt við reimleika . Alla daga var ég í einhverjum heimi . Þegar ég fór út undir bert loft ráfaði ég um utan við mig í þess háttar vímu sem allir þekkja sem voru bókhneigð börn . Ég veit varla hvers vegna ég er að rekja þetta allt saman , nema hvað þetta var allt bókmenntaleg reynsla af einhverju sem ekki var alls skrifað fyrir dreng eins og mig , ekki mér ætlað og höfðaði varla einu sinni til mín . Ég var Bítlabarn úr Reykjavík , las Óla og Magga , Jennu og Hreiðar og Kim – en á sumrin beið mín ævinlega þessi hrjóstrugi og berangurslegi litteratúr á Akureyri þar sem allt var skrifað af þungbúinni einlægni , engar líkingar sáust , ekkert myndmál nema stirðnuð orðtök sveitamálsins , engin margræðni , enginn „ leikur með tungumálið “ , varla svo mikið sem greinaskil – gott ef ekki gotneskt letur á einhverjum bókum - en samt rammar furður sem lifnuðu fyrir augum manns , þrungið andrúmsloft sem umlukti mann , heimur handan þessa heims . Ég lærði þarna að lesa . Ég tileinkaði mér þarna að tengjast mannlífi í gegnum texta - fjarlægu mannlífi , ankannalegu mannlífi , forneskju . Ég skrifa texta sem er gerólíkur þessum Akureyrarbókmenntum bernskunnar , innblásinn af öðrum textum , öðrum hljóðum , annarri músík og öðrum litteratúr . En þegar ég sest hér niður til að hugsa um sjálfan mig á þennan hátt þá finnst mér samt eins og ég skrifi til að upplifa á ný kennd sem hefur fylgt mér frá þessum stundum opins huga , ungrar einsemdar og ómælds kleinuáts .
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur skrifað þrjátíu ástarsögur á þrjátíu árum . Hún hefur ekki gefið út bók síðan 1991 , þegar Bókaforlag Odds Björnssonar hætti bókaútgáfu . Bækur hennar hafa notið gífurlegra vinsælda , og til marks um það má nefna að árið 1978 birti Morgunblaðið útlánslista bókasafna og þar kom í ljós að bækur Ingibjargar Sigurðardóttur voru í fyrsta sæti , en bækur Halldórs Laxness í því tíunda . Kemur þessi athyglisverða staðreynd fram í óbirtri B.A. ritgerð Völu Georgsdóttur ( 2002 ) : " Rauðir þræðir og vænar slaufur , um ástarsöguna sem bókmenntagrein og þrjár skáldsögur eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur . " FLÉTTANSögur Ingibjargar eru einfaldar að sniðum . Söguþráður flestra þeirra er nokkurn veginn á þá leið að ung fátæk stúlka kynnist höfðingjasyni og verða þau ástfangin . Foreldrar hans vilja ekki að hann taki sér svo ómerkilega stúlku fyrir konu og ná að stía þeim sundur . Stúlkan er mjög góð og því fer svo að þegar leiðir þeirra liggja saman aftur , bjargar hún lífi einhvers úr fjölskyldunni – helst þess sem lagði mesta fæð á hana – eða sýnir af sér svo mikla vináttu að henni verður samstundis fyrirgefið að vera af lægri stigum . Svo giftist unga parið og úti er ævintýri . Þessi saga kemur fyrir aftur og aftur , með ýmsum útfærslum . Stundum er það stúlkan sem er vel ættuð og pilturinn þá henni ekki samboðinn eða þá að þau eru bæði jafnsett í þjóðfélaginu en þá er einhver önnur sem leggur ást á hann og stíar þeim í sundur . En alltaf kemur sú flétta upp : einhver verður til að stía þeim sundur en ástin sigrar allt mótlæti og þau ná saman að lokum . Þetta er söguflétta sem Ingibjörg hefur góð tök á og hefur reynst henni vel í þrjátíu bókum . STÉTTASKIPTINGStéttaskipting er mikil í bókum Ingibjargar . Hún var vissulega til á þessum tíma og er fróðlegt fyrir lesendur að velta fyrir sér afleiðingum hennar fyrir almenning . Í bókunum er fólk dregið í dilka eftir ætterni , efnahag og starfsgreinum . Mikið dálæti kemur fram á sveitarstjórnarmönnum og valdsmönnum . Draumaprinsarnir eru ýmist synir hreppstjóra og sýslumanna eða sjálfir orðnir hreppstjórar og sýslumenn , nema hvorttveggja sé . Heildsalar koma fyrir , og eru þá fulltrúar græðginnar og mannvonskunnar . Yfirleitt má segja að allar þær persónur sem setja peninga í öndvegi séu vondar . Metorð eru góð , ef þau eru vel með farin , en að þrá metorð eða berjast fyrir þeim er afar vont . Það sýnir hégómagirni sem er af hinu illa . Verk á að vinna af fórnfýsi og ánægju . Læknar eru gríðarlega góðir , enda alltaf að bjarga mannslífum . Þeir fara gjarnan út í vonskuveður til að bjarga einhverjum og hefur þá kvensöguhetjan miklar áhyggjur sem sefast þegar hún biður bænirnar sínar . TRÚÞað fer ekki framhjá lesandanum að höfundurinn hefur ríka trú . Kærleiksboðorð Jesú Krists er margboðað í bókum hennar . Beinharðar tilvitnanir í Biblíuna koma gjarnan fyrir . En lengstum eru gjörðir sögupersónanna gleggstur vitnisburður um trú höfundarins . Miskunnsami Samverjinn gengur ljósum logum um blaðsíður og trú , von og kærleikur er leiðarljós höfundar og söguhetjanna . Prestar eru öllum mönnum betri , og í sumum bókanna er hinn útvaldi jafnvel prestur , samanber hann Jens á Lómatjörn , sem ungur lagði ást á móðurleysingjann Snæbjörgu í bókinni Snæbjörg í Sólgörðum . Preststarfið er til marks um góðvild og æðri tilgang í lífinu . Allar góðu sögupersónurnar eru trúaðar , hinar slæmu eru hugsanlega kirkjuræknar en hafa ekki sanna trú – nema ef til vill á banabeðinum . Læknir í leit að hamingju fjallar um prestdótturina Evu Bjarkan sem einnig er hjúkrunarnemi . Hún trúlofast lækni , en vegna misskilnings rýfur hann trúlofunina . Eva kynnist móður hans , sem verður svo til að sætta elskendurna . Þær Eva og frú Guðný , væntanleg tengdamóðir hennar , eiga trúna sameiginlega . " Ég lærði ung að treysta þeim leiðtoga , sem aldrei bregst mér , og ég fyrirverð mig ekki fyrir að viðurkenna það , hvar sem er . " Frú Guðný horfir á Evu , og göfugmannlegur svipur hennar ljómar af gleði . " Þetta gleður mig sannarlega að heyra , Eva , því þessi orð hafa einmitt verið mín kjörorð í lífinu . En ég hef aldrei hingað til fyrirhitt ungmenni , sem gert hefur svo fagra og einlæga játningu um trú sína . Og vissulega þarft þú engu að kvíða , hvert sem spor þín liggja , því að allt verður þeim til góðs , sem Guð elskar . " ( Læknir í leit að hamingju , s . 68 - 9 ) Það má jafnvel segja að allar hinar göfugu söguhetjur þjóni þeim tilgangi höfundar að sýna fram á hvernig kristilegur kærleikur sé uppskriftin að hamingjusömu lífi . Það þarf auðvitað að ganga í gegnum þrengingar og mótlæti , en ef innrætið er gott og trúin er sönn þá fer allt vel að lokum . SÖGUSVIÐMargar af sögunum gerast í Reykjavík , en oftast er þó sögusviðið óskilgreind en blómleg sveit þar sem langt er milli bæja og auðvelt er að verða úti í vondum veðrum . Stundum gerast sögurnar í þorpi , sem ber nafn sem hvergi finnst á landakortinu . Einstaka sinnum er sagt stuttlega frá námsdvöl í útlöndum . En meginsögusviðið er Ísland og mannlífið í sveit eða borg . Það er ljóst að höfundi þykir íslensk sveitamenning vera öðru æðri en Reykjavík sollin og hættuleg . Helsta ráðið fyrir ungmenni í Reykjavík er að komast í sveit eða á sjóinn ef þau eiga að verða að góðu fólki . Slík viðhorf voru lengi við lýði eftir að fólksflutningar jukust til Reykjavíkur og fólk horfði með söknuði til hins fábrotna sveitalífs . Þessi sveitarómatík er mjög áberandi í bókum Ingibjargar . NÁTTÚRULÝSINGARSveitarómantíkin lýsir sér víðar . Náttúrulýsingar eru allmargar . Í nánast hverjum kafla er upphafin lýsing á náttúrunni , veðrinu , skýjunum og fjöllunum . Stundum stuttleg lýsing : " Veturinn er senn horfinn á braut . Vorið á leið yfir sæinn . " ( Glettni örlaganna , s . 76 ) – eða í löngu máli , ekkert síður í sögum sem gerast í borg en sveit . Í Glettni örlaganna eru Heiður og Unnar aðeins börn að aldri þegar þau kynnast . Hann er sonur fátækrar ekkju en hún heildsaladóttir og búa þau við sömu götu í Reykjavík . Föður hennar tekst að stía þeim sundur en leiðir þeirra liggja saman síðar , með ófyrirsjáanlegum afleiðingum . Eins og í öllum sögum er vorið tákn um nýtt upphaf og bjarta framtíð . Veturinn er horfinn í tímans djúp . Vorið sest að völdum . Nýtt líf brýst hvarvetna fram og blómgast í ríki náttúrunnar . Elfur og fossar slíta af sér klakahlekki . Frækornið , dýpst í skauti foldar , fikrar sig upp í ljósið og ylinn . Söngfuglinn trúfasti kemur svífandi vængjum þöndum yfir höfin breið , heim í grænkandi dal og strönd . ( Glettni örlaganna , s . 50 ) Þótt sagan gerist í Reykjavík á lýsingin við um óspillta náttúru sveitarinnar . Sögupersónurnar upplifa ekki þessa náttúru , en lesendur fá að njóta hennar í orðum höfundarins . Við bláa voga fjallar um Ásrúnu , ljósmóður í sveit , sem er " reykvísk að uppruna " en eins og góðri söguhetju sæmir er hún gagntekin af fegurð landsins . " Þvílíkt samspil lífs og unaðssemda , hugsar Ásrún full lotningar . Hún opnar herbergisgluggann upp á gátt , og teygar að sér ferskt og svalandi sjávarloftið , sem berst utan af firðinum " ( Við bláa voga , s . 15 ) . Það er því ekki að undra að Ásrún felli hug til Frosta , bóndasonarins í Lundey , sem þar að auki er nýútskrifaður barnakennari . Söguhetjur allra bókanna eru náttúruunnendur og þó þær fari til útlanda að mennta sig ( karlmenn í læknisfræði eða búfræði , konur í húsmæðraskóla ) þá hvarflar aldrei annað að þeim en að flytja heim til ættjarðarinnar . ENGINN DÓNASKAPUR Þó söguhetjunum þyki mikið til náttúru landsins koma er ekki hægt að segja að þær séu uppfullar af " náttúru " sjálfar . Ingibjörg forðast gróft orðalag og kynlífslýsingar . Iðulega nægir elskendum að horfast í augu eða haldast í hendur , en koss verður kannski " heitur og langur , " en bara einn koss , ekki margir . Dæmi um slíka hófsemi er að finna í bókinni Óskasonurinn . Þar gerist Reykjavíkurstúlkan Gígja ráðskona í sveit í forföllum húsmóðurinnar . Hún verður ástfangin af elsta syninum á heimilinu , Magnúsi búfræðingi sem er mikill mannkostamaður . Móðir hans ætlar honum þó annað kvonfang og reynir að stía þeim í sundur . En svo vikið sé aftur að dæminu um kossa , þá segir svo á blaðsíðu 98 : " Magnús þrýstir henni að barmi sínum , og hún mætir vörum hans í löngum heitum þakkarkossi , en aðeins einum . " Lýsingar á atferli ástfangins fólks verða oft upphafnar en kynhvötinni sem slíkri er ekki lýst nánar . Haukur læknir , í samnefndri bók , er ráðinn til að gegna læknisembætti í sveit . Hann heillast í fyrstu af læknisdótturinni á staðnum , Agnesi , en þegar Anna vinnukona hjálpar honum við aðgerð , heillast hann af henni : Haukur og Anna standa saman við hlið hins slasaða manns , og gera að sárum hans . Unga kaupakonan er ekki feimin eða hikandi lengur . Á þessari stundu rúmast það eitt í huga hennar að verða lækninum að liði . Handtök hennar eru örugg og viss , og ekkert fát á sér stað hjá henni . Í sál unga læknisins vaknar ný innileg aðdáun á þessari hugdjörfu stúlku , sem ekki hikaði við að fylgja honum út í vandann . Hæfileikar hennar í hjúkrun eru honum augljósir . Í helgi þagnarinnar mætast sálir þeirra í fyrsta sinn í göfugu líknarstarfi , og stundin líður . Aðgerðinni er lokið , og á aðstoð Önnu er ekki lengur þörf . " Þú átt að verða hjúkrunarkona , Anna , - þú ert sköpuð til að líkna . " Rödd hans er þrungin ástúð og lotningu . ( Haukur læknir , s . 47 - 48 ) Skömmu síðar slasast Anna sjálf lítillega og þegar Haukur gerir að sárum hennar á hann hreinlega erfitt með að einbeita sér að verki , svo mikið er aðdráttarafl hennar : Bjartir árdegisgeislar falla inn um gluggann á lækningastofunni . Ungi læknirinn losar varlega umbúðirnar frá sárinu , hlýjar líknarhendur hans snerta mjúklega enni og vanga og heit unaðarkennd streymir að hjarta hans , en þær tilfinningar verður hann að fjötra nú í hinu helga kalli embættisskyldunnar . Hann lýtur niður að Önnu og aðgætir sárið hennar vandlega , tíður andardráttur hans leikur um vanga hennar , heitur og sæluþrunginn eins og sólblærinn sjálfur . Önnu svimar , hún lokar augunum til þess að vera viss um að mæta ekki hinum töfrandi augum læknisins , sem hvíla stöðugt á henni . Hún getur það ekki , má það ekki . Hjarta hennar slær hratt og órótt og barmur hennar bergmálar titrandi slög þess . Unga lækninum er það ljóst , að sjúklingi hans líður ekki vel . Hann sér , hve litli , fagurlega gerði barmurinn bifast ótt og títt og heyrir hin þungu hjartaslög . Hin trausta , þróttmikla hönd hans sjálfs titrar lítið eitt á meðan hann býr vandlega um sár stúlkunnar , sem hann elskar , en engin orð rjúfa hina helgu þögn . ( Haukur læknir , s . 65 ) Hér er um að ræða eina berorðustu lýsingu sem er að finna í verkum Ingibjargar . Það að barmur stúlkunnar er gerður að umtalsefni , hvað þá " litli , fagurlega gerði barmurinn " , er svo óvenjulegt að lesandinn fer næstum hjá sér . Höfundar sem skrifa ástarsögur í dag eru mun berorðari og jaðrar við að sumar sögur þeirra megi kalla " ljósbláar . " FYRIRGEF OSS VORAR SKULDIRÞó að vont fólk verði til að spilla milli ástfanginna para , þá er mjög mikilvægt að vonda manneskjan í sögunni fái fyrirgefningu synda sinna . Höfundur er ekki svo illgjarn að skilja persónur sínar eftir með samviskubit eða óuppgerðar sakir . Ávallt skulu þær iðrast og biðjast fyrirgefningar á því sem þær gerðu á hlut hinnar góðu söguhetju . Og söguhetjan fyrirgefur fúslega , enda ber hún ekki kala í brjósti til nokkurs manns . Hér er enn dæmi tekið úr bókinni um Hauk lækni , en þegar hér er komið sögu tala saman þær Anna og Agnes , en sú fyrrnefnda hjúkrar Agnesi eftir bílslys : Hún er þess fullviss , að það var engin önnur en Anna , sem hjúkraði henni með slíkri umhyggju og kærleika í þjáningum hennar . Slíkt átti hún ekki skilið af Önnu . Heitur klökkvi fyllir sál hennar . Í fyrsta skipti mætir hún með fullri meðvitund fyrir dómstóli sinnar eigin samvisku , og tárin brjótast fram í augu hennar . Heit af auðmjúkri , brennandi þrá eftir fyrirgefningu fátæku telpunnar frá Gili lauga þau sorann úr sál hennar . Það góða vinnur glæsilegan sigur . ... " Getur þú fyrirgefið mér allt , sem ég hef gert á hluta þinn , Anna ? " Agnes réttir henni hönd sína . " Það er ekkert að fyrirgefa . Ég hefi aldrei verið reið við þig , Agnes , heldur þvert á móti . " Anna tekur þétt í útrétta hönd hennar . ( Haukur læknir , s . 147 - 148 ) Anna telur sig ekki þurfa að fyrirgefa neitt því í góðmennsku sinni gerist það ósjálfrátt að hún erfir ekki það sem gert hefur verið á hluta hennar . Þrátt fyrir það er nauðsynlegt að Agnes biðji um fyrirgefningu . Iðrun er mikilvæg í lífi hvers kristins manns og án hennar verður ekki komist í himnaríki . Höfundurinn vill sögupersónum sínum vel , líka þeim sem breyta rangt eða eru á annan hátt breyskar . Enginn deyr , nema hafa létt á hjarta sínu og beðist fyrirgefningar . NÖFN OG ÓNEFNI Nöfn sögupersóna eru engin tilviljun . Oft eru nafngiftir mikill höfuðverkur hjá höfundum , því stundum á að vísa í frægar persónur , stundum má það alls ekki gerast og stundum á nafnið eitt og sér að segja til um persónuleikann . Þetta er Ingibjörg Sigurðardóttir sér mjög meðvituð um og hefur sínar eigin aðferðir við að gefa sögupersónum nöfn . Söguhetjurnar heita ávallt hljómmiklum íslenskum nöfnum og stundum ættarnöfnum sem vísa í íslenska náttúru eins og t.d. Heiðdal eða Bjarkan . Vonda konan í sögunni , sem annað hvort er rík eða léttúðardrós , en alltaf hrokafull og illgjörn , heitir ávallt einhverju útlensku nafni , eða er kölluð gælunafni sem endar á yfsiloni : Agnes , Súsanna , Lotta , Bettý , Dollý . Þessi útlensku ónefni sýna best hversu fjarri íslenskri náttúru þær eru – andstætt söguhetjunni sem ann landinu sínu hugástum . KONUR Í ÖLLUM HLUTVERKUM : HETJU , HÖFUNDAR OG LESANDA Ástarsögur hafa talist til afþreyingar og ekki álitnar merkilegar sem slíkar . En nú á tímum póstmódernisma hefur afþreyingarmenning hlotið uppreisn æru og því er vel við hæfi að ástarsögur fái þann sess sem þeim ber í bókmenntastofnuninni . Það að ástarsögur hafa allajafna verið skrifaðar af konum hefur eflaust átt sinn þátt í hve ómerkilegar sögurnar þóttu , og þá ekki síður lesendahópurinn . " Það hefur ekki þótt fínt að lesa ástarsögur ef tekið er mið af ríkjandi mati . Bækurnar eru í flestum tilfellum skrifaðar af konum og fyrir konur . ... Sú staðreynd að kvenleg iðja hefur ekki verið metin til fjár líkt og verkvit karla á sinn þátt í að móta viðhorfið til kvennabókmennta " ( Vala , s . 8 ) . Það telst til tíðinda í bókum Ingibjargar ef karlmenn sinna hefðbundnum kvennaverkum . Jafnvel er tekið fram að einn bóndinn kunni alls ekki að mjólka kýr . Eldhúsverkin eru þeim í flestum tilvikum framandi en það er aftur á móti ríki kvennanna . Stúlkur eru gjarnan húsmæðraskólagengnar og metorð þeirra felast í matreiðslu og kökubakstri ásamt vænum skammti af hreinlæti . Þetta er einna mest áberandi í bókinni Óskasyninum en þar er húsfreyjunni hin mesta raun að vita að ráðskonan standi sig vel meðan hún sjálf liggur bjargarlaus á sjúkrahúsi . Hún reynir að koma í veg fyrir að ráðskonan fái að undirbúa veislu , en elsti sonurinn á bænum , Magnús hreppstjóraefni , þvertekur fyrir það eða að hún þurfi neina hjálp . Enda veit hann sem er að það er metnaðarmál að geta slegið upp veislu án aðstoðar . Og ráðskonan gerir sér lítið fyrir og hreingerir húsið ásamt því að elda og baka og prjónar svo lopapeysu á kvöldin . Lopapeysan er auðvitað sérstaklega vel gerð , svo að Magnús fær ekki orða bundist : " Þetta er listarútprjón og litunum smekklega raðað í bekkjunum " ( Óskasonurinn , s . 83 ) . Þessi athugasemd hans er svo ólík nokkrum karlmanni fyrr og síðar að hún hefði aldrei getað komið nema frá innstu hjartarótum höfundarins . Magnús á þó að vera hagur til karlmannlegra verka og tekur meðal annars að sér að gera við jeppa nágranna síns . Þegar hann útskýrir verkið kemur enn og aftur í ljós að það er kona sem heldur um pennann , kona sem hefur ekki minnsta áhuga á karlmannsverkum : " Jeppinn hans er smávegis bilaður , og við buðum honum svo að aka með hann fram að Fossum eftir æfinguna . Hann var líka að biðja mig að líta á bílinn hjá sér , ef ég kynni að sjá , hvað að væri . " " Og gastu séð það fyrir hann , góði minn ? " " Já , ég sá það fljótt , hann vantar smástykki , sem ég lofaði að kaupa fyrir hann ... Ég lofaði Hákoni því að koma svo með stykkið í jeppann fram eftir til hans annað kvöld og setja það í bílinn . " ( Óskasonurinn , s . 51 ) Hver sú sem hefur heyrt karlmenn tala saman um bíla , hlýtur að hafa tekið eftir orðaflaumnum sem því fylgir , og líkurnar á því að þeir láti sér nægja að tala um " stykki " sem vantar eru nákvæmlega engar . En lesendur láta sér það líklega í léttu rúmi liggja , enda með áhyggjur af afdrifum sögupersónanna og geta vart beðið eftir að vita hvernig fer fyrir þeim . " Ástarsögur eru bækur um sambönd sem eiga að höfða beint til líðunar og tilfinninga lesandans . Samkvæmt því getur lesandinn orðið svo heltekinn af atburðarásinni og afdrifum hetjunnar að hann getur ekki lagt bókina frá sér " ( Vala , s . 8 ) . TÍMIAllar sögurnar gerast á tuttugustu öldinni . Það er ekki alveg ljóst hvenær , en í sumum bókanna er þess getið að sláttuvélar og jeppar séu að halda innreið sína í sveitirnar og í öllum bókunum eru bílar og símar . En þar með eru nútímaþægindi nánast upptalin . Sjónvarpsgláp þekkist ekki hjá söguhetjunum hvað þá ráp á vídeóleigur . Enda hvorki sjónvörp né myndbandstæki til á íslenskum heimilum þegar fyrstu bækur Ingibjargar eru skrifaðar . Hún hefur þó haldið sig við þennan óskilgreinda tíma fyrri bókanna og að því leyti eru bækurnar tímalausar og verða einnig hver annarri líkar . Þjóðfélagsbreytinga er alls ekki getið , hvorki hvað varðar pólitík eða samfélagsgerð . Undantekning frá þessu er smáklausa í Snæbjörgu í Sólgörðum , þar sem heimilisfólk er að hlusta á útvarpsfréttir : Fyrst greinir þulurinn frá ýmsum atburðum úti í hinum stóra heimi . Óeirðum , slysförum , ágreiningsmálum stjórnvalda , neikvæðu lífsmynstri þjóða og einstaklinga , af nógu virðist vera að taka . ( Snæbjörg í Sólgörðum , s . 189 ) Ingibjörg Sigurðardóttir leggur ekki áherslu á atburði úti í hinum stóra heimi , hennar vettvangur er trú , von og kærleikur .
Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um verk Kristínar Ómarsdóttur Úlfhildur Dagsdóttir : " Hæ , litla skrímsli , ég er komin aftur heim " Í ferðalagi með skáldskap Kristínar Ómarsdóttur Mér fannst þessi orð úr fyrsta ljóði bókarinnar Inn og út um gluggann ( 2003 ) , eftir Kristínu Ómarsdóttur , eins og töluð til mín , því mér finnst alltaf eins og hún sé komin heim þegar hún skrifar ljóð . Inn og út um gluggann er fimmta ljóðabók Kristínar og önnur bókin sem hún gerir í samstarfi við myndlistakonur , en þessi bók er samvinnuverkefni Önnu Hallin , Kristínar og Óskar Vilhjálmsdóttur , líkt og Sérstakur dagur ( 2000 ) var samvinnuverkefni Kristínar og ljósmyndarans Nönnu Bisp Büchert . Þannig er þessi bók , þó hún sé ekki mikil um sig því hvorki ljóð né myndir birtast í miklu magni , full af gleði og undrum sem felast annarsvegar í samslætti mynda og orða og svo náttúrulega líka bara í myndunum og ljóðunum sjálfum . Stemningin minnti mig svolítið á 27 herbergi Rögnu Sigurðardóttur , enda skrifar hún formála að bókinni . Myndirnar snúast allar um leik með rými , og tengjast sýningu sem listakonurnar héldu í Ásmundarsafni . Gert hefur verið líkan af sýningarsal þessa fallega húss og svo er leikið með það líkan , það sett í ólíkustu aðstæður , inn í svínastíu , út á tún eða því er ekið inn á bráðamóttökuna . Og allt er þetta ljósmyndað . Ljóð Kristínar eru að vanda skrýtin og jafnvel dálítið skrumskæld í anda líkansins . Sömu stefin eru endurtekin , við erum stöðugt stödd inni á vaxmyndasafni , hittum hafmeyjar og göngum yfir glerbrot . Hafmeyjartemað tengdi ég alltaf við Sundhöllina , en á sumum myndum minnti líkanið mig á þá fríðu laug . Erótíkin er aldrei fjarri frekar en fyrri daginn í verkum Kristínar og er að vanda ákaflega fjölbreytt – hinsegin , en kannski fyrst og fremst kynstruð , sker sig þvert á allar markalínur kynja og kyngerfa . Eitt ljóðið reyndar dregur upp hefðbundna kynjamynd , móðirin sem heldur á barninu af því hún er kona og faðirinn sem heldur utanum hana af því hann er karl og svo er smellt af " * kligg " , og myndin er tekin : " við tökum bara þessa einu mynd / aldrei fleiri " . Hér birtist okkur fjölskyldan , sem aðeins einu sinni stillir sér upp í hefðbundið mynstur , en fjölskyldan og samskipti innan fjölskyldunnar er einskonar leiðartema í skáldskap Kristínar . Einna skemmtilegust fannst mér ljóðin sem leika sér að rýminu á sama hátt og myndirnar . Í fyrstu tveimur ljóðum bókarinnar kemur þetta sérlega vel fram en þau hefjast bæði á því að ljóðmælandi klifrar upp á pínulítinn hól og horfir yfir landið . Strax í þessari línu koma fram skemmtilegar mótsagnir smæðar og stórfengleika . Í fyrra ljóðinu eru hermenn með byssur sem ætla að skjóta ljóðmælanda , en hún sleppur því út úr rassinum hennar " vex himinlangt skott sem teygir sig til tunglsins " og festir hana þar . Svo klifrar hún niður af hólnum og oní holu : " Hæ , litla skrímsli , ég er komin aftur heim " . Í seinna ljóðinu horfir ljóðmælandi á agnarsmáa krakka rúlla sér í grasinu og leika sér að örsmáum boltum . Skyndilega birtast " Grænar eðlur með rauða spúandi munna . Kellingar með lesgleraugu og sokkalausir karlar " . Þarna er ljóðmælandi örugg , það er ekki hægt að drepa hana af því sverðin eru títuprjónar og byssukúlurnar eins og brot úr hagléli . En samt deyr hún , fellur " fyrir aumri byssukúlu á stærð við pínulitla nögl " . Þessi ljóð , á sinn fullkomlega absúrd hátt , eru einkennilega sterk og áhrifamikil , sviptingarnar milli stærða , sviða og leiks og alvöru eru ótrúlega magnaðar og lesandi áttar sig varla á því að hermennirnir hafa sigrað , fyrr en ljóðið er lesið aftur , svo óvænt er fall ljóðmælanda . Undir lok bókarinnar virðist hjarta hennar komið á vaxmyndasafn , og sefur þar og á bágt , en það virðist allt standa til bóta því á morgun fær það títuprjónasúpu , kannski . Þessa sérstöku sýn ljóða og mynda mætti kalla skjönun , en það er orð sem Geir Svansson tekur upp og endurnýtir í grein sinni um hinsegin sögur á Íslandi . ( 1 ) ) Þar notar hann ' ' skjönun' ' sem einskonar hugtak yfir þá sýn sem einkennir hinsegin bókmenntir ( og væntanlega aðrar menningarafurðir ) og hinsegin fræði . Sögnin að skjöna merkir samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs : að skensa , sneiða að , hæðast að . Og álítur Geir að þær merkingar falli ágætlega að þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki hinsegin fræðum , en þar er skopstæling einn þátturinn . Samkvæmt Geir hafa hinsegin fræði það að markmiði að grafa undan kyngerfum og þarmeð sjálfsmyndum og það gera þau með því að draga fram innri óstöðugleika hugtakanna . Sem dæmi um það má taka hugmynd Judith Butler ( byggð á kenningum Michel Foucault ) að gagnkynhneigð sé háð því að til sé skýrt skilgreind samkynhneigð , sem gagnkynhneigðin getur aðskilið sig frá og bent á sem andstæðu sína . En málið er ekki svo einfalt , því um leið og andstæðan hefur verið sköpuð skapast óþægilegt vægi ; ef ekki er til skýrt afmörkuð samkynhneigð er gagnkynhneigðin í hættu . Og út á þetta gengur svo skjönunin , að benda á að þessar aðgreiningar í gagn - og sam - séu of þröngar , því kynferði raði sér ekki í svo skipulega flokka . Þetta tengist svo einnig kyninu sjálfu , en með sömu röksemdum er dregið í efa að hægt sé að skipta heiminum upp í tvö kyn , að kyngerfi fólks sé mun fjölbreyttara en hin hefðbundna tvíundarhugsun gefur sér . ( 2 ) Vangaveltur þessar falla einstaklega vel að skáldskaparheimi Kristínar Ómarsdóttur , en þar eru kyn , kynferði og kyngerfi í stöðugri upplausn . Strax í fyrstu bókinni , Í húsinu okkar er þoka ( 1987 ) , kemur skjönunin fram , kannski sérstaklega í þeirri líflegu erótík sem gegnsýrir mörg ljóðanna . Ljóðin eru líkamleg , en þessi líkamleiki er einmitt eitt helsta einkenni skrifa Kristínar , og það er í líkamanum sem skáldkonan leitar að , og finnur , tungumál sitt og ljóðið . " Ég er kræklingur " segir stelpan í " Hlaupastelpa " , " rækja og gella " . Sjávardýramyndmálið endurspeglar kynferði stelpunnar , með beinni tilvísun til kynfæra hennar : " Munnur minn er kræklingur / Skaut mitt á bragðið eins og rækja / / Brjóstin hvít og mjúk / eins og gellur " . Í þessum fyrstu ljóðum kemur fram þessi leikur og þetta líf sem einkennir verk Kristínar ; þar er alltaf eitthvað óvænt og aldrei neitt fyrirsjáanlegt . Það er líka áhugavert að skoða þessi fyrstu ljóð Kristínar í samhengi við ljóð annarra skáldkvenna á þessum tíma ( síðari hluta níunda áratugarins og fyrstu ár þess tíunda ) , en þar er ákveðin írónísk sjálfs-rýni sterkur þráður . Eða það var allavega niðurstaða mín í yfirlitsgrein frá árinu 1993 um ljóð yngri skáldkvenna , en þar fjallaði ég meðal annars um ljóð Kristínar , Lindu Vilhjálms , Margrétar Lóu , Steinunnar Sigurðardóttur og Vigdísar Grímsdóttur . ( 3 ) Í ljóðum frá þessum tíma myndast ný sýn á konuna ; ný sýn kvenna á konuna . Þessi kona er ekki eins mikið að velta fyrir sér stöðu sinni í samfélaginu eins og hún er að kíkja á spegilmynd sína í hverju því yfirborði sem er tilbúið til að láta hana í té , og líka í þeim sem ekki gera það . Annað einkenni á ljóðum þessa tíma er erótískt ' ' lesbískt' ' myndmál í mörgum ljóðanna , sem birtist í spegluninni í öðrum konum : í líkömum annarra kvenna . Þessi margfeldni helst í hendur við nýja umræðu um sjálfvitund kvenna - sem síðan endurspeglar sjálfsvitund almennt - og tjáningu þeirra . Í stað þess að leita að sjálfsmynd í ímyndaðri heild , er vitundin byggð upp úr brotum , einskonar klippimynd . Brotakenndir líkamar bjóða upp á óvenjulega orðræðu , sögu í ljóði , upplausn bókmenntategunda , íróníska sjálfsrýni , nýtt líkamlegt tungumál kvenna um líkama sinn . Þetta tungumál getur verið hættuleg , byltingarkennt , stelpan í " Hlaupastelpu " Kristínar Ómarsdóttur minnir á að tunga hennar kann að hvolfa hugsunum okkar og hugmyndum og hin fínlega írónía ( og stundum ekki svo fínleg ) dregur allt í efa . Það mætti kenna þetta tungumál við það sem Geir Svansson kallar kyngerfisusla og í næsta verk Kristínar , smásagnasafninu Í ferðalagi hjá þér ( 1989 ) er kyngervið sett á flot og látið ' ' flæða' ' ef svo má að orði komast . Þótt margar sagnanna lýsi gagnkynhneigðum samskiptum kynjanna , eru þau samskipti sjaldnast á hefðbundnum nótum . Aðrar sögur segja svo af skjönuðum samböndum af ýmsu tagi . Einkenni margra sagnanna er samspil andstæðna , fegurðar og ofbeldis , heillunar og hættu . Í sögunni " Ein kona " segir frá fallegri konu sem á feiminn aðdáanda sem hún er vond við , hún segir margt ljótt við hann og " stundum ærðist hann úr hræðslu og snerist í hringi . Þá hélt ég á hnífi . " Hún segist drekka blóð og augu og ata hann blóði sínu : " Ég bind þig fastan " ( 32 - 3 ) . " Stúlka frá tungli þar sem vaxa tré og margar sólir og kona frá landi " er um samband tveggja kvenna , önnur kemur frá fjarlægu og undarlegu landi , og hin , sem er sögumaður , vill skilja hana betur og reynir að sjá drauma hennar . Hið fjarlæga land aðkomukonunnar virkar frekar raunverulegt þegar betur er að gáð , þar er brunað mikið , sem vísar beinlínis í nútímastress . Söguna má því sjá sem draum , og fjarlæga landið er veruleikinn . Sagan endar á að sögumaður hleypur burt frá konunni ; frá fjarlæga landinu , veruleikanum , og sameinast nóttinni , draumnum : " Nótt haltu áfram að koma við mig , haltu alltaf áfram að koma við mig , komdu við mig og komdu við mig og komdu alltaf við mig nótt . Nótt láttu mig alltaf vera hjá þér " ( 101 ) . Nóttin er bæði persónugerfð og kvengerfð og er greinilega erótískt viðfang sögumanns . Skjönunin birtist ekki aðeins í efnistökum Kristínar heldur einnig í nálgun hennar á form . Sögurnar í Í ferðalagi hjá þér eru oft stuttar , óljósar í forminu og svo hlaðnar samtölum að þær minna stundum á leikrit - en Kristín hefur einmitt einnig skrifað nokkur leikrit , sem almennt eru fremur óhefðbundin í laginu . Árið 1991 gaf hún út örsagnasafnið Einu sinni sögur , en örsagan er einmitt form sem stendur milli forma , og skjönar form ljóðsins og smásögunnar ( skaðar sjálfsmynd þeirra ? ) . Eins og Árni Ibsen rekur í umfjöllun sinni um bók Kristínar varð ákveðin sprenging í örverkaskrifum á fyrstu árum tíunda áratugarins . ( 4 ) En eins og hann bendir á , eiga örverk sér langa sögu í bókmenntum tuttugustu aldar . Örsaga er , eins og áður sagði , prósaverk sem stendur mitt á milli ljóðs og smásögu . Örsagan getur í raun verið bæði ljóð og smásaga og það er gersamlega ómögulegt að ætla sér að ákveða einhver mörk hér eða koma fram með skýrar skilgreiningar . Örsagan getur búið yfir einkennum ljóðsins , að því leyti sem hún inniheldur myndmál , auk þess sem örsagan er oft ógagnsæ eins og ljóðið og býður upp á álíka hugarflug lesands . Og örsagan býr einnig yfir einkennum smásögunnar , en smásagan er yfirleitt skilgreind sem stutt saga sem fjallar um eitt atvik , oft er það atvik einskonar afhjúpun , varpar ljósi ( stundum nýju ljósi ) á allt lífshlaup sögupersónunnar . Vissulega er ekki mikið um lífshlaup persóna í örsögum , en á hinn bógin fjalla örsögur einmitt um eitt afmarkað atvik sem er á einhvern hátt afdrifaríkt . Sérstaklega fellur örsagan þó að skilgreiningu Edgar Allan Poe , en hann er talinn hafa fyrstur skilgreint smásöguna sem sérstaka bókmenntategund . Samkvæmt Poe er smásaga saga í prósaformi sem er hægt að lesa í einu á hálftíma til klukkustund og takmarkast við ákveðin einstök áhrif , og öll smáatriði sögunnar styðja við þessi áhrif . En það er einmitt einkenni örsögunnar að hún snýst um að kalla fram ákveðin áhrif og allt andrúmsloftið , öll smáatriði styðja þessi áhrif . Því mætti hugsa sér að það eina sem skilur örsögu frá smásögu er formið , það er , hvað örsagan er stutt , en þá kemur á móti að formlega séð er hún óaðskiljanleg frá prósaljóði . Sjálf segir Kristín að með örsögum sínum sé hún að leika sér að sögum , hún hafi reynt " að skrifa ástarsögu , mömmusögu , sorgarsögu og gleðisögu , klámsögu , unglingasögu , barnasögu , ævintýrasögu , morðsögu , kvöldsögu , dæmisögu " . ( 5 ) Árni dregur þá ályktun að svo virðist sem Kristín ætli sér ekki endilega að skrifa " sögur af fólki , atburðum og örlögum , heldur sögur sem hafa ákveðna eiginleika . " Þannig eru sögurnar einnig sögur af sögum , og hver ' ' saga' ' á sér ' ' sögu' ' , ef svo má segja . Afskaplega skemmtileg pæling og kemur fram á margan hátt í sögunum . Sögur Kristínar í Einu sinni sögur eru bæði glaðar og spriklandi af óvæntum atburðum , sumar byrja eins og hefðbundnar sögur , á " einu sinni var " , eins og sagan af stráknum sem vinkaði mömmu sinni svo mikið út um bílgluggann á fína bílnum sínum að hann rotaðist : Einu sinni var strákur að vinka mömmu sinni . Hann vinkaði henni og vinkaði henni . Stakk meira að segja höfðinu og öxlunum út um bílgluggann og vinkaði henni og vinkaði henni svo hún sæi nákvæmlega að hann var einmitt staddur á þessum mjög góða bíl úti að keyra . En hann þurfti mjög mikið að láta hana sjá sig og bílinn af því hann hélt hann væri ekki lélegur sonur ef hann væri að keyra á góðum bíl . Mamma hans stóð útá svölum og pírði augun þegar hann rak höfuðið í staur og dó . Síðan hefur þessi mamma verið sár út í fína bíla . Sagan heitir " Jagúar " og birtir vel þá margradda sýn sem einkennir texta Kristínar . Hér skiptast á gleði og sorg , húmor og svartur húmor , og ákveðinn tregi sem fylgir erfiðum samskiptum fólks , sérstaklega fjölskyldumeðlima , en slík samskipti eru algengt þema í verkum Kristínar . " Jagúar " er hrein örsaga , lítil saga um afdrifaríkann atburð . Sagan af dagatölunum og tárunum er sömuleiðis ' ' söguleg' ' , en þar er heilmikilli atburðarás komið til skila í örstuttu máli : Dagatöl og tárOg tárin komu frá Færeyjum og voru sótt þangað . Menn fóru á skipum . Tóku með sér stiga . Og þegar nóttin kom klifruðu þeir uppí trén í kirkjugarðinum og tíndu tárin , sem héngu á perlufestum utanum greinarnar , með hönskum og stundum með töngum . Sá sem átti tár í hirslum sínum og fórum gat ( ef hann vildi ) gefið ástinni sinni margt . Dagatölin voru geymd í skúrum . Þangað steig enginn fæti nema maðurinn sem reif dagana og konan sem tíndi upp póstinn . Eina nóttina var öllum tárunum og dagatölunum rænt . Maður með gleraugu bauðst þá tilað uppvísa ránin og honum var þá líka rænt . Þegar hann loksins fannst ( mörgum dögum seinna og þá lá hann í gleymsku ) gat hann ekki sýnt tárin sem hann hafði komist í kynni við og hann varð mállaus . Sat í skúr . Í stól . Las dagblað . En hann gerðist áskrifandi að því . Og nú veit enginn lengur hvað varð um dagatölin og tárin . Hér má greina tón sögulegrar sögu , í upphafi þegar sagt er frá hvaðan tárin komu , síðan breytist sagan í ævintýri þegar í ljós kemur hvernig tárin eru fengin og hvaða hlutverki þau gegna . Síðan koma dagatölin við sögu , og þá höfum við tvo ólíka söguþræði sem tengjast þegar öllu saman er stolið , dagatölunum og tárunum . Og þá breytist sagan í glæpasögu , því manninum sem tekur að sér að uppvísa ránin er líka rænt . Að lokum finnst hann , en er þá gleymdur og aftur kemur ævintýrið við sögu , því fundur hans við tárin hefur gert hann mállausan og þessvegna veit enginn hvað varð um dagatölin og tárin . Sagan endar því sem einskonar þjóðsaga , með því að enginn veit örlög þeirra tveggja fyrirbæra sem sagan fjallar um . Aðrar sögur eru frekar vangaveltur , og standa nær ljóðinu eins og " Blómin á pilsum kvenna " , sem er líklega þekktasta saga safnsins : Úr þokulúðrum skipanna fljúga blóm og lenda á pilsum kvennanna og festast . Ef kona er skapstór fljúga til hennar skærlita blóm . Ef róleg mild jarðleit . Ef hún er skemmtileg risastór og opin blóm . Ef hljóð og fer ekki útúr húsi laumast gleymméreiarnar að henni meðan hún sefur . Og hún vaknar í náttkjól með bláum blómum . Glatíjólur þegar kona er brjáluð . Peningablóm ef hún er nísk og gáfuð . Allar konur fá sinn rósartíma ef þær bíða . Og flugublóm ef þær skoða vel sig og sína . Ásttrylltar fá þær eldliljur um sig allar en ef kona er stelpa sem er kona sem er stelpa sem er alltaf að hugsa um kynlíf í fyrsta sinn setjast baldursbrár á pilsið hennar , hugg' ' ana / hræð' ' ana , hugg' ' ana / hræð' ' ana , hugg' ' ana / hræð' ' ana . Flamingóblóm koma þegar kona er að verða gömul . Úr þokulúðrum skipanna fljúga blóm . Hér er á ferðinni einstaklega falleg mynd , sem kallast á við vangaveltur mínar hér að framan um samsettar sjálfsmyndir kvenna . Konurnar spegla sig í blómunum , eða , blómin endurspegla konurnar , og þannig er hver kona sett saman úr mörgum blómum . Þessi margfalda kvenmynd minnir svo á aðra sögu af mörgum konum úr Í ferðalagi hjá þér . Í sögunni " Margar konur " er að finna margfalda móðurmynd , margar konur / mæður með eitt stúlkubarn sem þær ala upp , tuska til og dekra , og sagan endar á því að þær fljúga burt , og stúlkan verður ein : Ég kveð þær . Vinka þeim lengi . Stend í grænum garði með mörgum trjám , sólstól , lítilli tjörn og einni önd . Ég á garðinn . Ég á hann ein . ( 27 - 8 ) Konan er , að sögn Freuds , hinn mikli leyndardómur , og Kristín skrifar mikið um konur . Henni er kvenleikinn hugleikinn , og þrátt fyrir að hún taki sér almennt ekki fyrir hendur að ' ' kanna stöðu konunnar' ' að hefðbundnum femínískum hætti , þá er hún stöðugt að kanna stöðu konunnar , hlutverk hennar og tilveru , og beinir þá sérstaklega sjónum sínum að innri spennu og togstreitu milli tilfinninga og hlutverka . Þessi leikur með kvenleikann tengist svo leik með kynhneigð , og skjönun kvenhlutverka og kynhneigða fer svo saman við leik með form . Líkt og Kristín leikur sér með form örsögunnar kemst skrið á skáldsöguformið í átökum skáldkonunnar við það . Fyrsta skáldsaga hennar , Svartir brúðarkjólar ( 1992 ) , einkennist af einskonar karnivalstemningu , þarsem að því er virðist venjulegt lítið bæjarsamfélag býr yfir ótrúlegustu fjölbreytni í mannlegum samskiptum . Sagan byrjar eins og ævintýri : " Það gengur stúlka í hvítum kjól eftir göngustíg . Í fótspor hennar spretta samstundis blóm . " En hinu hefðbundna ævintýri er strax hafnað í næstu setningu , því það er ekki prins eða álíka hetjulegur ungur maður sem horfir á stúlkuna , heldur önnur stúlka : " líka hvítklædd , gengur spölkorn á eftir henni og tínir upp blómin " ( 7 ) . Ævintýraprinsessan heitir Selma og býr yfir mörgum sérstökum hæfileikum , en er haldin ákafri sjálfsmorðsþrá og steypir sér ítrekað í sjóinn . Sú sem gengur á eftir Selmu , full af ást , er Fjóla , en hún stundar kynlíf með karlmönnum í kvikmyndahúsum . Móðir Fjólu , Sólveig , ætlar Selmu syni sínum Jóhanni , en hún er gift manni sem hneigist meira til karla en kvenna , en hefur gifst henni til að eignast börn . Þau ná að eiga fjögur áður en hann fer í siglingar , þrjár stelpur og einn strák og Sólveig heldur mest upp á soninn . Ein stelpan , Signý , á mann sem líka fór í siglingar og syrgir hann mjög , en hún fær nýjan mann þegar faðirinn kemur heim með elskhuga sinn , Samúel , og giftir hann Signýu , en Samúel þráir að eignast börn . Og nú spyr ég eins og kynnirinn að Löðurþáttunum fyrir langa löngu : Eruð þið orðin nægilega ringluð ? Fjóla og Selma taka upp eldheitt ástarsamband eftir að Fjóla bjargar Selmu frá drukknun og kyssir hana til að halda í henni lífi og Jóhann er sár , en þó ekki sárari en svo að hann hleypst á brott með vini sínum Ton . Þriðja systirin er búin að fá yfir sig nóg af öllu ruglinu í fjölskyldunni og lætur sig einnig hverfa , með ömmu Selmu , Karlottu , sem er spákona og hefur verið að ráða drauma Ingibjargar . Og ekki halda að hringlandinn endi hér , en ég vil ekki gefa upp lokalykkjuna . Á sama hátt og samskipti fólks eru með óvenjulegum hætti er sagan sett saman úr margvíslegum textum þarsem rödd söguhöfundar verður stöðugt meira áberandi , á einum stað kallar hann á persónur sínar til að vara þær við yfirvofandi ógn , en tekst ekki að ná til þeirra . Ljóð og söngvar eru áberandi og minnir sú textaflétta á notkun Steinunnar Sigurðardóttur og Vigdísar Grímsdóttur á ljóðum í skáldsögum frá svipuðum tíma . Sömuleiðis birtast okkur draumar og frásagnir , auk bréfa , sem ýmist eru send eða ósend . Karnivalstemningin kemur meðal annars fram í líkamleik sögunnar , en þar er mikið um líkamlegar og kynferðislegar lýsingar , á samförum og líkamshlutum . Einnig ljá söngvarnir sögunni einskonar sveiflu , auk þess sem inn í söguþráðinn blandast framandi stemning í krafti siglinga föðurins og elskhugans og frásagna af þeim . Bærinn , sem í fyrstu virðist fremur dæmigert íslenskt fiskiþorp , verður því ævintýralegt svið – eitthvað sem lesandann ætti reyndar að renna grun í strax , því snemma í sögunni kemur í ljós að við aðaltorgið standa tvö ráðhús . Þessi fantastíska sýn einkennir öll verk Kristínar , jafnt ljóð sem prósa . Á stundum er um hreina fantasíu að ræða en yfirleitt birtist hún sem sýn , sjónarhorn , kannski sem einskonar allsherjar skjönun sem gengur ekki aðeins yfir kyngervi og kynhneigð , heldur yfir sögusvið og hugmyndir um veruleika . Þannig er fantasía Kristínar alltaf virkjuð í þágu þess að sjá hlutina upp á nýtt , kollvarpa viðteknum viðhorfum og viðmiðum og leggja í þeirra stað nýjar línur . Einna lengst gengur fantasían í annari skáldsögu Kristínar , Dyrnar þröngu ( 1995 ) . Skáldagan vakti mikla athygli , en það er sagan sem Geir Svansson tekur sérstaklega fyrir í grein sinni um hinsegin sögurnar og Eiríkur Guðmundsson gerir henni einnig góð skil í yfirlitsgrein sinni um nokkrar skáldsögur ársins . Það er reyndar eftirtektarvert að Kristín er höfundur sem mikið hefur verið fjallað um , eins og sjá má af listanum hér á síðunni yfir greinar og umfjallanir . Kristín myndi frekar teljast jaðarhöfundur , verk hennar njóta almennt ekki almenningshylli , en eru greinilega uppspretta vangaveltna fræðimanna , sem , samkvæmt hefð , gefur þeim heilmikið bókmenntalegt vægi . Dyrnar þröngu er sú skáldsaga Kristínar sem gengur hvað lengst í að ganga þvert á form og hefðir í sagnaskáldskap . Sagan er nokkuð óaðgengileg en vel átakanna virði og segir frá ferð Þórunnar Björnsdóttur til borgarinnar Dyrnar þröngu , en þar lendir hún í og veldur heilmiklum kyngerfisusla . Geir lýsir sögunni þannig að " þrátt fyrir myrðingar og misheppnaðar ástfarir " þá ómi í textanum " jákvæðni , leikgleði , frelsi frá fortíð og óttaleysi við framtíð . " Og hann ítrekar hina fantasísku hlið og segir : " frásagnarrýmið er að vísu ekki " raunsæislegt " heldur draumaheimur og fantasía , nokkurskonar ævintýraland . " ( 6 ) Ævintýralandið er líka undraland , en sagan kallast á við söguna af Lísu í undralandi , enda eru flestar persónur sem Þórunn hittir tvívíðar táknmyndir . Tvær þeirra , Ágúst og fröken Sonja Lísa Hrís , virðast standa fyrir hefðbundnar kynjamyndir , en þau þrá Þórunni bæði ákaft . En þegar til á að taka " reynast þær stöðluðu manngerðir , sem Þórunn hittir í upphafi bókar , gæjinn og piparmeyjan , ekki eiga sér stöðug kyngervi . " ( 7 ) Eiríkur Guðmundsson ræðir skáldsöguna einnig útfrá kenningum um kyngervi og þá sérstaklega í tengslum við kenningar Michel Foucaults um þá orðræðu sem mótar hugmyndir okkar um kyn , kynferði , kynhneigðir og kyngervi . ( 8 ) Þó túlkun hans á sögunni sé að nokkru leyti ólík umræðu Geirs , eiga lestrar þeirra það sameiginlegt að skoða hvernig fantasían ( og / eða súrrealisminn samkv. Eiríki ) brýtur upp hefðir og viðmið og býður upp á aukið frelsi í tjáningu og tökum á atburðum og atburðarás . " Annarsvegar stendur skáldsaga Kristínar föstum fótum í veruleikanum , " segir Eiríkur , " hinsvegar gefur höfundur honum langt nef með því að fjalla um heim staðleysunnar sem í þessu tilviki er gegnsýrður af orðræðu kynferðisins . " ( 9 ) Í upphafi er kynntur til sögu eiginmaður Þórunnar , en þau hjónin eru á ferð um Sikiley þegar eiginmaðurinn veikist . Hann hvetur konu sína eindregið til að halda ferðinni áfram og heimsækja hina spennandi borg , sem þau hafa lesið svo mikið um og þannig æxlast það að Þórunn fer ein til Dyranna þröngu . Eins og áður sagði er fjölskyldan og samskipti fjölskyldumeðlima , sérstaklega hjóna og foreldra og barna , algengt tema í verkum Kristínar , og er beinlínis viðfangsefni löngu smásagnanna tveggja í Hamingjan hjálpi mér I og II , en þar er lýst erfiðum og óvenjulegum fjölskyldumynstrum . Þetta tema er minna áberandi í Dyrunum þröngu , þarsem konan er ein á ferð , en samt er lesandinn ávalt minntur á að Þórunn er " ábyrg fjölskyldukona sem hefur áhyggjur af magaveikum og fjarstöddum manni sínum og ellefu ára dóttur " . ( 10 ) Fjölskyldutemað er hinsvegar alltumvefjandi í næstu skáldsögu Kristínar , Elskan mín ég dey , sem segir , líkt og Svartir Brúðarkjólar , frá fjölskyldu í sjávarþorpi sem virðist dæmd til að farast , og flytjast inn í himnaríki . Þegar sagan hefst eru móðirin og elsta systirin þegar dánar , en nú hefur yngri systirin Jóhanna framið sjálfsmorð og eftir lifa aðeins karlkyns meðlimir fjölskyldunnar ; örlög þeirra virðast ráðin þegar faðirinn deyr . Sem fyrr er frásagnartækni Kristínar Ómarsdóttur sérstök og þrungin fantasíu , en í stað hefðbundinnar sögu eða atburðarásar er textinn drifinn áfram af margvíslegum smáatvikum og litríkum lýsingum sem jafnframt því að taka á sig sjálfstætt líf , fléttast inn í söguþráðinn og toga hann áfram . Dæmi um þessar