Sigurdur commited on
Commit
64c6f92
·
1 Parent(s): 3392404

Delete eval.txt

Browse files
Files changed (1) hide show
  1. eval.txt +0 -916
eval.txt DELETED
@@ -1,916 +0,0 @@
1
- LOFSÖNGUR (Claus Frimann)
2
-
3
- Líti ég um loftin blá
4
- skýin, sem sigla fram silfurglitaðan boga,
5
- hálftungls gullnu hornin á,
6
- herinn stjarna, þann tindrandi loga,
7
- þrungna þrumuheimkynnið,
8
- þar sem að skruggan skæð skekur dunandi hamar,
9
- rekur fjalli högg á hlið,
10
- hittir skóginn og stórviðu lamar:
11
- Þú ert mikill, hrópa eg hátt,
12
- himna guð, ég sé þinn mátt!
13
- Fyrir þinni hægri hönd
14
- hnígur auðmjúk í duftið mín önd.
15
-
16
- Líti eg langt um útþönd höf,
17
- þar er skjót skipamergð skundar vængjuðum húnum,
18
- sökkur djúpt í sjávar gröf,
19
- sést svo aftur á aldnanna brúnum,
20
- þar er sé ég sverðfiskinn,
21
- hnúðurbak, hrosshvelið hart við stökkulinn glíma,
22
- þar er flögurflokkurinn
23
- ferðast réttum á vegi og tíma:
24
- Þú ert mikill, hrópa eg hátt,
25
- hafsins guð, ég sé þinn mátt!
26
- Sjór og hvað þar inni er
27
- órækt vitni um guðdóm þinn ber.
28
-
29
- Líti eg liljum skrýdda jörð,
30
- skoði ég skóg og strönd, skoði eg dali og fjöllin,
31
- skoði eg bugðu-breyttan fjörð,
32
- breiðar elfur og vatnsbunu-föllin,
33
- skoði eg skepnufjöld ótal,
34
- allt frá þeim ormi, sem undir duftinu skríður,
35
- yfir féð í fögrum dal
36
- fjær til himins, þar beinfleyg örn líður:
37
- Þú ert mikill, hrópa eg hátt,
38
- heimsins guð, ég sé þinn mátt!
39
- Lofið, himnar, haf og jörð,
40
- hann, hvers mætti þið af eruð gjörð!
41
-
42
-
43
-
44
-
45
- Í KIRKJUGARÐINUM
46
-
47
- (Úr leikritinu Aladdín eftir Oehlenschleger)
48
-
49
- Bíum, bíum,
50
- barnið góða!
51
- Sofðu nú sætt
52
- og sofðu lengi,
53
- þó að höll
54
- og hægindislaus
55
- og grafkyrr
56
- í grundar skauti
57
- vagga þín standi.
58
- Vertu í ró.
59
-
60
- Heyrirðu stynja
61
- storminn úti
62
- yfir mínum
63
- missi þunga,
64
- og átfreka
65
- yrmlingafjöld
66
- furukistu
67
- kroppa þína?
68
-
69
- Nú kemur inn hljóðfagri
70
- næturgali.
71
- Heyrirðu mjúkan
72
- munaðarklið?
73
- Var það áður,
74
- er þú vaggaðir mér.
75
- Nú skal ég, veslingur,
76
- vagga þér aftur!
77
-
78
- Hresstu huga þinn
79
- hans við söng.
80
- Allt skal eg þér
81
- til yndis velja.
82
- Heyrirðu dimma
83
- við dauðans hlið,
84
- barn mitt, hringja
85
- bjöllu þína?
86
-
87
- Sé ei hjarta þitt
88
- hart sem steinn,
89
- sjáðu, móðir,
90
- mína iðju:
91
- Ég skal af grátviðar
92
- grein þessari
93
- hljóðpípu smíða
94
- handa þér.
95
-
96
- Hresstu hug þinn
97
- við hennar róm,
98
- er hún einmana
99
- úti kvakar
100
- eins og vindur
101
- á vetrarnótt
102
- villur vakandi
103
- í votum greinum.
104
-
105
- Verð ég að víkja
106
- vöggu þinni frá.
107
- Kalt er að búa
108
- við brjóst þitt, móðir,
109
- og ég á mér
110
- ekkert hæli
111
- aftur að verma
112
- inni mig.
113
-
114
- Bíum, bíum,
115
- barnið góða!
116
- Sofðu nú sætt
117
- og sofðu lengi,
118
- þó að höll
119
- og hægindislaus
120
- og grafkyrr
121
- í grundar skauti
122
- vagga þín standi.
123
- Vertu í ró!
124
-
125
-
126
-
127
-
128
- DAGRÚNARHARMUR (Schiller)
129
-
130
- Heyri eg kirkju-
131
- klukkur dimmgjalla.
132
- Vísir er runninn
133
- vegu sína alla.
134
- Sé það svo, - sé það
135
- svo í guðs nafni!
136
- Líkmenn! Leiðið mig
137
- á legstað aftöku.
138
-
139
- Kyssi eg þig hinztum
140
- kossi skilnaðar.
141
- veröld, ó, veröld!
142
- Væti eg þig tárum.
143
- Sætt var eitur þitt,
144
- er það nú goldið,
145
- eiturbyrla
146
- ungra hjartna.
147
-
148
- Kveð ég yður, geislar
149
- guðs sólar!
150
- Flý ég yður frá
151
- í faðm dimmrar móður.
152
- Kveð ég þig, blómævi
153
- blíðra ásta,
154
- mey sem margblindar
155
- munaðs töfrum.
156
-
157
- Kveð ég yður drauma,
158
- dregna gullstöfum,
159
- himinbörn fögur,
160
- hugarburði smáa,
161
- dána blómknappa
162
- í dagsljósi skæru,
163
- aldrei um eilífð
164
- aftur að gróa.
165
-
166
- Sat ég fyrr hvítbúin
167
- sakleysis klæði,
168
- rauðum reifuðu
169
- rósa böndum:
170
- Brostu í ljósu
171
- lokkasafni
172
- fögur blóm.
173
- Þá voru friðardagar.
174
-
175
- Hræðilegt, hræðilegt!
176
- Helvítis fórn
177
- situr enn í hvítu
178
- sakleysisklæði,
179
- en í hinna rauðu
180
- rósa stað
181
- hrafnsvart líkband
182
- er að höfði snúið.
183
-
184
- Grátið mig, meyjar,
185
- er guð veitti
186
- sakleysis
187
- síns að gæta,
188
- er hin mikla
189
- móðir léði
190
- afl til að kefja
191
- ólgu veiks hjarta.
192
-
193
- Mannlega hrærðist
194
- hjarta mitt áður.
195
- Nú skal mér blíða þess
196
- banasverð vera.
197
- Fláráðum manni
198
- í faðm ég hneig.
199
- Dó þar Dagrúnar
200
- dygð í tómi.
201
-
202
- Nú er ég úr höggorms-
203
- hjarta slitin,
204
- þess, er aðra
205
- ástum glepur.
206
- Veit ég hann brosir
207
- og veigar kýs,
208
- meðan ég geng
209
- til grafar minnar.
210
-
211
- Leikur hann að lokkum
212
- ljósrar meyjar
213
- kjassmáll og kyssir
214
- og kossa þiggur,
215
- meðan að bunar
216
- blóð mitt unga
217
- á hörðum höggstokki
218
- hálsbenjum úr.
219
-
220
- Friðþjófur fagri!
221
- Á fjarlægri strönd
222
- duni þér Dagrúnar
223
- dauðahljómur,
224
- gjalli ógnefldar
225
- um eyru þér
226
- söngdimmar bjöllur
227
- úr sálarhliði, -
228
-
229
- svo, er af mjúkum
230
- meyjarvörum
231
- ástarorð
232
- þér unað færa,
233
- særi hann harðri
234
- helvítis und
235
- yndis blóm ykkar,
236
- svo þau öll hjaðni.