litríku lýsingar er himnaríkið , en það er bar sem rekinn er af Guði . Guð hrekkur við í hvert sinn sem einhver leggur nafn hans við hégóma , það er , notar það sem upphrópun , svosem : ' ' Guð hvað mér brá' ' . Guði til aðstoðar eru fljúgandi englar , og hann heldur registur yfir gesti sína þarsem hann skráir inneignir og skuldir , debet og kredit , og gefur hegðunareinkunn . Þeir sem haga sér illa eru settir í að pússa glös , þeir sem standa sig vel fá að velja lög í glymskrattanum og drekka frítt á barnum . Við eitt borðið er kíkir og flókinn nýtísku tækjabúnaður sem gerir liðnum kleift að fylgjast með lífi eftirlifenda og við annað borð situr engill og skrifar stöðugt , líklegast fjölskyldusögu úr sjávarþorpi . Skilin milli fantasíu og veruleika eru lítil sem engin og skiptir þar miklu notkun tungumálsins , en stíllinn tekur oft á sig súrrealískan blæ í þeim fjölmörgu óvæntu og fjölæru myndlíkingum sem þar leika lausum hala . Gáfur ágústhiminsins felast í því að hann leikur sér með skýjahnoðra . Myrkur ágústmánaðar er nýkomið úr sumarfríi og veruleikinn hefur tennur , og þeim fækkar þegar málin óskýrast eins og aðalsögumaðurinn Högni bendir á snemma í sögunni : " Ég gerði ráð fyrir að um það bil tíu tennur vantaði í þrjátíuogsex tennur veruleikans . Þær lægju grafnar og faldar í skúmaskotum víðsvegar í sýnilegu og sýndarlegu rými hússins " ( 57 ) . Þessi spurning um hið sýnilega og sýndarlega rými er einmitt kjarni málsins þarsem höfundur leikur sér með andstæður og lætur þær skarast og renna saman í sýnilegu og sýndarlegu rými skáldsögunnar . Sá óhugnaður sem liggur eins og rauður þráður í gegnum alla söguna vegna yfirvofandi útþurrkunar fjölskyldunnar er ævinlega blandaður ljúfsárum trega og lúmskum húmor . Á sama hátt er ástinni ævinlega ógnað með þráhyggju sem síðan liggur á mörkum sifjaspells í stöðugri togstreitu systkinanna um ást foreldranna . Erótíkin sem einkennir alltaf texta Kristínar er hér allsérstæð þar sem hún kemur fyrst og fremst fram í nákvæmum og þokkafullum lýsingum á þvotti og sérstæðum umbúnaði á líkum fjölskyldumeðlimanna , og þannig rennur erótíkin saumlaust saman við óhugnað . Þetta samspil óhugnaðar og leiks einkennir líka ljóð Kristínar . Sex árum eftir útkomu fyrstu ljóðabókarinnar , birtist sú næsta og bar titilinn Þerna á gömlu veitingahúsi ( 1993 ) . Sem fyrr einkennast ljóðin af leik , í samspili við þemu dauða og sársauka , sem Kristín heldur áfram að kanna . Þetta samspil kemur strax fram í fyrsta ljóðinu , " Dúfurnar hvítu " , en þar er því lýst hvernig dúfurnar heima hjá ljóðmælanda eru hvítar sem segl , og þær leika gardínur meðan hún sefur og vakir og ást hennar ef hún deyr . Þarna birtist undarlegur tregi , en hefðbundin tákngerving hvítu dúfunnar er guðleg , til marks um sátt . En þessar dúfur virðast fremur þjóna því hlutverki að fela ljóðmælanda – bak við gardínur – hylja hana með blæju , sem breytist í líkklæði í lokin , og í lokaorðunum felst bæði sorg og gleði : ástin kemur ekki fyrr en eftir dauðann , en hún lifir hann líka af . Og hvað eigum við að hugsa um ljóðið " á heitum degi " sem lýsir því hvernig fjöldi hvítra blindra kvenkanína sýgur upp orðin sem ljóðmælandi skilur eftir á borði í garðinum , meðan hún nálgast " berfætt / með eyrnahlíf / og loðinn riffil " . Það er ljóst að ljóðmælandi samsamar sig kanínunum að einhverju leyti ( eyrnaskjólin og loðni riffillinn ) en samt ógnar hún þeim . Enn er fantasían á flugi og snýr öllu á hvolf , úr þessu ljóði verður trauðla greitt . Álíka óleysanlegar ljóðþokur mæta lesanda í næstu ljóðabók Kristínar Lokaðu augunum og hugsaðu um mig ( 1998 ) . Sem fyrr festist lesandi við skrýtnar og skemmtilegar myndir eins og lýsingu á garði , þarsem " rifsið dreyfir sér um allt eins og ölvuð ljósker " . Hið ölvaða rifs er úr ljóðinu " Afskiptir hnífar " , en það er eitt af mörgum ljóðum bókarinnar sem fjallar um ást og mat og líkama . Það er svosem ekkert nýtt við það að gera samlíkingar milli matar og ástar , en Kristín kreistir ferskt blóð úr þessu myndmáli , enda er blóð hennar tómatsósa eins og kemur fram í einu ljóðinu . Í því ljóði birtist einmitt sú sérstaka líkamlega stemning sem fylgir notkun Kristínar á líkingamáli matar og kynlífs , en í ljóðum hennar verður matur bókstaflega að líkama og líkaminn að mat , sítrónubrjóst fá nýja merkingu í ljóðinu " Sítrónubrjóst " , hver vökvi á sér sína stund og sín líkamlegu einkenni í " Stund vökvans " og í ljóðinu " Prótein " elda konur mat handa mönnum sínum til þess að þeir geti framleitt prótein til að sprauta í líkama þeirra . Og það ljóð er skylt ljóðinu um afskiptu hnífana , en þeir eru afskiptir vegna þess að próteinframleiðandinn er fjarri . Ljóðið er einskonar hvatning til hnífa , sem ekki eru brýndir því eigendur þeirra nota mikið heimsendingaþjónustu og elda þarafleiðandi takmarkað . Í fyrstu er ákallið sakleysislegt ; hnífana verður að brýna svo ástkonan geti matbúið fyrir ástina sína , síðan eru hnífarnir tengdir karlmanninum sem skilað getur próteinunum aftur inn í kvið eldhúseigandans , en sú athöfn fær fljótlega hliðstæðu í matbúningi þarsem grænmeti er sneitt með beittum hníf oní maga hinnar elskuðu . Og þar er eins og sú ógn sem óbrýndu hnífarnir buðu óljóst uppá í byrjun blómstri í hugmyndinni um óþægilega beinan og milliliðalausan aðgang grænmetis að maganum . Þessi ímynd ísmeygilegs hryllings er kunnugleg úr fyrri verkum Kristínar , þarsem hún bregður upp myndum sem eru allt í senn , fallegar , óhugnanlegar , fyndnar og sorglegar . Í fyrsta ljóðinu , " Kveðja " , er mynd af dánu jólatré í barnalíkkistu ; án sængur , kodda eða skrauts er þessi hugmynd um lítið dáið jólatré í líkkistu í senn fyndin og tragísk , en kannski fyrst og fremst falleg í einfaldleik sínum . Í ljóðinu " Þula " gefur titillinn tóninn , án þess þó endilega að ljóðið sé svo þululegt . Í því ljóði kemur einmitt fram sú skemmtilega nálgun á tungumál og myndmál , fantastískt og furðulegt , sem einkennir skáldskap Kristínar og gerir hann að svo ógleymanlegri lífsreynslu . " Þulan " er ljóð um myndmál , þarsem hverju laginu á fætur öðru er flett ofan af upphafsmyndinni , sem er af skrefum í vatni . Vatnið er dulbúningur og þegar því er flett burt finnst fluga sem gleypti skrefin en breyttist við það í pínulitla stelpu á stærð við nögl sem grenjar í lófa þínum . Áðurnefnd ljóðabók , Sérstakur dagur , fylgdi Lokaðu augunum eftir , en hún er eins og áður er sagt einnig ljósmyndabók . Í bókinni er safn áður birtra og nýrra óbirtra ljóða og ýmist eru ljóðin samin við myndirnar eða ljóðin valin við myndirnar . Það sannast hér , sem reyndar var orðið löngu ljóst að Kristín er einn af okkar albestu rithöfundum og ljóðið leikur í höndum hennar . Eitt ógleymanlegt ljóð fjallar um " Rúmið mitt " : koddinn er fullur af ófæddum draumum , sem deyja í fæðingu ef óvænt hljóð heyrist , svo sem öskur úti á götu , utan á sænginni er púður sem kviknar í við minnstu snertingu óvinarins , lakið er dúkur , svo ef guð verður svangur þá ligg ég hérna einsog fiskur á fati . Og dýnan er til skiptis full af peningum og heyi . Sömuleiðis minnir Kristín okkur á í öðru ljóði , " Varúð " , að myndavélar og svefn eiga ekki saman , ef sofið er í svefnherbergi með myndavél breiða vel yfir hana , og ekki sofa í ljósmyndastúdíói , myndavélabúð , kvikmyndaveri , lyftu , speglabúð , hraðbanka og breiðið vel yfir linsurnar líka . Myndin sem fylgir þessu ljóði er af fiskhausum með starandi augum . Í þessum ljóðum er spilað á tilfinningar sem allir kannast við , annarsvegar öryggi rúmsins og svefnherbergisins , og hinsvegar þessi tilfinning , að liggja á strekktu laki í rúmi er álíka og að liggja á dúkuðu borði sem veislumatur . Hinsvegar er þetta öryggi rúms og svefns brotið upp af tilfinningunni um að verið sé að horfa á þig meðan þú sefur , eitthvað sem er óþolandi , svefninn er örugg höfn og þar á ekki að vera að skoða þig , innrás myndavéla og augnlinsa í svefnherbergið og svefninn , kíkja á draumana . Einnig birtist þessi dásamlega hugmynd um að sofna hér og hvar , eins og til dæmis í beinni útsendingu . Sem fyrr eru ljóð Kristínar fyndin en samt ekki eitthvað grín , því iðulega er mjög alvarlegur undirtónn . Þessi margröddun endurspeglast svo í myndunum , sem eru einmitt uppfullar af óvæntu myndmáli , óhugnaði og trega . Beiting tungumáls og myndmáls er hinsvegar alltaf óvænt og glöð , en hæfileiki Kristínar liggur ekki aðeins í því að draga fram sérstakar aðstæður og opna nýja sýn á hversdaginn , heldur hefur hún þann sérstæða hæfileika að finna og fanga einhverja gleði í tungumálinu sem getur ekki annað en hrifið lesandann með í ferðalag . ( 1 ) Geir Svansson , " Ósegjanleg ást : Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi " , Skírnir , haust 1998 , bls. 476 - 527 . Greinin er mjög áhugaverð , bæði fyrir þá kynningu á nýju fræðasviði sem þar kemur fram svo og fyrir úttekt Geirs á því hversu lítið hefur verið fjallað um hinsegin þætti í verkum þeirra höfunda sem hann tekur sem dæmi , en það eru Vigdís Grímsdóttir , Guðbergur Bergsson og Kristín Ómarsdóttir . ( 2 ) Þessi orð kyngervi og kynferði eru erfið viðureignar og eiga sér þvælda hugtakasögu á íslensku . Hefð er fyrir því í kynjafræðum að tala um ' ' sex' ' og ' ' gender' ' sem aðskilda hluti – sbr. þú fæðist ekki kona , þú verður kona , og er þá ' ' gender' ' félagslegi þátturinn , meðan ' ' sex' ' stendur fyrir hið líffræðilega kyn . Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem ' ' kyn' ' og ' ' kynferði' ' , en ég er sammála gagnrýni Geirs Svanssonar á það hugtak og kýs að nota það sem hann býr til , en það er ' ' kyngervi' ' yfir félagslega mótaða kynið og kynhlutverkið , en kynferði yfir það sem á ensku kallast ' ' sexuality' ' , sbr. að eitthvað sé kynferðislegt . ( 4 ) Árni Ibsen , " Ör saga ástar og leiks " , Skírnir , haust 1995 , bls. 507 - 519 . Í greininni er einnig fjallað um bók Þorvaldar Þorsteinssonar , Engill meðal áhorfenda ( 1992 ) . ( 5 ) Tilvitnun fengin úr grein Árna , en þetta mun hafa komið fram í viðtali við Kristínu Ómarsdóttur í Mbl . 21. des. 1991 . ( 8 ) Eiríkur Guðmundsson , " Ofbeldi tímans : Hugað að nokkrum skáldsögum ársins 1995 " , Andvari , 121 ár , 1996 , bls. 138 - 159 .
Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um verk Ingibjargar Haraldsdóttur Úlfhildur Dagsdóttir : " Hér á ég heima " : heimar , heima og heiman í ljóðum Ingibjargar Haraldsdóttur " Lýst er eftir konu / sem fór að heiman í árdaga / fáklædd og loguðu / eldar í augum . " Þetta eru upphafsorð ljóðabókar Ingibjargar Nú eru aðrir tímar ( 1989 ) og vísa þau til þeirra hamskipti sem orðin voru á pólitískum eldhita , bæði skáldkonunnar og þjóðfélagsins . Hin æskurjóða ( skáld ) kona sem " lagði á brattann og hvarf / inn í viðsjála þokuna " verður tákn fyrir byltingarhita , en síðan hún hvarf inn í þokuna hefur hún " ekki sést " . En þótt sú æskurjóða hafi lagt á brattann og horfið þá er langt í frá að sú sem eftir situr hafi tapað eldinum , enn brennur skáldkonunni eldur í augum , en nú er það ljóðeldur . Ingibjörg dvaldist við nám bæði á Kúbu og í Sovétríkjunum . Sósíalismanum hafði hún því kynnst af eigin raun og bera ljóð hennar honum vitni , stjórnmálaskoðanir hennar skína í gegn , andstaða við her og hernaðarbrölt og samúð með sósíalískri baráttu . En þótt ljóð Ingibjargar séu ádeiluljóð þá falla þau ekki í gryfju flatneskjulegs áróðurs , eins og berlega sést á því ljóði sem vitnað er til hér að ofan . Sýnin á þá ungu og æskurjóðu er kersknisleg og titillinn " Auglýsing " ber í sér þá blendnu hugsun sem oft einkennir ljóð Ingibjargar . Annarsvegar er skírskotað til byltingarinnar , hér í formi ungrar konu sem leggur á brattann , en sú mynd er dregin í efa með því að gera för hennar hálf gönulega , hún er fáklædd og virðist ekki of forsjál þegar hún æðir inn í þokuna . Hinsvegar eru auglýsingar tæki kapítalismans , en ímynd þeirra er stillt upp gegn sjálfu ' ' ljóðinu' ' sem byltingartæki . Fyrsta bók Ingibjargar , Þangað vil ég fljúga ( 1974 ) , skiptist milli tveggja heima . Byggingin er þétt og nokkuð línuleg eins og um frásögn í ljóðum sé að ræða . Þetta er undirstrikað með fyrsta ljóðinu sem heitir " Upphaf " og segir frá fæðingu skáldkonunnar : " Ég fæddist í gráu húsi / í bláhvítu landi við ysta haf / einn októberdag fyrir löngu " , og " lygasagan um heiminn og mig / hófst þar einn októberdag ... " Þarna kemur fram mjög skemmtilegt og sérstætt frásagnarlíki í ljóðformi sem helst í fyrstu ljóðunum en leysist svo upp þegar á líður bókina . Í fyrstu ljóðunum er bernskuheimurinn séður í rósrauðum bjarma , lítil stúlka kemur heim í rauðum gallabuxum til að finna lítinn slefandi bróður í skúffu . Bernskuheimurinn er líka heimur uppeldis og lærdóms , pabbi útskýrir verkföll en kennir dótturinni ekki að marsera eins og hermennirnir . Svo skiptir um svið , skip sigla inn í himininn og í " Eilífð daganna " segir frá mönnum sem " ferðast áttavilltir / um yfirborð jarðar " og í lokin situr ljóðmælandi undir mangótré og eldist . Litla stúlkan er komin út í heim og seinni hluti bókarinnar er fullur af heimþrá og hugsunum heim frá ókunnum löndum og ströndum . Það er þaðan sem bernskuheimurinn birtist svo bjartur , í " Vísu um fiðrildi " á fiðrildið aðeins einn dag til að dreyma og því skal ekki vekja það . Ljóðið vísar í báðar áttir , til bernskunnar og þeirrar eldri sem situr undir mangótrénu . Heimþráin kemur einna ljósast fram í ljóðinu " Að vera útlendingur " , þar sem ljóðmælandi geymir " sumarnótt í kyrrum björtum bæ " lokaða í hirslu sem hún opnar þegar hún er ein : þegar ég er einopna ég hirslunaog hlusta á skóhljóð sjálfrar mínbergmála í sofandi húsunum . Kyrrðin sem ríkir í þessu ljóði , myndgerð í sofandi húsum og hljóðu bergmáli í kistu , er dæmigerð fyrir ljóð Ingibjargar og jafnframt hennar mesti styrkur . Í sumum ljóðum má finna máttleysi einstaklingsins gagnvart ópum myrkursins , þegar " morð eru framin á meðan þú sefur " , og máttleysi útlendingsins gagnvart heimi sem er honum framandi , svo mjög að hann getur ekki einu sinni fært hugsanir sínar í orð . Og getur þó , því slík er einmitt list Ingibjargar að færa í orð hin margvíslegustu andartök , augnaráð og hugsanir ; nísta þau með prjóni , stöðva þau á flugi , setja þau undir gler , eins og hún kemst sjálf að orði í ljóðinu " Andartak " , frá 1983 : Þú dokar viðhorfir í nærstödd auguhugsar um eitthvað - eitt andartak [...] geturðu níst það prjóni ? stöðvað það á flugi ? sett það undir gler ? Og það er kyrrðin í ljóðum Ingibjargar sem megnar að stöðva andartök og nísta prjónum hugsanir , setja augu og myndir andartak undir gler . Í þessari kyrrð standa svo myndirnar skírar eins og stjörnur á fleti nætur , stjörnur sem eru Ingibjörgu stöðugt yrkisefni , stjörnur sem lifa í nóttunni og deyja á daginn , stjörnur sem lofa og stjörnur sem hrapa . " Við erum sambýlismenn á þessari stjörnu " minnir hún á í ljóðinu " Hvatning " úr Þangað vil ég fljúga , og hvetur þannig til sameinaðs átaks . Í þessari fyrstu bók Ingibjargar er þó innanum alla kyrrðina sterk spennutilfinning , óþreyja eftir einhverju , kannski að breyta heiminum ? Orðspor daganna ( 1983 ) , er um margt ólík Þangað vil ég fljúga , þótt hún sé um leið ákveðið framhald . Í Orðsporunum matar fyrir nokkurri svartsýni eða bölsýni á íslenskan veruleika og lífsgæðakapphlaupið , bygging húss er séð sem bygging fangelsis og öryggiskenndin er keypt á kostnað frelsis . Ingibjörg blandar þetta heimkomunni frá útlöndum , ljóðin í fyrstu tveimur köflunum eru ljóð vonbrigða við heimkomuna og nú beinist söknuðurinn út á við , til útlanda . Tíminn er hér aðalviðfangsefnið , tíminn sem hefur horfið sporlaust , eða þeyst stjórnlaust út um eldhúsgluggann yfir endalausu uppvaskinu og framrás tímans , dagarnir , eru merktir með orði í hverju spori . Skáldkonan er enn með ólgu sósíalismans í barmi sér en hún á ekki skjól við landsins hjarta , er njörvuð niður við eldhúsvaskinn , steypt inni í húsi . Þarna eru sterkir femínískir undirtónar , eins og í hinu kunna ljóði " Angist " sem lýsir því hvernig angistin nagar rótina af ljóðmælanda sundur , " þartil einn daginn " að " eitthvað af mér / þeytist stjórnlaust út í buskann " en " hitt verður eftir / og klárar uppvaskið . " Í næsta ljóði " Kona " birtist mynd af einskonar konu sem kyndir ofninn minn , því í lok eldheitra umræðufunda " þegar allt hefur verið sagt " og vandamál heimsins " vegin metin og útkljáð " kemur alltaf kona " að taka af borðinu / sópa gólfið og opna gluggana / til að hleypa vindlareyknum út . " Uppgjafartónn er þó hreint ekki allsráðandi , " með tvær hendur tómar " rís ljóðmælandi upp einbeittur og vaknar af aldalöngum svefni , og virðist tilbúinn að takast á við lífið . Í ljóðinu " Þyrnirós " segir : " Nú rís ég upp einbeitt og vakna / af aldarlöngum svefni / - eða er ég að fæðast ? " , " Einhver hefur sagt mér / ég eigi hér heima . " Það er ákveðin ferlishugsun sem gefur ljóðum Ingibjargar sérstakan blæ , ekki aðeins innan bókanna heldur líka milli þeirra . Þótt aldrei sé um heilsteyptan söguþráð að ræða , má sjá línulega þróun , framhald og samband milli ljóðanna . Ef biturð og uppgjöf setja mark sitt á mörg ljóðanna , þá er heildartónninn öflugur , kannski er bjartsýninin einna mest áberandi í börnunum sem verða Ingibjörgu að yrkisefni , þau munu landið erfa . Þannig drekkur dóttirin baráttuhugsanir móðurinnar með móðurmjólkinni í ljóðinu " Barn á brjósti " í lok bókarinnar : Ég dái konursem halda vígreifarútá hála brautina [...] Þannig hugsa ég [...] meðan dóttir mín drekkurhugsanir mínarmeð móðurmjólkinni Þriðja bók Ingibjargar , Nú eru aðrir tímar ( 1989 ) , kemur út á tímum perestrojku Gorbatsjovs , sem er að setja af stað öldu gerbreytinga , kommúnisminn riðar til falls og sósíalistar allra landa skoða hug sinn . Sú nostalgía sem einkennir fyrri bækur Ingibjargar birtist einnig í Nú eru aðrir tímar , en hún er blendnari en áður , hugmyndir og viðhorf hafa breyst og skáldkonan með . Biturðin er með öllu á braut , í lokaljóðinu " Úr " myndabók hugans - Moskva " " , er upprifjunin blandin nýrri vitneskju , nýrri sýn á kommúnismann í Sovétríkjunum , en einnig ljúfsárri gleði fyrir þær stundir sem þarna sköpuðust og verða ekki aftur teknar , né endurteknar í " Veröld sem var / og við áttum saman " . Nú eru aðrir tímar er að mestu laus við þá ólgu sem finna má í Orðsporum daganna . Frekar er litið um öxl með kímileitum svip , eins og fram kemur í fyrsta ljóðinu um æskurjóðu konuna sem hverfur inn í viðsjála þoku . Það er eins og skáldkonan sé sáttari , böndin sem binda hana eru silkibönd móðurástar . Þó er enn þessi sama tilfinning fyrir innilokun , " bilið vex / milli þess sem er / og þess sem átti að verða " segir í ljóðinu " Nostalgía " , en söknuðurinn er frekar eins og tregi yfir minningu . Stjórnmál og staða konunnar eru Ingibjörgu enn yrkisefni , þjóðin horfir í tóm sjónvarpsins og kona með tryllt augu ber kjúkuber á glugga og æpir , kannski er þetta sú sem þeyttist stjórnlaust út um eldhúsgluggann í " Angist " ? Hér hefur myndmálið líka fægst og pússast í ólgusjó og kyrrðin enn aukist . Kyrrð ljóðanna endurspeglar tilfinningakyrrð skáldkonunnar , eins og best kemur fram í ljóðinu " Endurkoma " , en þar segir : " Þá kom hún og sá / líf sitt gára / lygnan flöt / tímans / / óendurkræft / líf sitt " . Þegar þessari undurfallegu mynd af tilveru einnar manneskju í hinum óendanlega tíma er stillt upp við hlið ljóðsins " Angist " úr Orðsporum daganna , þar sem hugmyndin er skyld , tilvera í tíma , þá er þróunin skýr . Í " Angist " er tilfinningin fyrst og fremst óþol , " eitthvað af mér / þeytist stjórnlaust / útí buskann " ; þetta er mögnuð mynd af sóuðu lífi - við eldhúsvaskinn - frekar en þeirri gáru sem andartak myndast á fleti tímans . Nú eru aðrir tímar einkennist enn fremur af þessari kyrrð , en það er einmitt í henni sem kraftur ljóðanna býr , kyrrlátar myndirnar gára flöt ljóðsins og setja mark sitt á hann . Árið 1991 voru ljóðabækur og ljóðaþýðingarIngibjargar gefnar út í einni bók , auk nokkurra nýrra ljóða . Í þessari útgáfu birtist sú viðurkenning sem Ingibjörg nýtur sem eitt helsta samtímaskáld þjóðarinnar . Fjórum árum síðar sendi Ingibjörg frá sér nýja ljóðabók , Höfuð konunnar ( 1995 ) . Bókin hefst á tilvitnunum um tvö mannshöfuð , hið almenna mannshöfuð sem er nokkuð þungt , samkvæmt Sigfúsi Daðasyni og svo höfuðkúpu Egils sem einnig þótti í þyngra lagi . En í ljóði Ingibjargar um höfuð konunnar er höfuð hennar alls ekki þungt , heldur " mjallhvítur / dúnmjúkur / hnoðri " sem er stundum " á fleygiferð " , týnir áttum og villist . Með þessu samspili ( karl ) mannshöfða og höfuðs konunnar mætti ætla að Ingibjörg væri hér að takast á við ' ' hefðina' ' og fyrsta ljóðið " Land " virðist undirstrika það , en þar segir : " Ég segi þér ekkert um landið / ég syng engin ættjarðarljóð " , í stað þess biður ljóðmælandinn lesandann að standa við hlið sér í myrkrinu , anda djúpt og finna það streyma : " segðu svo : / Hér á ég heima " . Enn er verið að takast á við hugmyndina um heima og heiman og hér virðist skáldkonan fyllilega sátt við að vera komin ' ' heim' ' . Að auki birtist þarna skemmtileg yfirlýsing um íslenskar ljóðhefðir og ímynd landsins eins og hún birtist í ljóðum : skáldkonan sniðgengur slíkt og biður lesanda að upplifa sig heima í myrkrinu fremur en glæstu landslaginu eða dramatískri sögunni . Það væri ofmælt að ætla sér að draga þau margvíslegu minni sem birtast í ljóðum Höfuðs konunnar saman í eitt þema um átök við hefð , fremur mætti segja að slík ljóð stingi upp kollinum innanum önnur sem vísa allt annað . Annað dæmi um sérstaka nálgun Ingibjargar á ættjarðarátök er ljóðið " Fjallkona " sem lýsir draumi um konu og fjall og fjallið er kona . Ljóðmælandi ætlar að leita skjóls við rætur fjallsins " En fjallið skautaði / faldi hvítum / / og kalt var fjúkið við rætur þess " . Ímynd fjallkonunnar virðist því ekki alveg ásættanleg . Þessi mynd kulda verður sérlega sterk þegar hún er spegluð í einu af fjölmörgum ljóðum Ingibjargar sem lýsa útlöndum , en á síðunni á móti " Fjallkonunni " er ljóðið " Eyja " sem ber í sér kunnuglega nostalgíu eftir grænni eyju með pálmatrjám og hvítum sandi , gulri sól og rauðri mold . Þessi eyja býr líka í draumi skáldkonunnar , " angar ennþá / græn og aftur græn / í draumum mínum " . Þarna er stillt upp andstæðum , kaldri eyju fjallkonunnar og grænni eyju fjarlægðarinnar . Draumurinn birtist einnig í síðasta erindi ljóðsins " Höfuð konunnar " því þar " geymir konan í höfði sér / klið þeirra daga sem liðu / í alsælu draumsins og dóu / svo válega síðar " : Enn sigla skip um næturhöfinog mætast , skríða hljóðút úr dimmum þokumog mætast Þannig birtast okkur enn ein mótin , mót heima og heiman , drauma og veruleika , mót hefðarinnar – myndhverfð í þungu ( karl ) mannshöfði – og konunnar – en höfuð hennar er ekki þungt . Allt siglir þetta um næturhöf ljóða Ingibjargar og skríður út úr dimmum þokum til að mætast . Síðari hluti Höfuðs konunnar er helgaður þýðingum á ljóðum rússnesku skáldkonunnar Marínu Tsvetajevu . Ingibjörg er ekki bara ljóðskáld , hún er einnig afkastamikill þýðandi og hefur þýtt ljóð rússneskra og spænskumælandi skálda eins og Pablo Neruda , Cesar Vallejo , Roque Dalton , Gioconda Belli , Nicolás Guillén , en ljóð þessara skálda eiga það sameiginlegt að vera ákaflega pólitísk . Auk ljóðanna hefur Ingibjörg unnið þrekvirki í þýðingum á skáldsögum úr rússnesku og spænsku . Það er henni að þakka að síðustu tvo áratugina hafa Íslendingar fengið tækifæri til að kynnast rússneskum höfundum eins og Dostojevsky , Mikail Búlgakof , Anatoli Rybakov og Ljúdmílu Petrúshevskaju í frábærum þýðingum hennar . Einnig hefur hún þýtt tvær skáldsögur höfundarins Manuel Scorza frá Perú og bera allar þýðingarnar málvitund hennar og málgáfu vitni . Það hlutverk sem þýðingar gegna í bókmenntalandslaginu hefur verið ákaflega vanmetið í íslenskri umræðu . Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur hefur unnið einna ötulast að því að koma þýðingum inn í bókmenntaumræðuna , með ágætum árangri . Þeir straumar og stefnur sem berast gegnum þýðingar eru sérstaklega mikilvægir í svo litlu og afmörkuðu bókmenntaumhverfi sem Ísland er . Á níunda áratugnum varð mikil bylgja þýðinga , þarsem höfundar eins og Guðbergur Bergsson og Ingibjörg sendu frá sér hvert stórvirkið á fætur öðru . Þennan áratug var heilmikil gróska í íslensku bókmenntalífi og hafa þýðingarnar án efa átt sinn þátt í því . Bókaútgáfa blómstraði og íslenskir höfundar tókust á við ný viðmið og sjónarmið í bókmenntum og bókmenntaumræðu . Þrátt fyrir að Ingibjörg hafi einbeitt sér að þýðingum á klassískum bókmenntum fremur en samtímasögum , átti sá kraftur sem fylgdi þessum þýðingum sinn þátt í að lífga bókmenntalandslagið við og auðga það . Það er því óhætt að segja að þýðingar Ingibjargar úr frummálum séu ómetanlegt framlag hennar til íslenskra bókmennta . Það að fá að lesa höfuðverk bókmenntasögunnar eins og Bræðurna Karamasof , Glæp og refsingu , Fávitann og Tvífarann eftir Dostojevsky , og Meistarann og Margarítu eftir Búlgakof á eigin máli er ákaflega mikils virði fyrir bókmenntaunnendur , auk þess sem þessi stórvirki hafa nú verið gerð aðgengileg fyrir komandi kynslóðir lesenda .