237
-
238
- Hrærir þig að engu
239
- harmur Dagrúnar -
240
- svívirt meyja,
241
- svikarinn vondi?
242
- barn okkar beggja? -
243
- ég bar það undir hjarta -
244
- allt, sem vargs vanga
245
- væta mætti tárum?
246
-
247
- Siglir hann, siglir -
248
- svífur skip frá landi,
249
- grátþrotin augu
250
- grimmum manni fylgja.
251
- Fláráður heilsar
252
- á fjarlægri strönd
253
- heitmey nýrri.
254
- Svo er hjörtum skipt.
255
-
256
- Barnunginn blíði
257
- bjó á móður skauti
258
- ástfalinn ungri
259
- algleymisværð.
260
- Brostu björt augu
261
- bláfögur móti
262
- móður augum
263
- morgunrósar.
264
-
265
- Og ástfagur
266
- allur svipur
267
- auma margminnti
268
- á mynd hins horfna.
269
- Varpar hann í brjóst
270
- vesalli móður
271
- ástar óviti
272
- og örvæntingar.
273
-
274
- "Hermdu mér, kona,
275
- hver er faðir minn?"
276
- Svo spyr hin þögla
277
- þrumurödd ómálgans.
278
- "Hermdu mér, kona,
279
- hver er maður þinn?"
280
- Hló við helvíti
281
- í hjarta mínu.
282
-
283
- Skelfing! Ó, skelfing!
284
- Skal til háðungar
285
- föðurlaus sonur
286
- að föður spyrja?
287
- Bölva muntu
288
- þínum burðardegi.
289
- saurlífis sonur, -
290
- ó, svívirðunafn!
291
-
292
- Brennur mér í hjarta
293
- helvítis glóð,
294
- einmana móður
295
- í alheimi víðum.
296
- Sit ég síþyrst
297
- að sælubrunni,
298
- er ég aldrei má
299
- augum líta.
300
-
301
- Æ, því ég blygðast
302
- barn mitt að sjá.
303
- Rifjar upp rödd þín
304
- raunir allar mínar,
305
- barn, og úr blíðu
306
- brosi þínu
307
- helörvar harðar
308
- á hjarta mínu standa!
309
-
310
- Helvítis kvöl
311
- er mér hann að þrá, -
312
- vítiskvöl verri
313
- verða þig að skoða.
314
- Vondir eru kossar
315
- vara þinna,
316
- hans er af vörum
317
- mér að hjarta streymdu.
318
-
319
- Eiðar hans allir
320
- í eyrum mér hljóma, -
321
- meineiðar allir
322
- margfaldlega,
323
- - allir um eilífð!" -
324
- Andskotinn þá
325
- þreif mér þjófshönd lífs,
326
- að þjakaði eg syni.
327
-
328
- Friðþjófur! Friðþjófur!
329
- Á fjarlægri strönd
330
- elti þig vofan
331
- hin ógurlega,
332
- hrífi þig hvarvetna
333
- helköldum greipum,
334
- svipti þér sárlega
335
- úr sælum draumi!
336
-
337
- Stari þér í augu
338
- úr stjörnu skínandi
339
- helbrostið auga
340
- hnigins sonar,
341
- elti þig ógnmargt
342
- um alheim víðan,
343
- hneppi þig burtu
344
- frá himindyrum!"
345
-
346
- Sjáið og skiljið!
347
- Sonur mér að fótum
348
- dauðsærður lá
349
- og dreyra roðinn.
350
- Sá ég blóð blæða, -
351
- blæddi þá ei minnur
352
- fjör úr æðum
353
- fáráðrar móður.
354
-
355
- Harðlega knúðu
356
- hurðir mínar
357
- dólgar dýflissu,
358
- dimmt var mér í hjarta.