Guðmundur Brynjólfsson skrifar um verk Odds Björnssonar Oddur Björnsson er í hugum flestra fyrst og fremst leikritaskáld og er það ekki að undra því að á því sviði hefur hann verið afkastamestur . Hann hefur þó einnig sent frá sér eina skáldsögu , Kvörnina ( 1967 ) og barnasöguna Í Krukkuborg sem kom út árið 1969 , en tíu árum síðar frumsýndi Þjóðleikhúsið barnaleikrit byggt á þeirri sögu . Verkið segir frá stráknum Sigga sem dreymir eina nóttina um heiminn í fiskabúrinu sínu , þar er mikil undraveröld ( öllu undraverðari en í fiskabúrum almennt ) . Ill öfl og góð takast þar á eins og í flestum góðum barnaleikritum en kolkrabbarnir halda öllu í helgreipum í heimi fiskanna , foringi þeirra heitir hvorki meira né minna en Adolf og segir það eitt nokkuð um innræti hans . Margvíslega ádeilu má merkja í sögunni en þó helst á hverskonar kúgun , og mannvonsku heimsins . Oddur er einnig ávallt talinn höfundur barnaleikritsins Snjókarlinn okkar sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1967 , en verkið var samið í einskonar leiksmiðju og komu margir að . Segja má að Oddur Björnsson standi hvað næst hinni svokölluðu " absúrdstefnu " af íslenskum leikritahöfundum . Hann er óumdeilanlega lærisveinn Samuel Becketts en hann er einnig undir áhrifum frá mönnum eins og Jarry og Arrabal og Camus . Oddur fór varlega af stað í leikritun sinni ef svo má að orði komast , hann skrifaði stutt verk , hnitmiðuð og einföld sem þrátt fyrir einfaldleikan eru oft djúp og fjalla um flóknar spurningar eða flókinn veruleika . Tónlist er mjög ríkur þáttur í nánast öllum leikritum Odds og sum þeirra eru reyndar nær ósviðsetjanleg nema fylgt sé eftir fyrirmælum höfundarins hvað tónlist varðar . Fyrsta leikrit Odds sem vakti verulega athygli var Köngulóin . Verkið var frumsýnt hjá Grímu árið 1962 , um er að ræða stuttann einþátttung um Alexander 6. páfa og börn hans Sesar , Lúkrezíu og Don Sjúan . Hér er brugðið upp leiftur mynd af þessu slekkti af Borgía ættinni sem var þekkt fyrir gjálífi mikið og grimmd en einnig stjórnkænsku sem kunnugt er . Oddur leikur sér með hugmyndina um valdamikinn mann sem könguló en sýnir um leið hve völd slíkra hanga tæpt með því að hafa einnig í leiknum köngulóafjöld skríðandi á gólfinu í svo miklu magni að ekki er hægt að stíga niður fæti án þess að kremja nokkrar . Oddur þróaði þetta verk frekar og árið 1970 var flutt útvarpsleikritið Brúðkaup furstans af Fernara . Áfram heldur Oddur að segja frá Borgía ættinni , aðallega löstum hennar , en lokahnykkurinn í því ferli er svo leikritið Dansleikur sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu 1974 . Í Dansleik hefur Oddur fullkomnað sögu þá sem hann hóf að segja með Köngulónni , verkið er viðamikið og grimmt en um leið er í því ákveðinn léttleiki , andstæða sem er nokkuð einkennandi fyrir lengri leikrit Odds . Dansleikur er ádeila á spillingu og yfirdrepsskap , hjákátlega naíf plot - allt að því barnaleg en samt svo sönn - og síðast en ekki síst er verkið hárbeitt andóf gegn skiptingu auðs á jörðinni . Í verkinu notar Oddur leiklýsingar af miklum móð og kemur þar jafnvel að athugasemdum sem ekki verður séð í fljótu bragði að komist svo glatt til áhorfenda . En hér er allt þrauthugsað , leikarinn innbyrðir þetta með textanum sínum og hugmyndaflug leikstjóra er auðgað . Partí er annar einþáttungur eftir Odd , verkið var frumflutt af Grímu um leið og Köngulóin , en þriðja verkið sem var frumsýnt þá um leið var Við lestur framhaldssögunnar . Partí er hröð fantasía í anda absúrdsins , með snaggaralegum samtölum sem ekki virðast innihaldsrík , skrítnum persónum og fjarstæðukenndum uppákomum , t.d. mætir hestur í partíið og talar við hina gestina eins og ekkert væri sjálfsagðara . Við lestur framhaldssögunnar hefur undirtitilinn Parodia . Þessi leikþáttur er skilgetið afsprengi absúrdismans , persónur eru aðeins þrjár : 1. kyndari , 2. kyndari og Rödd handan hurðarinnar . Uppistaðan eru samskipti kyndarana tveggja , Oddur skrifar texta þeirra talmálslegann , t.d. skrifar hann " Kvudnig eruðau á lidin ? " ( Hvernig eru þau á litin ? ) , 1. kyndari les 2. kyndara kléna ástarsögu úr blaði auk þess sem þeir skiptast á misgáfulegum athugasemdum . Í raun er ekki með verkinu sögð eiginleg saga , heldur er þátturinn einskonar leifturmynd úr tilbreytingalausu lífi . Amalía heitir enn einn einþáttungurinn frá þessu tímabili á ferli Odds . Þetta er þáttur um konu sem situr fyrir framan spegil en í speglinum birtast svo ólíkar myndir hennar á mismunandi aldri , ólík kyn , ólíkt fólk . Amalía er nokkuð gróteskt leikrit og í raun ekki eins absúrd og það virðist við fyrstu sýn . Tvær útgáfur munu til af verkinu en ein hefur verið gefin út og er hana að finna í safninu 4 Leikþættir frá árinu 1963 . Árið 1965 var færður upp í Þjóðleikhúsinu allmerkilegur einþáttungur eftir Odd sem heitir Jóðlíf . Þar ræðast við tvö fóstur í heimkynnum sínum sem er kvenmannskviður . Þau velta fyrir sér lífinu og tilverunni og með því að hafa akkúrat þetta sögusvið og þessar sögupersónur verða allar spurningar og vangaveltur enn áleitnari . Þessar frummyndir sakleysis í hugum flestra eru í senn harðir þjóðfélagsgagnrýnendur og leiksoppar efnisheimsins . Verkið er á köflum skoplegt en þó eitthvað svo sorglegt . Umfram allt er þetta þó bráðsnjallt leikrit . Árið 1967 sendi Oddur frá sér skáldsögu sem heitir Kvörnin . Sagan er stutt og í raun vart nema novella . Hún greinir frá ungum manni sem stendur á tímamótum í lífi sínu eftir stúdentspróf . Þetta er snörp þroskasaga eða öllu heldur manndómsvígsla því pilturinn er að slíta tengslin við móður sína , kynnast öðrum konum og í lokin fer hann á brott . Fyrsta leikrit Odds í fullri lengd er Hornakórallinn , söngleikur ( tónlist Leifs Þórarinssonar ) sem frumsýndur var í Þjóðleikhúsinu 1967 . Verkið er í raun tilbrigði við Galdra Loft Jóhanns Sigurjónssonar en þó fullkomlega sjálfstætt verk og höfundarverk Odds . Í leikritinu segir frá óhóflegum metnaði Lofts sem verður ei til góðs því af sprettur Djöfsi , ekki par fróm fígúra , móður Lofts sem stendur fyrir hin gömlu góðu gildi og Dísa sem er tákn ástar , fegurðar og einfaldleika . Verkið er , þrátt fyrir að vera létt og skemmtilegt , grimm ádeila á yfirgang mannsins og hroka gagnvart öllu og öllum . Árið eftir var leikurinn Tíu tilbrigði frumsýndur af Þjóðleikhúsfólki í Lindarbæ . Um er að ræða hreinræktað absúrdverk , " sama " sagan er endurtekin og birtist okkur trekk í trekk í mismunandi afbrigðum . Persónur eru fáar og fer fækkandi eftir því sem á líður leikinn , erfitt er að skilgreina boðskap tilbrigðanna en þó má greina í verkinu ákveðna paródíu á listina , en aðalpersónan er einmitt tónskáldið Lúðvík . Kammeróperan Dans á rósum eftir Arne Mellnas er byggð á verkinu . Af svipuðum toga er verkið Meistarinn sem Þjóðleikhúsið setti upp 1977 . Að vísu er paródíunni þar stefnt annað , t.a.m. að innistæðulausum hugmyndum og " visku " . Leikritið er mystískt og skil milli sjálfsveru persónanna á stundum óljós . Eftir konsertinn heitir það verk Odds Björnssonar sem er líklega hvað " venjulegast " ef svo má að orði komast . Þetta stofudrama var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1983 . Verkið er reglulegt í byggingu til að byrja með og söguþráður virðist ætla að verða nokkuð skýr og hefðbundinn ; t.d. notast Oddur hér við hinn sígilda " gest úr fortíðinni " sem veldur ákveðnum straumhvörfum . En þrátt fyrir að verkið sé hefðbundnast verka Odds þýðir það ekki að ekki séu í því undarlegar situasjónir og uppákomur ; samkvæmið í verkinu er þannig stórkostlegt apaspil og um tíma má ætla að Oddur ætli með verkið í fang algers fáránleika . Svo fer þó ekki og með ákveðnu stílbragði leiðir hann leikinn til lykta í þeim anda sem til var stefnt í upphafi . Það verk Odds sem er hvað metnaðarfyllst og um leið mest að burðum ef svo má að orði komast um leikrit er 13. krossferðin . Þetta leikrit sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á haustdögum 1993 er eins og allflest sem Oddur hefur skrifað í anda absúrdismans . Verkið er um stríð í allri hinni fjölbreyttu merkingu þess íslenska orðs . Þrír hermenn leita stríðs ( líkt og persónur Pirandellos leita höfundar ) . Hermennirnir eru ólíkir innbyrðis eins og mannkynið en líkt og það , leita þeir hins sama en nálgast markið á ólíkan máta . Í verkinu er farinn krossferð gegn einhverju óljósu – eins og ávallt - sem á að fylla líf okkar þegar það hefur verið sigrað . Oddur gerir sér grein fyrir því að sú hefur verið sagan og verður sjálfsagt enn um sinn , í endalausu tölti mannskeppnunnar um veröldina skynjar höfundurinn ótal situasjónir sem ekki verður við gert nú frekar en áður . Segja má að í verkinu taki Oddur Brechtiska afstöðu , hann heldur sér til hlés þar sem við á en blæs óspart í lúðra sína þegar honum þurfa þykir . Verkið er sjónarspil á sviði en tormelt lestrarefni . Auk þess sem hér hefur verið talið hefur Oddur Björnsson samið yfir tuttugu útvarpsleikrit , áður er getið Brúðkaups furstans af Fernara en af öðrum mjög góðum útvarpsleikritum má nefna Þrjár sögur úr heita pottinum ( 1983 ) og Aríetta ( 1985 ) en síðarnefnda verkið er einmitt mjög gott dæmi um samspil tónlistar og talaðs orðs i verkum Odds . Mjög mörg af verkum Odds hafa verið þýdd á önnur tungumál og sumhver flutt erlendis bæði á sviði og í útvarpi . Þá liggja sjónvarpsleikritin Postulín ( 1971 ) og Draugasaga ( 1985 ) einnig eftir Odd . Árið 1965 kom út bókin Steinar og sterkir litir : svipmyndir 16 myndlistarmanna , en þar skrifar Oddur kaflann " Að sópa gólf " um Sverri Haraldsson . Þá hafa birst einstaka ljóð eftir Odd í blöðum og tímaritum en nokkuð er um ljóð í sumum leikrita hans . Oddur Björnsson er leikritahöfundur sem hefur nánast helgað sig því að búa til íslensk absúrdleikrit . Þó eru verk hans ekki sér íslensk og í raun eru þau alþjóðlegri en ætla mætti í fyrstu , með öllum sínum skrítimennum ; furðu köllum og undra kellíngum . Ástæðan er sú að á bak við absúrdisma Odds er oft á tíðum þaulhugsuð ádeila sem á erindi hvar sem er .
Inga Ósk Ásgeirsdóttir : Kraftmiklar en góðar stúlkur . Um bækur Helgu Möller . Barnabókahöfundurinn Helga Möller hefur sent frá sér fjórar barnabækur frá 1992 . Þrjár fyrstu bækurnar heita Puntrófur og pottormar ( 1992 ) , Leiksystur og labbakútar ( 1993 ) og Prakkarakrakkar ( 1996 ) . Þær fjalla um Lísu sem er átta ára í fyrstu bókinni en tíu í þeirri síðustu og eru seinni bækurnar sjálfstætt framhald þeirra fyrri . Fjórða bók Helgu heitir Við enda regnbogans ( 1999 ) en þar er enga Lísu að finna heldur fjallar sú bók um Villu sem er níu ára . Fyrstu tvær bækurnar eru myndskreyttar af Búa Kristjánssyni en hinar af Ólafi Péturssyni , þeim tekst báðum mjög vel að draga upp myndir af þessum litríku persónum sem við fáum að kynnast . Myndir Búa eru gáskafyllri , en Ólafur er stílfærðari í dráttum , hvor gerir þó mjög vel á sinn hátt . FrásagnaraðferðAllar bækurnar samanstanda af stuttum köflum þar sem hver kafli segir frá ákveðnum atburði þannig að fléttan hverfist ekki um einn atburð heldur lýsir viðburðaríkum tímabilum í ævi stúlknanna . Helga segir sögurnar í 3. persónu og þó hún fylgi aðalpersónunum mest miðlar hún hugsunum annarra eftir þörfum . Rödd sögumanns er til dæmis mun meira áberandi í sögunum um Lísu heldur en í þeirri sem greinir frá Villu og félögum . Í fyrstu bókinni er mikið um höfundarinnskot og útskýringar og finnst mér einhvernveginn að þrátt fyrir svipaðan aldur stúlknanna þá miði höfundur Lísubækurnar við yngri lesendahóp : Eins og þið hafið kannski tekið eftir á Lísa engan pabba . En það hefur ekki alltaf verið þannig . Lísa átti pabba , góðan pabba , en hann dó . Hann varð mikið veikur og svo dó hann . Sjálfsagt eiga flest börn , sem lesa þessa bók , pabba . En það eru líka einhver sem ekki eiga pabba . Sjálfsagt eiga líka flest börn , sem lesa þessa bók , mömmu . En það eru líka einhver börn sem eiga enga mömmu . ( Puntrófur og pottormar , bls. 34 ) Höfundur er einnig á barnalegri og einlægum nótum þegar lýst er ástúðlegu sambandi Lísu og mömmu hennar : " Góðan daginn , Lísa litla . Drífðu þig nú að klæða þig , elskan , " segir mamma um leið og hún kyssir hana á kollinn og danglar létt í bossann á stelpunni sinni sem nú liggur makindalega á maganum í rúminu sínu ; ( Puntrófur og pottormar , bls. 9 ) Í seinni Lísubókunum er stíllinn hressilegri . Höfundur byrjar oft kaflana á sviðsetningu þar sem lesandanum er kastað inn í atburðarásina og fléttan er mun hugvitsamlegri og meira spennandi . Til dæmis er Lísa að lesa bók þar sem laumufarþegar koma við sögu og seinna , eftir miklar raunir , verður hún innlyksa á skipi og þorir ekki að leita hjálpar þar sem laumufarþegarnir í sögunni voru settir í fangelsi . Einnig týnist köttur Lísu og finnst á undraverðan hátt löngu síðar og þar renna margir þræðir sögunnar í eitt . Bröndurum fjölgar í seinni bókunum og slíkt fellur að sjálfsögðu í kramið hjá yngstu lesendunum ( nú eða hlustendunum ) . Persónulega fannst mér húmorinn bestur í Prakkarakrökkum og Við enda regnbogans . Í þessum tveim sögum er flæði gamanseminnar jafnt og þétt og höfundur vinnur skemmtilega úr ýmsum smávægilegum uppákomum . Þessvegna er 9. kafli bókarinnar hálfgert stílbrot , hann fjallar um sumarbúðadvöl og ærsl og prakkarastrik sem þar eru framin en fellur ekki alveg að því góða flæði sem er í sögunni , þ.e.a.s. áreynslulausri gamansemi hennar . Tími og umhverfiAllar bækurnar gerast í Reykjavík en borgin gegnir litlu hlutverki . Lísa býr við Fjörugötu , sagan gerist mestmegnis þar og þröngt sögusviðið minnir oft á lítið sjávarþorp . Fjörugata er skemmtilegur rammi , lítill rammi um smáfólkið sem kemur við sögu . Sama má segja um tíma sagnanna allra , þær gerast í nútímanum og stöku sinnum má sjá merki þess , til dæmis í tilsvörum unglingaveikra systra aðalpersónanna þar sem eitthvað er " ýkt " . Þá gefur höfundur tímanum á stundum ramma með dæmum um vinsæl dægurlög . Tími og staður sagnanna verður til þess að bækurnar vísa fyrst og fremst inn í heim barnslegs minnisins sem við vitum að getur oft á tíðum flutt fjöll og fegrað veðurfar . Samfélagsmyndin er einföld , heimur barnanna er skýrt aðskilinn frá heimi fullorðinna . Móðir Lísu er ekkja en því fylgja ekki fjárhagsleg vandamál frekar en veikindum móður Villu . Dauði föðurins og veikindi móðurinnar eru ekki útskýrð og á það mætti kannski deila , en skiptir það einhverju máli úr hverju pabbi Lísu dó ? Eða hvað amar að móður Villu ? Þegar öllu er á botninn hvolft , þá held ég ekki . Dauði og veikindi eiga að sjálfsögðu heima í barnabókum , lífið er ekki leikur , en mikilvægt er að útskýra hlutina og lýsa sorgarviðbrögðum . Og það reynir Helga að gera , sérstaklega í tilfelli Lísu . PersónurLísa ( sem heitir nú reyndar Elísabet Sjöfn ) og Villa ( Vilhelmína Sigríður ) eru mjög áþekkar persónur en Villa er ívið uppátækjasamari og á einhvern hátt finnst mér hún þroskaðri persóna en Lísa þrátt fyrir svipaðan aldur . Villa er stórtækari í prakkaraskap sínum eins og þegar hún tekur sig til og strýkur frá tannlækninum : Ef hún hlypi núna gæti hún ekki stoppað til að klæða sig í skó og úlpu í afgreiðslunni því þá myndi stúlkan stöðva hana . Hún yrði að hlaupa á sokkunum ef hún hlypi á annað borð . Það var samt betra en að verða fyrir bornum . Villa tók ákvörðun . Hún ýtti færanlegu hillunni með áhöldunum frá sér í snatri og brölti um í stólnum til að setjast upp . Svo stökk hún niður á gólf og þaut eins og elding út úr herberginu ... Nú var um að gera að láta ekkert stoppa sig . Villa væri ekki örugg fyrr en hún væri komin út . Hún hljóp eftir ganginum , skransaði fyrir hornið , stökk eins og hind niður stigann ... ( Við enda regnbogans , bls. 40 - 1 ) . Svona er hún Villa frökk , já og fyndin ! Sem persónur hafa stúlkurnar fá en sterk sérkenni og þær taka ekki miklum breytingum . En hvernig eru þær þá ? Jú , þær eru frakkar og ansi ákveðnar ( eiginlega svolitlar frekjudósir ) , þær eru glaðar og einlægar . Sérstaklega er Lísa á stundum dálítið lítil í sér en Villa virðist hafa harðari skráp . Báðar eiga stelpurnar systur sem eru ýktir unglingar , alltaf í símanum með tyggjó , en unglingaveikin er algengt minni í barnabókum , hver man ekki eftir Önnu Jónu í bókum Guðrúnar Helgadóttur um þá Jón Odd og Jón Bjarna ? Af öðrum staðalmyndum má nefna krúttlega krakka svo sem Pétur sem talar smámælt , vinaleg og trygg gæludýr , hrekkjusvín og stranga frænku sem annast heimili Villu í fjarveru móðurinnar . Það er hinsvegar engin ströng frænka í bókunum um Lísu , bara ein afar elskuleg , Erna . Í amerískum kvikmyndum eru " nördar " algengir . Í Lísubókunum eru nokkrar persónur sem falla vel að skilgreiningunni . Ein er strákur í dansskólanum sem kallaður er " skrýtni strákurinn " og aðrar eru Róbert og Óli , vinir Lísu , sem eru allt of feitir . Lísa finnur til með þeim þegar þeim er strítt : Aumingja Róbert . Honum leið ekki vel . Þegar hann var aðeins íklæddur sundskýlu sáu allir vel útilátinn skrokkinn . Maginn lá í fellingum og lærin voru svo mikil að þau strukust saman þegar hann gekk . Það var mikill gusugangur í Róberti . Hann baðaði út öllum öngum en tilburðirnir líktust ekki sundtökum . ( Leiksystur og labbakútar , bls. 78 ) . Um þverbak keyrir þó þegar Róbert leikur Mikael höfuðengil á jólaskemmtuninni í skólanum og er látinn síga niður úr loftinu . Tveir karlkyns kennarar halda í þykka snúru til þess að Róbert geti flogið og þurfa að hanga í henni . Og á því augnabliki þegar Róbert segir þessi orð : " Þó að byrðar yðar séu þungar " slitnar snúran og Róbert skellur niður á sviðið . Róbert klárar textann en " orð hans köfnuðu í hlátri áhorfenda sem ætlaði aldrei að linna . ( Leiksystur og labbakútar , bls. 102 ) Þetta tekur Lísa afar nærri sér . BoðskapurFrásagnirnar af ævintýrum stelpnanna hafa skemmtanagildi sem um leið er uppeldislegt . Leikir geta verið hættulegir og það borgar sig að bursta tennur , fara snemma að sofa , biðja bænir , fara í kirkju , vera góður við minni máttar og bæta fyrir brot sín . Bókunum er greinilega ætlað að hvetja uppburðarlítil börn því Villa er hrædd við tannlækninn , Lísa við slysadeildina auk þess sem gleði Lísu yfir hlutverki sínu í jólaleikritinu er blandin kvíða . Áréttað er að þær séu litlar og að þær geti leitað til mæðra sinna og treyst þeim fyrir vandamálum sínum . Reyndar á Villa föður en hann er fjarverandi mestan hluta bókarinnar við störf úti á landi . Mæðurnar eru blíðar og skilningsríkar enda gegna þær hlutverki fyrirmynda í sögunum . Lísa vill til dæmis helst af öllu verða mamma , : " Mamma , " segir Lísa . " Ég var búin að ákveða að verða flugmaður þegar ég verð stór en núna langar mig heldur að verða mamma . " ( Puntrófur og pottormar , bls. 27 ) . Hún fer í konuleik með hatt og mömmuleik með köttinn og tekur virkan þátt í meðgöngu Ernu frænku sinnar . Síðan þegar barn Ernu er fætt fær hún að labba með það í vagni . Villa saknar mömmu sinnar þegar hún dvelst á spítalanum og á þann draum heitastan að gleðja hana og gefa henni hálsmen . Í lokin ákveður hún að verja peningum sem hún fékk til að kaupa kanínu til þess að kaupa hálsmenið . Síðan skrifar hún mömmu sinni fallegt kort og gefur henni gjöfina . Boðskapurinn er skýr , sælla er að gefa en þiggja og virða skaltu föður þinn og móður . Þakklæti og auðmýkt hafa löngum þótt góðar dyggðir og Lísa birtist okkur fyrst eins og lítill engill : Þarna liggur Lísa í rúminu sínu . Þetta er ósköp falleg , lítil stúlka með rjóðar kinnar og ljóst hár niður á axlir . Hún er fremur lítil eftir aldri og grönn en það sjáum við ekki þar sem hún liggur undir sænginni sinni . ( Puntrófur og pottormar , bls. 7 ) Seinna er brugðið upp mynd af Lísu þar sem hún býr til engla í snjónum , einn fyrir hvern fjölskyldumeðlim . Varðandi skólaleikritið þá veltir hún því fyrir sér hvort hún þurfi að leika kóngsdóttur eða tröllskessu og hefur miklar áhyggjur af því síðarnefnda . Í ljós kemur að hún hreppir hlutverk Maríu meyjar í Gullna hliðinu . Í ástarsögum er hjónaband lokamarkmið hverrar stúlku . Lísa er ekki komin á aldur fyrir slíkar pælingar en er þó farin að spá í sæta stráka og fylgjast af áhuga með strákamálum systur sinnar . Í staðinn finnur hún mann handa mömmu sinni og endar síðasta bókin Prakkarakrakkar á giftingu þeirra . Á Þingvöllum þar sem vígslan fer fram kynnist Lísa fyrir tilviljun Davíð sem hún hafði séð í auglýsingu og þótt sætastur allra þannig að hún finnur líka draumaprinsinn sinn . En þó svo að Lísa sé dæmigerð lítil prinsessa þá er hún líka hetja því hún bjargar Millu , lítilli vinkonu sinni , frá drukknun í vök á Tjörninni þangað sem krakkarnir hafa farið á skauta , þetta kemst meira að segja í blöðin : Við hliðina var mynd af Lísu , önnur af Millu í rúminu sínu og enn ein af manninum sem dró hana upp . ( Leiksystur og labbakútar , bls. 75 ) Lokakaflinn í bókaflokknum um Lísu og hennar góðu vini heitir svo mikið sem : " Allt er gott sem endar vel " ( Prakkarakrakkar , bls. 90 ) . Og segir það meira en mörg orð um þann anda sem ríkir í bókum Helgu Möller þar sem greint er frá leiksystrum og labbakútum , punturófum , pottormum , prakkarakrökkunum við Fjörugötu . Það er á stundum eins og allir þessir litlu vinir hafi hreinlega fæðst við enda regnbogans .
Kristín Viðarsdóttir : Skáldvera . Um verk Vigdísar Grímsdóttur Vigdís skrifar fyrir fullorðna í börnum og börn í fullorðnum og víst er að velflestar bækur hennar fjalla að meira eða minna leyti um börn þótt eingöngu ein þeirra hafi verið kölluð barnabók Með þessum orðum lýsir Vigdís Grímsdóttir skáldskap sínum í kynningarbæklingi sem fylgir norskri sýningu á íslenskum barnabókum síðustu 10 ára ( 1 ) . Þarna beinir hún athyglinni að tengslum bernsku og fullorðinsára eða óljósum mörkum og samslætti þessara skeiða í lífi einstaklingsins , þar sem börn búa í fullorðnum og fullorðnir í börnum , en slík riðlun er einnig mjög áberandi í verkum hennar . Persónur eru þar margar hverjar bernskar þótt þær eigi að teljast fullorðnar og að sama skapi lenda börn oft í hlutverkum sem á engan hátt tilheyra aldri þeirra og verður sjónarhornið því oft í senn bernskt og fullorðinslegt óháð því á hvaða aldri sögumaður eða vitundarmiðja textans er . Strax í fyrstu bók Vigdísar , Tíu myndum úr lífi þínu ( 1983 ) sem er safn stuttra sagna og ljóða , er bernskan áberandi þráður en hún verður síðan ráðandi stef í skáldsögunum Kaldaljósi ( 1987 ) , Ég heiti Ísbjörg ég er ljón ( 1990 ) og Grandavegi 7 ( 1994 ) auk barnabókarinnar Gauti vinur minn ( 1996 ) . Loks má nefna ljóðabókina Minningabók ( 1990 ) sem Vigdís skrifar í minningu föður síns og tileinkar móður sinni en þar eru bernskuminningar ljóðmælanda í forgrunni . Í öðrum verkum Vigdísar eru börn ekki í aðalhlutverki eða koma jafnvel hvergi við sögu , en samt má í sumum þeirra finna sjónarhorn sem kenna má við bernsku . Þetta á sérstaklega við þann myndríka heim sem aðalpersóna skáldsögunnar Stúlkan í skóginum smíðar sér og dvelur í , skóglendi hugans , sem á raunar miklu meira skylt við það áhyggjuleysi , ævintýri og fegurð sem mönnum er tamt að tengja við heim barnsins en sá harði heimur sem börnin í flestum fyrrgreindum sögum búa við . Í verkum Vigdísar er heimur barnsins nefnilega alls ekki heimur sakleysis og ævintýra heldur miklu frekar ógnar og jafnvel hryllings og sögur hennar fjalla gjarnan um örvæntingarfullar tilraunir barna til að halda heimi sínum og fjölskyldu sinnar saman , eða þá að persónurnar geta ekki skilið sig frá bernsku sinni þótt þær séu komnar á fullorðinsaldur . Sögurnar eru því fæstar þroskasögur í hefðbundnum skilningi , í mörgum tilfellum eiga persónur afar erfitt með að takast á við þann veruleika sem blasir við þeim en leita þess í stað inn á við og loka sig af í skálduðum heimi sem þær telja sig hafa á valdi sínu . Það má þó sjá vissa þróun í verkum Vigdísar hvað þetta varðar því í seinni sögum hennar reyna persónur að nýta sér innri reynslu sína til að tengjast heiminum fyrir utan þótt sá samruni eða samband við aðra sem þær þrá að öðlast verði ekki alltaf að veruleika . En hvort sem persónurnar stefna alfarið burt frá veruleikanum ( og farist þannig í leitinni að sjálfum sér og merkingunni ) , eða nýti sér innri reynslu sína til að taka stefnuna út á við , er slík " yfirtaka " innra lífs manneskjunnar , hugsana hennar og drauma , eitt af sterkustu einkennunum á skáldskap Vigdísar . Mörk veruleika og fantasíu eru oft afar óljós og í samræmi við það eru textarnir ljóðrænir , hvort sem um er að ræða ljóð eða prósa , og má raunar segja að Vigdís sameini þessi form í öllum verkum sínum á einhvern hátt . Í fyrstu tveimur bókum hennar skiptast á stuttar sögur og ljóð . Vigdís hefur síðan að mestu fengist við skáldsagnaskrif , ef undan eru taldar ljóðabækurnar Minningabók og Lendar elskhugans , sem er samfelldur ljóðabálkur , en báðar þessar bækur segja sögu eða varpa upp myndum og myndbrotum sem vart verða lesin nema sem ein heild . Að sama skapi bera skáldsögur hennar ljóðræna eiginleika þar sem hljómfalli , endurtekningum og ýmist hröðum og knöppum eða flæðandi stíl er beitt á mjög meðvitaðan hátt . Stíllinn er myndrænn og tengist það oftar en ekki því bernska sjónarhorni sem minnst var á hér að framan , orð umbreytast í myndir og persónur umbreyta hlutum í skynjun sinni eins og þegar flöktandi logar minna Guðrúnu í Stúlkunni í skóginum á " leggjalanga stráka í fjöru með tærnar í löðri " ( 16 ) . Grímur í Kaldaljósi , fyrstu skáldsögu Vigdísar , sem er barn í fyrri hluta bókarinnar en fullorðinn í þeim síðari , skynjar heiminn á þennan myndræna hátt og það gerir Ísbjörg , titilpersóna Ég heiti Ísbjörg , ég er ljón , einnig . Hún lifir þó og hrærist enn frekar í sögum sem faðir hennar segir henni þegar hún er barn og það svo mjög að hún losnar aldrei undan því ægivaldi sem hann hefur yfir henni . Jafnvel ekki þótt hann fyrirfari sér þegar hún er átta ára gömul eftir að hafa stjórnað lífi hennar og móður hennar og misþyrmt þeim andlega og líkamlega árum saman . Ísbjörg segir sögu sína í fangaklefa á meðan hún bíður réttarhalda vegna morðs á viðskiptavini sínum ( sem vændiskona ) og í frásögn hennar kemur smám saman í ljós hvernig hún " skáldar " sjálfa sig inn í texta sem faðir hennar hefur skrifað fyrir hana . Hún segist sjálf hafa hætt að eldast átta ára gömul og er þannig barn í fullorðnum líkama án þess að hafa fengið að vera barn í friði . Þessi mótsögn birtist svo ef til vill í fantasíu hennar um stúlkuna á ströndinni , Ísbjörg klýfur sjálfa sig bókstaflega í tvennt og skapar sér annað sjálf sem hún sameinast í lok sögunnar . Ísbjörgu tekst ekki fremur en Grími í Kaldaljósi að vinna úr bernsku sinni , bæði flýja þau að lokum inn í skáldaða en örugga tilveru ( einhvers konar dauða ) þar sem þau standa í bókarlok og veifa til lesandans . Brúðugerðarkonan Hildur í næstu skáldsögu Vigdísar , Stúlkan í skóginum , er andlega skyld föður Ísbjargar . Lýsingin á henni í upphafi textans minnir raunar á sambland af slöngu og blóðsugu sem er tekin að þyrsta í nýtt og endurlífgandi blóð . Eyru hennar minna fórnarlamb hennar og sögumann bókarinnar , Guðrúnu , einnig á sögu af álfkonu og þannig renna saman Biblíumyndir , vísanir í þjóðsögur og loks hrollvekjur í bókmenntum og kvikmyndum . Enda sýgur hún lífið úr Guðrúnu , leggst yfir hana og allt að því étur hana í bókstaflegum skilningi þegar hún hefur hamskipti við hana og leggur þannig undir sig líkama hennar í lok sögunnar . Í verkum Vigdísar er slíkt sugu - eða átmyndmál afar algengt . Fólk er étið , gleypt , andað er á það , lagst yfir það , aðrir sjúga það eða galdra það til sín , stinga það með augunum eða smjúga inn um augu þess svo eitthvað sé nefnt . Þessu myndmáli tengjast jafnan spurningar um vald og valdleysi þar sem fólk reynir annað hvort að stjórna öðrum eða slá eign sinni á þá leynt og ljóst eða þá að það verður öðrum að bráð . Þetta á við um samband Ísbjargar við föður sinn í hennar sögu , um Hildi og Guðrúnu í Stúlkunni í skóginum , um föður Fríðu og fjölskyldu hans í Grandavegi 7 og einnig að nokkru leyti um samband elskendanna Önnu og Z í Z : ástarsögu . Þessu tengist svo hræðsla persónanna við að hleypa öðrum inn á sig , að leyfa einhverjum að ganga inn í það " hús " sem systirin í Minningabók segir hverja manneskju vera : Og einn liðlangan dag kemur hún til mín , systirinog segir að ekki aðeins séu sumir dagar hús , fólk sé líka hús , og það ráði hverjum það hleypiinn , hverjum það bjóði til sængur , hverjum þaðleyfi að vera . Og hún er hugsi þegar hún segirað þess vegna verði fólk líka að gæta sín . ( Minningabók , s . 34 ) Þessu gætir Guðrún í Stúlkunni í skóginum sín ekki á og segja má að ótti manneskjunnar við það að einhver ráðist inn í heim hennar og breyti gangi himintungla þar , eins og Ísbjörg lýsir fyrir verjanda sínum í sinni sögu , verði að veruleika í sögu Guðrúnar þegar Hildur gengur inn í " skóg " hennar og sundrar smám saman einingu hans . Hildur hyggst nota Guðrúnu sem efnivið í listaverk í bókstaflegum skilningi og er sagan , sem að mínu mati er eitt það besta sem Vigdís hefur skrifað , hrollvekjandi krufning á því hve langt er hægt að ganga í nafni listarinnar ( sem síðan má yfirfæra á hvaða " æðri tilgang " sem vera skal ) séu siðferðilegar spurningar látnar lönd og leið . Svörin eru þó ekki einhlít því þótt Guðrún sé öðrum þræði saklaust fórnarlamb , lítil fullorðin stúlka sem gengur grunlaus í gin óvættarins , neitar hún að takast á við nokkuð það í lífi sínu sem getur valdið henni sársauka og virðist þannig til dæmis staðna í þroska um það leyti sem hún er að komast á kynþroskaaldur . Unglingsstúlkan Fríða , aðalpersóna og sögumaður Grandavegs 7 , reynir hins vegar að laga sig að heimi fullorðinna án þess að hafa að fullu sagt skilið við heim bernskunnar . Hún stendur raunar á mörkum tveggja heima í öðrum skilningi því hún er skyggn og þarf stöðugt að hlusta á sögur framliðinna íbúa hússins á Grandaveginum þótt hún kæri sig ekki alltaf um það . Draugarnir trufla sífellt hugsanir hennar og athafnir , grípa fram í fyrir henni og leiða hana af beinni braut einradda hugsunar , línulegs tíma og afmarkaðs rúms , þannig að hún ferðast milli tímaplana og staða , eða er á mörgum í senn . Það má allt eins kalla skyggni hennar margröddun , því Fríða er miðill ólíkra og oft andstæðra radda sem kallast á . Þótt raddirnar fari allar í gegnum Fríðu og hún sé í þeim skilningi vitundarmiðja textans , er fyrstu persónu frásögnin víkkuð út þannig að rödd Fríðu er aðeins ein þeirra radda sem birtast í textanum . Það má því segja að miðjustaða hennar sé í senn undirstrikuð og leyst upp , hún verður að henda reiður á öllum þessum röddum , en einnig að finna sína eigin og þannig skapa sjálfa sig , og henni virðist takast það ólíkt þeim persónum sem hér hafa mest verið til umræðu . Vofurnar eða raddirnar sem fylgja henni geta einnig vísað til þeirrar stöðu sjálfsverunnar að vera okkar sé alltaf háð öðrum röddum , öðrum tíma og öðru rúmi og því séum við aldrei bara hér og nú , hvert eitt sjálf heilt og óskipt og skýrt afmarkað frá öðrum . Vigdís nýtir sér einnig þetta útvíkkaða fyrstu persónu form í næstu bók sinni , barnabókinni Gauti vinur minn sem kom út sama ár og skáldsagan Z : ástarsaga . Í Gauta kynnumst við 5 ára gömlum strák í gegnum fullorðinn sögumann , Beggu vinkonu hans , en saman fara þau í ferðalög sem reynast vera sameiginlegir draumar þeirra beggja . Í draumaferðunum læra þau sitthvað um sjálf sig og aðra og Gauta tekst meðal annars að vinna bug á ótta sínum við að missa mömmu sína . Gauti er enn eitt barnið í sögum Vigdísar sem misst hefur foreldri sitt , hann er einmana og óöruggur eins og flest önnur börn í verkum hennar , enda fær hann ekki fremur en þau það öryggi heima hjá sér sem hann þarf á að halda . Því hefur verið slegið fram að Vigdís hafi skrifað þessa barnabók sem nokkurs konar " tryggingu " um leið og hún sendi frá sér sögu um samkynhneigðar ástir , en ég held að barnabókin sé alls ekki neitt hliðarspor eða öryggisventill í höfundarverki hennar heldur miklu frekar rökrétt framhald þess bernska sjónarhorns sem alla tíð hefur mátt sjá í verkum hennar . Í nýjustu bók Vigdísar , skáldsögunni Nætursöngvum , er skrefið inn á við svo stigið til fulls . Sagan gerist öll í draumi söguhetjunnar og lesandinn fær nær ekkert að vita um líf hennar og aðstæður utan draumanna . Sagan lýsir draumförum söguhetjunnar sem nú er ekki barn eins og Gauti heldur kona , eiginkona og móðir ungrar dóttur . Sagan er í formi eins konar skýrslu með formála og eftirmála og í henni rifjar nafnlaus konan upp draumfarir sínar í níu nætur í fylgd mannsins með hrafnshöfuðið , nokkrum árum eftir að þessi einkennilegi draumamaður hefur yfirgefið hana . Skýrsluformið nær þó ekki lengra því tungumál og inntak frásagnarinnar tilheyra heimi skáldskaparins og fantasíunnar . Draumarnir eru eins konar framhaldssaga með skýrri framvindu þótt þeir virðist óræðir , en þeir snúast fyrst og fremst um sjálfsleit konunnar og þörf hennar fyrir að finna frið og jafnvægi í lífi sínu . Draumarnir eru konunni allt , þeir taka yfir líf hennar og það svo mjög að dagarnir verða aðeins óhjákvæmileg bið eftir næsta kafla draumsins . Hún " vaknar inn í drauminn " og þannig er látið að því liggja að " raunverulegt " líf hennar fari fram í svefni , líkt og prinsessanna í ævintýrunum sem eiga sér sjálfstæða næturtilveru sem tekur vökulífi þeirra langt fram . Draumheimar konunnar eru framandi heimar , en þó ekki , því eins og annars staðar hjá Vigdísi kannast lesandinn þar við margt úr heimi ævintýra , þjóðsagna og goðsagna . Undirtitill bókarinnar , skáldsaga , vísar ef til vill í þessa átt , lönd draumanna eru að vissu leyti lönd skáldskaparins og þar við bætist að konan þarf að færa þessa innri reynslu í vökuheim sinn . Hér er stefnan því þveröfug við það sem gerist í sögu Ísbjargar og Gríms , því þótt draumar konunnar séu svo að segja einráðir í textanum miða þeir að því að kenna henni eitthvað um lífið og gera henni í senn kleift að sætta sig við takmörk sín og þenja þau út . Lokahnykkurinn á því ferli er að segja söguna níu árum síðar , til þess að skilja " eigið líf betur og um leið líf annars fólks " ( 136 ) . Slík " endurvinnsla " er sterkur þáttur í flestum verkum Vigdísar , persónur færa reynslu sína í búning sögu og nota þannig meðöl skáldskaparins til að gefa lífi sínu merkingu . Þetta tengist öðru áberandi þema í skáldskap Vigdísar , en það er umræða um list og listsköpun . Athyglinni er víða beint að mörkum skáldskapar og veruleika og textar hennar einkennast flestir af mikilli meðvitund um tilurð sína , þeir eru sjálfsvísandi og að því leyti póstmódernískir . Þetta á þó síst við um skáldsöguna Z : ástarsögu ( 1996 ) , sem er ástarsaga tveggja kvenna og að mörgu leyti ólík öðrum bókum höfundar . Í Z er textinn brotinn upp með öðrum hætti , samband aðalpersónanna , Önnu og Z , fer að mestu fram í texta þar sem önnur yrkir til hinnar sem á móti tjáir sig í bréfaformi , auk þess sem samband systur Önnu og manns hennar myndar nokkurs konar hliðarsögu sem bæði speglar og gengur gegn sögu Önnu og Z. Sjálf hefur Vigdís sagt að þegar hún hafi ákveðið að skrifa sögu um ástina hafi hún ákveðið að " yfir henni mætti ekki vera nein slikja " því það henti ekki þessu nærgöngula efni . Hún segist vilja " láta persónurnar stíga fram grímulausar og tala við lesandann og þær vilja að hann takist á við að leita svaranna . " ( 2 ) . Þetta er þó síður en svo fyrsta bók Vigdísar sem fjallar um ástina , það gera allar bækur hennar að meira eða minna leyti , en Z er hins vegar sú fyrsta þar sem lesbískar ástir eru beinlínis í forgrunni , ef undan er skilinn ljóðabálkurinn Lendar elskhugans ( 1991 ) . Það er því ef til vill þetta tiltekna form ástarinnar sem hún telur að þurfi að koma " umbúðalaust " til skila til lesandans , en Z er meðal örfárra íslenskra skáldverka sem hefur samkynhneigð að meginviðfangsefni , efni sem hefur fram til þess verið allt að því feimnismál í íslenskri bókmenntaumræðu . ( 3 ) . Þótt ljóðabálkurinn sé mun brotakenndari og óræðari en Z fjallar hann að sumu leyti um svipað efni , þar koma saman raddir nokkurra kvenna sem allar virðast vera að leita að einhverju ( m ) sem þær hafa misst eða sakna í lífi sínu ( eða dauða ) , en ljóðmælandi reikar um í turni efans sem er nokkurs konar leiðarstef í textanum og markar bæði upphaf og endi hans . Það má ef til vill líta á þessa ljóðsögu sem enn einn drauminn í verkum Vigdísar , draum ljóðmælandans sem yfirgefur sofandi börn sín og elskhuga og heldur upp í ferð þar sem hún hittir fyrir ástríðufullar konur sem virðast hafa upp á mun meira að bjóða en sofandi elskhuginn . Hér hefur mjög verið stiklað á stóru en reynt að benda á innbyrðis tengsl í höfundarverki Vigdísar : svo ólíkar sem bækur hennar annars eru má þar sjá sömu stef og minni aftur og aftur og textarnir " tala " hver við annan og takast á með ýmsum hætti . Eftir útkomu Nætursöngva sagði Vigdís í blaðaviðtali að nú væri hún " búin með draumana " , að hún væri " búin með flesta möguleika á hinni draumkenndu frásögn " , en bætir þó við að slíkt viti maður samt aldrei . ( 4 ) . Lesendur geta því beðið spenntir eftir næsta verki hennar , en víst er að erfitt er að hugsa sér texta frá hennar hendi þar sem ekki er rík áhersla lögð á þann innri heim sem er að minnsta kosti jafn stór hluti af veruleika okkar allra og sá ytri sem við erum vön að kenna við raunsæi .