359
- Flýtti eg mér fegin
360
- í faðm dauða
361
- sálarbruna
362
- sáran að slökkva.
363
-
364
- Friðþjófur fagri!
365
- Faðirinn góði,
366
- mildur miskunnar,
367
- mannkindum vægir.
368
- Bið ég þann föður
369
- þér fyrirgefa,
370
- syndum særð,
371
- sem eg sjálf það vil.
372
-
373
- Gefa vil ég jörðu
374
- grát minn og harm,
375
- hefnd mína alla
376
- og hjartaþunga.
377
- Nú hef eg ljósan
378
- loga kyntan,
379
- fórn að færa
380
- sem ég fremsta má.
381
-
382
- Vel er og vel er!
383
- Vafin eru loga
384
- bréf hans, og eiðar
385
- eldi gefnir.
386
- Hátt loga kossar
387
- heitir og sætir!
388
- Hvað var mér á foldu
389
- forðum kærra?
390
-
391
- Trúið þér ei yðar
392
- æskublóma, -
393
- aldregi, systur,
394
- eiðum manna!
395
- Fegurð varð að falli
396
- farsæld minni.
397
- Bölva verð ég henni
398
- á blóðstöð aftöku.
399
-
400
- Hvort er þér nú, böðull,
401
- hungur í augum?
402
- Bregðið mér bráðlega
403
- bandi fyrir sjónir.
404
- Hikarðu, böðull,
405
- blómknapp að slá?
406
- Náfölur böðull!
407
- Neyttu karlmennsku!
408
-
409
-
410
-
411
-
412
- MEYJARGRÁTUR (Schiller)
413
-
414
- Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský -
415
- döpur situr smámeyja hvamminum í.
416
- Bylgjurnar skella svo ótt, svo ótt -
417
- öndinni varpar á koldimmri nótt
418
- brjóstið af grátekka bifað.
419
-
420
- "Heimur er tómur og hjartað er dautt,
421
- helstirðnað brjóstið og löngunarsnautt.
422
- Heilaga! Kalla mig héðan í frá,
423
- hef ég þess notið, sem jarðlífið á,
424
- því eg hefi elskað og lifað".
425
-
426
- "Tárin að ónýtu falla á fold,
427
- fá hann ei vakið, er sefur í mold.
428
- Segðu, hvað hjartanu huggunar fær,
429
- horfinnar ástar er söknuður slær -
430
- guðsmóðir vill þér það veita".
431
-
432
- "Tárin að ónýtu falli á fold,
433
- fái hann ei vakið, er sefur í mold.
434
- Mjúkasta hjartanu huggunin er,
435
- horfinnar ástar er söknuður sker,
436
- á harminum hjartað að þreyta".
437
-
438
-
439
-
440
-
441
- ALHEIMSVÍÐÁTTAN (Schiller)
442
-
443
- Eg er sá geisli,
444
- er guðs hönd skapanda
445
- fyrr úr ginnunga-
446
- gapi stökkti.
447
- Flýg ég á vinda-
448
- vængjum yfir
449
- háar leiðir
450
- himinljósa.
451
-
452
- Flýta vil ég ferðum -
453
- fara vil ég þangað,
454
- öldur sem alheims
455
- á eiði brotna,
456
- akkeri varpa
457
- fyrir auðri strönd
458
- að hinum mikla
459
- merkisteini
460
- skapaðra hluta
461
- við skaut alhimins.
462
-
463
- Sá ég í ungum
464
- æskublóma
465
- stjörnur úr himin-
466
- straumum rísa,
467
- þúsund alda
468
- að þreyta skeið
469
- heiðfagran gegnum
470
- himinbláma.
471
-
472
- Sá ég þær blika
473
- á baki mér,
474
- er ég til heima-
475
- hafnar þreytti.
476
- Ókyrrt auga
477
- sást allt um kring -
478
- stóð ég þá í geimi
479
- stjörnulausum.
480
-
481
- Flýta vil ég ferðum -
482
- fara vil ég þangað,
483
- ekkert sem ríkir
484
- og óskapnaður.
485
- Leið vil ég þreyta
486
- ljóss vængjum á,
487
- hraustum huga
488
- til hafnar stýra.
489
-
490
- Gránar í geimi -
491
- geisa ég um himin
492
- þoku þungaðan
493
- þjótandi fram.
494
- Dunar mér á baki
495
- dökknaðra sólna
496
- flugniður allra
497
- sem fossa deyjandi.
498
-
499
- Kemur þá óðfluga
500
- um auðan veg
501
- mér í móti
502
- mynd farandi:
503
- "Bíðdu, flugmóður
504
- ferðamaður!
505
- Heyrðu! Hermdu mér -
506
- hvert á að leita?"
507
-
508
- "Vegur minn liggur
509
- til veralda þinna.
510
- Flug vil ég þreyta
511
- á fjarlæga strönd
512
- að hínum mikla
513
- merkisteini
514
- skapaðra hluta
515
- við skaut alhimins".
516
-
517
- "Hættu! Hættu!
518
- Um himingeima
519
- ónýtisferð
520
- þú áfram heldur.
521
- Vittu, að fyrir
522
- framan þig er
523
- ómælisundur
524
- og endaleysa".
525
-
526
- "Hættu! Hættu!
527
- Þú, sem hér kemur,
528
- ónýtisferð
529
- þú áfram heldur.
530
- Belja mér á baki
531
- bláir straumar,
532
- eilífðar ógrynni
533
- og endaleysa.
534
-
535
- Arnfleygur hugur,
536
- hættu nú sveimi!
537
- Sárþreytta vængi
538
- síga láttu niður.
539
- Skáldhraður skipstjóri,
540
- sköpunarmagn,
541
- fleini farmóður
542
- flýttu hér úr stafni".
543
-
544
-
545
-
546
-
547
- FESTINGIN (Addison)
548
-
549
- Festingin víða, hrein og há,
550
- og himinbjörtu skýin blá,
551
- og logandi hvelfing, ljósum skírð,
552
- þið lofið skaparans miklu dýrð.
553
- Og þrautgóða sól, er dag frá degi
554
- drottins talar um máttarvegi,
555
- ávallt birtir þú öll um lönd
556
- almættisverk úr styrkri hönd!
557
-
558
- Kvöldadimman er kefur storð,
559
- kveða fer máni furðanleg orð
560
- um fæðingaratburð, heldur hljótt,
561
- hlustandi jarðar á þögulli nótt,
562
- og allar stjörnur, er uppi loga
563
- alskipaðan um himinboga,
564
- dýrðleg sannindi herma hátt
565
- um himinskauta veldið blátt.
566
-
567
- Og þótt um helga þagnarleið
568
- þreyti vor jörð hið dimma skeið
569
- og öngva rödd og ekkert hljóð
570
- uppheimaljósin sendi þjóð,
571
- skynsemi vorrar eyrum undir
572
- allar hljómar um næturstundir
573
- lofsöngur þeirra, ljóminn hreinn:
574
- "Lifandi drottinn skóp oss einn!"
575
-
576
-
577
-
578
-
579
- Úr leikritinu
580
- DAUÐI KARLS FIMMTA (Carsten Hauch)
581
-
582
- 5. þáttur
583
-
584
- Snemma morguns í birtingu, úti nálægt Klöruklaustri í Valladolid.
585
-
586
- Gonzales - Alonzo
587
-
588
- Alonzo: Hver er það?
589
- Gonzales: Einn, sem þig engu varðar!
590
- Alonzo: Gonzales, heyri ég,
591
- mér gegnir nú.
592
- Gonzales: Hann að vísu.
593
- En hver ert þú?
594
- Alonzo: Vinur keisarans.
595
- Gonzales: Vitum hann dauðan.