Úlfhildur Dagsdóttir : Sjálfsmyndir í tíma - Steinunn Sigurðardóttir Nú er sál mín eina íslenska skottansem eftir lifir , ef líf er þá orðið . Hún leggst á búfé og ærir eyfirska smala . Það er engum skemmt þegar skotta hneggjarog rykkist um dalinn með sauðakrof næst sér . Staðráðin í að ganga aftur og aftur . Þessari kvendraugs-sál Steinunnar er ekki allri lokið eins og sálinni í erindinu á undan í þessu ljóði frá 1991 , " Sjálfsmyndir á sýningu " . Þvert á móti ; staðráðin í að ganga aftur og aftur líkt og kvendraugurinn er sál skáldkonunnar risi í íslensku bókmenntalífi , hvorki allri lokið né höktandi " dvergur á eftir með lítinn staf / óhuggandi í eins manns líkfylgd " , eins og segir í lokaerindi þessa ljóðabálks . Steinunn Sigurðardóttir gaf út fyrstu bók sína , Sífellur ( 1969 ) , 19 ára gömul og vakti hún strax athygli . Bækurnar Þar og þá ( 1971 ) og Verksummerki ( 1979 ) fylgdu í kjölfarið og 1981 og 1983 gaf hún út smásagnasöfnin Sögur til næsta bæjar og Skáldsögur . Steinunn skrifaði tvö sjónvarpsleikrit , Líkamlegt samband í norðurbænum ( 1982 ) , byggt á sögu úr Sögum til næsta bæjar , og Bleikar slaufur ( 1985 ) . Kvikmyndin var nærtækur miðill fyrir hana í byrjun níunda áratugarins en Steinunn vann sem þáttagerðamaður hjá sjónvarpinu og sá um menningarþætti sem vöktu mikla athygli . Þar fyrir utan hefur Steinunn skrifað ævisögu forseta Íslands , Vigdísar Finnbogadóttur , og þýtt skáldsögur og leikrit . Líkt og listform Steinunnar eru mörg og fjölbreytt eru sjálfsmyndir hennar margar og margvíslegar ; á öllum aldri og af báðum kynjum , eins og fram kemur í ljóðabálknum " Sjálfsmyndir á sýningu " þar sem skáldið tekur á sig hverja myndina á fætur annarri . Og þökk sé íslensku tungumáli þá kemur upp sú skemmtilega staða að þótt sjálfsmyndirnar séu karlkyns ; dvergur í upphafs - og lokaversinu , veðurfræðingur á einum stað og fallinn engill á öðrum , þá er sálin eða sjálfsmyndin alltaf kvenkyns ; kona fönguð í líkama karlmanns sem undantekningarlaust gerir litla prívatuppreisn eins og veðurfræðingurinn sem spáir ekki lengur kórrétt ; En grunsemdir vakna í höfuðstöðvum þegar veðurlýsing er þrumur og eldingarí tvo sólarhringa samfleytt . Svo átta menn sig : nú er sálin á yfirsnúningog héraðslæknir er settur í málið . Þannig er uppreisn falin í tungumáli líkt og kvenkynssál í karlmannslíkama ; eða er þessi sál kannski músan sjálf , einskonar kvendraugur sem gengur aftur og aftur ? Sjálfsmyndin er klofin frá sjálfri sér í upphafi líkt og kvenmannssjálf frá karlmanni , tvöföld og margföld , tvíkynja og margræð ( in ) . Í þessu ljóði má sjá skýrast þá sjálfskönnun sem einkennir um margt verk Steinunnar ; skáldkonan bregður sér í ýmis líki og speglar sig í aðförum veðurfræðinga og skotta . Átök í tungumálinu eru áberandi í verkum Steinunnar , þar sem takast á og blandast írónísk sjálfsvitund og áleitnar tilfinningar . Þetta kemur greinilega fram í ljóðinu " Sjálfsmyndir á sýningu " þar sem skottan og veðurfræðingurinn eru ótrúlega kímnar fígúrur , með sín sauðakrof og sínar vitlausu veðurspár , en undirniðri kraumar í tilfinningahver ; veðurfræðingurinn ekki bara spáir vitlaust heldur þrumum og eldingum " í tvo sólarhringa samfleytt " . Þrumur og eldingar eru ein af þessum klassísku myndlíkingum andlegs fárviðris sem hér fær á sig nýja mynd ; sálarángist kvensálar í veðurfræðingskroppi . Það er einmitt í slíkum írónískum orðaleikjum sem hæfileikar Steinunnar koma best fram , eins og bert er í prósaverkum hennar . Þessi tungumáls ( á ) tök veita ljóðum og textum Steinunnar kraft og ögrun . Fyrsta skáldsaga Steinunnar , Tímaþjófurinn ( 1986 ) er kyrfilega staðsett í miðju umbrota póstmódernismans . Nálgunin er önnur en í smásagnasöfnunum og þá bæði hvað varðar efnivið og tungumál . Það er hér sem tök Steinunnar á tungumáli og átök hennar við það ná hápunkti sínum . Ljóð rennur inn í sögu og sagan breiðir úr sér til að umfaðma ljóðið og í þessari vöggu vaggast Alda aðalsöguhetja Tímaþjófsins . Með þessari bók sló Steinunn í gegn og náði almenningshylli jafnt sem aðdáun gagnrýnenda . Tímaþjófurinn er ástarsaga stungin ljóði . Þó ekki bara ástarsaga heldur saga aðskilnaðarins miklu frekar , aðskilnaðarsaga . Ástarævintýrið sjálft stendur stutt , en kvölin , söknuðurinn , höfnunartilfinningin stendur eftir . Alda , ættstór og glæsilegur kennari í menntaskóla fellur í ást á ungum samkennara sínum og saman eiga þau hundrað eldheita daga . En þá er öllu lokið , með kaldri yfirvegun dauðadæmir elskhuginn Anton sambandið og meginhluti bókarinnar snýst um yfirgefna Öldu , rótlausa á úthafi ástarsorgar og minninga . Þetta þema aðskilnaðar hefur þegar stungið upp kollinum í ljóðum Steinunnar og tekur sig aftur upp í nóvellunni Ástin fiskanna ( 1993 ) . Í Tímaþjófnum verður það ljóst að aðskilnaðarþemað er ekki síður sjálfskönnun , leit að ( yfirgefnu ) sjálfi , líkt og í ljóðinu " Sjálfsmyndir á sýningu " 5 árum síðar . Í Tímaþjófnum velkjast því tvær Öldur , söguhetjan Alda sem á frátekinn , öruggan legstað í gamla kirkjugarðinum og hennar annað sjálf , önnur Alda sem þegar er jörðuð í kirkjugarðinum , andvana fædd systir og nafna Öldu söguhetju . Þessi tvískipta sjálfsmynd kemur m.a. fram í líkamanum , í líkamstungumáli . Annars vegar er andlitið , yfirborðið og það sýnilega , og hins vegar er ólgandi kvikan undir , tilfinningarnar sem eru eins og ógeðsleg innyfli sem aldrei má sýna því : Manneskja sem heldur ekki andlitinu er nefnilega ekki aðeins nakin hún er líka opin og skín í ógeðsleg innyflin . Enginn þolir annan eftir slíka innsýn , nema hann sé menntaður skurðlæknir . ( 178 ) Með því að opinbera tilfinningar sínar opnar Alda líkama sinn fyrir hrörnun . Líkaminn svíkur hana eftir aðskilnaðinn , líkami Öldu beinlínis brotnar niður eins og ástarsambandið , hún fær í mjöðmina og missir málið . Táknrænt séð er það hinn dauðlegi rotnandi líkami dáinnar systur sem tekur yfir glæsilegan lifandi líkama Öldu . Aðskilnaðurinn er við hana sjálfa , eða réttara sagt við hina glæstu ímynd sem : " er afskaplega vel til höfð , hvert hár uppsett á sínum stað , í rauða prjónakjólnum sem leynir ekki fullkomnum skúlptúr líkamans " ( 25 ) . Líkaminn er séður sem skúlptúr , stytta , ímynd en ekki raunverulegt dauðlegt hold . Sjö árum síðar forðast Alda Anton , vill ekki að hann " komist að því hvað hún er illa farin " og brosi " af meðlíðan með sér aldraðri " , hún " kalkar í mjöðm og gengur við staf " ( 186 ) . Í líkamanum kemur tímaþjófnaðurinn berlega í ljós , Anton stelur æsku og fegurð Öldu og hún eldist í bandvitlausu hlutfalli við dagatalið . Tungumálið er notað á áhrifamikinn hátt í Tímaþjófnum , og framsetningin er ekki síður mikilvæg en það sem fram er sett , orð fléttast inn í atburði líkt og atburðir eru fléttaðir í orð . Eitt dæmi þessa er þegar Alda sýnir elskhuga sínum blómið sem hún ræktar svo vel , blóm sem er með nafni sínu ' ' óþolinmæði' ' táknrænt fyrir ást Öldu á Antoni . Frá lýsingu á útsprungnum Lísublómum í glugga rennur textinn út í útsprungna ást : Lísa sem heitir impatiens eða óþolinmæði á erlendum tungumálum [...] sprakk út margelfd um það leyti sem sólargangur var stystur . Agndofa skoðaði jólabangsi hundrað rauðbleik Lísublóm . Hélt ég gæti þetta ekki , einsog hann sagði . Ástin mín fór að spretta hér inni og ber af öðrum í glugganum með átján blómum og alls konar knúppum . Indæl er jurtin þín segja gestir mínir og vita ekki að þetta er ástin . ( 47 - 8 ) Hér er tekin kunnugleg myndlíking og henni umbreytt í frumlega ástarjátningu , þar sem blómum og blómalíkingum er þáttað inn í ástarlýsingar og óþolinmæði . Lísan óþolinmóða er eins og Alda óþolinmóð eftir ástinni og á hógværan hátt er þarna bergmál af Ljóðaljóðum Biblíunnar ; línan " indæl er jurtin þín segja gestir mínir " ber í sér hrynjandi frá línu eins og " yndislegur ilmur er af smyrslum þínum " úr Ljóðaljóðunum . Skáldsagan Síðasta orðið kom út 1990 og er hákómísk paródía á íslenskt þjóðfélag , eins og það birtist í hinni sérstæðu minningargreinamenningu Íslendinga . Og Steinunn yfirgaf ekki ljóðið og árið 1987 gaf hún út Kartöfluprinsessuna og 1991 Kúaskít og norðurljós . Nóvellan Ástin fiskanna ( 1993 ) er að vissu leyti framhald af þeim pælingum sem birtast í Tímaþjófnum . Söguhetjan Samanta á stutt ástarævintýri með manni sem hún ákveður síðan að halda ekki áfram og flýr hann og ástina . Hér sækir Steinunn í heim ævintýra og staðsetur fyrsta fund söguhetja sinna í kastala þar sem páfuglar spranga um garðinn . " Ég hugsa til þess þegar við hittumst fyrst og ég var í þeirri ótrúlegu aðstöðu að eiga heima í kastala og tveir páfuglar voru förunautar mínir " segir " prinsessan " Samanta . En ekki endar ævintýrið á hefðbundinn hátt með loforði um eilífa hamingju í hjónabandi heldur skiljast leiðir og konan kemst að því að endir ævintýra er ekki sjálfgefinn : Ég skil þegar ég hlusta betur að það er ekki sjálfgefið að sú sem sendir hinn elskaða einan norður uppskeri eilífan aðskilnað , þótt það sé mín saga . Ég skil núna að sú sem sendir mann einan norður gæti allt eins grætt á því langa samfylg hans . Enginn veit hins vegar á hverju útkoman veltur , nema það væri á því hvaða lag fuglinn syngur þegar maðurinn er sestur á stein við Norðurá . Það er Samanta sem tekur örlög sín í eigin hendur og afþakkar ástina gagnstætt Öldu sem varð undir í róti tilfinninga . Kvenhetjur Steinunnar verða sterkari og magnaðari með hverri bók ; líkt og afturgengna skottan sem lætur ekki bugast eflast kvenhetjur Steinunnar með hverri nýrri mynd . Í næstu bók Steinunnar , Hjartastaður ( 1995 ) , er byggður upp hringur sterkra og sjálfstæðra kvenna sem taka á hendur táknþrungna ferð inn í fortíð og náttúru með það fyrir augum að ná stjórn á lífi sínu og sættast við sínar sjálfsmyndir . ' ' Þú ert hrikalega hjátrúarfull mamma' ' segir umskiptingurinn Edda Sólveig við móður sína Hörpu Eir sem í örvæntingu sinni reynir að sjá gæfumerki í regnbogum og egypskum skordýrum . Hvorttveggja eru merki endurnýjunar og endurfæðingar og eiga því vel við það þema umskipta og hamskipta sem er meginþráður skáldsögunnar Hjartastaður . Sagan er ferðasaga í mörgum skilningi , þar er ferðast bæði í tíma og rúmi ; ferð þriggja kvenna austur á land er einnig ferð þeirra aftur í tíma , tilraun til að enduruppgötva sakleysi æskunnar og friðsæld æskuslóðanna , og þriðja ferðin er ferð inn í sögu landsins , inn í þjóðsöguna þar sem umskiptingar ganga ljósum logum og undur gerast ; líkt og átján álfa faðirinn hrökk inn í sitt fyrra líf af undrun , á að hrekkja vandræðabarnið inn í sína fyrri vandræðalausu æsku með undrum sveitasælunnar . En líkt og dóttirin er móðirin einnig umskiptingur . Harpa Eir kallar sjálfa sig fyrsta nýbúann ; óíslensk í útliti vegna annarlegs faðernis er hún ekki aðeins óviss um uppruna sinn heldur óstöðug í móðurhlutverkinu , barn sem eignast barn og umskiptist því of snemma úr barni í fullorðna konu , einstæða móður . Fyrir utan umskiptingstitilinn kallar hún sjálfa sig ýmist fósturdóttur úlfanna , villibarn , undanvilling , ævintýraprinsessu , smáfólk og hálfan mann , allt með skírskotunum til þess að hún er ekki almennsk , ekki alíslensk , umskiptingur úr öðrum heimi . En upprunaleysið gefur líka ákveðið frelsi , ' ' Sá sem veit ekki hverra manna hann er veit ekki hvað hann heitir' ' segir Harpa Eir , en bætir við að ' ' hann heitir það sem honum sýnist þangað til allt kemst upp' ' ( 93 ) . Þeir sem þegar eru umskiptingar hafa þann möguleika að fara hamförum , ganga , eins og skottan í ljóði Steinunnar " Sjálfsmyndir á sýningu " , aftur og aftur . Harpa Eir , sem þegar hefur upplifað svo mörg umskipti í sínu lífi á auðveldara með að taka örlögin í eigin hendur og skipta um líf á ný , snúa til baka í tíma og rúmi til að leita að nýjum uppruna , eigin og þarmeð barnsins síns . Og þann uppruna er að finna í landinu sjálfu , sögu þess og þjóðsögu , jafnt sem í hennar eigin ævisögu . Um umskiptinginn sjálfan er hafður heill orðaflokkur enda þar á ferðinni hröð umskipti , bæði í huga móður og svo í sjálfri hegðun vandræðadótturinnar . Edda er kölluð ' ' dýrið' ' , rétt í því sem hún finnur skordýr móður sinnar , leirbjölluna áðurnefnda , tákn umskipta og endurnýjunar , og eftir því sem á líður bók og ferð breytist hún í skrímsli , afturgöngu , ófreskju , marbendil ( sem hlær ) , vampíru , sendingu , ( magnaða og að sunnan ) nöðru og höggorm ; flestallt góð og gild orð yfir margvíslegar þjóðsagnafígúrur , og nær mýtískum blæ þegar kemur að höggorminum . Ekki eru umskiptingar þarmeð allir upptaldir , því þriðja konan er með í för , en það er draugur móður Hörpu , þeirrar sem ekki þoldi Ísland og þráði útlönd og felldi hugi við erlendan mann svo úr varð umskiptingurinn og ævintýrabarnið Harpa Eir . Draugar eru að sjálfsögðu umskiptingar líka , hafa umskipst úr lifandi í dauða og þaðan í drauga . Inn í þetta sterka þjóðsagnaþema blandast svo nútíminn , Steinunn vinnur markvisst að því að skapa ákveðið tóm í tíma : ' ' tíminn er horfinn' ' segir á einum stað og vegurinn er tímalaus . Konurnar eru kallaðar nútíma Reynisdrangar á sandinum , og í brekkunni þar sem afi sá skrímslið sem barn , gengur vandræðabarnið og skrímslið Edda í dag . Umskiptingurinn Harpa Eir er átta ára gömul send í matrósafötum með slöngulokka og sjóliðahatt á jólaball og sagan hrekkur inn í nútímann þegar hún segir um sjálfa sig að í þessu hljóti hún ' ' að hafa litið út eins og ungur transvestít á óræðri braut' ' ( 54 ) . Þannig er stöðugt haldið uppi samræðu í tíma , milli þjóðsagna og nútímahugmynda . Ekki er síður tóm í rúmi þegar bandarískum hryllingsmyndum er komið inn í textann við hlið rammíslenskra sagna , dæmi um það eru vísanir til myndanna Scanners ( David Cronenberg , 1981 ) og The Exorcist ( William Friedkin , 1973 ) þar sem ung stúlka er haldin illum anda og hefur í frammi ýmis óþokkabrögð , en sú mynd hefur einmitt verið séð í ljósi þeirra umbrota sem verða þegar börn komast á kynþroskaaldurinn og hvernig foreldrum þykir oft að þeir sitji upp með umskiptinga . Bæði kvikmyndadæmin eru mjög viðeigandi , saga skyggni og hamskipta og saga dóttur einstæðrar móður sem umbreytist , auk þess sem hryllingskvikmyndalíkingin í heild er beinskeytt , bæði sem líking við ástand svo og sem kjölfesta við nútímann og þá staðreynd að það er í hryllingsgeiranum sem að þjóðsagan og goðsagan er útfærð sem mest . Þannig haldast í hendur þjóðsaga og afþreyingarmenning . Utan um þessi textatengsl öll er svo saga Hörpu Eir sjálfrar , ævisaga hennar sem aldrei verður skrifuð en skiptir sífellt um titil eftir því sem við á . Auðvitað er sagan skrifuð , en það er einmitt sagan sjálf , bókin Hjartastaður , sem aldrei kemur þó upp sem titill . Titlar hinnar ímynduðu ævisögu gefa stöðugt tóninn auk þess að taka virkan þátt í þeirri sögusköpun og endursköpun sem þarna er á ferðinni . Titlar eins og Vonlausir farþegar , Stúlkan sem óx ekki úr grasi , Með hálfum huga , hálfur maður , lífsflóttamaðurinn og Kvikindislegi sjúkraliðinn undir gnúp , eru ekki aðeins til merki um þau mörgu lög sögu og sagna sem í skáldsögunni fléttast heldur einnig til marks um að það er á endanum alltaf Harpa sem skrifar sína eigin sögu ; líkt og kemur fram í umskiptingslínunum hér að ofan , ' ' sá sem veit ekki hverra manna hann er heitir það sem honum sýnist' ' . Það er hún sem kýs að eignast barnið , barn að aldri , það er hún sem tekur líf sitt í sínar hendur og tekst á hendur ferð inn í fortíð þar sem hún uppgötvar örlög sín og upphaf og finnur jafnframt upphafið að nýju lífi og nýrri sögu . Það er eins og með hverri bókinni sem festir skáldkonuna betur í sessi verði kvenhetjur hennar öruggari og sterkari bæði sem örlagavaldar í eigin lífi og sem karakterar ; enn koma hér upp vangaveltur um sjálfsmyndir ( á sýningu ) . Eftir allar þessar kvenmyndir valdi Steinunn sér karlmann að sögumanni í skáldsögunni Hanami : Sagan af Hálfdáni Fergussyni ( 1997 ) , en sú saga segir frá sendibílstjóra sem heldur að hann sé dauður . Á síðasta ári sneri skáldkonan sér að barnabókaskrifum og gaf út söguna Frænkuturninn ( 1998 ) . Bækur Steinunnar hafa vakið mikla athygli , enda þar á ferðinni sérstæður léttleiki og leikur í orðum . Þema aðskilnaðar og hins margræða sjálfs sem stingur sér hvað eftir annað niður í ljóðum og sögum Steinunnar , fylgir fast á eftir umhugsun um tímann , eðli hans og fallvaltleika . Leitin að tímanum og sjálfinu haldast í hendur , þetta er leit að sjálfi í tíma , hvar og hvenær , og sem sæmir þroskaðari skáldkonu verður tímahugtakið ríkara í seinni ljóðabókunum tveimur , sjálfsleitin er önnur , skynjuð gegnum tíma og rúm , fremur en sem innhverf sýn . Leitin að tímanum , sem var stolið á svo árangursríkan hátt í Tímaþjófnum , heldur áfram af enn meiri einbeitni . Þessari leit er vel lýst í ljóðinu " Andartakið " í Kartöfluprinsessunni , þar sem allt er aðeins fyrirboði eða eftirlíking hins fullkomna andartaks : Önnur voru fyrirboði hins einaeða eftirlíking þess . Í ljóðinu " Tímaskekkjur " í sömu bók , taka mínúturnar á leik og stökk , þær " eru hættar að tölta áfram réttsælis " og " Áðan sá ég eina stökkvandi afturábak / svo fram tvö skref " , í trássi við blindingjann " sem knýr vísana " og í ljóðinu " Monstera deliciosa á næturvakt " í Kúaskítur og norðurljós , tekur lúmsk planta sig til og flækir sig í klukkunni og kyrkir tímann á útsmoginn hátt : Húsbóndinn hryllir sig svefndrukkinner hann gengur til stofu að morgni því kynjablómið sem Málfríður ræktaði bestog klukkan á veggnumeru lent í flækju . Yngsta blaðið vefur sig ljósgrænt um stóra vísi og neglir hann á miðnætti . Þessi útsmogna planta fann aðferð - og kyrkti tímann . Þarna er kjarni verka Steinunnar samankominn í einni ungri plöntu sem á útsmoginn hátt tekur öll völd . Tíminn er karlkyns og reglulegur í háttum eins og húsbóndinn meðan plantan og Málfríður eru konur í uppreisn flækja og miðnæturfunda . Þannig festir skáldkonan sig í tíma , sig og sín fjölmörgu andlit sem horfa á lesandann í ljóðinu " Sjálfsmyndir á sýningu " , andlit sem umbreytast og hafa hamskipti fyrir framan augu lesandans , stökkva afturábak sem dvergur á dansstað og svo tvö skref áfram sem íslenskur kvendraugur , skotta eða músa , og tímaskynslaust ljóðið lifir áfram sem fryst andartak í tíma , sem má skoða og grandskoða frá öllum hliðum og er eins og skottan staðráðið " í að ganga aftur og aftur " .
Höfundarverk Friðriks Erlingssonar er nokkuð margbreytilegt . Hann hefur samið dægulagatexta og þýtt aðra á íslensku . Þýtt barnabók , skrifað skáldsögur fyrir börn og fullorðna , en einnig kvikmyndahandrit , sjónvarpshandrit og ævisögur . Þá hefur hann gert myndskreytingar fyrir bækur . Þó svo verkefnaflóra Friðriks nái yfir ansi marga flokka þá er hægt að finna ákveðin meginþráð sem skáldverk hans virðast fylgja , þau eru yfirleitt annað hvort fyrir börn eða um börn . Þetta á ekki aðeins við um barnabækur hans , Benjamín dúfu ( 1992 ) ( sem seinna var aðlöguð kvikmyndaforminu í samnefndri mynd Gísla Snæs Erlingssonar ( 1995 ) eftir handriti Friðriks ) , Afa minn í sveitinni ( 1988 ) og Annað sumar hjá afa ( 1993 ) , heldur fjalla aðrar skáldsögur hans líka að verulegu leyti um börn . Aðalpersónurnar í Bróður Lúsífer ( 2000 ) , og Góða ferð , Sveinn Ólafsson ( 1998 ) eru börn og unglingar . Þetta á líka við um Vetrareld ( 1995 ) að því leyti að framan af sögunni er fjallað um bernsku - og unglingsár aðalpersónunnar Lilju . Hún er sú eina af aðalpersónum þessarra skáldsagna sem við fylgjum eftir allt frá bernsku til fullorðinsára . Persónur skáldsagna Friðriks eru flestar utangarðs að einhverju leyti . Titilpersónan í Góða ferð , Sveinn Ólafsson , er þó ósköp venjulegur þrettán ára strákur sem tekur upp á því að hætta í skólanum til þess að hugsa sín mál : Auðvitað er allt satt í þessu bréfi ; ég get ekki farið í skólann , það er sannleikur . Ég hvorki get né vil . Eina lygin er sú að það var ekki mamma sem skrifaði bréfið heldur ég . En það myndi heldur enginn taka mark á því sem ég segði svo þetta er eina leiðin sem ég hef til að kaupa mér frið , kaupa mér tíma til að hugsa málið . Það er allt og sumt . Kannski fer ég aftur í skólann einn góðan veðurdag og þá verður þetta bréf löngu gleymt og mamma mun ekkert um það vita . ( 119 - 120 ) Sveinn yfirgefur sem sagt samfélagið / skólann til þess að finna sjálfan sig eða einhverja merkingu í lífi sínu . Fyrst hafði hann ætlað að deyja en hættir svo við það . Í tilvitnuninni hér að framan kemur fram að hann er ekki að yfirgefa samfélagið fyrir fullt og allt , enda snýr hann að lokum aftur . Þetta er bara meðvituð ákvörðun um að hann þurfi tíma til að finna sjálfan sig . Persónurnar í Bróðir Lúsífer eru langflestar utangarðs eins og Sveinn , en þó er sá munur á að þær taka ekki eins meðvitaða ákvörðun um að yfirgefa samfélagið , heldur æxlast hlutirnir frekar þannig . Aðalpersónan er unglingurinn Hinrik Vilhjálmur Ríkarður Karl sem er alltaf kallaður Lúsífer vegna þess hversu ljótur hann er . Hann bjó hjá mömmu sinni og þegar hann var yngri ætlaði hann alltaf að hjálpa henni , en vegna stríðni og aðkasts verður hann sífellt erfiðari , þar til hún verður að senda hann frá sér . Hversu ljótur hann er og illa talandi gerir það að verkum að hann á erfitt með að komast inn í samfélagið , hvort sem um er að ræða borgina eða sveitabæinn sem hann er sendur á þegar mamma hans getur ekki haft hann lengur . Lúsífer langar til að falla inn í hópinn , vera venjulegur og þess vegna verður hann upp með sér ef einhver gerir svo lítið að tala við hann : Lúsífer haltraði á eftir þeim og var að hugsa um Skugga sem hafði komið til hans og talað við hann eins og venjulegan mann , spurt hvað væri austur og hvað norður . Það var góð tilfinning að hafa getað svarað honum næstum hiklaust . Það var líka gaman að vita eitthvað sem Skuggi vissi ekki ; hann hafði spurt eins og þetta væri leyndarmál sem þeir áttu saman , Skuggi og Lúsífer . ( 26 ) Þessi tilfinning endist þó aldrei lengi og hann verður illskeyttari við hver vonbrigði . Þráin eftir að komast inn í samfélagið á ekki bara við um Lúsífer heldur flestar persónurnar í sögunni . Meginsögusviðið er bóndabær á stað sem kallaður er Helvíti , staður þar sem engin af persónunum vill vera . Þær hafa lent þar , ekki vegna vals , heldur hafa hlutirnir æxlast þannig að þær virðast dæmdar til að komast aldrei inn í samfélagið að fullu . Það er vafamál hvort Lilja í Vetrareldi velur sér einangrun eða ekki , en hún virðist alltaf kunna best við sig einhvers staðar á mörkunum . Í bernsku er hún hænd að fyllibyttu þorpsins sem helst enginn vill tala við og virðist með því finna til meiri samkenndar með utangarðsmanninum en öðrum . Eftir að til Reykjavíkur kemur gerist hún ballettdansari og verður þar með hluti af vissu samfélagi , sem hún smám saman einangrast frá þegar hún veikist . Þrátt fyrir að hún eigi son gæti hún allt eins verið án fjölskyldu , því hann reynir að komast hjá því að hitta hana . Fólk hættir að sjá hana og hún nálgast það að vera ósýnileg . Þegar hún dettur á svelli nærri lokum bókarinnar og brýtur annan fótinn tekur enginn eftir henni : Slydduflygsurnar hröpuðu letilega í kringum hana og yfir hana á meðan bílarnir brunuðu framhjá , ósýnilegri á milli skaflanna [ . . . ] Hún heyrði ógreinilegar raddir fólks á götunni , fótatak á gangstéttum en það virtist allt vera að fjarlægjast . ( 319 - 320 ) Lilja liggur í skafli í miðri borginni , en hún gæti allt eins verið úti í auðninni , því enginn sér hana . Það er ekki fyrr en mörgum tímum eftir að hún dettur að Tómas tekur loks eftir henni , en það er alls óvíst hvort hún muni lifa af þrátt fyrir að hafa fundist . Barnabækur Friðriks fjalla ekki um slíka einangrun . Bækurnar Afi minn í sveitinni og Annað sumar hjá afa fjalla um strák sem fer í sumarfrí til afa síns . Þeir eru ekki utan samfélagssins , þeir eru bara úti í sveit og mjög ánægðir með það . Staðurinn er því síður en svo líkur því " Helvíti " sem Lúsífer býr í.Þeir strákurinn og afi kunna vel við félagsskap hvors annars , meðal annars vegna þess að þeir eru að sumu leyti líkir . Strákurinn sem segir söguna í Annað sumar hjá afa segir til dæmis um afa sinn : " Hann var nefnilega prakkari í sér og hálfgerður krakki inn við beinið " . ( 6 ) Benjamín dúfa fjallar um stráka sem stofna riddarareglu til að berjast gegn ranglæti með réttlæti . Þannig afmarka þeir sér svæði , fólk kemur og horfir á þá skylmast , en þeir eru þó ekki utangarðs . Þeir verða þvert á móti hetjur samfélagsins sem þeir búa í og það má jafnvel segja að þeir verði miðpunktur þess þegar þeir hefjast handa við að safna peningum fyrir Guðlaugu sem missir heimili sitt í eldsvoða . Þeir þjappa fólkinu betur saman með þessu uppátæki sínu , vegna þess að allir leggjast á eitt við að hjálpa henni . Það kemur vel fram þegar Guðlaug fær húsið sem var byggt fyrir féð sem safnaðist í söfnun riddaranna : Aftur var klappað og hrópað : Riddarar - riddarar - riddarar ! Allt í einu fann ég hendur grípa um mittið á mér og okkur Róland og Balda var lyft upp og við bornir í gegnum hópinn til Guðlaugar . Hún faðmaði okkur að sér hvern á fætur öðrum , hló og brosti og grét en gat ekkert sagt nema : Elsku strákarnir mínir . . . elsku kallarnir mínir . ( 100 - 101 ) Eitt af því sem tengir Benjamín dúfu við aðrar skáldsögur Friðriks er hversu nálægur dauðinn er . Köttur Guðlaugar er drepinn og það verður til þess að strákarnir taka málin í sínar hendur og hefna hans eins og riddurum sæmir . Seinna deyr einn strákanna , Baldur , fyrir slysni þegar riddaraleikurinn verður aðeins of raunverulegur . Í kjölfar dauðans koma svo alltaf breytingar . Regla rauða drekans er stofnuð eftir að kötturinn er drepinn og hún líður undir lok eftir að Baldur deyr . Á sama hátt fylgja breytingar dauðanum í Vetrareldi og Bróður Lúsífer . Til dæmis má benda á að Lilja og mamma hennar taka sig upp eftir að pabbi Lilju deyr , en það á eftir að kollvarpa lífi hennar . Svipaðar breytingar er líka hægt að finna í lífi persóna í Bróður Lúsífer , en hins vegar er þetta dauðaþema ekki að finna í Góða ferð , Sveinn Ólafsson . Ef grannt er skoðað má jafnvel sjá að dauðinn er að vissu leyti nálægur í Annað sumar hjá afa þar sem afinn og strákurinn sem segir söguna eru að veiðum og selkópur flækist í netinu hjá þeim . Þegar afi dregur hann upp í bátinn er hann meðvitundarlaus , en afa tekst að blása lífi í hann . Þannig er lífsháski til staðar , þó það sé ekki maður sem er í háska . Eitthvað sem ógnar lífi eða heilsu má finna í flestum bókum Friðriks , meira að segja í Króni og Króna í Smáralandi ( 2000 ) þar sem aðalpersónurnar eru á flótta undan eyðsluklónni stórhættulegu . Þetta er barnabók sem á að kenna börnum að spara krónurnar sínar og þar eru ekki mennskar persónur í hættu , frekar en í Annað sumar hjá afa . Í barnabókunum er það bara í Benjamín dúfu sem mennskar persónur eru í lífsháska . Í öðrum skáldsögum Friðriks er háskinn ekki bara fólginn í einhverju sem ógnar lífi viðkomandi , heldur er oft um að ræða einhvers konar sálarháska . Persónurnar hafa til dæmis verulega tilhneigingu til þess að einangrast frá öðrum . Það er eftirtektarvert hversu miklir einstæðingar persónur í skáldsögum Friðriks eru . Lúsífer í samnefndri bók er vissulega ekki föðurlaus því hann á sér þrjá feður , en enginn þeirra hefur samband við hann . Hann hefur alist upp hjá móður sinni þar til hún ræður ekki við hann lengur og hann er sendur í sveit til hjóna sem hafa tekið að sé vandræðabörn . Eftir að Lúsífer er kominn í sveitina flytur móðir hans til Danmerkur . Öll fjölskylda hans er því fjarverandi og hann er hálfgerður einstæðingur . Þetta er ekki alveg eins áberandi í öðrum skáldsögum Friðriks og Lúsífer er einangraðastur þessara persóna . Lilja í Vetrareldi missir föður sinn á unga aldri , en báðir foreldrar hennar eru þó til staðar í upphafi , þrátt fyrir síendurteknar fjarvistir föður hennar . Eftir að faðir hennar deyr fer móðir hennar líka að hverfa frá henni inn í sig og deyr að lokum . Móðursystirin tekur hins vegar við hlutverki móðurinnar svo hún verður ekki sami einstæðingurinn og Lúsífer ; ekki fyrr en síðar . Bæði í Vetrareldi og Bróður Lúsífer búa aðalpersónur með einstæðum mæðrum sínum . Þannig má segja að einstæðar mæður séu endurtekið stef hjá Friðrik , enda gildir það sama um Góða ferð Sveinn Ólafsson . Staða Sveins er samt líklega best , því þrátt fyrir allt á hann báða foreldra sína að , þó svo þau séu skilin . Faðir hans hefur lítinn tíma fyrir hann , en þó er hann til staðar . Þessar þrjár persónur eiga það þó sameiginlegt að þær einangrast frá samfélaginu og fjölskyldunni , annað hvort varanlega eða tímabundið . Í barnabókum Friðriks er lífið einfaldara og fjölskyldan frekar til staðar . Baldur í Benjamín dúfu býr vissulega hjá einstæðri móður sinni , en hinir og þar á meðal titilpersóna bókarinnar búa allir hjá báðum foreldrum sínum . Í bókunum Afi minn í sveitinni og Annað sumar hjá afa koma bæði mamma og pabbi strákins með hann til afa . Lífið er einfalt hjá stráknum í þessum bókum , og litlar líkur á að hann missi tökin á tilverunni og jafnvel þó svo það gerðist er alltaf einhver til staðar , til dæmis afinn . Í Benjamín dúfu er lífið aðeins flóknara og aðalpersónurnar missa jafnvel tökin á tilverunni um tíma eftir að Baldur deyr . Að missa tökin á tilverunni er síendurtekið stef hjá Friðriki í skáldsögum hans . Að einhverju leyti virðist þetta alltaf tengjast barnæskunni og því væri hægt að álykta sem svo að viðfangsefnið sé oftast breytingin frá barni til fullorðins . Barnið verður að losa takið á öryggisneti barnæskunnar til að standa á eigin fótum . Spurningin er þá bara hversu vel það tekst .