596
- Alonzo: Svo er það sagt
597
- og sízt að dylja,
598
- hentleg að heimför
599
- hans er orðin.
600
- Gonzccles: Ert þú hér kominn, Alonzo?
601
- Alonzo: Heyrðu!
602
- Gonzales: Nú grær grund
603
- yfir gröf vors herra.
604
- Alonzo: Heyrðu, Gonzales,
605
- hún er mér sögð
606
- ekki auðfundin
607
- undir moldu.
608
- Gonzales: Ég við skiljumst.
609
- Alonzo: Ég held það með.
610
- Gonzales: Ætlan okkar
611
- er upp að vekja
612
- grafbúa dauðan,
613
- get ég að sé?
614
- ALonzo: Það er og mest
615
- mér í skapi.
616
- Gonzales: Full hef ég fimm hundruð
617
- fylgdarmanna,
618
- einbeitt lið
619
- allt að reyna.
620
- Alonzo: Þei, þei, einhver
621
- er hér á slóðum.
622
- Gætum vor, Gonzales,
623
- göngum úr vegi.
624
-
625
- (Þeir skýla sér bak við klausturmúrinn)
626
-
627
- Filippus - Carranza erkibiskup
628
-
629
- Carranza: Herra konungur!
630
- Hvort má nú dirfast
631
- eg að trúa
632
- augum mínum?
633
- Svo er mér hugtítt
634
- um heilsu yðra,
635
- að ég í auðmýkt
636
- andsvars að leita,
637
- dýrstur einvaldur,
638
- dirfast hlýt:
639
- Hvað hefur úr húsum
640
- höfðingjann þjóða,
641
- aldrei sem áður
642
- var einn á ferð, -
643
- hvað hefur úr húsum
644
- höfðingjann góða
645
- langt of leitt
646
- lífvarða sinna
647
- dökkum alfalinn
648
- dularklæðum,
649
- kallað út svo,
650
- að koldimmri nótt
651
- og flærðafullri
652
- sér fyrir trúir?
653
- Virðist, ó, virðist
654
- hinn vegsamlegi
655
- satt mér að segja
656
- það er sízt ég skil.
657
-
658
-
659
-
660
-
661
- ILLUR LÆKUR
662
-
663
- Kveðið eftir þjóðkunnu spánsku kvæði
664
-
665
- Lækur rennur í lautu,
666
- liggur og til þín sér:
667
- Alltaf eftirleiðis
668
- eg skal gá að mér.
669
-
670
- Nú fór illa, móðir mín!
671
- Mér var það samt ekki að kenna.
672
- Sástu litla lækinn renna
673
- græna laut að gamni sín,
674
- breikka, þar sem brekkan dvín,
675
- bulla þar og hossa sér?
676
- Vertu óhrædd, eftirleiðis
677
- eg skal gá að mér!
678
-
679
- Lækur gott í lautu á,
680
- leikur undir sólarbrekkum,
681
- faðmar hann á ferli þekkum
682
- fjóla gul og rauð og blá -
683
- einni þeirra eg vil ná,
684
- og svo skvettir hann á mig.
685
- Illur lækur! Eftirleiðis
686
- eg skal muna þig!
687
-
688
- Klukkan mín, svo hvít og hrein,
689
- hún er nú öll vot að neðan.
690
- Hefurðu þá heyrt og séð 'ann,
691
- hvernig ertnin úr honum skein.
692
- Ég hef orðið ögn of sein,
693
- og svo skvetti hann á mig.
694
- Illur lækur! Eftirleiðis
695
- eg skal muna þig!
696
-
697
- Lækur fer um lautardrag,
698
- leikur sér að væta meyna,
699
- þegar hún stígur þar á steina.
700
- Það er fallegt háttalag!
701
- Ég fer ekkert út í dag,
702
- uni, móðir góð, hjá þér!
703
- Vertu óhrædd, eftirleiðis
704
- eg skal gá að mér!
705
-
706
-
707
-
708
-
709
- KOSSAVÍSA (Adelbert von Chamisso)
710
-
711
- Ljúfi, gef mér lítinn koss,
712
- lítinn koss af munni þínum!
713
- Vel ég mér hið vænsta hnoss,
714
- vinur, gef mér lítinn koss!
715
- Ber ég handa báðum oss
716
- blíða gjöf á vörum mínum.
717
- Ljúfi, gef mér lítinn koss,
718
- lítinn koss af munni þínum!
719
-
720
- Leikur kossa lipur er,
721
- lætur þeim, er á kann halda,
722
- listin sú ei leiðist mér,
723
- leikur kossa fimur er,
724
- einatt reyni eg það hjá þér,
725
- þiggja, taka, endurgjalda.
726
- Leikur kossa lipur er,
727
- lætur þeim, er á kann halda.
728
-
729
- Vinur, gef mér ennþá einn
730
- ástarkoss af ríkum vörum!
731
- Einn fyrir hundrað, ungur sveinn,
732
- einn fyrir þúsund, réttan einn!
733
- Einn enn, þú ert ofur seinn,
734
- eg er betur greið í svörum.
735
- Vinur, gef mér ennþá einn
736
- ástarkoss af ríkum vörum!
737
-
738
- Rétt sem örskot tæpur telst
739
- tíminn mér við kossa þína -
740
- tíminn, sem ég treindi helzt,
741
- tæplega meir en örskot dvelst.
742
- Sárt er að skilja, gráti gelzt
743
- gleðin, þiggðu kossa mína!
744
- Rétt sem örskot tæpur telst
745
- tíminn mér við kossa þína.
746
-
747
- Kossi föstum kveð ég þig,
748
- kyssi heitt mitt eftirlæti,
749
- fæ mér nesti fram á stig,
750
- fyrst ég verð að kveðja þig.
751
- Vertu sæll, og mundu mig,
752
- minn í allri hryggð og kæti!
753
- Kossi föstum kveð ég þig,
754
- kyssi heitt mitt eftirlæti.
755
-
756
-
757
-
758
-
759
- NIHILISMI (Feuerbach)
760
-
761
- Ó, mikli guð!
762
- Ó, megn hörmunga!
763
- Ekkert að ending,
764
- eilífur dauði!
765
- Sálin mín blíða
766
- berðu hraustlega,
767
- sárt þótt sýnist,
768
- sanninda ok.
769
-
770
- Eilífð á undan
771
- og eftir söm,
772
- orðinn að engu
773
- og ósjölfur.
774
- Það getur þér augu
775
- þvegið hrein,
776
- ljós veitt og lá
777
- og litu góða.
778
-
779
- Ljós er alls upphaf,
780
- ekkert er bjart,
781
- ljóstær er þeirra
782
- lífs uppspretta.
783
- Upphaf er ekkert,
784
- ekkert er nótt,
785
- því brennur nótt
786
- í björtum ljóma.
787
-
788
-
789
-
790
-
791
- UPPHAFIÐ AF DAUÐA ABELS (Fr. Paludan-Muller)
792
-
793
- Uppi stóð Kain
794
- og á hlýddi
795
- grama guðs dóma,
796
- glataður, rekinn,
797
- útskúfaður einn
798
- öllum í heimi.
799
- Skalf hann og skarst hann
800
- og skyggndist um,
801
- og á frám fótum
802
- flótta sinn hóf.
803
-
804
- En á græna
805
- grundar hvílu
806
- bleikur bróðir
807
- var í blóð hniginn.
808
- Abel að annast
809
- ástúðleg kom
810
- móðir manns sona
811
- mjúkhent sjúkan.
812
-
813
- Álengdar hún sá,
814
- að upp lyfti
815
- hjartkærstum syni
816
- hennar í móti
817
- heiftar hendi
818
- hárri bróðir.
819
- Að kom þar Eva,
820
- er hann öndu sleit.