Það sefur í djúpinuDagný Kristjánsdóttir : " Um bækur . Það sefur í djúpinu " Mímir , 13. árg. , 1. tbl. 1974 , s . 40 - 42 Brot úr greinum Úr Tóta og táin sem týndist Bók Guðbergs er einnig gleðilegur viðburður í sögu íslenskra barnabókmennta fyrir það að hér birtist ómenguð fantasía sem stendur undir nafni . Á sama hátt og í ódauðlegum listaverkum Lewis Carroll er draumaheimur kannaður . Þar eru að verki önnur lögmál en í vökuheimi en milli draums og vöku liggja margslungnar taugar . Að baki fantasíu Guðbergs býr engin leiðinleg siðapredikun . Nei , hér á að skemmta þeim sem kemur auga á tvíræðnina og það tekst dável . Jafnframt má ætla fantasíunni það hlutverk að sætta bernska lesendur við erfið tímamót í uppvextinum , án þess að þeir þurfi að gleypa við meinhollu en bragðvondu lýsi fullorðinsskynseminnar - hvorki með eða án sykurhúðar . ( s . 329 - 330 ) Sjá Ólöf Pétursdóttir : " Tóta og táin sem týndist " Það hlýtur að vera mikið vandaverk að skrifa bókmenntir fyrir börn og til að gera það hlýtur höfundurinn að verða að beita sjálfan sig miklum aga . Hann verður að setja sig í spor barnsins , tala við það þannig að það skilji án þess að tala niður til þess . Hann verður að neita sér um að láta ýmislegt flakka sem annars væri nothæft fyrir fullorðna og hann verður að hafa eitthvað fram að færa , eins og auðvitað allir höfundar . Þessi skilyrði uppfyllir Guðbergur vel að öllu öðru leyti en því að hann lætur of mikið flakka , með öðrum orðum hann skýtur yfir markið í tvíræðni . Orðaval er slíkt að ekki fer á milli mála þegar skírskotað er til kynlífssviðsins , en því verður hins vegar ekki á móti mælt að Guðbergur er meistari tvíræðninnar og framan af sögunni heldur hann sér vel á mottunni . Þegar líður á verður tvíræðnin of groddaleg og þá á kostnað hins gamansama ævintýris um tána sem eignast eigið líf og leikur lausum hala út um borg og bý með telpunni Tótu . Með ofurlítið mildari orðalagi hefði það ævintýri notið sín betur og viðkvæmar sálir sloppið við hrollinn . Einhvern veginn er það svo að í barnabókum eru kynhvöt og árásarhvöt bannorð . E.t.v. er þetta ein ástæða þess hve barnabækur eiga erfitt uppdráttar . Margar hverjar hafa hreinlega lítið að segja barninu , jafnvel þó að þær séu vel gerðar og dálítið skemmtilegar . Vantar ekki einmitt lesefni sem getur leyst eitthvað af bældum hvötum barna úr læðingi eins og t.d. gömlu ævintýrin gerðu ? Bæði árásarhvöt og kynhvöt , eru ríkur þáttur í sálarlífi barna . Mjög fátt í samfélaginu gefur börnum tækifæri til eðlilegrar útrásar á þessum sviðum , allra síst þær bækur sem þeim eru ætlaðar . Guðbergur rýfur þessa hefð og og ryðst inná bannsvæði barnabókmenntanna . ( s . 115 - 116 ) Sjá Hildur Hermóðsdóttir : " En víst er táin laglegt leikfang . " Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma er gegndarlaus gagnrýni á borgaralega orðræðu og gildi . Líka ádeilu er að finna að meira eða minna leyti í öllu höfundarverki Guðbergs Bergssonar en sjaldan hefur hún verið beittari og meinhæðnari en hér . Tómas Jónsson . Metsölubók hneykslaði á sínum tíma en það er nær óhugsandi að Sú kvalda ást hefði fengist útgefin á því herrans ári 1966 . Skáldsagan olli samt engu fjaðrafoki þegar hún kom út árið 1993 . Kannski hafa frekar dauflegar viðtökur hennar að einhverju leyti verið vegna þess að bókin kom í kjölfarið á glæsisiglingu Svansins á íslenskri bókmenntatjörn . Sú kvalda ást er að mörgu leyti margræðari , meira ögrandi og mun ósvífnari . Orðræða sögunnar er nýstárleg í íslenskum bókmenntum og árásir á helstu stofnanir samfélagsins óvægnar og hefðu einhvern tíma verið kallaðar ótækar . Þessi atriði eiga eflaust þátt í því hvað þessi mikilvæga og magnaða skáldsaga fór tiltölulega hljótt en hugsanlega hefur umfjöllunarefnið sjálft líka haft sitt að segja . Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma er fyrsta íslenska skáldsagan þar sem ástarsamband tveggja karlmanna er í brennidepli og þar sem slíku sambandi er lýst á raunsæislegan og hispurslausan hátt . ( s . 506 ) Geir Svansson : " Ósegjanleg ást : hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi . "
Magdalena Schram : " Kannski það sé hugleysi . " Rætt við Ingibjörgu Haraldsdóttur um þýðingar og sitthvað fleira . 19. júní , 35. árg. , 1985 , s . 38 - 40 Sigþrúður Gunnarsdóttir : " Kíkt í höfuð konunnar . " Viðtal við Ingibjörgu HaraldsdótturMímir , 35. árg. , 43 , 1996 , s . 37 - 43 Silja Aðalsteinsdóttir : " Rokkstjarna í Kólumbíu : Ingibjörg Haraldsdóttir fór á stærsu ljóðahátíð í heimi " ViðtalTímarit Máls og menningar , 65. árg. , 3. tbl. 2004 , s . 27 - 36 Soffía Auður Birgisdóttir : " " ... lygasagan um heiminn og mig ... " : Um ljóðagerð Ingibjargar Haraldsdóttur " Tímarit Máls og menningar , 64. árg. , 1. tbl. 2003 , s . 20 - 24 Soffía Auður Birgisdóttir : " Leikið með ( mót ) myndir : nokkur " höfuðatriði " um skáldskap kvenna og karla " Ástráður Eysteinsson , Dagný Kristjánsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson ( ritstj. ) : Heimur ljóðsins . Reykjavík : Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands , 2005 , s . 262 - 273
Sagan um Z er fyrst og fremst saga um samkynhneigð og þær skorður sem ástarsambandi tveggja kvenna eru settar . Það kemur ekki að sök þó að einblínt sé á ástina , í háleitum skilningi ; lesandinn kemst ekki undan " kynvillunni " í ástarsögunni . Z er umsnúningur á hefðbundnum ástarsögum . Soffía Auður Birgisdóttir bendir á að Vigdís " færi ástir tveggja kvenna í búning [...] eilífra elskenda " og nefnir sögur Tristans og Ísoldar , Werthers og Lottu , Rómeó og Júlíu ; sögur elskenda " sem var ekki skapað nema skilja " . Forboðin og dauðadæmd ást þessara ástarpara er þó ólík ást Z og Önnu að því leyti að hún er ekki forboðin í augum " hins almenna " lesanda heldur samrýmist hugmyndum hans um Ástina og staðfestir hana . Ástarsaga Z og Önnu gengur þvert gegn þessum hugmyndum og er ætlað að kollvarpa þeim . Dauðinn sem hangir yfir sambandi þeirra er táknmynd fyrir það bann sem þjóðfélagið , hið gagnkynhneigða forræði , leggur á það . ( s . 504 ) Sjá Geir Svansson : " Ósegjanleg ást : Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi . " Úr " Orðin mátturinn orðin mátturinn " Máttur konunnar liggur ekki í heimi dagsins . Þeim heimi tilheyra húsið , börnin , elskhuginn , skyldustörfin og hin daglega lífsbarátta . Það er í heimi næturinnar , hins forboðna , sem sköpunarmátturinn flæðir . Þar eru orðin veidd , konur elskaðar , þar geisla lendarnar stinnu . Konan virkjar þar mátt sinn með erótískum krafti " komdu / finndu blossann / í líkama þeirra / í líkama mínum / blossann sem geymist / í andartakinu / alltaf " . Blossinn tengist frjósemi lendanna – þar á sköpunarmáttur kvennanna upptök sín . Frjósemin er hluti af náttúruhringrásinni og um leið hluti af þeim krafti sem liggur allri sköpun að baki . Ástin er það afl sem leysir sköpunarmáttinn úr læðingi . Þessi ást sem ákallar , krefst fórna og sjálfsleitar , er ást milli kvenna . Elskhugarnir eru hinsvegar andlitslausir og eru ýmist farnir eða sofandi . Þeir ríkja í heimi dagsins og standa því mjög líklega fyrir afl dauðans – doðann sem heldur sköpuninni niðri . Úr " Og ég þjónaði hugmynd minni um fullkomleika listar minnar með höndina á kafi í rusli . " Í skáldsögunni Ég heiti Ísbjörg . Ég er ljón sem kom út 1989 kannar Vigdís Grímsdóttir innviði hugtaka á borð við sekt og sakleysi , réttlæti og ábyrgð , orsök og afleiðingu , gott og illt . Sú könnun var beitt og óvægin og reyndist ganga nærri mörgum lesendum sögunnar . Þær spurningar sem leynast á milli lína í bókinni um Ísbjörgu eru flestar siðfræðilegs eðlis settar í félagslegt samhengi , m.ö.o. af texta Vigdísar hljóta meðal annars að spretta hugleiðingar um ábyrgð okkar á náunganum ; um ábyrgð samfélagsins á einstaklingum ; um forsendur réttlætishugmynda okkar og um uppbyggingu réttarkerfisins . Í skáldsögunni Stúlkan í skóginum sem kom út í fyrra heldur Vigdís Grímsdóttir áfram sinni siðfræðilegu íhugun , en nú snýr hún spjótunum inn , beinir þeim að sjálfri sér – að listamanninum . Þetta gerir hún á hugrakkan og heiðarlegan hátt með beinni sjálfsvísun í textanum . Þær spurningar sem hér svífa yfir síðum varða ábyrgð listamannsins , spyrja um rétt hans og skyldu gagnvart gáfu sinni og viðfangi . Einnig er spurt um gildismat og stöðu listarinnar í samfélagi okkar .... / ... Ef Vigdís Grímsdóttir er í þessari skáldsögu sinni að benda okkur á brotalamir í gildismati okkar og umgengni við listina , þá er hún ekki síður að benda listamönnum á að týna ekki sál sinni í eftirsókn eftir vindi ; að gleyma ekki tilgangi listarinnar sem hlýtur að vera í ætt við að nálgast kjarna tilverunnar án þess að missa sjónar af hinum mannlega þætti . Vigdís varar listamanninn ( sjálfa sig ) við að fara ekki offari , taka sér ekki ( al ) vald skaparans – að viðurkenna takmörk sín . Sá sem seilist of hátt má eiga á hættu að falla lágt . Hildur svífst einskis í þágu listarinnar , hún notar manneskjur og hyggur á morð , hún þjónar hugmynd sinni um fullkomleika listar sinnar með höndina á kafi í rusli eins og segir í sögunni ( bls. 245 ) . Sjá Soffía Auður Birgisdóttir : " Og ég þjónaði hugmynd minni um fullkomleika listar minnar með höndina á kafi í rusli "
Guðlausir menn : hugleiðingar um jökulvatn og ást Hún lætur ekki mikið yfir sér , ljóðabók Ingunnar Snædal , þó hún beri hinn afarlanga titil , Guðlausir menn : hugleiðingar um jökulvatn og ást . Í raun inniheldur bókin bara eitt ljóð , auk inngangs , en það er ljóðið “ dauði , ferðalag og játning ” . Þetta ljóð er einskonar sjálfsævisaga , jafnframt því að vera ferðasaga , ljóðmælandi er á ferð yfir landið í jarðarför ömmu sinnar , í bílnum með henni eru systkini hennar . Og hún rifjar upp æskuminningar með afa sínum og ömmu , jafnframt því að velta fyrir sér nútíma systkina sinna . Inn í þetta langa ljóð koma svo stök ljóð , einskonar stef , sms ástarljóð og hugleiðing um fréttir , ættingja , sveitunga . Þannig séð er þetta allt mjög kunnuglegt , ferðaminnið er klassískt ljóðatema , sömuleiðis ástin , náttúran , æskuminningar ; hér er meira að segja ljósmyndaljóð sem virðast vera sérlega nærtækt skáldkonum ( minnti mig á ofurfalleg ljósmyndaljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur og Þóru Jónsdóttur ) . En með þessu er ekki allt sagt , enda ljóðið alltaf dáldið víðsjárvert fyrirbæri . Inní þessu látleysi , þessum kunnuglegum stefjum býr eitthvað dásamlegt sem Ingunni tekst að galdra fram , hægt og hægt teiknast upp heill heimur af hreyfingu , myndum , lykt og hljóðum . Dæmi um lágstemmda en þó einhvernveginn eftirminnilega mynd er í ljóði XVII , ljóðmælandi er “ andskotans alltaf ” að hugsa um ástvinu sína og óskar þess að hún “ gæti hvílt í þeirri tilfinningu / eins og í hengirúmi / örugg og glöð / / ég er mjög glöð í hengirúmum ” . Hér færumst við frá tilfinningu fyrir óþoli yfir í tilfinningu fyrir öryggi , sem er tengd einhverri líkamlegri upplifun og stöðu , því að liggja í hengirúmi , og endum svo þar , í hengirúminu . Bygging bókarinnar er einstaklega vel unnin , inngangsljóðið um það að vera í öngum sínum gefur tóninn fyrir það hárfína jafnvægi húmors og trega sem einkennir ljóðin , en þar blotnar ljóðmælandi í fæturna , því hún vill ekki taka á sig krók og stikla á steinunum : “ þegar maður er í öngum sínum og veður beint af augum er hallærislegt að taka á sig krók . Svolítið eins og maður sé ekki í nógu miklum öngum . ” Og svo heldur músíkin bókstaflega áfram í diskum sem eru spilaðir í bílnum , Radiohead , Ensími , Sigur Rós . Það að leggja bókina upp sem ljóðabálk og stinga svo inní hann stefjum eða stökum ljóðum virkar einstaklega vel , mun betur heldur en ef langa ljóðið hefði staðið sér og stöku ljóðin saman , þetta ýtir undir þann takt og flæði sem drífur bókina áfram . Eina feilnótan sem ég fann voru óþarflega klisjaðar vangaveltur útfrá fréttum , þó fréttaljóðið sjálft væri byggt inn í bálkinn á flottan hátt . Í Lesbók Morgunblaðsins ( 28. okt. 2006 ) lýsir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl því hvernig hann hafi alist upp við það viðhorf að ljóðið sé dautt : “ Alla mína ævi hefur verið gengið út frá þeirri forsendu að ljóðið sé dautt , meira að segja þegar fjálglega er lýst yfir lífi þess , er forsendan þessi dauði : Ljóðið er aldrei einfaldlega lifandi , það er “ ekki dautt ” . ” Ég hef sem betur fer ekki lifað alla mína tíð við svo voðalega vosbúð , en hinsvegar fylgst undrandi með því hvernig umræðan undanfarinn áratug eða rúmlega það , hefur fest sig í einmitt þessum hjólförum . Þetta hefur komið mér afskaplega mikið á óvart , því mér finnst ég alltaf vera gersamlega að drukkna í góðum ljóðum , ljóðum og ljóðabókum sem ég hef stöðugt samviskubit yfir að gera ekki nóg skil í lestri og skrifum . Þó hef ég sjálfsagt gerst sek í eigin umfjöllunum að mótmæla á þessum dauðaforsendum , og lýsa ljóðið “ ekki dautt ” í stað þess að glamra um að það sé barasta sprelllifandi . En nú er tækifærið komið uppí hendurnar á mér , hér er ljóðabók sem er svo sannarlega lifandi , þrátt fyrir að útgangspunkturinn sé einmitt dauði . Ljóð Ingunnar Snædal eru í tærleik sínum bæði aðgengileg og áhrifamikil og ættu að laða að lesendur sem annars fælast ljóð vegna meintra flækjufóta þeirra ( ‘ ég skil ekki ljóð ’ viðhorfið er einfaldlega ekki hægt hér ) . Þetta er bók sem býður uppá hvorttveggja , að vaða beint af augum og að taka á sig krók ( a ) , en umfram allt þó að geta , hvort sem er í öngum eða ekki , upplifað gleði í hengirúmum .