821
-
822
- Farið er fjörvi -
823
- fagur titrar
824
- ungur ástarson,
825
- andar þungan.
826
- Rennur rautt blóð
827
- úr rofnum vanga,
828
- lokki ljósgulum
829
- lit festir á.
830
-
831
-
832
-
833
-
834
- ARNGERÐARLJÓÐ (P. L. Möller)
835
-
836
- I.
837
- Fædd er ég þar sem fjallatindur
838
- fólgið ylgott hreiður ber,
839
- skjótt inn hvassi hvirfilvindur
840
- hossaði mér í fangi sér.
841
- Breiðir og greiðir vængir verða,
842
- væn úr hreiðri móðir sá
843
- mig að fara minna ferða
844
- megni vinda ósamgerða
845
- hátt yfir ský að heiði blá.
846
-
847
- Dunaði loft um dökkar fjaðrir.
848
- Dimmum stormi fló ég gegn.
849
- Sólin há og engir aðrir
850
- augna minna glæddi megn.
851
- Þekkti ég hættu ei né ótta,
852
- æ á flugi glöð og hlý,
853
- lítið hremmdi ég lamb á flótta,
854
- lyfti því upp til sólargnótta,
855
- drakk þar barkablóð úr því.
856
-
857
- Einhvern daginn ofan fló ég
858
- illskuramma jörð að sjá.
859
- Eldur og hvellur - og svo dó ég,
860
- allt varð dimmt, ég féll í dá.
861
- Lík hef ég verið lágt á jörðu,
862
- legið í rauðu blóði þar,
863
- vaknaði svo til harma hörðu,
864
- hjarta mitt er sundur mörðu.
865
- Hví dó ég ei til eilífðar?
866
-
867
- Vaknaði ég í hörmum hörðum,
868
- heil var sál, en megni stytt.
869
- Hnjúkur minn með hamragörðum:
870
- Hvar eru skýin, yndið mitt?
871
- Hvert er horfin gleði geima,
872
- góði fjaðurhamurinn?
873
- Ég, er svam um sólarheima,
874
- sit nú, orðin stúlkufeima,
875
- eins og gimbur grannvaxin.
876
-
877
- Hrynur mér af höfði niður
878
- hárið sítt og mjúkt og ljóst,
879
- varla þolir veðrahviður
880
- varið líni meyjarbrjóst.
881
- Fyrir háan himinboga
882
- hef ég fengið bæ og fjós,
883
- fyrir bláa bergið troga-
884
- búr, og dapran hlóðaloga
885
- fyrir skærust skrugguljós.
886
-
887
- II.
888
- Ó, að þeir fjötrar aftur brystu!
889
- Ó, ég lifði þá sælutíð,
890
- að mig vindarnir aftur hristu
891
- eldinga gegnum dyn og stríð!
892
- Ó, að flugvanar fjaðrir spryttu
893
- fram um mjallhvíta öxl og háls!
894
- Ó, að vindar mig aftur flyttu
895
- upp yfir höfði glaðrar skyttu
896
- skundaði ég um skýin - frjáls!
897
-
898
- Ónýtis til mín löngun leitar
899
- ljósu heimkynni mínu ná,
900
- vart yfir mínar varir heitar
901
- veldur hún sér í skýin há.
902
- Flugsterka vængi fyrir, greiða,
903
- fékk ég handleggi mjúka, smá,
904
- sem megna eg ekki að móti breiða
905
- manni kærum og sælan neyða
906
- mínum að brenna munni á.
907
-
908
- Frjálsa lofthafið, föðurbólið,
909
- fríðan og breiðan himingeim,
910
- misst hefi ég og móðurhólið.
911
- Mannkinda hrakin niður í heim
912
- hlýt ég að sitja í svartri treyju
913
- saman við smá og huglaus börn
914
- og kúra hér á kaldri eyju.
915
- Kalla mig allir fagra meyju
916
- og vita ekki, að eg er örn.