Ofgnótt hefur verið helsta einkenni á skáldskap Stefáns Mána - allavega frá og með Hótel Kalifornía ; ofgnótt í tungumáli sem birtist í ofurnákvæmum drekkhlöðnum lýsingum á umhverfi , atburðum og aðbúnaði og er einhvernveginn alltaf heillandi , þrátt fyrir að lesönd sé á stundum byrjuð að bölva þessum eilífa orðavaðli og jafnvel fletta síðum til að telja hvað sé mikið eftir . Meira að segja í Túrista , síðustu skáldsögu Stefáns Mána og eina verki hans sem ekki gekk fyllilega upp , var ofgnóttin það sem gladdi mest og dreif lesturinn áfram , eins þversagnakennt og það hljómar . Og enn á ný býður höfundur uppá gnægtir , skáldsagan Skipið býr yfir öllum bestu höfundareinkennum Stefáns Mána , og öllum verstu líka , nema að þessu sinni hefur honum tekist að snúa vörn í sókn , málalengingarnar og löngu löngu lýsingarnar verða aldrei um of , eiginlega þvert á móti , svo að ég fann mig næstum í því að endurskoða viðhorf mitt til styttinga í fyrri bókunum - var það ekki bara eitthvað sem mér fannst eftirá ? Leiddist mér raunverulega nokkurntíma yfir Svartur á leik , til dæmis ? Er eitthvað að því að bækur - allavega sumar bækur - séu rosalega langar ? Skipið skríður frá landi , drekkhlaðið vandræðum ( en með tóma lest . Það er á leiðinni til Súrínam til að ná í súrál og þannig séð mætti alveg ( með tilliti til ‘ umræðunnar ’ ) sjá söguna sem táknsögu um íslenskan áliðnað , að skipið sé táknmynd eyjunnar Íslands sem gerir útá álið með skelfilegum afleiðingum ) . Hér er engu til sparað . Fragtskipið Per se “ var smíðað í Kína fyrir tíu árum , er í eigu fjárfestingafyrirtækis í Malasíu , skráð í Monróvíu og hefur verið á leigu hjá íslenska flutningafyrirtækinu Pólarskipum síðustu fimm árin ” ( 19 ) , að auki hvílir á því bölvun , eins og þessi upptalning sé ekki nóg , það hét upphaflega Noon “ en undir því nafni varð skipið alræmt eftir lögreglurannsóknir vegna tveggja morða og þriggja sjálfsvíga sem voru framin á því á rúmlega tveggja ára tímabili ” ( 136 ) . Og þetta er bara skipið sjálft . Áhöfnin er engu minna skrautleg , en naumur meirihluti hennar ( fimm af níu ) skipuleggur uppreisn á hafi úti , því það á að segja þeim upp . Einn uppreisnarmannanna , Sæli háseti , er stórskuldugur eftir tap í spilavíti og ásóttur af handrukkara sem nefnir sig Kölska . Kölski er nafn sem Jón Karl Esrason , sjómannssonur og glæpon , hefur tekið sér , en hann endar líka um borð , eftir nokkuð óvænta árás annarra glæpamanna og hrapallegan flótta . Að auki er stýrimaðurinn , Jónas , nýbúinn að drepa eiginkonu sína , en hann er annars frelsaður , öfugt við kyndarann sem dýrkar satan , eða bara kölska , og hefur lesið yfir sig af verkum H.P. Lovecraft . Yfirstýrimaðurinn , Jón Sigurðsson , er fasisti , yfirvélstjórinn , Jóhann ‘ risi ’ Pétursson , er kommi og kokkurinn Ási virðist vera hommi . Sá eini sem er nokkuð laus við öfgar er skipstjórinn , Guðmundur Berndsen , en þó er hjónaband hans slæmt . Já svona er ástandið þegar lagt er úr höfn og þá barasta byrjar það að versna . Í ljós kemur að Jón Karl er ekki Kalli mágur Jónasar eins og menn héldu , heldur glæpon og þá fer titringur um mannskapinn , uppreisnin er kæfð í fæðingu og skipið er sambandslaust því Jónas sker á allt fjarskiptasamband til að koma í veg fyrir að hvarf konu hans fréttist . Og svo er að sjálfsögðu stöðugt óveður , svo ekki sé talað um ... Kannski ég láti þetta nægja . Ég hef einstaka sinnum leyft mér að nöldra ofurlítið yfir skorti á plotti í íslenskum skáldskap en hér eru gnægtir af plotti , líkt og öllu öðru . Persónusköpunin er , til dæmis , auðug og lífleg . Þeir Sæli og Jón Karl minntu í fyrstu óþarflega mikið á Stefán Kormák og Brúnó í Svartur á leik , en verða fljótlega að nýjum persónum í nýrri sögu . Sérstaklega var skemmtilegt að fylgjast með því hvernig karakter Jóns Karls er spilaður , en þar nýtir höfundur sér greinilega reynslu úr fyrri sögu og leikur sér svo að því að föndra persónuna áfram í nýjum kringumstæðum . Stíllinn er sömuleiðis alltaf að styrkjast , hér er mikið af endurteknum stefjum , líkt og einkenndu Túrista og höfðu einnig sést í fyrri sögum . Sama senan er skoðuð útfrá ólíkum sjónarhornum með tilheyrandi breytingum , og sömu lýsingarnar endurtaka sig í mismundandi samhengi . Þannig er búinn til taktur , sem slær í takt við siglingu skipsins og ölduna sem brýtur á því , en sá taktur er reglulega sleginn í gegnum alla söguna , stundum með aukastefjum . Myndmálið er að sjálfsögðu ofhlaðið og einföldustu lýsingar eru notaðar til að gefa tóninn , eins og í upphafi bókarinnar þegar húsi Jóns Karls er lýst : “ Við innkeyrsluna að húsinu standa steinljónin eilífan vörð og láréttir gluggarnir loga eins og augu í skepnu sem hvorki er gömul né ný , raunveruleg né ímynduð ” ( 15 ) . Hér má greina bragð af kölska sjálfum og þeim margvíslegu myndbirtingum hans sem ganga í gegnum alla söguna . Allt , persónur , stíll , myndmál , vinnur þetta saman og skapar magnað andrúmsloft sem auðvelt er að sogast inní , ég varð sjóveik og barðist við vinda og rigningu ( bókstaflega reyndar , því í eina skiptið sem ég gat slitið mig frá lestrinum til að skjótast út fyrir hússins dyr lenti ég í roki og sudda ) og upplifði sterkt þá sérstöku tilfinningu sem höfundur skapar af lífinu um borð . Í lok bókarinnar nefnir Stefán Máni þrjá höfunda , Sartre , fyrrnefndan Lovecraft og Morrison ( ekki myndasöguhöfundinn Grant ( sem þó má greina þarna inná milli línanna ) , heldur söngvarann Jim ) , en áhrif þeirra eru öll greinileg í verkinu . Að auki er gaman að skoða ummerki fjórða höfundarins , Edgar Allan Poe , á skipinu , en dramatísk sigling þess og atburðarásin um borð minnti mig stöðugt á ókláraða skáldsögu Poe , Ævintýri Arthurs Gordons Pym , sem kom út árið 2003 í frábærri þýðingu Atla Magnússonar . Fyrir utan dramatíska atburðarás eiga þessar sögur það sameiginlegt að um borð er einstaklingur sem ekki á að vera þar og svo enda þær á sama stað . Poe er reyndar laumufarþegi í þakkarrunu Stefáns Mána , því hann var mikill áhrifavaldur á H.P. Lovecraft . Best er að ítreka strax að engin þessara áhrifa eru til vansa né hafa þau nokkuð með ritstuld eða eftirhermu , með eða án gæsalappa , að gera , heldur vinna einmitt skemmtilega með verkinu . Hér bætist Stefán Máni því í fríðan flokk rithöfunda sem spinna önnur verk inní sín eigin , og skapa með því nýjan vefnað texta , vefnað sem ( svo ég gerist nú svo ósvífin að lýsa bókmenntafræðilegu hugtaki ) hefur áhrif á áhrifavaldana , ekki síður en hið nýja verk . Að lokum langar mig að nefna kápuna sem er sérlega skemmtileg og bætir enn við textavefnaðinn , en þar birtist mynd af skipi sem er í sama dúr og fjölmargar birtingarmyndir draugaskipa í gegnum kvikmyndasöguna , með eldingum og allt . Letrið er sömuleiðis smart og allt bætir þetta við og eykur á annars afar ánægjulega lestrarupplifun .
Hann hefur nefnilega verið nokkuð ánægður með sig og sitt fram að þessu . Hann gengur til starfa í viðskiptageiranum af sama miskunnarleysinu ( en kannski ekki sama ákafanum ) og tíðkast hinum megin við línuna og er að lokum orðinn stórefnamaður . Það er svo spurning hvort hann er hamingjusamur í hinu nýja hlutverki sem góðborgari og styrktaraðili Óperunnar . Óðinn missir auga snemma í sögunni og er því eineygður eins og nafni hans úr goðafræðinni . Fleiri eru goðsögulegar tilvísanir ekki , að ég best fæ séð , nema hvað varðar nafnaruglinginn sem einnig fylgdi nafna Óðins hinum forna . Óðinn R. Elsuson kom aðeins við sögu í síðustu bók höfundar , Skipinu ( 2006 ) . Sú bók taldist glæpasaga , að minnsta kosti var hún valin besta íslenska glæpasagan það árið af Hinu íslenska glæpafélagi . Ágætis bók þótt ekki væru allir sáttir við hvernig hún endaði . Sumum fannst endirinn lönguvitleysa sem minnti á Hollendinginn fljúgandi , aðrir vildu meina að öðru vísi gæti endirinn ekki verið , sumsé bara snilld . Sama kann að verða upp á teningnum hvað þessa bók varðar , örugglega verða deildar meiningar um sögulokin . Víst er að efniviðurinn hittir alveg í mark núna . Alls konar plön um kaup og sölu hlutabréfa í bland við kostulegt persónugallerí skúrka af öllu tagi . Og , vel á minnst , skúrkana er að finna í öllum lögum samfélagsins . Skýringarnar á því hvernig Óðinn og vinkona hans , Viktoría bera sig að í viðskiptalífinu eru ekki alltaf áhugaverðar , svolítið eins og að reyna að lesa viðskiptablaðið eða viðskiptadálka dagblaðanna . Það er ekki mjög spennandi lestur , raunar afspyrnuleiðinlegur , og segir okkur kannski eitthvað um það hvers vegna flestir hafa botnað svona lítið í fjármálaævintýrum íslensku auðjöfranna . Burtséð frá þessum köflum , sem eru sem betur fer tiltölulega fáir , er frásögnin alla jafna hröð og dálítið villt . Það eru læti í stílnum enda fara persónur sögunnar um með látum . Það er þó ívið meiri kraftur í orðum og athöfnum undirheimalýðsins en hinna fínpússuðu eins og við er að búast . Sú hugmynd að dópsölutrikk hafi komið fótum undir margan í viðskiptum er ekki fráleit og í raun býsna trúverðug . Það er reyndar fátt sem kemur manni á óvart í þessum efnum nú til dags . Ódáðahraun er harðsoðinn og hressilegur fjármálaþriller , líklega fyrsta íslenska sagan af því tagi og verulega ólík þessum fáguðu útlensku . Það er hið besta mál . Ekki er þó víst að öllum líki hamagangurinn og ofbeldið í sögunni en þannig vill undirheimaskáldið hafa þetta og við verðum bara að meðtaka boðskapinn eins og hann er .
Fyrir næstum tuttugu árum síðan var ég stödd við Patríarkatjarnir í Moskvu , en einmitt þar missti bókmenntamaðurinn Berlíoz höfuðið snemma í skáldsögu rússneska rithöfundarins Míkhaíls Búlgakofs , Meistarinn og Margaríta , í meistaralegri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur . Að skrifa endurminningar sínar er ekki aðeins upprifjun á liðinni tíð heldur felst einnig í því ákveðin sjálfssköpun - og gleymska . Um leið og einn atburður , staður , samræða eða upplifun er rifjuð upp hljóta aðrir þættir ekki náð hjá minninu heldur falla í óminnið . Í mínu starfi les ég mikið og það getur verið erfitt að hafa sig upp í að lesa venjulega bók að vinnudegi loknum . Það er einna helst á sumrin sem tækifæri gefst til að sökkva sér niður í annað en fræðin , ekki síst ef farið er í sumarbústað út fyrir bæinn .
Tryggvi Ólafsson : Bækurnar mínar og lestur Ég var snemma á ævinni vaninn við bóklestur . Það var föst venja að að minnsta kosti ein bók kæmi úr jólapakka . Þegar búið var að ganga frá öllu eftir matinn og taka upp úr pökkum settist hver með sína bók og hóf sinn lestur . Á mínum ungdómsárum var skýr skipting , strákar lásu strákabækur eins og um vísindastrákana Tom Swift og Örn , en stelpur lásu stelpubækur eins og um fögru hjúkrunarkonuna Rósu Bennett og slíkar stelpubækur gat enginn strákur viðurkennt að hafa lesið , en ég viðurkenni , hér og nú , að hafa stolizt í bækur systur minnar . Ævintýrabækurnar eftir Blyton voru einnig mjög vinsælar á þessum árum , og þær voru á hlutlausu svæði , bæði kynin gátu kinnroðalaust viðurkennt að lesa þær . Önnur klár skipting var í barnabækur og fullorðinsbækur , og síðar komu einnig unglingabækur , en það var löngu eftir mín unglingsár . Ég man þegar ég hjólaði heiman frá mér á Tómasarhaganum upp í Þingholtsstræti á bókasafnið þar . Þar var barnadeildin einn lítill krókur á fyrstu hæð , og þegar búið var að byrgja sig upp af bókum í þeirri deild var stutt í hilluna þar sem Leyndardómar Parísarborgar voru geymdir , rit í mörgum vel innbundnum bindum . Vaninn var að taka með sér eitt hefti af Leyndardómunum , svona þegar maður var aðeins farinn að þroskast . Þessu merka riti kynntist ég fyrst þegar ég las bók Nonna , Jóns Sveinssonar , þegar hann er kominn til Kaupmannahafnar , um tólf ára gamall , og býr hjá norrænufræðingnum Gísla Brynjúlfssyni , er átti mikið og gott bókasafn . Eitt kvöld kemur Gísli að stráknum að lesa bók úr bókasafninu sínu , tók bókina af strák , og las yfir honum um hvað væri hollt fyrir drengi að lesa og hvað ekki , en þarna var einmitt um Leyndardóma Parísarborgar að ræða . Að sjálfsögðu vakti þetta áhuga annars stráks , um öld síðar , á þessu riti og voru þarna nokkuð öðruvísi persónur en í ævintýrabókunum eftir Blyton . Ég er ekki einn af þeim , sem geta verið með margar bækur í takinu í einu . Þó hef ég yfirleitt tvær . Önnur er dönsk , uppsláttarrit um myntsöfnun , Numismatisk leksikon . Þá bók er ég með til taks , sökum þess að ég er titlaður ritstjóri lítils fréttabréfs , sem safnarasamtök nokkur gefa út , og þarf því að finna efni í þetta ágæta rit , og er þá handhægt að grípa til danska uppsláttarritsins , þýða úr því stuttar greinar , og senda prentaranum . Þessa bók hef ég haft við tölvuna mína í nokkur ár . Alltaf er gaman að Íslendingasögunum . Í mestu uppáhaldi hjá mér eru Njálssaga , Egilssaga og Gísla saga Súrssonar . Ég gæti trúað að ég hafi ekki verið eldri en tólf ára gamall , þegar ég fékk í jólagjöf Gísla sögu Súrssonar , eins konar barnaútgáfu , líklega eitthvað stytt og með stóru letri , hún var ekki myndskreytt , það tíðkaðist ekki í þá daga . Þessa bók las ég þessi jól með miklum áhuga og mundi vel , er ég mörgum árum síðar kom til Geirþjófsfjarðar , þar sem sagan gerist að miklu leyti . Sagan af furðufuglinum Agli hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og breyttist það ekki þótt við værum látin læra Höfuðlausn utan að í menntaskóla . Í þessari sögu eru slíkar stórbrotnar mannlýsingar , glettni , falleg lýsing á tryggð Ásbjarnar hersis í garð vandræðagemlingsins Egils , sagt frá græðgi og nízku Egils , menntun bardagamannsins Egils , en hann kunni að lesa rúnir og var skáld gott . Einnig er góð lýsing á Agli þegar sagt er frá hinstu ósk hans , þar sem hann vildi nota silfursjóð sinn , sem hann hafði um langan aldur legið á sem ormur á gulli , til að koma illu til leiðar . Þegar hans nánustu komu í veg fyrir þá óhæfu , sá hann og svo um að enginn fengi notið góðs af auðnum heldur . Njáls saga er stórbrotið listaverk og í henni margbrotnar mannlýsingar . Þarna er mikill harmleikur , en einnig skop . Þetta er saga , sem alltaf er gaman að grípa í . Nú hefur skáldkonan Þórunn E. Valdimarsdóttir skrifað nútíma Njálu ( Kalt er annars blóð ) . Í sinni sögu notar Þórunn ýmis sömu nöfn og í Njálu , lítt breytt og sum meira . Þarna eru Gunnar , Hrútur , Unnur , Halla ( í stað Hallgerðar ) og svo framvegis . Þarna hefur Þórunni tekizt vel með þessa nútímagerð á Njáls sögu og byggir upp samsvarandi , og mjög trúverðuga atburðarás , sem gerist á okkar dögum . Hjá Þórunni fá skúrkarnir og lygamerðirnir makleg málagjöld , og hetjurnar eru ekki alveg eins hreinar og saklausar , sem þær eru í Njáls sögu . Ekki get ég lokið þessu án þess að minnast sögunnar okkar Íslendinga og yfirleitt alls mannkyns . Nú fyrir síðustu jól kom út 9. bindi Sögu Íslands , en hafizt var handa við útgáfu þessa góða rits þjóðhátíðarárið 1974 , fyrir 34 árum , og nær sagan nú til 1870 . Aðalhöfundur þessa rits er Gunnar Karlsson . Þetta rit las ég mér til mikillar ánægju um jólin og áramótin . Á litlu borði við leshægindastólinn minn ( ég hef aldrei getað vanzt því að lesa í rúminu ) liggur 600 blaðsíðna bók , saga mannkyns . Þessi bók er nútímaútgáfa , með stuttum köflum og vel myndskreytt , og er hún nú á dagskrá , ætli hún verði ekki páskalesning . Tryggvi er bókasafnsfræðingur og starfar í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur . Pistillinn birtist fyrst í tímaritinu Bókasafnið , 33. árg. , september 2009 . Birt með leyfi ritstjórnar . Sjá www.bokasafnid.is Þú getur fundið bækurnar sem hér er fjallað um í bókasafnskerfinu Gegni , sem er aðgengilegt á netinu , sjá www.gegnir.is
Það er líkt farið um mig og marga aðra að mikill lestur er órjúfanlegur hluti daglegrar vinnu jafnt og símenntunar tengdri henni . Til að geta fylgst með þarf að hafa sig allan við , einkum eykst upplýsingaflæðið yfir Internetið dag frá degi . Það er kannski til að hvíla sig á 21. öldinni að ég hef síðasta misserið horft nokkuð til fortíðar í vali á lesefni í frístundum . Fyrir margra hluta sakir hefur saga vísindarannsókna í Bretlandi á 17. og 18. öldinni verið mér hugleikin í vali á bókum undanfarið . Ég hef verið að lesa bók John Gribbins , The Fellowship sem rekur meðal annars sögu hins konunglega vísindafélags í London . Það er áhugavert að velta fyrir sér af hverju sú vísindabylting sem varð kringum þann félagsskap átti sér einmitt stað á þessum tíma og í Englandi en ekki á meginlandi Evrópu . Ísak Newton var að sjálfsögðu þar í burðarhlutverki og las ég nýlega ævisögu hans , Isaac Newton , skrifaða af James Gleick . Það verður kannski ekki sagt að sem einstaklingur hafi Newton verið aðlaðandi þó framlag hans til vísinda sé ótvírætt , raunar var hann smámunasamur , hefnigjarn og langrækinn . Einn hluti ævistarfs Newton sem hefur ekki alltaf verið í forgrunni er starf hans sem yfirmaður hinnar konuglegu myntsláttu . Þessi þáttur í ævi hans og samspil framfara í vísindum við þróun peningakerfa Evrópu leikur stórt hlutverk í sögulegu skáldverki Neal Stephenson sem kom út í þriggja bóka ritröð , Quicksilver , The Confusion og The System of The World . Stephenson , sem er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur sínar , fléttar saman skáldskap og raunveruleika og tekst að glæða þennan tíma lífi , sem fræðibækur ná ekki alltaf að gera . Þar sem sögulegar skáldsögur sem og vísindaskáldsögur höfða til mín , áttu þessar bækur vel við mig , þó það tæki fram eftir síðasta vetri að ljúka þeim enda hver þeirra um 900 blaðsíður . Annar risi vísindasögunnar sem ég hef dálæti á , er Charles Darwin og síðast las ég ævisögu hans skrifaða af Cyril Aydon . Kenningar Darwins um þróun og náttúruval eru í mínum huga eitthvert mikilvægasta framlag einstaklings til vísindanna , ekki síst fyrir áhrif þeirra á heimsmynd okkar . Rithöfundur og vísindamaður sem duglegur hefur verið að útskýra og upplýsa almenning um kenningar Darwins , er Richard Dawkins og eru margar bækur hans , einkum The Selfish Gene og The Blind Watchmaker í sérstöku uppáhaldi hjá mér . Reyndar hefur sú nýjasta , The Ancestor's Tale beðið lestrar á skrifborðinu hjá mér um nokkurt skeið og hlakka ég til að hafa gott tóm til að lesa hana . Það er næstum klént að nefna að Hringadróttinssaga er ein af uppáhaldsbókum mínum og varla hefur liðið ár frá því að ég var á unglingsaldri að ég hafi ekki lesið hana að minnsta kosti einu sinni . Ég las svo síðasta vetur ævisögu J.R.R. Tolkien ritaða af Michael White og hét hún einfaldlega Tolkien . Þegar sami höfundur ritaði ævisögu C . S. Lewis , sem var lengi vel einn nánasti vinur Tolkien , var eðlilegt framhald að lesa hana , ekki síst þar sem þessi tvö nöfn eru svo nátengd í huga manns . Þeir voru á svipuðu reki , tengdust vinaböndum og eru báðir þekktir fyrir að skrifa fantasíubókmenntir . En eftir stendur að þó Tolkien hafi vissulega verið um margt sérvitur og ekki margt í einkalífi hans sem stafar miklum ljóma af , verður samt að segjast að á köflum var Lewis undarlegur ef ekki hreinlega fráhrindandi persónuleiki . Ég hafði aldrei lesið neitt eftir Lewis af ýmsum ástæðum og ævisaga hans hvatti mig síst til þess að breyta út frá því . En konan mín vildi að ég gæfi honum tækifæri og gaf mér Narníubækurnar í heildarsafni . Það kom mér skemmtilega á óvart hversu gaman ég hafði af þeim . Vissulega er grunnt á kristilegum tilvísunum í sumum bókanna , frá sköpuninni , upprisunni og til hinsta dags en það er óþarfi að láta það skemma um of fyrir sér . Það sést af því sem ég hef nefnt að ég les iðulega ævisögur . Oft er það til að leita skilnings á sögulegum atburðum og bakgrunni fræðikenninga en auk þess er ég veikur fyrir ævisögulegum frásögnum af landkönnun og fjallamennsku . Eftir að hafa gripið gamla bók eftir Edmund Hillary , Vogun vinnur , á fornbókasölu fékk ég svo gefins um daginn Sir Edmund Hillary , an Extraordinary Life eftir Alexu Johnston , sem rakti ævi þessa ágæta Nýsjálendings . Það er endurnærandi að lesa um jafn heilsteyptan einstakling og Sir Edmund , afreksmann jafnt í fjallamennsku sem og í góðgerðarmálum . Konan mín kynnti mig svo um daginn fyrir einum af sínum uppáhaldsbókum úr æsku , sögunum af Prins Valíant eftir Harold R. Foster . Á mínum ungdómsárum hafði ég haft einhverja fordóma gagnvart prinsinum með pottloksklippinguna en gott ef ekki kom bara í ljós að þessi hátt í sjötuga teiknimyndasería er hreinasti gimsteinn . Teiknimyndasögur eru í mínum huga jafngóðar bókmenntir og hverjar aðrar , á þessum margmiðlunartímum leitar maður allra leiða til að fá ungviðið til að slíta sig frá imbakössum sjónvarps og tölva . Það má reyna að stinga að þeim Prinsinum Valíant í þeim tilgangi . Þegar ég les mér til hreinnar afþreyingar halla ég mér oft að vísindaskáldsögum . Gömlu meistararnir svo sem Isaac Asimov , Frank Herbert , Philip K. Dick og Arthur C . Clarke standa alltaf fyrir sínu , Neal Stephenson og William Gibson ættu svo að vera skyldulesning fyrir Internetkynslóðina . Sérstakir konfektmolar koma þó frá Iain M. Banks , síðasta bókin hans The Algebraist kom í kilju á síðasta ári og var hreint ágæt . Á mörkum vísindaskáldskapar og fantasíu eru svo tvær bækur sem ég las nýlega eftir China Mieville , Iron Council og The Scar sem voru virkilega hressandi lesning . Fyrir nokkrum árum datt ég í að lesa hinar ágætu grínfantasíur eftir Terry Pratchett sem ég get ekki annað en mælt með fyrir þá sem vilja kúpla sig tímabundið frá þessari jarðkúlu . Grín í bland við oft hárbeitta þjóðfélagsádeilu , nýjasta bókin Thud ætti ekki að svíkja neinn en þeir sem vilja byrja að lesa þessar sögur hans sem gerast í Diskheimi ættu þó hugsanlega að byrja á eldri bókum . Og svo að lokum , er það Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason , sem ég get ekki annað en mælt með að allir lesi . Bókin er snilldarlega byggð upp . Ég hló og grét til skiptis lengst af en við lestur síðustu kaflana skalf ég þó mest af taugaæsingi . Það er sama hvar í flokki menn standa , allir ættu að lesa hana til að geta tekið afstöðu til þess sem Andri Snær hefur fram að færa . Svo yfirkominn var ég að lestri loknum að mig langaði mest að fara út og kaupa nokkur hundruð eintök til að senda á velvalda staði ! Kristinn er tölvunarfræðingur hjá KB banka
Ég var norður í landi í sumar og þar hafði ég mikinn tíma til að lesa . Las m.a . Færeyingasögu og Jómsvíkingasögu , Fursta eftir Macciavelli og fleiri eldri rit . Af nýjustu bókum get ég sérstaklega mælt með Aminas breve eftir Danann Jonas T. Bengtsson , en þetta er frumraun Bengtssons sem rithöfundur og segir frá geðklofasjúklingnum Janusi . Ekki veit ég hvort lýsingar Bengtssons séu í samræmi við raunverulegan geðklofa en alla vega var bókin svo heillandi að ég gat ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búin . Svo má hér nefna tímaritið Hugur og hönd sem Heimilisfélagið gefur út . Ég fletti nýjasta tölublaðinu í Borgarbókasafninu og það var mjög glæsilegt , stútfullt af áhugaverðum greinum um mismunandi efni og fyrsta flokks myndir fylgdu . Einnig voru nokkrar handavinnuuppskriftir . Mæli með því . En þar sem ég er Finni , þá langar mig að vekja athygli á eina Nóbelsskáldinu okkar , Frans Emil Sillanpää . Leshringurinn minn er einmitt núna að lesa aðra af bókum hans sem þýddar hafa verið á íslensku , Sólnætur . Hin bókin sem hefur komið út á íslensku heitir Skapadægur og eru báðar bækurnar fáanlegar á Borgarbóksafninu . Sillanpää var líffræðingur að mennt og bera bækurnar vott þess að hann hafi næmt auga á náttúru í öllum smáatriðum . Marjatta Ísberg , ágúst 2006 . Marjatta er kennari við Digranesskóla í Kópavogi og “ ein af þeim útlendingum sem hefur ætlað að vera hér í ár og aldrei farið heim . ”
Á flugstöð um daginn las ég bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttir , Af manna völdum . Hana hafði ég auðvitað lesið áður fyrir löngu síðan , og þótti þetta mjög góður lestur . Bókin er næm og skemmtileg aflestrar og á allan hátt vel gerð . Hér er fjallað um fólk og líf þess er svona frekar í erfiðara kantinum . Mér er eftirminnileg sagan úr stríðinu þar sem konan verður hrædd við hermann og skríður með barnið í gegnum girðinguna . Það sem gerir söguna svo áhugaverða er að þessi hræðsla var í raun ástæðulaus , konan bara verður allt í einu svona skelfingu lostin . Einnig greip ég niður í nýja bók Baldurs Óskarssonar , Í vettlingi manns , og fannst mjög gaman af að lesa pistla hans um gamla útvarpsfélaga og aðra vini . Pistlarnir eru hæfilega stuttir og ekki of ljósir fyrir , svolítið dularfullir og mjög skemmtilega gerðir . Ég hef ekki lesið þá bók alla enn . Um daginn las ég líka afskaplega undarlega bók , Steinarnir hrópa eftir Hikaru Okuizumi , sem var samt ákaflega læsileg og spennandi , þrátt fyrir að ég gæti ekki alltaf áttað mig vel á hvert hún hvar að fara og hvernig hún eiginlega endaði . Bókin fjallar um mann sem er að rifja upp þegar hann var ungur maður í stríðinu , hann á tvo syni og svo eru þarna atburðir í hellum og það er dálítið dularfullt hvernig það er , því það er eins þetta í hellinum endurtaki sig . Nú er ég hálfnuð með að lesa nýja bók Böðvars Guðmundssonar , Sögur úr síðunni . Þetta er ljúf endurminningabók um lífið í sveitinni á stríðsárunum og eftir það . Drengjabækur geta oft verið svolítið einhæfar en þessi bók Böðvars lofar bara nokkuð góðu , hann segir vel frá og ekkert nema gott um hana að segja . Annars fer minn lestur oftar en ekki fram um miðjar nætur , en þá gríp ég iðulega í bók ef ég ligg andvaka og því er minn bóklestur á stundum dálítið tætingslegur , eða eiginlega frekar dálítið í bútum . Fyrir utan þetta sem ég finn á Amtsbókasafninu og fæ lánað hjá vinum og ættingum þá les ég mikið af glæpasögum og hef það fyrir reglu að lesa Agöthu Christie og Sherlock Holmes alltaf inni á milli .